Vísir - 12.02.1960, Qupperneq 10
10
VÍSIR
Föstudaginn 12. febrúar 1900
láta undan þegar í stað, undireins og þau sæju þig.“
Hann horfði fast og biðjandi í augu henni, en hún sneri sér frá
og sleit sig aí honum. Hann greip um úlnliðinn á henni og sagði
innilega: „Þú verður að trúa mér — eg elska þig, Sherlie.“
„Það er ekki langt síðan þú sagðir það sama við Melissu,“
sagði hún og reynöi að hamla á móti hjartslættinum. „Mér er
engin þörf á þesskonar vináttu, Rudy.“
„Þú segir þetta af því að þú hefur aldrei hugsað þér mig sem
elskhuga þinn. Þú ert svo falleg, elskan mín, að þú getur ekki
láð mér þó að eg vilji kyssa þig og eiga þig.“
Líklega var honum alvara, hugsaði hún með sér, en hann var
orðin svo leiður á tilbreytingaleysinu í bankanum, að hann sá
að hún gæti orðið úrræði til að sannfæra föður hans um að
hann væri staðráðinn í að verða góða barnið í framtíðinni — já,
kannske yildi hann giftast til þess að komast hjá að vinna í þrjú
ár fyrir sultarkaup.
„Það stoðar ekki, Rudy,“ sagði hún og greikkaði sporið. „Þú
elskar mig ekki í einlægni og eg ekki þig heldur. Eg kann vel við
þig og kunningja þína, en þetta hjal um ást spillir öllu.“
„Þú ert köld eins og klaki,“ sagði hann hryssingslega, „og stað-
ráðin í að eg skuli ekki halda að þú sért að seilast eftir ríkum
ráðahug. Annars vildi eg óska að þú hefðir hug á því, eins og
allt er í haginn búið — ekki af því að eg telji sjálfan mig neitt
képpikefli, en eg þarf á stúlku eins og þér að halda. Eg bar alls
ekki sömu tilfinningar til Melissu — hún var ofurblíð á yfirborð-
inu, en eg mundi aldrei hafa elskað hana ef hún hefði ekki verið
svona eftirlát sjálf. Og faðir minn mundi aldrei hafa tekið í mál
að eignast Melissu van Gelder fyrir tengdadóttur."
„Æ, viltu nú ekki hætta þessu!“
Þannig hafði samtalinu lokið og nú höfðu þau ekki sést í
marga daga. En svo buðu sameiginlegir kunningjar þeirra þeim
í gleðskap og allt jafnaðist og varð eins og áður.
Rudy taldi sig hafa nægan tíma til að undirbúa sumarleyfið
Og heimsókn sína í föðurgarð. En honum skjátlaðist í því að hann
heíði tímann fyrir sér.
Einn föstudag skaut rosknum prúðum manni upp í Santa
Lucia. Hann hafði ekki pantaö herbergi fyrirfram, en var auð •
Sjáanlega vanur því að dýrasta íbúð gistihússins stæði uppbúin
hana sér. Það var út aí þessu, sem Sherlie kynntist Louis Cartelle,
föður Rudys.
„Viljið þér gera svo vel ao senda símskeyti fyrir mig og hrein-
rita nokkur bréf, sem eg skrifaði á skipinu. Ef þér komist ekki
fram úr einhverju ætla eg að biðja yður að hringja til mín á
herbergið mitt.“
Sherlie hafði þegar hugboð um hvað það var við Rudy, sem
hafði valdið þessum manni vonbrigðum, er hafði yfirgefið ætt-
jörð sína til að skapa sér framtíð á Indlandseyjum. Hann hafði
gifst dóttur plantekrueiganda og sest að á Sumatra. En Rudy átti
engan annan grundvöll en Austurlönd, hann hafði fengið skóla-
menntun sína í Singapore og dvalið með námsmönnum af ýmsu
tagi, frá enn ríkari heimilum en Dudys. Og það var ekkert undar-
legt að Cartelle reiddist því að Rudy stofnaði skuldir.
„Tvo-þrjá mánuði.“
„Eigið þér marga kunningja meðal unga fólksins í Panleng?“
„Eg þekki son yðar,“ sagði hún.
„Já, einmitt — hann veit ekki ennþá að eg er kominn liingað,
en eg ætla að láta hann borða með mér í kvöld. Eg vil ekki síma
til hans í bankann, en ætla að senda honum nokkrar línur.“
Sherlie var sest við ao vélrita bréfin hans þegar hringt var í
símann og hún heyrði æsta rödd Rucys: „Sherlie,. eg var rétt í
þessu að frétta að hann pabbi væri í gistihúsinu! Iíann vill aö
eg borði með sér miðdegisverð, en það get eg ekki. Ef hann kemst
að þessu með Melissu útskúfar hann mér um aldur og æfi. Eg
er í öngum mínum og veit ekki mitt rjúkandi ráð.“
„Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af Melissu,“ svaraði hún
róandi, „hún gerir sér von um að giftast Paul Stewart.“
„Ógnar bjáni ertu! Goðið í Mullabeh giftist aldrei Melissu.“
Hjartað hoppaði í brjóstinu á henni. „Stewart giffcist aldrei, hann
er hlédrægari og þóttafyllri en svo. En það eru þessi bréf — eg
verð að fá þau.“
„En hún Melissa leggur ekki rnikið upp úr þeim....“
„Ekki ennþá — en þegar henni skilst að henni verður ekki
ágengt með Stewart. Það er ljótt að segja það, en eg held að —
þegar hún uppgötvar að hann faðir minn er talsvert efnaður,
gæti hún gert mér mikla bölvun með þessum bréfum.“
„Þetta er ranglátt — hún rnundi aldrei láta sér detta slíkt
í hug.“
„Að minnsta kosti rnundi hún kannske heimta að giftast mér,
en þaö vil eg ekki. Pabba mundi ekki falla við hana — hún er
allt of lík mér. Sherlie —“ sagði hann í bænarróm, „geturðu
ekki komist yfir þessi bréf fyrir mig?“
„Eg kem aldrei inn í herbergi Melissu — eg get spurt hana —
meira get eg ekki gert.“
„En flýttu þér þá að gera það — áður en hún kemst að því að
pabbi er hérna. Sherlie, eg á allt undir þér núna.“
Sherlie hafði lítið haft af Melissu að segja síðan hún fór að
starfa í gistinúsinu — en hver veit nema hún væri í herberginu
sína núna, að hugsa um hvaða kjól hún ætti að fara í fyrir mið-
degisverðinn.
Sherlie lauk við skriftirnar og sendi bréfin upp til Cartelles og
drap á dyr hjá Melissu.
Melissa lá á rúminu í bláum nærkjól og dökka hárið féll eins og
foss niður á herðarnar, og var að lesa skáldsögu — dreymandi
girnd skein úr dimmum augunum. Ef Paul sæi hana núna, mundi
hann kyssa hana, hugsaði Sherlie með sér.
Mellissa bærði varla á sér. „Ertu aö leita að einhverju?“ sagði
hún stutt í spuna.
Sherlie reyndi að brosa eðlilega. „Þú manst að eg spurði þig
einu sinni um bréfin, sem Rudy Cartelle sendi þér?“
„Já, eg man það — er hann að suða um þau ennþá? spurði
hún og grundsemd skein úr augunum á henni.
„Já, hann er það —■“ Sherlie datt allt i einu í hug að bezta
ráðið til að ná i bréfin væri það að skjalla hana. „Þú veist að
Rudy varð. særður er þú yfirgafst hann. Eg held hann sé hrædd-
ur um að þú hlægir aö þessum gömlu bréfum, og þess vegna vilji
hann eyðileggja þau.“
„Eg særði hann svo djúpt að hann fór undir eins að draga sig
eftir þér,“ sagði Melissa. „Þú ert hrædd um að eg sýni þau ein-
hverjum, svo að það vitnist að þú ert ekki annað en varaskeifa
hjá Rudy.“
Sherlie varð svo reið að hann langaði til að grýta einhverju í
hausinn á Melissu, en hún stillti sig og tókst að segja hægt og
rólega: „Ætlarður að láta mig fá þessi bréf?“
„Nei!“
KVÖLOV0KUNNI
I" 5" I =!- = = = = ■ S|líÍIB!lW
Ungur eiginmaður kom h-eim
j úr skrifstofunni og konan hans
heilsaði honum alveg rugluð.
,,Ó, Jón, eg hefi haft svo erf-
iðan dag í dag,“ kveinaði hún.
1 „Hvað kom fyrir?“
,,Hann Jonni fékk fyrstu
tönnina sína í dag. Svo datt
hann á rúmgafilnn sinn og. hún
brotnaði — og svo .... “
„Já, já . .. .“
„Þá sagði hann fyrsta blóts-
yrðið sitt.“
k
Nýr iæknir var kominn í ná-
grennið og frú ein hafði .sent
honum miðdegisverðarheimboð.
Sem svar fékk frúin alveg ó-
læsilegt bréf.
„Eg verð að vita hvort hann
tekur boðinu eða hafnar því,“
sagði frúin við bónda sinn.
,,Ef eg væri í þínum sporum
myndi eg fara með bréfið til lyf-
salans,“ sagði bóndi hennar.
„Lyfsalar geta ætíð lesið bréf
frá læknum, hversu illa sem
! þau eru skrifuð.“
Lyfsaiinn leit á bréfið, fór
með það bak við búð sína í
lyfjageymsluna og kom aftur
með flösku, eftir nokkrar mín-
útur.
,,Gerið þér svo vel frú. Þetta
kostar 2 krónur.“
Konan og bóndinn fóru bæði
til sálkönnuðar.
„Við höfum verið gift í meir
en 20 ár ,en upp á síðkastið
hegðar hún sér svo undarlega.“
„Að hverju leyti?“ spurði
læknirinn.
„Hún hefir geitur í dagstof-
unni og það er svo hræðileg
lyktaf þeim.“
„Hvers vegna opnið þér þá
ekki dyr og glugga’“ spurði sál-
könnuðurinn.
„Hvað þá? Og láta allar dúf-
urnar fljúga burt?“
tAOGAveu io -
R. Burroughs
A LIZAiCP'-MAN WHO V.'AS
PATKOLLING THE PER.IF’KEKy
OP HIS VILLAGE, SUP'P’ENLY
TUK.NEP AS HE NOTEI7 A
STKANSE CXCUKKENCE—
TARZAK
3194
TMS gAKE GKOUNÍ7
PAKTE!7 ANI7 EXFOSEt?
A HANC' WiEL!7iNG A
T.NIPE 1
Hærfatnaðu;
karlmanna
•g drengja
fyririiggjand) /
LH.MULLER
arcjam
gullfiskagarn, marella,
golfgarn, fidella, grillon
Eðlumaðurinn
vörð umhverfis
sem hélt | allt í einu skrýtna sjón. Jörð-
þorpið sá | opnaðist og upp úr henni
kom maður og á meðan
hann hljóp til að kalla á
fleiri verði brutust þeir
Tarzan upp úr leðjunni.