Vísir - 17.12.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 17.12.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-1G-60. Fimmtudaginn 17. desember 1959 Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. livers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Sár gremja ■ Eire út af hótunum OutSers — um viðskiptalegar refsiaðgerðir. Butler, breski innanríkisráð- Það var á fundi með frétta- herrann kom um síðustu helgi til Belfast. Lét hann sér um munn fara ummæli, sem hafa vakið feikna gremju í Eire (Irska lýðveldinu), en svo sem að líkum lætur glöddust sam- bandsmenn (unionistar) i Ul- ster í hjörtum sínum. Butler steig feti framar en nokkur brezkur ráðherra hefur fyrr gert. Hann gaf í skyn, að ef til vill yrði að fara út á þá braut, að beita viðskiptaleg- •um refsiaðgerðum gegn Eire, ef IRA hætti ekki skemmdarverk- um og árásum á landamærum Ulster og Eire. IRA er ólögleg samtök og hef- ur haldið uppi skemmdarverk- um gegn stefnu Eire-stjórnar, sem hefir hegnt IRA-mönnum, isem náðst hafa eftir að hafa verið staðnir að skemmdarverk- um, en í Ulster þykir Eire- stjórn hafa slæglegt eftirlit með IRA-mönnum. Þá er þess að geta, að viðskiptalegar sam- komulagumleitanir fara nú l'ram milli Eire og Bretlands, svo að ummæli Butlers komu eins og köld gusa framan í íbúa Eire. f Lundúnablöðum segir, að ummæli Butlers hafi vakið furðu þar. Graf Spee sökkt fyrtr 20 árum. Fregn frá Kiel hermir, að fyrrverandi sjóliðar á þýzka heitiskipinu Graf Spee, hafi lagt sveig á minnismerki þar, f. hönd áhafna brezku herskip- anna Ajax, Achilles og Exeter, sem sökktu þessu fræga þýzka herskipi í fyrri heimsstyrjöld. Það var fyrir tuttugu árum í ósum árinnar Plate, Suður- [Ameríku, sem eltingaleiknum lauk og graf von Spee var sökkt. — Einnig var lagður sveigur fyrir hönd rúmlega 20 brezkra farmanna, sem voru fangar í Graf Spee, en þeir ,voru af skipum, sem sökkt hafði verið. mönnum, sem Butler sagði: ,,Ég mundi ihuga refsiaðgerð- ir að eins, ef ég héldi að með þeim yrði náð tilætluðum á- rangri. Það er mikilvægast af öllu, að reiða sig ekki á orðin ein, heldur eitthvað, sem bæri virkilega árangur, en mikil- vægt er, að hafa allar stað- reyndir, ög ætla eg mér því um þessi mál á meðan eg er hér.“ | Butler ók á þá staði, sem á- rásir hafa verið gerðar á. — í London hafa refsiaðgerðir ald- rei . verið ræddar á stjórnar fundi. Þar er tekið fram, að ferð Butlers hafi verið einka- ferð, en raunverulega fengið á sig opinberan blæ, vegna um- mælanna. Sumir íhaldsþing- menn hafa gefið í skyn, að Butl- er hafi gengið skrefi lengra en vera bar með ummælum sínum I Annars hefur sambúð Bret- lands og Eire verið góð að und- anförnu. Eire hefur áhyggjur af stofnun samtaka 6 og 7 land- anna og vill auka útflutning sinn á landbúnaðarafurðum til Bretlands. Má því geta nærri hve notaleg ummæli Butlers hafa þótt þar, en Daily Mail segir annars um Butler, að vin- ir hans og aðdáendur gagnrýni hann oft fyrir yfirlýsingar, sem megi skilja á marga vegu — yfirlýsingar, sem stundum inni- feli allt — og stundum ekki nokkurn skapaðan hlut. insk jélaniassa n. k. sunnutiag. Ensk messa verður að venju fyrir jólin hér í bæ og verður í Hallgrímskirkju eins og í íyrra. Guðþjónustan verður hinn 20. þ.m. — sunnudag næstkom- andi, — kl. 4. Prestar við g'uð- þjónustuna eru þeir síra Bragi Friðriksson og síra Lárus Hall- dórsson. -— Síra Bragi prédikar — Páll Halldórsson leikur á orgelið. — Allir eru velkomnir. Philip Noel-Baker gefur friðarverðlaun sín. Verður öllum variö Philip-Noel Baker ætlar að gefa Nobelsverðlaunin sem hann veitti móttöku á dögun- um — í þágu friðarmála. Þau námu sem svarar til 15.000 sterlingspunda. Hann hefur þegar gefið Fé- lagi Sameinuðu þjóðanna á Bretlandi 12 þúsund stpd. Og því, sem eftir er, verður var- ið í friðarþágu víðvegar um heim. „Þetta voru friðarverðlaun", þágu friöarmála. sagði Noel Baker í viðtali, „og til friðarmála skal þeim varið. Fjárhagsleg einkamál mín korna þar ekki til greina“. Hjá hinum sjötuga friðarvini er nefnilega um yfirdrátt að ræða á bankainnstæðu hans, en það verður að bíða, að laga hana, sagði hann. „Og bankinn kvartar ekki“, sagði hann, „hvorki yfir gjöfinni, né yfir- drættinum, því að bankinn hef- ur tryggingu fyrir honum, ef eitthvað óvænt kæmi fyrir“. Þeir þykja of ungir til að fara á sjóinn, svo að þeir veiða bara með sínu lagi. Þeir beittu með síld og svo fengu þeir dálítinn kolaafla. Þessir fiskimenn framtíðarinnar eiga heima í Grinda- vík, en því miður veit Vísir ekki nöfn þeirra. (Ljósm. Sn. Sn.) Síldarffotvörpur hafa gefiÖ géöan árangur. Neptúnus og Hafþór fengu mikinn afla á stuttum tíma. Aðalfundur Fulltrúaráðs í gær. Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík var haldinn í gærköldi og á honum flutti Birgir Kjaran, formaður fulltrúaráðsins ítar- Iega skýrslu um starf þess á ár- inu en Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra ræddi um stjórnmálaviðhorfið í landinu. í Fulltrúaráðið voru kosnir einróma þeir Birgir Kjaran al- þingismaður, Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra og frú Gróa Pétursdóttir bæjarfull- trúi. Auk þeirra eru sjálfkjörn- ir formenn Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, en það eru þau Þorvaldur Garðar Krist- jánsson lögfræðingur af hálfu varðar, frk. María Maack yfir- hjúkrunarkona frá Hvöt, Magn- ús Jóhannesson trésmiður fyrir Óðinn og Birgir fsl. Gunnars- son stud. jur. frá Heimdalli. í upphafi fundarins minntist fundarstjóri, Jóhann Hafstein alþm. þeirra fulltrúa er látizt höfðu á árinu. Vottuðu fundar- menn virðingu sína með því að rísa úr sætum. I fundarlok voru frjálsar um- ræður og tóku nokkrir fundar- manna þar til máls. Mature kvongast — í fjórða sinn. Siðustu tilraunir sem gerðar hafa verið með síldarflotvörpu á togskipunum Neptúnusi og Hafþór hafa gefið betri árang- ur en fengist hefur með flot- vörpu til þessa. Bæði skipin komu inn mcð mildnn afla, sem fékkst á tiltölulega skömm- um tíma og við aðstæður, sem önnur veiðarfæri hefðu ekki komið til greina. Vísir átti tal við Jakob Jak- obsson fiskifræðing, sem var á Neptúnusi. Sagði Jakob að þetta væri bezti árangur sem náðst hefði með síldarflotvörpu til þessa. í fyrrinótt var veiðin bezt, fékk Neptúnus þá 90 til 100 tunnur í hali þegar hann togaði í gegnum síldartorfurn- ar. Árangurinn má ef til vill að sumu leyti þakka, að engir rekneta- eða hringnótabátar voru að veiðum þessa nótt, því veður var slæmt, talsverður sjór og 7 til 8 stiga norðaustan vindur. Neptúnus var með íslenzka vörpu og voru gerðar nokkrar breytingar á henni meðan á til- rauninni stóð. Fékkst lítið í fyrstu tilraunum en síðasta sólarhringinn varð árangurinn eins og fyrr segir. Þar eð svo góður árangur náðist vei'ður til- raununum haldið áfram og fer Neptúnus aftur út í dag. Hafþór var með sænska flot- vörpu og gekk honum einnig vel. Sú vai-pa hefir gefist vel, en hún er gerð fyrir minni báta 60—100 lestir. Hafþór var einn- ig úti í fyrrinótt en gat ekki verið að veiðum vegna veðurs. Hafþór var áður búinn að fá 500 tunnur í sænsku vörpuna. Enda þótt þessar tilraunir ^ hafi gefið vonir um að síldveiði |í flotvörpu sé framkvæmanleg ^hefur enn ekki fengist úr því skorið hvort vörpurnar taki öðr- um veiðarfærum fram þegar tillit er tekið til úthaldskostn- aðar og afkasta. Kvikmyndaleikarinn Victor Mature kvongaðist fyrir nokkr- um dögum — í fjórða sinn. Hann gekk að eiga ungfrú Jou Urwick, sem um tveggja ára skeið hefur verið einkarit- ari hans. Hún er 25 ára og dótt- ir læknis í London. Þau voru gefin saman í Tijuana, Mexico. Q Fjörutíu danskir sjóliðar í Árósum gerðú „hungurverk fall“ nýlega, þ.e. neituðu að matast vegna þess hve ein- hæfan mat þeir fengu. Færð tekin að þyngjast nyrðra. bilíft'tiia' til Y/itta'ft/reit’ ti! jjttSta. t»i ítrt'ii spiítist fhSii. Frá fréttaritara Vísis. ! bæði í gær og fyrradag og þar Akureyri í morgun. . er eiftnig kominn talsverður Veður hefur kólnað og versn- snjór, samt ekki til trafala fyr- að víða nyrðra síðustu dagana ir umferð. Hvassafellið kóm og sumstaðar er koniinn þæf- ingsófærð fyrir bíla. í Ólafsfirði hefur g'ert hríðar- veður og er kominn þar tals- verð fönn. Illfært er orðið fyrir bíla um sveitina og er helzt ekki farið á öðrum farartækj- um en dráttarvélum. Lágheiðin lokaðist vegna snjóa s.l. mánu- dag. í Dalvík var leiðindaveður þangað á þriðjudaginn til að lesta síld, sem fara á til Finn- lands. En veður versnaði þá svo mjög að hætta varð útskip- un í bili, en tókst þó að ljúka henni í gær. Á Akureyri var smáfjúk í nótt og tiltölulega iitill snjór kominn. Vaðlaheiði var orðin þungfær svo að áætlunarbílarn Frh. á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.