Vísir - 28.12.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 28.12.1959, Blaðsíða 7
Mánudaginn 28. desember 1959 V í S I R r j? Harmleikurinn „Júlíus Ses- ar“ eftir William Shakespeare; var frumsýndur í Þjóðleikhús- inu á annan dag jóla undir stjórn Lárusar Pálssonar. Þetta j er fimmta leikrit skáldsins, | sem sýnt er á íslenzku sviði. Hið fyrsta var sýnt fyrir rúm um tíu árum, en það var bæði j frægasta leikrit skáldsins svo j og í víðri veröld, ,,Hamlet“, en hin, er sýnd hafa verið hér, eru: „Sem yður þóknast“, „Draumur á Jónsmessunótt“ og ,,Þréttandakvöld“, og hefur Lár us stjórnað þrem hinum fyrr- nefndu. Enda þótt svo stutt sé síðan íslendingar kynntust verkum Shakerpeares á leik- sviði, hefur þó verið aðgangur að nokkrum þeirra í íslenzkri þýðingu í meira en hálfa öld. En nú fer þetta allt í rétta átt, höfum eignazt snjallan Shake- speare-þýðanda og afkastamik- inn, Helga Hálfdánarson, og þar eð fimm leikrit skáldsins hafa verið þýdd á 10—-11 árum, þá ætti það að vera metnaður okkar að Shakespeareleikrit verði sett hér á svið ekki sjaldn ar en annaðhvert ár. Júlíus Sesar er einstætt með- al leikrita Shakespeares, en svipað má raunar segja um fleiri af leikritum skáldsins, svo frjó sem sköpunargáfa hans var og mikil fjölbreytnin í gerð persóna, aðstæðna og atburða. En þetta leikrit hans er sérstæð ast fyrir það, að skáldið leggur ekki rækt við persónurnar í Kassíus (Jón Aðils) og Markús Brútus (Rúri c Haraldsson) eftir orðasennuna í tjaldinu. — JCLÍUS SESAR inn látið svo um mælt, að það sé viðtekin venja leikhúsmanna að líta svo á, að í leikritinu sé í rauninni hvorki söguhetja né skúrkur. Virðist helzt, sem skáldið hafi gert leikrit þetta í leiknum sem einstaklinga tilraunaskyni, áður en hann hvern með sínum sérkennum, lagði til við að semja þá hina svö sem honum annars er tam- stórkostlegu harmleiki, sem ast að gera og á vart sinn líka bera öll merki hinnar fjölþættu í. Hinar mörgu ,,aðalpersónur“ | snilldar hans, svo sem Hamlet, í Júlíusi Sesari eru svo furðu Othello, Lear konung, Macbeth. keimlíkar í tali, að furðu sætir.j Júlíus Sesar er einfaldast í En það er ekki af tilviljun. Tal sniðum og allri gerð, auðskild- margra þeirra minnir iðulegast ast og því ágætur inngangur ó- á ræðugerð. Sesar er „pólitísk- kunnum að því fádæma mann- asta“ leikrit Shakespeai'es. Per- hafi og fjölmörgu manngerð- sónurnar „opinberir" fylgis- um, sem leikrit Shekespeares menn, sem hugsa og tala eftir eru hlaðin af. En allt um það formúlu. Enda hefur leikstjór- er Júlíus Sesar verk mikillar Markús Anton (Helgi Skúlason) og Octavíus (Benedikt Árna- son) yfir Iíki Brútusar. víðáttu, og hefði flestum nægt til varanlegs orðstírs, þótt þeir hefðu eKki annað sett saman um dagana. Shekespeare lifði á tímum mik- illar velmegunar og mestu grósku í bókmenntum í allri sögu Englands, sem kenndir eru við Elísabetu I., enda náðu áhrif hennar út yfir gröf og margir kenndir við tímabil hennar, eftir að hún hafði safn- azt. til feðra sinna. Aldrei hef- ur leikskáldskapur staðið með slíkum blóma þar í landi. Leik- húsin lögðu á það áherzlu að fá snjöll og spennandi leikrit. En samkeppnin var hörð, og því lágu leikhúsin á handritunum eins og ormur á gulli, svo að þau yrðu ekki gefin út og keppi nautarnir færu líka að sína þau. Þannjg stendur á því, að ekki er til frumhandrit að neinu leikriti Shakfespea’res. Leikskáldin lögðu sig mjög fram um að hafa góðan sögu- þráð í leikritum sínum, hafa þau spennandi, bg er sagt um höfunda þessa tímabils, að þeim hafi verið það metnaður að verk þeirra byðu upp á skemmilega sögu, ef þeim kæmi ekki sjálfum í hug, þá bara ’tækju þeir hana traustataki. En það var svo sem algengt að fá ,,sögu“ að láni. Þannig var um Shakespeare. Nærri öll leik- rit hans eru byggð á sögum hvaðanæva að, úr ítölskum sögum, enskum og annálum, ! og ekki sízt ævisögum Plút- arks. En það var svo sem ekki nema beipagrindin, sem hann síðan gæddi holdi og blóði, sem var hans eigið, glit.randi neist- ; um og ljóðrænni fegurð, sem ekki eiga sinn líka. Mörg eru þau hlutverk í leik- ritum Shakespeares, sem túlk- uð hafa- verið með.ýmsu móti. og er Hamlet þeirra frægast. En þegar um svokölluð sögu- leg skáldverk er að ræða, er lesandinn eða áhorfandinn oft með fyrirfram gerðar hug- mvndir um persónurnar og i þykir óhæfa hjá skáldum að I breyta hitstórískum persónum, sem þau taka í skáldrit sín. Þannig mun líklega sumum fara sem kynnast Sesari Shake- speares. Reyndar er hann litill þátttakandi í sjáh’um leiknum, þó að hann snúist um hann á- fram eftir að hann er fallinn, en af því sem þar kemur fram um þetta eitthvað mesta mik- ilmenni sögunnar, sem var orð- inn guð í margra augum. þá mun atgervi hans og vaskleiki víst lækka í áliti hjá mörgum við það, að maðurinn var hald- inn ýmis konar hégómagimd, andlegum meinlokum og kran- leika, svo sem niðurfallssýki. En Haraldur Björnsson skii- ar með ágætum bæði yfirburð- j um Sesars og ágöllum. Helzt j mun líklega flestir sakna þess, i að hann skuli ekki vera hærri í loftinu, en það þarf þó ekki að vera til tilfinnanlegra lýta, þegar á það er litið, að einmitt margir hinna ,,miklu“ voru lágir vexti. En gervi Haraldar í fullum skrúða er hið ákjósan- legasta. Og persónan er minni- stæð, eins og Haraldur sýnir okkur hana. Hægri hönd Ses- ars, Markús Anton er leikinn af Helga Skúlasyni, og fer hann j með stærstan sigur af hólmi j eftir þessa sýningu. Er slíkur ! arnsúgur í leik Helga, að nálg- ; ast að beri ofurliði leik hinna. En það er ástæða til að óska i Helga til hamingju með frammi stöðu hans, sem sýnir, að við j höfum eignazt mikinn skap- i gerðarleikara, Rúrik Haraldss. í hlutverki Brútusar gerir því ekki þau skil, sem , vert er. Þarna er þó alténd aðal- hlutverk leiksins, ef nokkurt er. Brútus er ofstækifull per- sóna. Eins og Rúrik túlkar hann, er hann fullslappur og tvíráður framan af, en sækir sig mjög í seinni hlutanum. Er vonandi, að Rúrik „lyfti“ hlut- verkinu meira í fyrra hlutan- um. Jón Aðils sýnir mætavel „Marðar“gerð Kassíusar, og Róbert Arnfinnsson skefur ekki af fúlmennsku Kösku. Er skemmst af að segja, að flestir skiluðu vel hlutverkum sínum, þó að ekki verði hér upp talinn hver einstakur. Láms Pálsson hefur lagt al- úð við leikstjórn, eins og hans i var von og vísa, enda sjálfsagt mestur Shakespeare-sérfræð- ingur meðal íslenzkra leikhús- manna. Hópatriði leiksins, sem teljast mega eigi lítill hlutur verksins, hafa mörg tekizt vel i og þó ekki alls kostar. [ Magnús Pálsson hefur á sín- i um herðum leiksviðsútbúnað : allan og málun leiktjalda, og er erfitt að setja út á það verk, Frh. á 11. síðu. Rárik Haralclsson í hlutverki Brútusar eftir orrustuna við Filippi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.