Vísir - 06.04.1960, Qupperneq 4
.V 1 SIR
Miðvikudaginn 6. april
RAÐSTEF
I
2%
Inngangur og sögulegt yfirlit.
Sú spurning mun um alllangt
skeið hafa verið ofarlega í hug-
um margra íslendinga, hvort
þeir geti vænzt hagstæðs árang-
urs á sjóréttarráðstefnunni,
sem nú stendur yfir í Genf, og
ætlað er það hlutverk, að finna
réttláta úrlausn um fiskveiði-
takmörk og landhelgi hinna svo-
kölluðu strandríkja. Ég hef ver-
ið einn í þeim hópi, sem hef
vænzt þess, að þar muni nást
sá árangur sem verði íslending-
Um hagstæður. Rökin fyrir
þeirri þeirri von minni eru eftir-
farandi:
íslendingar höfðu búið við
yfirlýsta 16 sjómílna landhelgi
allt frá árinu 1680 (og áður
hafði hún verið ennþá meiri),
til áramótanna 1901, þótt um 41
árs skeið hefði ekki verið fram-
fylgt að verja lengra út en fjór-
ar mílur frá ströndinni. Þeir
hljóta því að hafa öðlazt laga-
legan rétt til 16 sjómílna, sam-
kvæmt ákvæðum alþjóðalaga,
eftir að 16 sjómílur höfðu verið
yfirlýstar að formi til í 220 ára
tímabil.
Alla 19. öldina réði hins vegar
hin skefjalausa nýlendustefna,
þar sem hnefarétturinn var
hinn viðurkenndi réttur, sem
skar úr málum þjóða á milli.
Stórveldin notuðu heri sína til
að brjóta undir sig lönd og heila
heimshluta, eftir því, sem þau
höfðu bolmagn til.
Sömu aðferðum var beitt á
hafinu. Þau lönd, sem voru nógu
fjölmenn og sterk, litu á fiski-
grunn fjarlægra landa sem út-
höf, sem öllum ætti að vera
frjáls, allt upp í fjöruborð hjá
þeim þjóðum, sem þar bjuggu,
þótt öll lífsafkoma þeirra þjóða
væri háð fiskiveiðum. Þannig
fóru þau sinu fram í tillitslausri
veiði, og eyðilögðu lífsafkomu
þjóðanna með ágengni sinni.
Öllum verri í þessari samvizku-
lausu ágengni voru þá Englend-
ingar. Þeir voru þá taldir ósigr-
andi vegna hins öfluga herskipa
flota síns.
Allt frá byrjun 15. aldar
komu þeir mjög við sögu á fiski-
miðum íslendinga. Það tímabil
hefi eg tekið til meðferðar áður
og endurtek það þvi ekki í þess-
ari grein. En öll er sú saga sam-
felld saga samvizkulausrar á-
gengni. Þar er um að ræða
manndráp, mannrán, misþyrm-
ingar, eyðingu' byggða á fá-
mennum stöðum, kirkjubrunar,
rán og gripdeildir. Yfirleitt allt,
sem kemur til greina í yfirgangi
af versta tagi. í opinberum
skýrslum hjá þeim sjálfum er
sagt, að þeir fiski á 6—10 faðma
dýpi og rannsaki veiðiskilyrðm
á hinum þröngu fjörðum ís-
lands. í skýrslu frá „Board of
Trade“ til „Foreign Office<‘, seg-
ir í niðurlagi: „Tolltökumaður-
inn segir ennfremur, að fiski-
skip frá Bretlandi hinu mikla
ý stundi fiskiveiðar við strendur
íslands, rétt við land, og sér í
lagi inni á fjörðum og flóum á
suðausturströndinni.“
Ástæðan til þess að þetta var
hægt var sú, að Danir höfðu
tekið sér húsbóndaréttinn yfir
fslendingum, og þá að sjálf-
sögðu alla vörzlu landhelginn-
ar, en bæði skorti mjög fram-
kvæmdardug eða getu, til þess
að varzlan væri fullnægjandi, á
þeim veiðisvæðum, sem kónung-
ur hafði friðað til einkanytja
fyrir fslendinga.
Svona stóðu málin fram til
aldamótanna 1900, en þá stóðu
Englendingar á hátindi valda
sinna og nýlendugræðgi. Þá
höfðu þeir hafið styrjöldina við
|hollenzku landnemana í Suður-
lAfríku, það er Búana, eftir að
þar fundust auðugar gullnámur.
Þá höfðu þeir og um árabil
haldið fram kenningunni um
það, að þrjár sjómílur væri há-
mark þess svæðis, sem friða
mætti til einkanota fyrir íbúa
strandríkjanna, samkvæmt al-
þjóðalögum. En á sama tíma
höfðu verið samþykktar regl-
ur, sem lokuðu öllum stórflóum
Skotlands, með 14 sjómílna
belti þar fyrir utan, frá grunn-
ilínum sem væru frá 30 til 120
sjómílur á lengd.
En rétt fyrir aldamótin 1900
hindraði enska ríkisstjórnin
Skota í að því að framfylgja
uppkveðnum dómum yfir er-
lendum veiðiþjófum, sem teknir
voru að veiðum á þessum frið-
lýstu svæðum. Sú skýring var
gefin, .að það ræki sig á hags-
muni enskra útvegsmanna, sem
þá sóttu mjög á fiskimiðin við
Noreg, Færeyjar og ísland, og
gerðu kröfu til að fiska að
þriggja mílna mörkunum, ef
þessum dómum yrði framfylgt.
Því varð að koma í veg fyrir
það.
Á þessu tímabili voru enskir
togarar farnir að leita mjög inn
í Faxaflóa, þótt hann væri þá
lokaður, eins og fyrr er sagt,
fyrir veiðum útlendinga.
Þá gengu Englendingar svo
langt í ágengni sinni, að enskur
flotadeildarforingi, George L.
Atkinson, sem stjórnaði æfinga-
deild við ísland, hótaði að beita
sér fyrir því að enskir togarar
tækju upp rétt sinn, til að fiska
að þriggja mílna mörkunum, al-
staðar við ísland, og þeir yrðu
varðir í þeim rétti. Flotaforing-
inn var með þessum blygðunar-
lausu hótunum að gera tilraun
til að hafa áhrif á íslenzka lög-
gjöf, um að breyta lögunum um
jlandhelgina, svo að þeir fái að
jfiska að þriggja mílna mörkun-
um. Hann segir ennfremur, að
þá getj íslendingar verið í friði
á þriggjá mílriá beltinu, sem eft-
ir verði skilið til einkanota fyr-
ir þá.
II.
Samningurinn frá 1901.
Eftir aldamótin er svo gerður
,hinn ah-æmdi samningur, sem
kenndur er við árið 1901. Það
var milliríkjasamningur Dana
og Englendinga. íslendingar
fengu ekki að vita um tilveru
hans fyrr en árið 1903, þá var
talið fært að greina frá honum.
Það er þó augljóst mál, að með
því að gera slíkan samning til
ákveðins tíma og uppsegjanleg-
an með tveggja ára fyrirvara,
til að fá breytingu frá 16 sjó-
mílum, viðurkenna þeir óbeint,
að 16 mílna takmörkin hafi átt
rétt á sér. Ella hefðu þeir tekið
sér réttinn, eins og Atkinson
flotadeildarforingi hafði enda
hótað að gera nokkru áður. En
það sýnir það, að um leið og
þessum samningi var löglega
sagt upp, áttu íslendingar rétt
til þess svæðis aftur, þegar
samningurinn var úr gildi fall-
inn.
Þessi samningur er hins vegar
sú mesta ofbeldis- og efnahags-
leg arðránsráðstöfun, sem fram-
in var gagnvart íslenzku þjóð-
inni, á því tímabili, sem hún var
arðrænd og undirokuð af dönsk-
um stjórnarvöldum. Með til-
komu hans voru allar gotstöðv-
ar og uppeldisstöðvar dýrniæt-
ustu fisktegundanna við ísland,
undir stöðugri ágengni enskra
togara, og svo komu fiskiskip
annarra útlendra fiskveiðiþjóða
inn á fiskimiðin, í kjölfar þeirra.
Árangurinn kom líka fljótt í
Ijós; fjarðaveiðin, sem aldrei
hafði brugðizt á vissum árstím-
um, hvarf að mestu er fram liðu
stundir. Þá má og bæta því við,
að fyrirheitin um að íslending-
ar fengju að vera í friði á 3ja
mílna beltinu, sem eftir var skil-
landhelgi
íslands
ið, var algjörlega svikið. Eftir
tilkomu loftskeytanna var stofn-
að til og skipulagt viðtækt
njósnakerfi, til að gefa upplýs-
ingar um ferðir varðskipanna.
Margskonar ofbeldisverk voru
unnin gegn þeim, sem gerðu til-
Jraun til að verja eitthvert af
;þessum svæðum. Þar áttu sér
jstað manndráp. (Viðureignin
’ við Hannes Hafstein sýslumann
á Dýrafirði, 3 menn drepnir).
.Mannrán (samanber Snæbjörn
i í Hergilsey og Guðm. Björnsson
sýslumaður, og Eiríkur Kristó-
fersson). Margoft strönduðu
togararnir með vörpuna úti í
fjöruborðinu fyrir suðaustur-
ströndinni. Þá urðu íslenzkir
fiskimenn að þola það, að veið-
arfærin væru eyðilögð fyrir
þeim, oft og mörgum sinnum,
engu síður en fyrir gildistöku
samningsins.
Þetta ástand hélzt svo allt
fram yfir lok fyrri heimsstyrj-
aldarinnar. En í byrjun þeirrar
styrjaldar kom þó fram í fyrsta
sinn sú yfirlýsing, að England
liti á það sem sitt helga hlut-
verk, að virða og verja rétt smá-
þjóðanna, bæði stjórnmálalegan
og eignalegan. En þau fyrirheit
virtust þó með öllu gleymd við
friðarsamingana, sem á eftir
fóru, því til að byrja með skiptu
sigurvegararnir á milli sin reit-
um hipna sigruðu. Sérstaklega
voru það þó Englendingar og
Frakkar, sem þá þöndu nýlendu-
ránsfeng sinn yfir stóra hluta
Asíu og Afríku..Hins vegar fóru
þá ýmsar þjóðir að berjast fyrir
rétti sínum, eftir þá skiptingu,
þótt það bæri lítiiin árangur
fram að seinni heimsstyrjöld-
inni.
III.
Tímamót í landhelgismálum
íslands.
Það urðu þó að einu leyti
tímamót í réttindabaráttu ís-
lendinga. Þeir náðu viðurkenn-
ingu á stjórnmálalegu sjálfstæði
árið 1918. Upp úr því fóru þeir
smátt og smátt að taka í sinar
hendur landhelgisgæzluna. Þá
varð gjörbreyting á, til hins
betra, um árangur. Brautryðj-
endur voru Vestmannaeyingar,
með kaupunum á Þór gamla,.
sem fyrst hafði eftirlit með
veiðiflota Vestmannaeyinga.
En sama ásókn og fyrr var
þá inn fyrir þriggja mílna mörk-
in af útlendingum og orðið auð-
veldara um njósnirnar, eftir til-
komu loftskeytanna. Þessu fór
svo fram þar til seinni heims-
styrjöldin skall á. Njósnum um
ferðir varðskipanna var haldið
uppi á vísindalegan hátt, til að
gefa erlendum veiðiþjófum upp-
lýsingar um ferðir varðskip-
anna, og mun svo vera allt til
þessa dags, eftir frásögnum
enskra fréttaritara, sem dvalið
hafa um borð í enskum togur-
um á veiðiferðum þeirra á ís-
landsmiðum, og þótt þetta efni
skemmtilegt til frásagnar í
ferðasögum sínum.
Eftir að síðari heimsstyrjöld-
in hófst og erlend skip hurfu
að mestu af íslandsmiðum, varð
hér uppgripaafli, sem íslending-
ar hagnýttu til hins ítrasta og
seldu á enskan markað. Allar
fleytur, sem talizt gátu haffær-
ar, voru teknar í þá þjónustu.-
En alltaf var þó þörf fyrir
meiri fisk. íslendingum var þá
heitið margskonar fríðindum,.
fyrir þá ómetanlegu hjálp, sem
Framh. á bls. 9.
Á myndinni sést hliðarvagn af nýjustu
gerð, og mætti ætla, að hann yrði vin-
sælt hjálpar-farartæki, þar sem vegir
eru góðir, og skilyrði til að fara eitt-
hvað, þar sem gaman er að setja fleytu
á flot á vatn eða sjó. Hliðarvagninn má
sem sé nota sem lítinn bát og er hreyfl-
inum fyrir komið í skutnum. Hægt er
að fara á honum með 11 hnúta hraða á
klst. Hliðarvagninn er annars kallaður
„Canterbury Belle“ og bað eru tvær
blómarósir frá Kantaraborg, þar sem
hann er framleiddur, sem sjást á mynd-
unum, og bctur á efri myndinni, er þær
veifa til félaganna tveggja, sem þær
hafa orðið að skilja eftir, en þetta er
sem sé „tveggja manna far.“