Vísir - 25.11.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 25.11.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 25. nóvember 195£ VÍBIB „Þegar ég verð drottning. BSaðakona ræðír vlð drottnmgarefni Iranskeisara. Enskri blað'akonu hefur tek- ist að fá Farah Fiba, drottn- ingarefni Iranskeisara, til að leysa frá skjóðunni, — en þar til hafði Farah sagt, að þetta "vlðræðuefni væri bannað. Blaðið hafði meira að segja upp úr henni hvenær hún færi ~til Theheran, hvenær brúðkaup- ið mundi standa — ogFarah sagði henni, að hún vildi gjarn- an eignast börn. „Hún var dá- lítið þreytuleg“, sagði Shirley, ,, en nýtur þess auðsjáanlega, að vera búin að fá þetta nýja hlutverk, að vera drottningar- efni“. Fer til Teheran 17. nóvember. „Það er ákveðið, að brúðkaup iðverði fyrir jól“, sagði Farah. „Ég .fer til Teheran 17. þ.m. of tilkynningin um trúlofunina verður birt skömmu síðar. Ég er mjög hrifin af tilhugsuninni um að giftast keisaranum — hvaða stúlka mundi ekki vera það í mínum sporum? ; Þrjú börn. Ffe vona að eg eignist þrjú böm. Það hefi ég gert mér von- ir wn, ávallt. Mér finnst það hæfilegt. Ég var skáti í Teher- an i fjögur ár og fékk þá æf- ingu í öllu, sem varðar barna- Émmm gæzlu. Og ég hlakka til að eign- ast börn sjálf.“ Við hittumst í herbergi í gisti- húsi, sagði Shirley, fullu af blómum. Hún býr þarna ásamt tveimur eldri frænkum sínum og tveim frændum. Allir titla hana prinsessu og sýna henni mikla virðingu. Hún er 21 árs og ætlaði sér að verða arkitekt, áður en hún var valin drottn- ingarefni. Hún lætur ekki þetta stíga til höfuðs sér og er fljót að tileinka sér allt, sem að hlutverkinu lýtur, segir Mme. Mali Belik, kona ambassadors Irans í París. Þóttist vera drottning. „Þegar eg var lítil telpa,“ sagðiFarah feimnislega, „og var að leika mér þóttist ég stund- um vera drottning, og þegar Soraya fór úr landi, var sagt við mig: Þú ættir að verða drottning. Ég hló að þessu, | flaug ekki í hug, að keisarinn myndi biðja mín. Við höfðum hizt nokkrum sinnum og mér skildist brátt hvað honum var í hug. Svo bað hann mín dag nokkurn í höllinni. Ég bað um nokkurra daga umhugsunar- frest. Ég þurfti ekki að velta því fyrir mér, hvort ég vildi verða drottning, heldur hinu, að keisarinn er mér miklu eldri, •— myndum við getað orðið hamingjusöm í sambúð. Það var umhugsunarefni mitt. Degi síðar játtist ég honum. Ég gift- ist honum, af því að ég elska hann. Hann er eini maðurinn, sem ég hefi orðið ástfanginn í. Ég var aldrej ein með piltum, sem ég þekki. Uppeldið var strangt. Hvernig er hægt að elska þann, sem maður þekkir ekki? — Keisarinn og ég eigum mörg sameiginleg áhugamál, höfum áhuga fyrir klassiskri músik, hestum, íþróttum og bifreiðum. Hann hefur mik- inn áhuga fyrir flugi og er sjálfur flugmaður. Ég ætla að biðja hann um að kenna mér að fljúga, þegar við erum orð- in hjón“. Dior-tískuhúsið býr til allt fatnaðarkyns handa henni. Af einu er Farah ekki hrif- in — höllinni í Teheran. „En keisarinn á ljómandi skemmtilegt hús fyrir utan borgina. Mér geðjast vel að því, og ég held, að við komum til með að búa þar“. Eftirspum á Cometþotum aftur hraðvaxandi. Fyrir misseri iá við borð, að hætt væri að framíeiða þær. ★ Barbara Moore læknir, fædd í Rússlandi, ætlar að reyna aðsetja met x göngu, 110 mílna leið, á einum sólar- hring, frá Birmingham til Frimley í Hampshire, þar sem hún á heima. Maður hennar er myndhöggvari. Barbara kom til Englands fyrir 26 árum. Hún lifir aðallega á ávöxtum og á- vaxtasafa og hefur sett sér það mark að verða 150 ára. Brezk blöð segja, að nú horfi aftur betur um framtíð flug- véla af Comet-gerð. Hafa De Havilland-verksmiðjunum, sem framleiða farþegaþotur af þess- ari gerð, borist nýjar pantanir á 11 þotum — og hafa verk- smiðjurnar nú selt samtals 50 — fyrir 1 millj. stpd. hverja. Hinar nýju pantanir sýna, að horfur hafa breyzt mjög til batnaðar, því að fyrir misseri horfði svo, vegna lítillar eftir- spurnar, að félagið var að hugsa um að hætta framleiðslu þeirra. Frá hinum nýju pöntunum var sagt nú í vikunni, þegar félagið afhenti fyrstu Comet 4-B þoi- urnar, sem það hefur smíðað fyrir Mexikanska flugfélagið (Mexican Airlines). Félögin, sem hafa beðið um þær 11, sem að ofan eru nefnd- ar, eru Misrair (Egypzka flug- fél.), UAT (hið mikla, óháða ,franska flugfélag) og (Olympic (Olympska eða griska flug- félagið). Og ekki er þar með talið, því að líklegir kaupendur eru: Lufthansa, Middle East Airlines og a.m.k. þrjú flugfélög í Mið- og Suður-Ameriku. Talsmaður félgasins sagði: „Nú erum við áreiðanlega komnir yfir örðugasta hjallann, því að þegar 60 eru seldar, fer hagnaðurinn að koma. Það eru 1 nú ágætar horfur á, að við get- |um seit miklu fleiri.“ Athyglisvert er, að þessi breyting verður h.u.b. ná- kvæmlega ári eftir að Comet- Þoturnar og Boeing-707-þotur cru teknar í notkun í áætlunar- flugferðum á langleiðum. í Lundúnablöðum segir, að reynslan hafi sýnt, að af þess- um tveimur gerðum, aðal- keppendum á langleiðum, séu Comet-þoturnar, sem eru minni, hagkvæmari, áreiðan- legri og skili meiri arði á flest- um flugleiðum. Bankar og tryggingafélög séu hlynntari Comet-þotunum. Þær séu og verðmætari sem trygging, því að eftirspurn muni verða meiri eftir þeim notuðum. Þessar séu ástæðurnar fyrir, að sölumönn- um De Havilland gangi nú bet- ur en áður. Óttast er að um þúsund manns hafi farizt í fellibylnum og flóðinu á Kyrrahafsströnd Mexiko fyrir nokkrum dögum. Mataeos forseti hefur skýrt frá því að 800 manns hafi farizt í einni borg, Miantitlan. Þúsúnd ir eru heimilislausir og tugir manna týndir. • v* u JÓLABÓKIN FRÁBÆRA, SEM MEST ER TALAD UM Menn nq minninqar 50 íwiágrip o#/ frásagwiaþœitir cftir 1 «l ttj Steftítrisson Þessi heillandi og einstæða bók hefur efni aS flytja við allra hæfi svo fjölbreytt er hún, enda segir hún frá fólki úr flestum byggðum landsins og bregður upp myndum af ýmsum eftirmmmlegustu at- burðuin í sögu þjóðannnar um aldarskeið. Sagt er frá forvígismönnum í sjálístæðisbaráttunni, lífi þjóðskáld- anna, sjóferðum íslenzkra farmanna víða um heim, frásagmr af sægörpum og aílakóngum, æviágrip kunnra lækna, merkra fræði- manna og stórhuga skörunga á sviði atvmnumálanna. M(>nn or/ Maiianinfj/as• er sjðílfSiýörin ýólabóli a BÓKFELLSOTGÁFAN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.