Vísir - 21.01.1960, Side 4

Vísir - 21.01.1960, Side 4
f Fimmtudaginn 2.1. janúar 1960 t . • VÍSIR 'rlsm D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Hættan mesta sem yfir vofir. Eins og kunnugt er leggja kommúnistaríkin — eða a. , m. k. sum — mikla áherzlu j á að auka fiskiskipaflota j sinn. Ætlunin er að sjálf- ' sögðu að auka fiskveiðarnar, I og endanlegt markmið mun vera, að þessar þjóðdr veiði ! sjálfar allan þann fisk á út- höfunum, sem þær hafa þörf 1 fyrir. Kappsamastir að þessu leyti munu Rússar vera, en Pólverjííideggja einnig mikla , áherzlu á auknar fiskiskipa- smíðar og veiðar. Má það meðal annars marka af því, að þeir hafa sérstök skóla- skip fyrir þá menn, sem vilja leggja fyrir sig störf á fiski- skipum, svo að þeir geti lært þau sem bezt. Kommúnistar hér á landi hafa jafnan bent á það, að við ættum að geta selt allar okkar fiskafurðir til jái’n- tjaldslandanna. Heldur er ; óvíst, að svo megi verða um alla framtíð, ef þessum ríkj- um tekst að verða sjálfum sér nóg á þessu sviði, eins og stefnt er að af kappi miklu. En þegar þar að kemur munu kommúnistar hér á landi vafalaust afsaka lokun mark- aðanna með því, að við höf- um ekki viljaðl líta við þeim. Það var viðkvæðið árum saman, þegar kommúnista- ríkin höfðu engan áhuga fyrir viðskiptum við fsiend- inga, þótt þeir sé fúsir til að kaupa talsvert nú. En það er ekki aðalhættan, að þessir aðilar hætti að kaupa afurðir okkar, því að vænt- anlega verður þróunin sú í heiminum, að heldur rýmk- ist um viðskiptin, svo að fleiri aðilar kaupi meira af okkur í framtíðinni. Hættan er allt önnur og enn geig- vænlegri. Hún er sú, að hin- ir miklu flotar fiskiskipa frá kommúnistaríkjunum — og að sjálfsögðu fleiri ríkjum — eyði með öllu ýmsum fisk- stofnum, svo að það litla sem eftir verður, geti aldrei náð sér á strik að neinu ráði, af því að alltaf verður veið- um haldið áfram, þótt þær kunni a§ dragast saman að mjög miklu leyti. Engar þjóðir munu auka fisk- veiðar sínar eins mikið til- tölulega og ýmsar Austur- Evrópuþjóðir. Aukin þátt- taka þeirra í fiskveiðum á Atlantshafi eykur hættuna á því að stofnarnir eyðist, og þær hafa sennilega minni á- huga fyrir að varðveita þá, af því að þær eiga ekki líf sitt undir því — eins og til dæmis við og einnig Norð- menn að miklu leyti — að hægt verði að stunda arð- samai' fiskveiðar. Það er ó- sennilegt, að þær hafi eins mikinn áhuga fyrir aukinni friðun fiskimiða og til dæm- is við íslendingar. i hér er um alþjóðlegt vanda- mál að ræða, því að þótt mönnum takist að finna ný fiskimið annars staðar en á Norður-Atlantshafi, verður það aldrei bætt að fullu ef fiskimiðin í því verða eyði- lögð með gegndarlausri veiði. Þegar komið verður saman til fundar í Genf eftir tæpa tvo mánuði til að ræða réttarreglur á hafinu, þyrftu íslendingar að vekja athygli á þessari mjög svo raunveru- legu hættu. Þótt áhrifa brezkra útvegsmanna gæti víða, eins og við vitum, ættu þeir varla að geta slegið menn þvílíkri blindu, að þeir geri sér ekki grein fyrir ördeyðunni, sem verða kann. ‘J'l&'tí/'] kj/í'£pB, W.kunÆ-miMtmdwmniu,w*í 'u Hermann er helzta vonin. Þjóðviljinn er alltaf við og við að skamma Framsóknar-, flokkinn, en það er þó aðeins til að sýnast. Svo eindregin hefir samvinnan verið hjá kommúnistum og Framsókn, að áróður flokksblaðanna hefir verið sem krifaður af sama manni, og verður þó að 1 segja það eins og það er, að ! Tíminri hefir stundum verið kristnari en páfinn, hann hefir jafnvel verið enn skel- ' eggari í baráttunni en kom- múnistar. Hinsvegar hafa kommúnistar sérstaklega forðast að nefna r einn mann í hóp Framsókn- 'l armanna. Þeir hafa sneitt hjá því að hella úr skálum reiði sinnar yfir Hermanni Jónassyni, og' skyldi enginn ' maður undrast yfir því. Her- mann er einlægasti vinur, sem kommúnistar eiga utan skipulegra raða sinna, og hann hefir sýnt svo mikinn bróðurhug, að þeir rauðu eru sannfærðir um, að hann sé reiðubúinn til samvinnu aft- ur, hvenær sem tækifæri býðst. Það er hætt við því, að bæði Hermann og kommúnistar verði að bíða eitthvað eftir því að hittast í ráðherrastól- unuro. en þangað til geta þetr að sjálfsögðu ‘j! iðkáð Davíð frá Fagraskógi 65 ára — sæmdur guílverðiaunum. ..d*iillua liliðið'' koiniA ú 1 á sænsku. Dómnefnd heiðursverðlauna- sjóðs Daða Hjörvar ákvað á fundi í gær, að veita Davíð Stef ánssyni frá Fagraskógi hin fyrstu og sérstöku heiðursverð- laun sjóðsins úr gulli á 65 ára afmæli skáldsins, sem er í dag. í dómnefndinni eiga sæti: Helgi Hjörvar, formaður, til- nefndur af útvarpsráði. Dr. phil. Guðni Jónsson prófessor, tilnefndur af heimspekideild Háskólans. Lárus Pálsson leik- ari, tilnefndur af leikurum Þjóðleikhússins. Þóroddur Guð mundsson skáld, tilnefndur af rithöfundum og dr. phil. Broddi Jóhannesson, kosinn af dóm- nefndinni eftir sérstökum skipulagsskrárinnar. ★ Bókaútgáfan HelgafelJ heiðr- ar Davíð skáld frá Fagraskógi á 65 ára afmæli hans í dag með því að gefa leikrit hans „Gullna Námsstyrkir vid banda- ríska háskóla. íslenzkir stúdentar eiga enn kost á námstyrkjum við banda- ríska hásltóla. Það er sem fyrr íslenzk-ame- ríska félagið, sem ásamt Insti- tute of International Educat- ion útvegar erlendum stúdent- um, er hyggja á háskólanám vestra, styrki. Þeir eru ætlað- ir stúdentum, er ekki hafa lok- ið háskólaprófi, en vilja leita sér nokkurrar framhaldsmennt- unar erlendis. Þeim, er ljúka stúdentsprófi í vor, er heimilt að sækja um styrki þessa, en hámarksaldur umsækjenda er 22 ár. Frekari upplýsingar uc styrk- ina verða veittir í skrifstofu Íslenzk-ameríska félagsins, Hafnarstræti 19, sem verður op- in næstu daga kl. 17,30— 18,30. Umsóknareyðublöð liggja þar frammi, og þurfa þau að berast skrifstofunni eigi síðar en 31. janúar. Berklayfirlæknir og yfirdýra læknir hafa gefið sameiginlega skýrslu um berklarannsóknir á Hólum i Hjaltadal, bæði á heimilisfólki og nautgripum þar á staðnum. Fyrir um ári síðan kom upp grunur um það, að nautgripir að Hólum væru berklaveikir. Var þá gerð berklaprófun á öll- um nautgripum skólabúsins, og komu þá í ljós ógreinileg ein- kenni berklaveiki í 12 gripum af 66. Voru þrir þeirra felldir og innýfli send til rannsóknar gð tilraunastöðinni að Keldum, frjálsar ástir, og munu víst ; áreiðanlega gera það: hW hliðið“ út á sænsku. Nefnist leikritið „Den gyllene porten“, og hefur Anna Z. Osterman gert þýðinguna. Það er ekki ofmælt, að Davíð sé ástsælasta núlifandi ljóð- skáld íslands, hið eina, sem gefið hefur verið nafnið þjóð- skáld. Víst hefur enginn ljóða- bók komið oftar út, auk ljóð- mæla Jónasar Hallgrímssonar, en „Svartar fjaðrir“, fyrsta bók Davíðs, en hún kom fyrst út fyrir rúmum fjörutíu árum, árið 1919. Eru ótalin íslenzk ungskáld er hneppzt hafa í álög eftir að sú bók kom út, og gerist slíkt jafnvel enn þann dag í dag, enda þótt at- ómöldin sé gengin í garð einnig úti hér. Eina sögu hefir Davíð ritað, „Sólon íslandus, og 4 leikrit hefur hann samið. Þau eru „Munkarnir á Möðruvöll- um“, „Vopn guðanna", „Landið gleymda" og „Gullna hliðið“. —: Eitt hinna allra vin- sælustu kvæða Davíðs, var ort mörgum árum áður út af sömu sögu, „Sálin hans Jóns míns“. Leikritið „Gullna hliðið“ hefur verið leikið oftar en flest leik- rif önnur, og íslenzkur leik- flokkur hefur ferðast um Norð- urlönd og flutt leikritið við firna miklar vinsældir, einkum í Noregi og Finnlandi. Helgafell hefur áður gefið út kvæði Davíðs í norskri þýðingu eftir Ivar Orgland, nefnist sú bók ,,Eg sigler i haust“. Macmillan ávarpar svarta. Harold Macmillan liefur á- varpað sameinað þing í Nigeriu. Hann ræddi hin mikilvægu timamót, sem nú væru, í sögu landsins, er ákvörðun mundi verða tekin um það á þingi, að Nigeria yrði sjálfstætt sam- veldisland, og fylgdust Bretar af áhuga með því máli og góð- um huga. á Rannsóknarstofu Háskólans og á dönsku dýralæknistofnun- ina í Kaupmannahöfn. Hef- ur rannsókn reynzt mjög örðug og er ekki enn að fullu lokið. Hrein einkenni nautaberkla hafa ekki fundizt, enda hafa þeir aldrei fundizt hér á landi. Virðist sýklar þessir vera á ýms an hátt afbrigðilegir og erfitt að flokka þá. Hefur berklaprófunum á Hól- um verið haldið áfram síðán, og alls vei'ið lógað 57 gripum í því skyni. Aðeins fjórir hafa sýnt sjúkdómseinkenni, sem líkjast mjög berklabólgu, en tæpur helmingur ósýktur. Virð- ist mega ætla að tekizt hafi að ná fyrir smitun þessa,,.en eftir- Rakstrai'vélin í snjónum. Nokkrir lesenda Visis hafa lát- ið í .ljós þá skoðun, að það hafi verið ágæt hugmynd, að birta myndina af rakstravélinni í snjón. um, — því að það væri líklegi'a en langt lesmál til að vekja menn til umhugsunar um hirðuleysl það og sóun, sem það lýsir, að skilja vélar eftir úti á túnum eða annarsstaðar, að sumarnotkun lokinni, ryðga þar og eyðileggj- ast, í stað þess, að taka þær sundur og smyrja og geyma í húsi yfir veturinn. Það er vafa- laust rétt, sem stundum heyrist, að margir hafi ekki hús undir vélar sínar, en með þvi að taka þær sundur myndu þó flestir eða allir geta geymt þær í húsi, og þar með tryggt að þær end- ist í fjölda mörg 'ár, í stað þess að verða að kaupa nýjar fyrr en varir vegna' illrar meðfei’ðar Eins og bent var á í lesmálinu uridir myndinni, myndi sparast við þetta mikill gjaldeyi’ir þjóð inni — og éigandanum augljós- lega mikill sparnaður að. Til fyrirmyndái’. En svo er hins að geta, að þótt viða sjóist vélar úti um hvippinn og hvappinn, sem hii’ðu- lausir menn skilja eftir til geymslu vetrarlangt undir beru lofti, hafa menn nú víða á bæj- um úti um sveitir komið sér upp verkfærageymslum nægi- lega stórum til að geta. geymt þar dráttarvél, sem grípa þarf til allan ársins hring, en hey- vinnuvélar . sundurteknar og smurðar, og einnig hafa menn þar verkfæraskáp og vinnuborð og þetta er það, sem koma skal á hverjum bæ. Fyrr þótti það myndai’bragur að hafa smiðju á bænum — nú eru það verkfæra- og vinnuskýli, sem komið er upp æ víðar. Vonandi hverfur það fljótlega, sem myndin hér í blað- inu minnti á. að enn á sér stað. Bílageymslur vantar. Það má lika minna á það í framhaldi af því, sem sagt hef- ur verið, að hundrað eða þúsund- ir manna vei’ða, af illri nauðsyn, að geyma bíla sína allan ársins hring undir beru lofti. Það er líka ill meðferð á dýrum tækj- um og gjaldeyriseyðsla. í hópi bileigenda, sem ekki hafá bíl- skúr, eru vafalaust ýmsii’, sem gjarnan vildu koma bifreið sinni í geymslu a.m.k. þeir sem aðallega nota bila sifia til utan- bæjarkeyrslu, en vilja eiga bíl til þess að geta gripið til hans við og við, en r.ota hann ekki að staðaldi’i, a.m.k. ekki vetrai’- mánuðina. Væri ekki vit að koma i upp stórum bílageymslum í þessu skyni? — 1. liti verður haldið áfram í ör- yggisskyni. Þá var á árinu gert berkla- próf á um 20 þúsund nautgrip- um á svæðinu frá Borgarfirði óg austur í Mýrdal. Er þá nær lokið að prófa alla nautgripi í þeim sveitum, sem að jafnaði senda mjólk til Rvíkur. Svör- uðu 38 gi’ipir jákvætt og voru felldir. Þó fannst ekki berkla- veiki í neinum þeirra, nema vottur af fuglabei-klum í ein- um. Hafa þessar rannsóknir staðfest þá skoðun að berklar í nautpeningi hér á landi séu á- kaflega sjaldgæfir, og að nauta- berklar hafa enn eigi fundizt, svo öruggt sé<; - • , lautaberklar hafa aldrei fundizt á íslandi. 20 þús. nautgripir berkiaprófaðir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.