Vísir - 08.01.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 08.01.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað Jestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að beir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Hætt við borun á Reykjuni, m msm haldið áfram við Sigtún. m Eyfirzku skipin halda suður á vertíð. B£(t»ritant parf ad sfiilet vskisiss hetmmtn nsiféfa inneen sSinnanes. Verða gerð tií á rmsum siitðmii Hitavatnsborinn mikli, sem fluttur var upp að Reykjum í Mosfellssveit fyrir nokkru til að bora eftir heitu vatni, verð- ur þar nú ekki lengur að verki, árangur ekki meiri en svo, að meira þykir aðkallandi að nota til borunar við Sigtún þann tíma, sem eftir er unz ríkið fær hann í hendur. Vísir átti samtal við Gunnar Böðvarsson í gær og spurð- ist fyrir um það, hvort borunin á Reykjum hafi verið unnin fyr- ir gýg. — Hún er alls ekki unnin fyr- ir gýg. Það var hætt að bora þeg ar komið var niður á 1370 metra og ekki fengið viðunandi vatns- magn. Nú verður Reykjavíkur- bær að láta borinn af hendi við ríkið innan skamms og því var talið rétt að reyna meira við holuna, sem farið var frá á horni Sigtúns og Laugarnes- vegar, áður en borinn verður afhentur. — Hvað hefur áður verið borað djúpt á Reykjum? — Dýpsta hola á Reykjum var 621 metra djúp, svo að þetta héfur meira en tvöfaldast í holunni, sem við fórum frá. En þó að hætt væri við hana, var það ekki alveg árangurslaust verk, heldur öll líkindi til að ís á ísafirði. Nokkur vatnsskortur er þessa dagana á ísafirði vegna frosta, og hefir það ráð verið tekið að loka fyrir vatnið til bæjarbúa á nóttunni frá klukk- an hálfeitt til sjö á morgnana. Ekki mun hér vera um al- varlegan vatnsskort að ræða, en mikið vatn er notað í fisk- vinnslustöðvum, sem allar hafa mikið að gera. Undantekning á vatnslokun er gerð á nokkrum stöðum, þ. á m. sjúkrahúsi og' fiskimjölsverksmiðju, sem rek- in er allan sólarhringinn. Á nóttunni er síðan safnað vatni í geyma til að auka vatnsmagn yfir daginn, en eins og áður er sagt valda því ísalög að tregða er á vatnsrennslinu. Willy Brandt yfirborgarstjóri í London hefur tekið forustuna í að uppræta nýnazisma og Gyðingaofsóknir. Hafa verið samþykkt lög í því efni fyrir borgina. í ræðu, sem Willy Brandt flutti kvað hann stjórnina í Vestur-Þýzka- landi ekki hafa gert það, sem þurfti til upprætingar nýnaz- isma. v Öll nazistasamtök í borginnl aftur verði reynt svo sem eftir ár. — En þið gerið ykkur von um holuna við Sigtún? — Já, frekar. Hún var orð- in 750 metra djúp. Og það þyk- ir sjálfsagt að reyna betur. Hætt verður á 2200 metrum, ef árangur næst. Hver hola með 2 lítrum stendur undir kostn- aði, og ef hola skilar 10 sek- úndulítrum, ber hún mjög sæmi legan arð. Það er erfiðleikum bundið að halda áfram eftir að rennsli er komið og ekki er heppilegt að loka æðunum. Vatnið er þarna nálega 140 st. heitt, og við skulum vona, að borunin þarna gefi árangur. MacDonald, leiðtogi verka- manna í stáliðnaðinum, talaði í sjónvarp í gær í Bandaríkjun- um. Mikla athygli vakti, er hann kvað svo að orði, að það væri rangt að þakka Nixon varafor- seta, að samkomulag hefði náðzt í stáldeilunni. Það hefði ekki verið honum að þakka framar öðrum, að samkomulag náðist, né heldur Mitchell vinnumálaráðherra, — heldur væri það Joseph Kennedy, fyrr- um ambassabor Bandaríkjanna í London, sem er sjálfur iðju- höldur og auðmaður, sem hefði fengið iðjuhöldana til að slaka til, en það var tilslökun þeirra, sem gerði kleift að ná sam- komulagi. Joseph Kennedy er faðir Johns Kennedy öldungadeildar- þingmanns, sem hefur gefið kost á sér sem forsetaefni demo- krata. MacDonald svarði fyrirspurn um Nixon, að honum geðjaðist vel að honum, en „mér geðjast líka vel að Kennedy sem for- setaefni,“ bætti hann við. hafa verið bönnuð. Easterman, formaður Al- heimsráðs Gyðinga, hefur rætt við von Brentano, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands um Gyðingaofsóknirnar og kvaðst ánægður með árangurinn. í Brússel og Birmingham voru hakakrossar málaðir á veggi í nótt. Slíkt hefur ekki komið fyrir áður í Birming- ham. Það er næstá lítill vafi á því, að konurnar segja, að þcssi kvöldkjóll sé alveg „draumur". Hann er úr svörtu flaueli, en „yfirkjóllinn“ er úr organza. Fréttamenn virðast yfirleitt þeirrar skoðunar, að MacDon- ald muni beita áhrifum sínum til stuðnings við demokrata, en þá hafa verkamenn flestir löng- um stutt, Nafn Nixons varaforseta hef- ur verið lagt fram við prófkosn- ingar, sem fram eiga að fara í New Hampshire, og nafn Kennedy’s mun verða lagt fram í dag. Rétt fyrir jólin náðist samn- ingur um bætur til manna af Gyðingaættum, sem látnir voru starfa hjá Krupp-verksmiðjun- Hsldér fékk jéfafrí. Þjófnaðar- og fjársvikamál Halldórs Arnar Magnússonar í Eyjum, er ennþá í rannsókn, skv. frásögn bæjarfógeía Torfa Jóhannssonar í morgun. Ekki hefur verið komist að neinni niðurstöðu um hversu yfirgripsmikill þjófnaðurinn hefur verið, hvorki hjá bæjar- sjóði né kaupfélaginu, en sann- að mun vera að um einhver fjársvik og skjalafölsun er að ræða hjá kaupfélaginu. . Halldór fékk leyfi yfirvalda í Eyjum til að verða.hjá fjöl- skyldu sinni í Hafnarfirði um hátíðarnar, en fór aftur til Eyja þegar kallað var í hann 5. jan. Hann situr nú í gæzluvarðhaldi í fangahús bæjarins, og bíður úrslita rannsóknarinnar. Frá jréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. AÚmargir bátar frá Eyja- fjarðarhöfnum eru lagðir af stað í verstöðvarnar á Suður- Enn eitt innbrot var framið í nótt í Reykjavík, en hér hefur að undanförnu geysað mikill innbrotafaraldur. Innbrotið í nótt var framið í Smurbrauðsstofuna Björninn Njálsgötu 49. Þar náði þjófurinn í 120 krónur í skiptimynt og nokkra konfektkassa. Slökkviliðið. Slökkviliðið var þrívegis kvatt á vettvang í gær, en hvergi var þó um eldsvoða að ræða. Fyrst var það gabbað á Ásvallagötu, en í gærkveldi var það kvatt inn í Kringlumýri vegn elds í bálkesti. Kösturinn var látinn brenna áfram og kom þar ekki til neinna aðgerða slökkviliðsmanna. í gærkveldi var slökkviliðið einnig kvatt í Knoxbúðir af ótta við að kvikn- að væri í mannlausum bragga. Sá ótti reyndist þó ástæðulaus, (,því það neistaði aðeins út frá rafmagnslínum, sem lágu að bragganum. um ánauðugir á stríðsárunum. Stóðu samningar um þetta yf- ir í hvorki meira en tvö ár og var upphaflega krafizt greiðslu til hainda um það bil 2000 manns, sem þýzka stjórnin sendi verksmiðjunum, þegar hörgull var á vinnuafli. Krupp- smiðjurnar höfðu gert ráð fyrir að ekki mundi vera um lögleg- ar kröfur að ræða frá fleiri en 1200 manns, en um síðir gengu þær að öllum kröfum nefndar þeirrar, sem fór með umboð Gyðinga, og varð að ráði, að hver maður fær greidd 5000 rriörk. Verða það tíu millj- ónir marka, sem verksmiðjurn- ar greiða, og hefur fyrsta greiðsla þegar verið innt af hendi. Fleiri verksmiðjur haf sam- ið um svipaðar greiðslur, og t. d. greiðir I. G Farben 6000 manns 27 millj. marka. Fjármálaráðherra Pakistan heimsækir Bandaríkin í næsta mánuði og ræðir j»ar m. a. um fjárstyrk til fram- kvæmdar 5 ára áætluninni í Pakistan. landi/ áðrir fara á næstunni.- Meðal báta, sem farnir eru suður, er Stjarnan, eign Krist- jáns Guðmundssonar. Hún verð ur leigð Kirkjusandi h.f. í vet- ur. Bátar h.f. Gjögurs í Greni- vík, Vörður og Áskell, eru báðir komnir suður, en eigendurnir gera þá út á veturna frá Grinda- vík. Þar eiga þeir og hús fyrir útgerð sína. Skip Valtýs Þorsteinssonar frá Rauðuvík eru öll fyrir sunn- an á veiðum, en þau eru Akra- borg, Gylfi I. og Gylfi II. og loks Garðar, sem stundað hefur síldveiðar. Tveir Ólafsfjarðarbátar eru farnir suður, Kristján, sem rær frá Stykkishólmi í vetur, og Þorleifur Rögnvaldsson, sem gerður verður út á Suðurnesj- um í vetur. Ófarnir suður eru Einar Þveræingur, Gunnólfur og Stígandi. Mörg togskip eru að búast á veiðar frá Akureyri. Esso þrjóskast enn. Frá því hefur áður verið skýrt, að bæjarstjórnin hefur samþykkt fyrir nokkru, að banna alla almenna benzínsölu í miðbænum, fyrst og fremst til að greiða fyrir umferð. Þetta mun hafa staðið til í nokkur ár, en verið frestað af ýmsum ástæðum. Nú var látið til skarar skríða, og frestur ekki gefinn lengur, enda hættu benzínsölur Skeljungs og B.B. í Tryggvagötu nú um áramótin. Esso sendi hinsvegar bréf til bæjarstjórnar nú rétt fyrir j ól - in og mótmælti þessum aðgerð- um á þeim forsendum aið benzínsala þeirra við Hafnar- stræti stæði á eignarlóð. Líklegt þykir þó, að sú stað- reynd hafi engin bætandi áhrif á umferðina, enda mun bæjar- stjórn ekki líta þannig á málið, og telur sig hafa heimild til að ákveða um umferðamál bæjar- ins og þar með hvar benzín- sölur skuli vera og ekki vera. Sennilegt er að bæjarstjórn taki fr.ekari afstöðu til þessa máls á næstunni, ----©----- Öldungar berjast. Maður nokkur í borginni New Boston í New Hampshire-fylki í Bandaríkjunum liefir verið liandtckinn fyrir að myrða húseiganda, sem hann leigði hjá. Þeim varð sundurorða út af sjónvarpinu, gátu ekki orðið á eitt sáttir, á hvaða sendingu þeir ættu að horfa, svo að ann- ar greip kylfu og barði hirtn til dauðs. Hinn látni var 81 árs, morðinginn 72ja ára. Willy Brandt stjórnar upprætingu nýnazisma. Öll nazistasamtök í Vestur-Berlln bönnuð. Sættir í stáldeilunni ekki Nixon að þakka. JósepK Kennedy fékk iðjuhölda til að slaka til. Krupp borgar ganSar kröfur. (■yðiiisjuiii borgað fvrir iiauð* isngai*viiiE8Qi á stríðsápiiiium.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.