Vísir - 17.12.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 17.12.1959, Blaðsíða 9
T'immtudaginn 17. desember 1959 VÍSIB 9 Pésthús opnað í Langhoítínu. — sem er heBgstœð úth&erf- sesn ofj „íétó*r“ á miðbœnusn. S.I. laugardag var .opnað pósthús að Langholtsvegi 62, í hentugu húsnæði, en staðurinn er hinn ákjósanlegasti fyrir að- liggjandi hverfi. Þarna eru vegamót og biðstöð strætis- vagna rétt hjá, útbú Lands- bankans o. fl. . Nú eru sem óðast að skapast miðstöðvar fyrir hina einstöku bæjarhluta, og það er athyglis- verð og rétt þróun, — hún verð ur til þess að „létta á“ mið- bænum, ef svo mætti segja, og hefur þegar orðið til þess, eftir því sem fleiri þarfar stofnanir eru staðsettar þægilega fyrir fólk í hinum fjarlægari bæjar- hJutum. Það er ekki svo ákaf- lega langt síðan, er menn urðu að fara lengst niður á Lauga- veg eða niður í miðbæ, til þess að fá meðal út á recept eða ann að, sem aðeins í apótekum fæst, en nú er þetta breytt, og sum fyrirtæki eru með verzlanir á.fleiri stöðum en einum, eina í miðbænum og kannske 2 eða fleiri í úthverfum. Og nú þurfa rpenn að venja sig á, að nota sfér hverfa-bréfhirðingarnar, það yrði þeim til hagræðis og tímasparnaðar. Langholtsbúaer þurfa nú ekki niður í bæ til pósthúserinda, — þeir hafa nú fengið pósthús fyrir sig, sem hefur eftirtalin störf með hönd- um: Viðtöku: 1. Almennra bréfa, bréf- spjalda og prents til innlendra og útlendra stöðva. 2. Skrásettra póstsendinga til ana tli innlendra stöðva. 3. Sendínga með árituðu verði, póstkröfusendinga og póstkröfusendinga og póstávís- ana tiel innlendra stöðva. 4. Almennra böggla og böggla með árituðu verði til jnnlendra stöðva. Sölu orlofs- merkja og sparimerkja og af- hendingu tilheyrandi bóka. Útborgun póstávísana og póst- kröfuávísana. Póstur verður borinn út frá bréfhirðingunni innan um- dæmis hennar, sem takmark- ast af Elliðaárvogi—Suðurlands brautar norðan megin og Hjalla vegi -—■ Laugarásvegi — Brúna- vegi--Kleifarvegi til sjávar. Allar skrásettar bréfapóst- sendingar, verðsendingar, póst- kröfusendingar, póstávisanir [ og bögglar til póstnotenda á I þessu svæði verða sendar bréf- hirðingunni, sem tilkynnir þær móttakendum. Þetta litla pósthús, sem er snoturlega og haganlega inn- ' réttað er opið alla virka daga kl. 9—12 og 14—17. Forstöðu- maður þess er Reynir Ármanns son, sem hefur starfað á annan áratug í áðalpósthúsinu,, er . f jölda manns að góðu kunnur, i og hið mesta lipurmenni. — I Langholtsbúum ber að óska til hamingju með nýja pósthúsið. Svartamarkað- ur í Oslo. Svartiviarkaður á leiguíbúð- um í Osló er nú meiri en nokkru sinni áður, segir Dagbladet. | Maður nokkur fékk tilboð í • húsnæði og hljóðaði tilboðið upp á 22.000 krónur og 280 krónur í húsaleigu á mánuði, en þar að auki krafðist leigu- seljnadi 25.000 króna fyrir hús- gögn, sem fylgja áttu íbúðinni, en þetta var einungis gert að yfirskyni, því að húsgögnin voru ekki meira en 2000 króna virði. Yfirleitt verða leigjendur að greiða stórar upphæðir umfram hina lögskipuðu leigu, og fá ekki kvittun fyrir greiðsluna. Jólasveimúim fær heim> sókn. Brezk börn koma til íslands til aö hitta ióiasveininn. Um langan aldur hefir það verið útbreidd trú meðal barna víðsvegar um Evrópu, að jóla- sveinninn ætti heima á fs- landi. Einkum hafa ensk börn gert þessa skoðun að sinni og berast ' hingað árlega mörg bréf frá brezkum börnum með beiðnum! til jólasveinsins um hitt og annað fyrir jólin. Nú hefir brezka fyrirtækið Nestle’s ráðist í það í samráði við Flugfélag íslands, að senda hóp brezzkra barna hingað til lands á fund jólasveinsins. Börnin, sem eru sex að tölu og á aldrinum átta til tólf ára, koma hingað með „Gullfaxa“ 17. desember n. k. og dvelja hér í þrjá daga. Á þeim tíma' ffiun þeim að sjálfsögðu gefast' tækifæri til þess að hitta jóla- sveininn, kynnast íslenzkum börnum og fræðast um land og þjóð. Sem að líkum lætur, hyggst Nestle’s fyrirtækið, sem rn. a. framleiðir hverskonar sælgæti, koma fréttum af ferð barn- anna á fund jólasveinsins á framfæri og s.l. fimmtudag birtist löng og ýtarleg grein um ísland og fyrirhugað ferðalag barnanna í hinu víðlesna blaði News Chrinicle. Með börnunum koma hingað m. a. hjúkrunarkona, sem sér um börnin á ferðalaginu, farar- stjóri og ljósmyndari, en fyrir- hugað er, að myndum og frá- sögn af ferðinni verði útvarpað og sjónvarpað í Bretlandi. Kínakommúnistar ýfa sig við Endonesiustjérn. Heimta áfram tvöfaldan þegnrétt til Hetgui* í hafróti eftir Jan de Hartog er sjóferðasaga, sem gerist á höfunum þrem, Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi. — Hún lýsir á dramatískan og áhrifaríkan hátt dráttarskipasiglingum Hollendinga, þar sem þeir hafa verið nær allsráðandi frá upphafi gufuskipa. HETJUR í HAFRÓTI er bók, sem seint gleymist þeim sem hana lesa. Hún er hrjúf, en sönn og laus við tildur og gervimennsku. í sannleika bók fyrir sjómenn og alla þá, sem sjóferðasögum unna. JÓLASÖGUR Prentsmiðja Guðm. Jóhannssonar, Sími 17737. Ævintýri mújsanna Ævintýrið um músa- fjölskylduna í Hrúkku- bæ er ein fegursta saga sem skrifuð hefur verið fyrir börn. Jólasögur Verð kr. 35. Verð kr. 35. Saga jólanna. Hesturinn fljúgandi Gaukurinn í klukkunni Engin jól án mömmu Loforðið Örlagakakan. VESTFIRZKAR ÆTTIR ARNARDALSÆTT Aígreiðsla Laugavegi 43 B, Víðimel 23 I. h. og Vbst. Þrótti. handa Kínverjum ■ Indonesiu. Kínverska kommúnistastjórn- in í Peking hefur sent Indó- nesíustjórn umkvörtun út af ó- þolandi ástandi, sem skapazt hafi vegna réttindaskerðingar kínverskra þegna í Indónesíu. Segir í bréfi utanríkisráðherr ans til utanríkisráðherra Indó- nesíu, að réttur Kínverja í Indó- nesíu hafi verið skertur og hags- munir þeirra, og krefst þess, að þessu verði kippt í lag, og virt- ur sáttmálinn milli Kina og Indónesíu um tvöfaldan þegn- rétt Kínverja í Indónesíu. Var þess getið, í fréttum fyr- ir nokkru, að indónesíska stjórn- in hefði birt fyrirmæli um það, að Kínvei'jar í Indónesíu yrðu j að sækja um þegnrétt í Indó- | nesíu, eða hvei'fa heim ella. í Indónesíu eru Kínverjar allfjöl- mennir, einkanlega er þar fjöl- menn stétt kínverskra smákaup- manna út um byggðirnar. Mun Indónesíustjói'n hafa breytt af- stöðu sinni eftir að Kínverjar fóru að hafa ofbeldi í frammi á landamærum Indlands, og ekki talið fallið til öryggis, að hafa mikinn hluta Kínverja í landinu, sem teldi sig hafa öll- um skyldum að gegna við stjórn ina í Peking. í Jakarta var þess aðeins get- ið, að bréfinu hefði verið svar- að en mótmæli hafa nú verið lögð fram í Peking. AEvarlegt brezk-egypzkt deilu mál komlð tll sögunnar. Öldur Siaturs hafa Bretar o,g Egyptar hafa ný- lega náð samkomulagi um að taka .upp stjórnmálatengsl á ný, og verður skipzt á sendifull- trúum og síðar ambassadorum, en nú, þegar sættir .virtust komnar á, eftir atburðinn mikla 1956, er Bretar og Frakkar réð- ust á Egyþtaland hafa horfur í sanibftð versnað skyndilega svo að óvænlega horfir, Orsök þess er, að einmitt á þessu stigi, er að því var að koma, að sendifulltrúi Breta legði fram skilyrði sín í Kairo, kemur fram sú hugmynd á Egyptalandi að „stofna Moor- house-safn“ í Port Said, og varðveita húsið og geyma þar skápinn, sem honum var troð- ið í og reipið sem var bundið með, og hengja þar upp mynd- ir af ,,hetjunum“, sem hand- tóku hann. Frá þessu áformi var sagt í blaðinu A1 Ahram. Moorhouse var 21 árs gamall liðsforingi frá Yorkshire hand- tekinn í Port Said af epypzkum víkingaflokki („commandos") 11. desember, 8 dögum eftir að risið i báðiim löndum. Bretar höfðu tilkynnt burtför sína. Bretar leituðu að Moor- house og er þeir nálguðust hús- ið, var hann bundinn á höndum og fótum og keflaður og troðið inn í skáp, þar sem hann kafn- aði. — Líkið var síðar (jan ’57) afhent fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, og líkið þar næst flutt til Bretlands til greftrun- ar. Fréttin um Moorhouse- safnið og hefur vakið feikna gremju, jafnvcl öldu haturs á Bretlandi, og hefur komið fram sú hugmynd, að verði safnið stofnað, að stofna til sýningar í London á „undan- haldi Egypta frá Suez“. Blöðin á Bretlandi hafa for- dæmt harðlega uppástunguna um Moorhousesafnið og í morg- un segir News Chronicle, að nú reyni á vald og áhi'if Nass- ers í heimalandi hans. Vilji hann bæta sambúð í raun og veru skipi hann svo fyrir, að hætt verði við áformið í Port Said.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.