Vísir - 12.02.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 12. febrúar 1960
Vf SIR
I»essi mynd er frá miðri Ástralíu, og karl af Pitjantjara-ætt-
bálkinum er að sýna, hvernig „ponkó-limpó“ eða beinabendingu
er liagað. Þegar fórnardýrið fréttir, að á bað hafi verið „bent“,
leggur það árar í bát og býst við dauða sínum. Mvndin er tekin
úr bókinni „Frumstæð paradís“ eftir Jacques Villeminot.
„BEIIHBEl
Astralskur gtjóMlokkur 20.000
árum á eftir (ínianum.
Fyrir nokkru var frá því
skýrt hér í Vísi, að drengur
nokkur 15 ára gamall lægi fyr-1
ir dauðanum í sjúkraliúsi í
Perth í Ástralíu, vegna þess að
galdrakarl hefði lagt á hann,
að hann skyldi deyja.
Svo virðist, sem drengurinn
hafi unnið til þessarar refsing-
ar með því að hnýsast í trúar-
leyndarmál ættflokks síns. Það
er ekki fullvíst, hvort hann var
„tekinn af lífi“ með hinni djöf-
ullegu „beinabendingu“, sem
galdralæknar þessa frumstæða
fólks viðhafa stundum eða á
annan hátt. Hvernig sem það
hefir skeð, var ekki unnt að
finna neinar líkamlegar veilur
á drengnum, en hann var þess
fullviss að hann mundi deyja,
og hafði legið í dauðadái í heil-
an mánuð.
Það vill svo til, að nýlega er
út komin bók eftir Jacques
Villeminot, sem nefnist „Frum-
stæð paradís", þar sem lýst er
nákvæmlega —- með myndum
— beinabendingunni eða Pon-
kolimpo, sem hinn frumstæði
ættflokkur, Pitjantjara, við-
hefur í Mið-Ástralíu, og drepur
þaiinig stöku sinnum óvini sína
úr fjarlægð og án hans vit-
undar.
,,Dauðabeinið“ er 15—25
sm. langt, segir Villeminot,
oddhvasst í annan enda, en á
hinum enda storknaður trjá-
kvoðuhnúður. Beinið er skorið
úr kengúru- eða mannabeini, og
er nýtt bein . búið í hvert
sinn.
Til þess að galdurinn megi
takast, er ekki sama hver bend-
ir dauðabeininu, en sá þarf
helzt að hafa litlutá, sem hefir
farið úr liðl. Þegar hann fer í
drápsleiðang'ur, leynir hann
fótsporum sínum með því að
nota sérstaka skó gerða úr
fjöðrum af emú-fugli og hári
af dauðum mönnum. Þegar
kcmið er á réttan stað, leggst
moi'ðinginn á annað hnéð, bein-
ir beininu í áttina til fórnar-
dýrsins og syngur mergjaða
galdraþulu.
„Hann trúir því, að þegar
hann geri þetta, sendi hann ein-
hvern vökva eða banvænan
fastan hlut inn í líkama fórnar-
dýrsins“, segir Villeminot, sem
var í þrjá mánuði hjá þessúm
ættflokki. „Þegar sá síðarnefndi
kemst að því, að á hann hefir
í verið bent —- annaðhvort af því
að hann finnur beinið nálægt
i sér, eða að vinur hans segir
honum frá því — fær hann um-
i svifalaust mikið líkamlegt á-
fall, því að hann veit fullvel
um meiningu þessarar athafna-
ar, og hann „veit“ að hann muni
'deyja. Eini möguleikinn fyrir
|hann er að fá annan galdra-
lækni til að fjarlægja banvænu
iefnin úr líkamanum. Ef það
heppnast ekki fær ímyndunar-
aflið lausan tauminn, og lík-
!aminn verður- sjúkur. Honum
?r sí-hrakandi, hann missir
meðvitund, og deyr venjulega
innan þriggja sólarhringa, án
nokkurs líkamlegs áverka og
aðeins fyrir atbsina ímyndun-
araflsins.
Það er greinilegt, að dauðann
| ber ekki að vegna þess að bein-
inu hefir verið á hann bent,
heldur síðar, þegar fórnardýrið.
Jveit með vissu, að beininu hefir
|Verið bent — jafnvel löngu síð-
Jar — og það er sú vitund, sem
framkallar taumlausa ofsa-
hræðslu í huga hins frumstæða
imanns.
Drengurinn, sem getið var,
hafði unnið til þessarar refsing-
ar vegna þess að hann hafði
verið að hnýsast í trúarleyndar-
mál ættflokks síns, sem býr í
Mið-Ástralíu, en siðir og venj-
ur ættflokkanna í norð-vestur
Ástralíu eru mjög svipaðar, og
reyndar í öllum hlutum Ástra-
líu. Villeminot segir, að nokkru
áður en hann ferðaðist um
Areyonga, sem er í Mið-Ástra-
líu, hafi fundizt lík drengst fyrir I
utan skólahúsið, sem hafði ver-
ið deyddur með annari aðferð, ■
sem nefna mætti „tvísnúning". |
Drengurinn hafði verið í undir-
búningi til manndómsáranna, j
og hafði framið þann óafsakan-
lega glæp að tala um „leyndar-
mál“ við nokkrar af stúlkum
ættflokksins. Annars staðar
urðu menn að vernda konu,
sem hafði ekki hlýtt giftingar-
lögum ættflokks síns. Fyrsta
barni hennar hafði verið fyrir-
farið við fæðingu, og sömu ör-
lög biðu annars barnsins.
Blóðdrykkja.
Þegar verið er að undirbúa
dreng undir manndómsárin og
Jkenna honum trúarsiði, er mik-
il alvara á ferðum, enda stend-
'ur þetta yfir í átta til tíu ár.
Drengurinn er umskorinn,
augntönn úr efri gómi er dreg-
in úr, hann verður að ganga
á glóðum (ganga á blóandi
kolum, án þess að brenna, vera
| einmana bundinn í eyðimörku
heila nótt og loks drekka blóð
úr æð vinar. Undirbúningnum
lýkur með því að hann er látinn
haldast við langt frá þorpinu
í tvö ár, og á þeim tíma má
hann ekki kvenmann líta. ;
Þegar þessum undirbúningi
|lýkur, er álitið að maðurinn
geti, ef hann óskar, framkvæmt
galdra, eða í það minnsta fram-|
jkvæmt ýmislegt það, sem okk-|
ur finnst yfirnáttúrlegt. Eins
'og allir þeir, sem hafa kynnzt^
þessum frumstæðu þjóðflokk-
íum, er Villeminot ekki í nein-
um vafa um það, að hugsana-
flutningur er raunveruleiki, svo
!og ýmislegt annað, sem venju-
| legum mönnum er ekki gefið.
! Hann heldur því fram, að
1 menningin hafi búið menn þess-.
jari gáfu, sem þessar frumstæðu
þjóðir varðveita enn.
Pitjantjara þjóðflokkurinn
getur lesið úr hörðum, þurrum
jarðveginum hvar aðrir menn
eða jafnvel dýr, hafa farið,
hvert þeir hafa farið og hvers
vegna. Þegar engin spor eru
sjáanleg, staðnæmast þeir, þefa
út í loftið, hugsa málið, og
leggja síðan af stað í þá átt,
sem síðar reynist ávallt rátt.
Oftlega hafa þessir menn látið
hvíta menn vita um skógareld, I
sem geisað hefir langt í burtu,
um slys eða önnur óhöpp. Einu
sinni sá höfundur bókarinnar
þessa menn skyndilega hefja
sorgarsöng, vegna þess að fé-
lagar þeirra höfðu lent í bar-
daga í 200 kílómetra fjarlægð.
Síðar kom það í Ijós, að bar-
daginn hafði raunverulega áít
sér stað á tilgreindum slóðum
og á þessum tíma.
Nýít húsnæði handa
íögreglunni á Akureyrí.
Jsfislramt gsri rá5 fyrtr aiekiniil íör;gfeZiis,
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Sanikvæmt upplýsingum frá
bæjarfógeta og yfirlögreglu-
þjóninum á Akureyri er mikilla
úrbóta þörf varðandi aðbúiíað
lögreglu staðarins og í undir-
búningi er nú að fá nýtt hús-
næði fyrir lögregluna.
Lögreglustöð Akureyrar er
orðin 20 ára gömul og fyrir
löngu of lítil orðin og úrelt.
Þetta er lítill steinkumbaldi
með varðstofu, einu litlu her-
bergi og þrem fangaklefum.
Það segir sig sjálft að þessi
fangageymsla er gjörsamlega
ófullnægjandi, ekki sízt um
helgar, og fyrir bragðið verður
oft að aka dauðadrukknum
mönnum heim til þeirra þótt
þeir eigi, sjálfs sín og annarra
vegna, hvergi annars staðar að
vera en undir lás og slá. Auk
þessa er allur aðbúnaður lög-
reglunnar í þessum húsakynn-
um fyrir neðan það sem sæmi-
legt má teljast.
Nú hefur komið fram tillaga
um að lögreglan fái húsnæði
fyrir starfsemi sína og þ. á m.
fyrir 7—8 fangaklefa í væntan-
legri byggingu slökkvistöðvar
bæjarins. Er þetta mál nú í at-
hugun og er gert ráð fyrir að
kostnaðurinn af þessu nemi
sem svarar 1 millj. kr.
Miðað við íbúatölu Akureyr-
arkaupstaðar ættu að vera þar
17 manna lögreglulið, en er sem
stendur aðeins skipað 10 mönn-
um. Er brýn þörf aukningar
lögregluliðsins, einkum með
hliðsjón af því að Akureyri er
j umferðarmiðstöð Norðurlands
[ og að þar hefur bílum fjölgað
úr 800 í 1300 á síðasta áratug'n-
j um, en það sem meira er þó
’ umvert ao bifreiðaumferð að
! og frá bænum hefur tvöfaldast
J á þremur síðustu árunum.
En það er fjölda margt fleira
sem til greina kemur varðandi
störf og annir lögreglunnar held
! ur en umferðin ein. Það eru
[ hvers konar hjálpar- og leið-
beiningastörf gagnvart almenn-
ingi, auk lögreglu á götum úti
og á skemmtistöðum bæjarins.
Hefur nú verið gert ráð fyrir
kostnaði við aukna löggæzlu
bæjarins, er svara myndi til
launa eins lögregluþjóns á fjár-
hagsáætlun Akurevrarbæjar
fyrir árð 1960, en jafnframt
verður leitazt við að fá laun
annars lögregluþjóns greidd úr
ríkissjóði, þannig að viðbót lög-
reglunnar verði tveir menn,
Þess má að lokum geta að frá
því var skýrt fyrir nokkrum
dögum í blöðum og útvarpi að
lögregluskýrslur, sem bæjarfó-
getaembættinu voru sendar á
s.I. ári voru samtals 103 að tölu.
Fyrir átta árum var tilsvar-
andi tala lögregluskýrslna 194
og gefa þessar tölur nokkra
hugmynd um hið aukna starf
lögreglunnar þótt engum lög-
regluþjóni hafi verið bætt við
á þessu árabili.
SmáaugSýsingar Visis
eru áhrifasnestar.
Þau eru orðin
fá eftir, síóru
seglskipin, svanir
úthafanna, eins
og bau voru einu
sinni nefnd. Fyr-
ir tveim árum
fórst Pamir í fár-
viðri, eins og
menn muna, og
nú hefur systur
skip þess, Passat,
sem náð hcfur
virðulegum aldri,
50 árxim, fengið
hvíldina. Það var
fyrir skemmstu
dregið frá Ham-
borg til Trave-
múnde, bar sem
það verður fram-
vegis dvalar-
heimili aldraðra
sjómanna.