Vísir - 28.12.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 28.12.1959, Blaðsíða 1
49. árg. Mánudaginn 28. desember 1959 281. tbl- 12 síður Bóleg jól í Reykjavfk. Lögregian haföi samt æriö aö starfa og nokkur sfys urÖu — en ekki alvarleg. 3 nýir bátar til lándsins. Þremur nýjum fiskibátum var siglt heim fyrir og um jól- in. Tveir bátanna, Leó og Ó- feigur 4. fóru til Vestmanna- eyja, en sá þriðji ÞorbjÖrn, fór til Grindavíkur. - Ófeigur 4. og Leó eru 95 lesta étálbátar, byggðir í Austur- Þýzkalandi, en Þorjörn er 74 íesta eikarbátur frá Vestur- Þýzkalandi. Enn sentur Irak við Sovétrikin. Nýr sáttmáli hefur verið und- irritaður milli Sovétríkjanna og íraks. Samkvæmt honum taka Rússar að sér tæknilega þjálf- un þúsunda írakmanna í stöðv- um, sem reistar verða í Irak, en einnig munu margir írakar fara til Sovétríkjanna til tækni- legrar þjálfunar. Þetta eru snotrar stúlkur, og þær eru nýfarnar að sýna skauta- | list sína. Ef menn vilja sjá þær, er ekki annað að gera en fara ] til Empire Poll í Wembly í London en frumsýningin var á 2. dag jóla. Maöur hverfur á ísafirði. Idið að hann hafi fallið út af báti og drukknað. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í morgun. Á Þorláksmessu hvarf hér á ísafirði Sveinbjörn Benedikts- son útgerðarmaður og hefur ekkert til hans spurzt síðan.j Gizkað er á að hann hafi fallið í höfnina og drukknað. Sveinbjörn fór heimanað frá sér til þess að ganga frá umbún- aði á bát sínum til jólaskreyt- ingar, en báturinn lá við gömlu bæjarbryggjuna. Þegar leit var hafin að Svein- birni fannst báturinn í gangi og úlpa Sveinbjarnar í bátnum. Auk þess farpast fata í bandi undir bátnum. Þykir allt benda til þess að Sveinbjörn hafi fengið aðsvif, eða af annarri ástæðu hrokkið útbyrðis og drukknað. Á aðfangadag fór kafari nið- ur í höfnina að leita, en sú leit bar ekki árangur. Þá hefur og verið slætt í höfninni tvo daga, en einnig án árangurs. Sveinbjörn var miðaldra mað- ur, kvæntur og átti eitt barn. Hann átti vélbátinn Mumma og hefur stundað rækjuveiðar frá ísafirði um mörg undanfarin ár. I heild má telja nýafstaðin jól mjög róleg í Reykjavík. Sem betur fór varð enginn eldsvoði. Umferð fyrir og um jólin var að vísu óhemjumikil en gekk vonum betur, enda mikil og ágæt umferðarstjórn lögreglumanna. Slys urðu að vísu nokkur, en ekkert þeirra mjög alvarlegt. Mesta slysið varð á annan í jól- j um er hjón runnu til á hálku á ^ Suðurlandsbraut við gatnamót Langholtsvegar og lentu fyrir bifreið. Hjón þessi, Ragnar Elí- asson eg Olga Steingrímsdóttir Njörvasundi 20 meiddust bæði nokkuð. Olga nefbrotnaði og skarst i andliti, en Ragnar mað- ur hennar marðist á vinstri mjöðm. Þau voru flutt í sjúkra- bifreið í slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum þeirra. Nokkru áður sama dag var ekið á mann á Tjarnarbrúnni. Maðurinn, Hannes Ástráðsson að nafni, marðist á fótum og baki. Á aðfangadag jóla var ekið á ljósastaur við Hringbraut, gegnt Landsspítalanum. Kona ók bifreiðinni og meiddist hún nokkuð. Hún var flutt í Lands- spítalann, þar sem gert var að meiðslum hennar. Annan jóladag valt bifreið á mótum Kleppsvegar og Lauga- nesvegar og skrámaðist bifreið- arstjórinn nokkuð, en bifreiðin skemmdist talsvert svo að hún varð óökuhæf á eftir. Að því er lögreglan tjáði Vísi í morgun voru annir hjá henni allmiklar um jólin.. Á jólanótt- ina varð hún að sinna flutningi á fólki, þar sem nauðsyn var mest, þar eð lítið var um leigu- bifreiðir á ferð. Þá þurfti lög- reglan alloft að hafa afskipti af átökum og ófriði i heimahús- um og í sumum tilfellum kom til meiðsla. Meðal annars varð að flytja mann til læknis á að- fangadag, sem hlotið hafði glóð Framh. á 2. síSu. Nýi báturinn Þorbjörn hriplak á heimleið. Verður strax að fara í slipp. Frá fréttaritara Vísis. — veður hefði verið vont, en bát- Grindavík í morgun. urinn fékk blíðu alla leið heim. Krúsév fús aö koma. Fundur æöstu manna um miöjan ntaí. Nikita Krúsév bekktist boðið að koma á fund æðstu manna á næsta vori og er því fagnað af vestrænum stjórnmálamönn- um. En Krúsév þótti óheppilegt að hefja fundinn 27. apríl, þar sem liann yrði að vera kominn heim 1. maí, og stakk upp á 21. apríl eða 4. maí, og eru utan- rikisráðherrar Vesturveldanna nú að koma saman á fund til þess að ræða nýja tillögu um hvaða dag fundur æðstu manna skuli settur. Eru menn vongóðir um, að samkomulag náist. Nú gæti svo farið, að fundur æðstu manna yrði ekki haldinn fyrr en um miðjan maí — og lð.maí nefndur. Þó verður ekkert með vissu sagt enn hvaða dagur verður valinn. Um S00 menn biilu bana um jnlin í U. S. A. HríÖarveÖur slydda eÖa rigning víÖast hvar. Hríðarveður geisaði um jól- in í Bandaríkjunum í sumum ríkjanna, svo sem Ohio, Kansas og fleirum, en annars staðar slydduveður eða rigning víðast.. Yfirleitt var yeður mijög vont og umferðarskilyrði örðug og voru merm, hyattir^til þess að sitja heima um þessi jól, veðurs og færðar vegna, en samt var geisimikið um ferða- lög að vanda. Mikið var um um- ferðarslys og í gærkveldi var kunnugt, að yfir 500 höfðu beð- ið bana af völdum umferðar- slysa og allmargir fórust f elds- voðum víðs vegar um landið. Aðeins þrír bátar eru hér eftir með net um borð, en allir aðrir eru hættir á reknetum að minnsta kosti í bili og óvíst er að hinir muni hefja veiðar að nýju, enda þótt söltunarleyfi hafi verið framlengt til 15. janúar. Hingað kom um jólin nýr bátur Þorbjörn, 74 lestir, byggður í Þýzkalandi. Bátur- I inn getur ekki hafið róðra að svo stöddu því leki kom að honum á heimsiglingu. Verður | því að setja hinn nýja bát í slipp. Að sögn skipverja var j lekinn talsverður, og myndi að líkindum hafa orðið meíri ef Þrír nýir bátar til ísafjarðar um jólin. Góður afli í desember. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í gær. Þrír nýir vélbátar komu hing- að nú um jólin. Heita þeir Straumnes og Mímir og eru 95 lesta stálbátar, hinn þriðji er Guðbjörg, 85 lesta eikarbátur, smíðaður «' Vestur-Þýzkalandi. Straumnes er eign nýs út- gerðarfélags, Kögur h.f. Mímir eign samnefnds útgerðarfélags í Hnífsdal, en Guðbjörg er eign Hrannar h.f. Bátarnir múnu hefja veiðar upp úr jólum. Öndvegisveður var þessi blessuðu brandajól. Jólahelgin var kyrrlátari almennt en oft- ast áður. Aflabrögð Vestfirðinga i des- ember hafa verið góð og mikill afli hefur fengizt þegar hægt hefur verið að sækja á djúp- mið. Aflahæstu vélbátarnir eru með um 150 lestir í desember. Fjöldi togara hefur verið á Hala' miðum og aflað vel.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.