Vísir - 20.05.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 20.05.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Munið, $8 þeir sem gerast áskrifendur Látið hann færa yður fréttir og annað Vísis eftir 10. livers mánaðar, fá blaðið lestrarefni heim — án fyrirliafnar af VHnflr (M I m THRJgf ókeypis til mánaðamóta. yðar hálfu. Sími 1-16-60. \SM Qhi darai dsHISjBÞ Sími l-16-Oö. Föstudaginn 20. maí 3!)(!0 V.-ÞýzkaEand fær franskar stöivar. Landvarnaráðherra Frakk- lands, Pierre Messmer, hefur tilkynnt, að samkomulafl: milli Frakklands og Vestur-Þýzka- ... ,, lands um hjállfunarstöðvar á **««*IK frönsku landi handa vestur- jjýzka hernum, verði undirrit- aður bráðlega. Messmer sagði þetta á fundi með fréttamönnum og kvað að eins eftir að ganga frá nokkrum smávægilegum atriðum. — Mes smer drap eir.nig á viðræður sem fram hafa farið um sam- ræmingu loftvarna Vestur-Ev rópu. Mundu þær enda með samkomulagi. Lauris Norstad yíirhershöfðingi Norður-Atl ^ antshafsbandalagsins og for- ! ' ! ingjaráð hans hafa tekið þátt í þeim viðræðum. Helgarferð í Landmaiinalaugar. Guðmundur Jónasson efnir til ferðar «' Landmannalaugar núna um hélgina, og verður komið aftur í bæinn á sunnu- •dagskvöld. Verður lagt af stað á morgun (laugardag) kl. 2 e.h. frá B. S. K. og ekið austur í laugar. Á sunnudagsmorgun verða farn- ar noklcrar gönguferðir, og morguninn notaður til að skoða hið fagra umhverfi. Eftir hádegi verður síðan ekið heim- leiðis og komið til bæjarins gíðla dags. Allar nánari upplýsingar um ferðina eru gefnar á ferðaskrif- stofu Guðmundar í síma 11515. Svíþjóð hefir á síðustu tveim mánuðum tekið á móti 109 flóttamönnum fyrir milli- göngu Flóttamannahjálpar S.Þ.. Eru 56 þessara flótta- manna sjúkir eða bæklaðir, en það hefir jafnan reynzt erfitt að finna slíkum flótta- mönnum ný heimkynni. do'ibra á ári. Þetta er mynd af litlu barni í Iran, sem missti nabba sinn og mömmu í landskjáiftunum þar fyrir skömmu. Einhuga stuiiningnr vii stefnu stjórnarinnar. Sjálfstæðismenn í Kópavogi á fundi með forsætisráðherra. Forsætisráðherra Ólafur Hann kvaðst treysta því að Thors var frummælandi á fundi þjóðin gerði sér þetta ljóst. — Sjálfstæðisfélags Kópavogs, er Annars ætti hún í vændum nýtt haldinn var í gærkveldi um hörmungatímabil, efnahagslegt efnahagsmálin. | og stjórnmálalegt frelsi henn- Forsætisráðherra hélt ýtar-| ar í hættu. lega ræðu sem brá upp skýrri Að lokinni ræðu forsætisráð- mynd af efnahagsástandinu herra tóku til máls Helgi eins og það var í lok tímabils Tryggvason, Axel Jónsson, v-stjórnarinnar, og þróuninni Sveinn Einarsson, Kijistinn síðan. Ráðherrann taldi að ef Wium og fundarstjórinn, Gísli efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- Þorkelsson, sem allir fögnuðu arinnar næðu tilgangi sínum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Enn gengur allt í rétta átl hjá Frökkuni, og er nú liðið á annað ár, síðan þeir tóku að gera lueint í efnahagsmálum sínum. j Á fyrsta fjórðungi þessa árs nam hagnaður á greiðslujöfn- uði við útlönd sem svarar 140 milljónum dollara, og gert er ráð fyrir, að þessi hagnaður verði alls 500 milljónir dollara á árinúVÞurfa Frakkar vart annað en halda á horfinu, til þess að svo vel gangi. Fjármálasérfræðingar hins opinbera gera því ráð fyrir, að árið verði ágætt, endaþótt það verði ekki eins gott og 1959, þegar hagnaðurinn á greiðslujcfnuðinum varð hvorki meira né minna en hálfur annar milljarður doll- ara. Menn gerðu raunar ekki ráð fy.rir því í upphafi þessa árs, að um endurtekning á sama á- gæta■ árangri og 1959 gæti vev- ið að ræða, en samt hefur á- rangurinn orðið betri en menn gerðu ráð fyrir. Það réð mestu um hinn góða árangur á s.l. ári, að menn fengu aukið traust á frankanum og fé streymdi til landsins frá útlöndum. mundi renna upp nýtt fram- faratímabil í sögu þjóðarinnar. Starfsfræisla í skólum nauðsynleg. Málið rætt á Alþingi í gær. Sigurður Bjarnason gerði grein fyrir þingsályktunartil- lögu sinni um starfsfræðslu á fundi Sameinaðs þings í gær. Segir í ályktuninni: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að starfsfræðsla verði tek- in upp í skólum landsins. Sigurður Bjarnason sagði m. -a., að tillagan byggðist á auk- inni þörf æskunnar á fræðslu um störfin, sem bíða hennar í þjóðfélaginu. Starfsfræðsla er nýr liður í skólum á Norðurlöndum. Er fræðslan veitt af kennurum, en skipulögð af sérstökum starfs- fræðslustjórum. Yfirleitt er starfsfræðsla veitt 1—3 síðustu ár skyldunámsins — mest á síðasta ári. Fræðslan fer fram í fyrirlestrum með kvikmynd- um og heimsóknum á vinnu- staði til skýringar. Starfsfræðsla sú, sem hófst hér á landi, í Reykjavík árið 1951, hefir sannað þörfina fyr- ir skipulagningu hennar. Æsk- an vill fræðast um atvinnulífið, enda er val ævistarfs í sam- ræmi við áhugaefni og hæfi- leika hyrningarsteinn að lífs- hamingju manna og þá um leið að velfarnaði þjóða, sagði Sig- urður Bjarnason. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt einróma: „Fundur í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs haldinn 19. maí 1960 þakkar aðgerðir núverandi stjórnarflokka til varanlegrar lansnar á efnahagsvandamálum þjcðarinnar og stuðnings lienn- ar við aukið athafnafrelsi ein- staklinganna. Sjálfstæðismenn í Képavogi þakka sérstaklega formannii Sjálfstæðisfloksins, Olafi Thors, forystu lians í þeirri viðreisnarbaráttu, sem nú stendur yfir. Munu Sjálf- stæðismenn í Kópavogi eftir fremsta megni stuðlað að því, að bær nái tilgangi sínum.“ Tæknin eykst á öllum sviðum, og fyrir nokkru tók Reykjavíkur- bær í notkun þessa gatnahreinsunarvél. Hún gerir tvennt í senn, sópar göturnar og gleypir í sig rykið, sem hún sópar saman. Slíkar vélar eru algengar erlendis og þykja liið mesta þing. Og að sjálfsöfðu vinnur hún á við marga menn. Sigií) í björg fyrir gesti. Þátttakendur í sjóstangamótinu sjá bjargsig á morgun. Truman, fyrrv. Bandaríkja- forseti, sagði í vikunni, að hann vissi ekki til að njósn- ir hefðu verið stundaðar af hálfu Bandaríkjanna úr lofti í forsetatíð sinni, en „verið gæti, að það hefði verið gert án hans vitund- ar“. Sjóstangavertíðin í Eyjum er j hafin af fullum krafti, eins og skýrt var frá í Vísi í gær. Fóru þátttakendur í sjóstangaveiði-1 mótinu út á niiðin í gær, og veiddu yfirleitt vel, en gær- j dagurin var ætlaður til æfinga og undirbúnings mótinu, sem hófst í morgun. Þátttakendur í mótinu eru allir vanir sjóstangaveiðimenn, en það er orðin all-útbreidd í- þrótt víða um heim, og' á; hverju ári eru haldn slík mót, t. d. í Esbjerg' í Danmörku, og sækja þau hundruð útlendinga. Hér er varla von á öðrum stærri fiski en þorski, enda hafa þátt- takendur gert sér það ljóst, þó að sá möguleiki sé til að stærri fiskar villist á miðin. Veiðimennimir halda til á hótel HB í Eyjum, og hafa á kvöldin svokallað Akogenshús til umráða, en það er lítið en þokkalegt samkomuhús þar. Þar eru á boðstólum alls konar veitingar fyrir gesti, bæði mat- ur og vín. Að afloknu móti verða veitt ýmis verðlaun — bæði flokkum og einstakling- um, fyrir stærsta fiskinn, mestu veiðina, og jafnvel fyrir stærsta fiskinn veiddan af konu, — en ein kona mun vera þátttakandi í mótinu, svo að ekki er ósenni- legt að hún hreppi verðlaunin. Á morgun er áformað að sýna gestunum hjargsig í svo- kölluðu Fiskhellnanefi í Herj- ólfsdal. Sennilegt er að Skúli Theódórsson muni síða í bjarg- ið eftir fílseggjum, ei; eggjatím- inn stendur eimnitt. nú yfir. Að þessari sýningu iokinni verða þátttakendur mótsins gestir bæjarstjórnar við kvöldverð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.