Vísir - 28.12.1959, Blaðsíða 2

Vísir - 28.12.1959, Blaðsíða 2
VlSIR Mánudaginn 28. desember 1959 ' ii \ v/ Sœjarfréttit Útvarpið í kvöld: 18.30 Tónlistartími barn- arina (Sigurður Markússon). 19.00 Létt lög. 20.30 Einleik- ur á píanó: Rögnvaldur Sig- urjónsson leikur sónötu í D-dúr eftir Mozart. — 21.00 „Vogun vinnur — vogun tapar“. — Sveinn Ásgeirs- ( son hagfræðingur stjórnar þættinum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upp- , lestur: „Jólagesturinn“, saga eftir Viktoríu Bjarna- dóttur (Anna Guðmunds- dóttir leikkona). 22.25 Nú- tímatónlist (pl.) — til 23.00. Sjötug er í dag Ása Víglundsdóttir, Kárastíg 1. í dag dvelur hún hjá fóst- urdóttur sinni á Langholts- veg 149. Tímarit Verkfræðingafélags íslands, 1. hefti 1959, er komið út. — í heftinu er m. a. minning- argreinar um Axel Sveins- son vitaverkfræðing, um byggingarefnarannsóknir Iðnaðardeildar, útreikning á kólnunartölu í hlöðnum húsveggjum, um ofaníburða- rannsóknir, rannsóknir á pozzolan-eiginleikum nokk- urra íslenzkra bergtegunda, rafkraptur-rafmagn o. m. fl. Á fundi bæjarráðs 22. des. var lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfé- lags um fyrirhugað þing sveitarstjórnarmanna á veg- um Evrópuráðsins í Strass- burg í jan. n. k. Var sam- þykkt að Gunnlaugur Pét- ursson borgarritari verði fulltrúi bæjarins á þingi þessu. Skátajól heitir jólablað Skátablaðs- KROSSGATA NR. 3934: ins, sem nýkomið er út. — Efni blaðsins er fjölbreytt og hefir ýmsan fróðleik að færa og skemmtilestur fyrir yngri kynslóðina. Nefna má ferðasögu eftir Ragnar H. | Guðmundsson, aðra eftir Jón' Oddgeir Jónsson, um Fjall-j rekka og starfsemi þeirra,' ýmsar jólasögur, gátur og þrautir o. m. fl. Ægir, rit Fiskifélags íslands er komið út. Þar er yfirlit yfir Útgerð og aflabrögð, ýmsar smágreinar og upplýsingar, og ekki sízt löng frásaga eftir Birgi Kjaran, er hann nefnir „í togi með hvalföng- urum“ og segir skemmtilega og fróðlega ferðasögu með Agnari Guðmundssyni, skip- stjóra á Hval 5 upp í Hval- fjörð. Hvar er atgeir Gunnars niðurkominn? Nýjasta kenningin í íslands- sögu, er vér vitum af, fjallar um örlög atgeirs Gunnars á Hlíðarenda, en um þetta má lesa í nýútkomnum bæklingi, eftir Pétur H. Salómonsson. Eigi getum vér hermt, hvort sé hér á ferðinni doktorsritgerð, en þarna segir Pétur, að atgeir Gunnars hafi sokkið í Breiða- fjörð með Eggerti Ólafssyni. Löngu síðar hafi brezkur tog- ari fengið „spjót“ í vörpuna og vitanlega slegið eign sinni á það og flutt til Englands. Og nú er spurningin mikla, var þetta ekki atgeir Gunnars, og er hann blátt áfram ekki gey'md ur í brezku safni? En um allt þetta getur hver fróðleiksfús lesandi fræðst bet- ur um í bæklingi Péturs, sem heitir „Hvar er atgeir Gunnars frá Hlíðarenda?“ sem er til sölu í bóka- og blaðasölum og hjá fræðimanninum sjálfum, hvar sem hann sést á nótt eða degi. Réttarhöld í Bagdad út af. samsærinu gegn Kassem. Fimm af 78 hafa játað. - Sjónvarpað er frá réttarhöldunum. Réttarhöld eru hafin í Bag- dad yfir 78 mönnum, sem sak- aðir eru um þátttöku í sam- særinu gegn Kassem forsætis- ráðherra íraks. Útvarpað er og sjqnvarpað frá réttarhöldun- um og áður en þau hófust var fréttamönnum tjáð, að þeim væri frjálst að fylgjast með öllu og síma um það, sem gerð- ist. Af þeim 78 mönnum, sem eru ákærðir, eru 21 fijarverandi, þar sem ekki hefur tekizt að hafa hendur í hári þeirra. — Saksóknari ríkisins hefur lýst yfir, að Hussein Jordaníukon- ungur, íranskeisari og Nasser forseti Arabiska sambandslýð- veldisins hefðu haft í hótunum við írak og stjórn landsins, og vitnaði í blaðafregnir, þar sem þessir menn, einkum Nasser, voru beinlínis taldir hafa staðið að baki samsærismanna. Fregnir í gær hermdu, að þrír menn hefðu játað á sig sakir, og í morgun, að fimm, þeirra meðal stúdent, hefðu játað, að hafa skotið á Kassem. Þeir sögðust hafa tekið þátt í samsærinu í þágu Arabiska sambandslýðveldisins. Sumir sakborninga sögðust hafa verið knúðir til játninga. Fjölnienn lögregla i lefjt að morðingja. \ Hryllilegt morð var framið í Manchester á Englandi um jól- in og leitar fjölmenn lögregla morðingjans. Er sagt, að lögreglan í Mid- lands hafi aldrei gert út jafn marga menn til leitar og að þessu sinni. — Það var ung kona, sem myrt var, og mun morðvopnið hafa verið borð- hnífur. Nokkrir menn segjast hafa séð ungan mann blóði drif- inn og hafa látið í té lýsingu á honum. Gyðingahatur brýzt út i Vestur-Þýzkalandi. Gyðingakirkja vanhelguð, svo og minnismerki. Róleg jól Frh. af 1. síðu. arauga, auk meiðsla á nefi og munni í. ryskingum við annan mann í heimahúsi. Á jóladag danglaði maður í glerhurð með þeim afleiðingum, að hann skarst illa á hendi og var flutt- ur til læknis. Annars staðar varð að fjarlægja óvelkomna gesti úr húsum og loks kom til lítilsháttar árásar eða átaka á götum úti, en án þess að til meiri háttar tíðinda drægi. Slökkviliðið þurfti varla að hreyfa sig um jólin. Það var tvisvar kvatt út vegna íkveikju í bálköstum. í öðrum tilfellinu var kveikt í bálkesti við félags- heimili knattspyrnufélagsins Víkings í Bústaðahverfi. Þar varð mikill eldur og tók lang- an tíma að slökkva. Þá kvikn- aði og í trjálundi við Laugarás- veg í fyrradag, en var fljótlega slökkt. Formaður Kölnardeildar Vesur-þýzku ríkisflokksins, sem er smáflokkur, hefur ver- ,ið settur í gæzluvarðhald um stundar sakir, og nokkrir menn aðrir, en réttarhöld eru í þann veginn að hefjast í Köln, út af saurgun á Gyðingakirkju og minnismerki yfir fallna Gyð- inga þar í borg á jólanótt. Þeir höfðu málað minnis- merkið svarlr og hakakross máluðu þeir á það og níð um .Gyðinga var málað á kirkjuna. ÍTveir menn voru handteknir. i Lúbke forseti og Adenauer kanzlari lýstu þegar áhyggjum sínum yfirþessum svívirðingar jverknaði, og flokksstjórn Rík- isflokksins lýsti yfir, að hann væri ekki fjandsamlegur Gyð- ingum. Var hinum handteknu mönnum vikið úr flokknum og allri Kölnardeildinni um 'stundarsakir. Nixon sennilega forseta- efni republikana. — Nelson Rockefeller hefur lýst yfir, að hann gefi ekki kost á sér. Nelson Rockefeller ríkisstjóri í New York tilkynnti um jólin, að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér sem forsetaefni republikana í forsetakosning- unirni að ári. Ekki kvaðst hann heldur gefa kost á sér sem varafor- setaefni og væri hér um ákvörðun að ræða, sem ekki yrði breytt. — Rockerfeller hefur á undangengnum tíma ferðast um Kaliforniu og víðar til þess að kynna sig persónu- lega og skoðanir sínar. Stjórnmálafréttaritarar telja víst, að Nixon varaforseti verði fyrir valinu, þar sem Rocke- feller er genginn úr skaftinu. Nixon á sterk ítök í hinum íhaldssamai’i armi flokksins, en Rockefeller frjálslyndur, og' óttuðust demokratar að hann vegna frjálslyndis síns kynni að draga til sín fylgi frá þeim. Lárétt: 1 hús, 6 blind.., 7 fornt nafn, 8 loðdýr, 10 vötn, 11 .. .skeyttur, 12 helma, 14 tónn, 15 rómversk tala, 17 hækkar. Lóðrétt: 1 söguhetja, 2 hljóð, 3 varfærni, 4 letrað fyrir meira en 1900 árum, 5 bakteríur, 8 amboð, 9 nokkuð, 10 forfeður, 12 kall, 13 alg. smáorð, 16 sér- hljóðar. Lausn á krossgátu nr. 3933: Lárétt: 1 sönglar, 6 ól (seig- ur),,7 oj, 8 ósátt, 10 Ás(hildar- mýri), 11 rót, 12 brak, 14 MA, 15 nám, 17 hakar. Lóðrétt: 1 sót, 2 öl, 3 gos, 4 ljár, 5 rottaii, 8 ósana, 9 tóm, 10 ár, 12 bú(kona), 13 kák, 16 m. SNJÓKEDJUR Keðjubitar, keðjulásar, keðjutangir, keðjubönd. Einníg „Wintro“ frostlögur. SMYRILL, Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60. R0SKINN MAÐUR óskar eftir vinnu sem fyrst. Margt kemur til greina, t.d. léttar skriftir, en sízt næturvinna. — Tilboð sendist Vísi fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Áreiðanlegur.“ Unglingadeild Ameríska Rauða Krossins (American Junior Réd Cross) lætur með hjálp amerískra skólabarna, á hverju ári útbúa gjafapakka, sem sendir eru skólabörnum víðsvegar um heim fyrir milligöngu hlutaðeigandi Rauða Kross félaga. Rauða Krossi íslands hafa undanfarin ár borizt slíkir gjafa- pakkar og hefur þeim verið útbýtt meðal skólabarna víðsvegar um landa. — Að þessu sinni hafa þeir verið gefnir í Kópavog, Sandgerði, Vestmannaeyjar, Höfn í Hornafirði, Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, S$uðárkróki, Bíldudal, Patreksfirði, heimavist Laugarnesskólans, og Jaðar. Þeðar gjafapakkarnir voru afhentir á Jaðri skömmu fyrir jólin, var þessi mynd tekin. Konan mín og móðir okkar GUÐRÚN EINARSDÓTTIR frá Miðdal andaðist 24. þ.m. • > • ■ • Gísli Einarsson ogr synir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.