Vísir - 31.05.1960, Page 4
£
V í S I R
Þriðjudaginn 31. maí 1960
Gerðardómurmn
Framh. af 3. síðu.
minni radíus en lágmarks-
kröfur heimta af vegi í þessum
flokki, og minnsta sjónlengd
yfestan brúar verður um 50 m
minni en lágmarkskröfur segja
til um, og yrði þar af þeim sök-
um að minnka leyfilegan akst-
urshraða niður í 45 km. í sveign
um næst austan við þorpið,
sem er með 140 m radíus, yrði,
150 m sjónlengd ekki náð nema
með því að rífa niður tvö úti- |
hús við íbúðarhús, sem þegar '
eru komin þar. Á þessum stað
kemur einnig gata úr þorpinu t
á veginn, og yrði að öllum lík- •
indum að loka þeirri innkeyrslu
á hinn nýja veg vegna hinnar
takmörkuðu sjónlengdar. Þessi
veglína liggur í 7—9 m fjar-
lægð frá tveimur íbúðarhúsum,
sem þegar eru komin á þessurn
stað, og nokkur hús standa einn
ig norðan veglínunnar. Búast
má við því, að byggðin færist
norður fyrir veginn, og eykur
það að sjálfsögðu mjög slysa-
hættu á svo fjölförnum vegi
sem Suðurlandsvegur er.
Á veglínu þeirri, sem rnerkt
er tiliaga II, er gert ráð fyrir,
að ný brú komi um 500 m sunn
ar en núverandi brú, og er gert
ráð fyrir því, að þar sem brúin
kemur örlítið skáhallt á ána,
þá verður hún 84 m löng, eða
um 4 m lengri en brúin á sam-
kvæmt tillögu I. Á þessari veg-
]ínu þarf hvergi að skera veg-
Ínn niður í árbakkann, og að-
eins á einum stað þarf að nota
lágmarksradíus í láréttri beygju
eða 300 m radíus, og er það
skammt vestan við brúna.
Mesti halli á þessari veglínu
verður 1:25, eða 4 %, og er
hann helmingi minni en mesti
halli á tillögu I. Rífleg sjón-
lengd er allstaðar á þessaii
veglínu.
Gerðar voru kostnaðaráætl-
anir um byggingu brúa og nauð
synlega vegagerð samkvæmt
tillögu I og II, og reyndist
kostnaður við þær vera nær
alveg hinn sami, eða 5.1 millj.
kr. Þar sem enginn kostnaðar-
m\mur var á þessum tillögum,
en tillaga I hafði marga og
mikla tæknilega galla, taldi ég
sjálfsagt, að tillaga II yrði val-
in“.
Með skírskotun til framan-
greindra raka lagði vegamála-
stjóri svo til í bréfi til sam-
göngumálaráðuneytisins, dags.
21. júlí 1959, að hin nýja brú
yrði staðsett samkvæmt tillögu
II.
Þegar stjórn Kaupfélagsins
Þórs varð þess áskynja, að
fram var komin tillaga um ann-
að brúarstæði en bað, sem skipu
lagsuppdrátturinn var miðaðuv
við, ritaði hún samgöngumála-
láðuneytinu bréf, dags. 25. júlí
1959, og benti á, að vegna stað-
setningar verzlunarhúss kaup-
félagsins mundi hin ráðgerða
breyting á brúarstæðinu draga
mjögúr viðskiptum ferðamanna
við kaupfélagið og baka bví
snargvíslegt óhagræði. Geti
ekki hjá því farið, að kaupfé-
lagið bíði gífurlegt tjón, verði
brúin byggð samkvæmt hinni
«ýju ráðagerð.
Hinn 13. ágúst 1959 fóru
fram umræður um málefni
þetta milli samgöngumálaráð-
herra og vegamálastjóra annars
vegar og framkvæmdastjóra
Kaupfélagsins Þórs hins vegar.
Var þá gert ráð fyrir, að bóta-
kröfur yrðu uppi hafðar af
hálfu kaupfélagsins, ef breytt
væri um staðsetningu brúar-
innar frá því, sem sýnt væri
á skipulagsuppdrætti. Hinn 18.
ágúst 1959 ritaði kaupfélagið
vegamálastjóra og gerði nánai’i
grein fyrir afstöðu sinni til
málsins.
Samkvæmt skýrslu vegamála
stjóra ákvað samgöngumálaráð
herra hinn 31. ágúst 1959, að
hefja skyldi framkvæmdir við
byggingu brúar yfir Ytri-Rangá
samkvæmt tillögu II. Var byrj-
að á verkinu í lok september
1959 og á því ári gerðar undir-
stöður flestra brúarstöpla. Ráð-
gert er, að brúargerðinni verði
lokið á árinu 1960.
Þegar fullnaðarákvörðun
hafði verið tekin um, að brúin
skyldi byggð á þeim stað, sem
að framan greinir, hóf Skipu-
lagsnefnd ríkisins undirbúning
að því að gera nýjan skipulags-
uppdrátt fyrir Hellukauptún.
Samkvæmt endurriti úr fundar
gerðabók skipulagsnefndarinn-
ar var á fundi hennar hinn 15.
janúar 1960 lagður fram nýr
skipulagsuppdráttur, „er mið-
aður er við það brúarstæði, sem
ákveðið hefur verið yfir Rangá“
Samþykkti skipulagsnefndin
hina nýju staðsetningu brúar-
innar og hinn nýja tillöguupp-
drátt í aðalatriðum. Var upp-
dráttur þessi síðan hinn 22.
janúar 1960 sendur hrepps-
nefndaroddvita Rangárvalla-
hrepps til athugunar, og er það
mál ekki lengra á veg komið.
Þess má geta, að í bréfi, dags.
5. september 1959, hafði hrepps
nefndin mótmælt hinni nýju
brúarstaðsetningu og breytingu
á hinum staðfesta skipulags-
uppdrætti.
III.
Fyrir gerðadóminum hefur
Kaupfélagið Þór gert þær kröf-
ur, að bví verði ákveðnar bæt-
ur úr ríkissjóði, að fjárhæð kr.
3.033.333,33 ásamt 6 % drátt-‘
arvöxtum frá 25. júlí 1959 tii
1. marz 1960, en 11 % árs-
vöxtum frá beim degi til
grciðsludags. Til vara er kraf-
izt annarar fiárhaiðar eftir
mati gerðardómsins. Þá krefst
kaupfélagið og þess, að ríkis-
sjóði verði gert að greiða allan
kostnað af rekstri málsins fyrir
gerðardóminum, har á meðal
málflutningsþóknun til fyrir-
svarsmanns félagsins.
Af hálfu ríkissjóðs er kraíizt
sýknu og að Kaupfélaginu Þói
verði gert að greiða allan kostn
að við gerðardóminn, þar á
meðal málflutningsþóknun til
fyrirsvarsmarms ríkissjóðs fyrir
gerðardóminum.
Botakröfu sína rökstyður
kaupfélagið með bví, að verzl-
unarhús þess hafi verið stað-
sett við þjóðveginn meðal ann-
ars með bað fyrir augum að ná
viðskiftum við ferðamenn, sem
um veginn fara, enda séu slík
viðskifti drjúgur þáttur í rekstri
þess. Með hinu staðfesta skipu-
lagi og íhlutun skipulagsyfir-
valda um staðsetningu hússins
hafi verið lagður sá traustgrund
völlur, sem félagið hafi byggt á,
er bað réðist í að byggja hið
dýra verzlunarhús á árunum
1954—1955. Staðsetning nýju
brúarinnar og hið breytta skipu
lag liafi í för með sér, að verzl-
unarhúsið komist úr þjóðleið
og almannaumferð bægt frá því.
Til þess að ná sömu ferða-
mannaviðskiptum eftir breyt-
inguna og áður hafa átt sér
stað, verði félagið að ráðast í
mjög fjárfrekar aðgerðir, annað,
livort með byggingu nýs full-
komins verzlunarhúss við þjóð-
veginn í nánd við nýju brúna,
en við það rýrni mjög nota-
gildi núverandi verzlunarhúss
eða með byggingu annars
smærra verzlunarhúss á svip-
uðum stað, en slíkt liafi einnig
x för með sér mikið óhagræði,
meðal annars - auknu manna-
lialdi. Er liin tilgreinda fjár-
krafa kaupfélagsins við það
miðuð, að reist verði nýtt full-
komið verzlunarhús í stað hins
eldx-a. Þá kveður kaupfélagið og
að mjög muni rýrna verðgildi
annarra húsa þess, sem það not-
ar í rekstri sínum og staðsett
eru í nánd við verzlunarhúsið.
Af hálfu ríkissjóðs er sýknu-
krafan rökstudd með því, að
af tæknilegunx ástæðum og með
greiða og örugga umferðaleið,
fyrir augum hafi verið óhjá-(
kvæmilegt að staðsetja nýju
brúna, svo sem gert hefur verið.j
Hafi vegamálastjóri gert glögga
grein fyi’ir þessu í erindum
þeim, sem fram liafa kornið í
málinu af hans hendi. Þessi
breyting hafi liorft svo til bóta,
að ekki hafi verið áhorfsmál að
gera hana. Ákvörðunin um nýju
brúna sé tekin af samgöngu-
málaráðheri-a eftir tillögum
vegamálastj., þ.e. af réttum yfir
völdum, sem óbundin séu af
gerðum skipulagsyfirvalda, þeg
ar ákveða þarf vegarstæði eða
brúarstæði. Mörkun brúarstæð-
is á hinn staðfesta skipulags-
uppdrátt heyri ekki til sjálfu
skipulaginu, og taki bví stað-
festing félagsmálaráðuneytis-
ins ekki til þess. Þegar kaup-
félagið reisti verzlunarliús sitt,
hafi það bví tekið á sig áhætt-
una á bví, að brúnni kynni að
verða valinn annar staður. Þró-
unin gangi nú livarvetna í þá
átt að leggja alfaravegi fram-
hjá bæjum og þorpum til að
bægja frá umferðarhættu og
öðru óhagræði af ólióflegri um-
ferð í þétthýli. Þá kveður fyrir-
svarsmaður ríkissjóðs ekki á-
stæðu til að ætla, að verzlunar-
hús kaupfélagsins ónýtist að
verulegu levti, þó að leið til
þess frá bjóðvegi lcngist lítils-
háttar. Þess beri að gæta, að
kaupfélagið reki fvrst og fremst
viðskipti við bændur, og muni
breytingin á brúarstæðinu ekki
raska neitt viðskiptum við þá.
Og sama gildi um viðskipti við
íbúa kauptúnsins. Tap á við-
skiptum við ferðamenn geti á
engan hátt rýrt verzlunarhúsið
svo í verði, sem haldið sé fram
af liálfu kaupfélagsins, enda
væri auðvelt að bæta úr því
með því að reisa söluskála við
þjóðbrautina fyrir smávarning,
sem ferðamenn tíðast kaupa.
Ekki muni heldur draga rieitt
úr notagildi annarra atvinnu-
húsa félagsins. Loks geti komið
til greina, að núverandi brú
verði látin standa áfram um ó-
ákveðinn tíma, og muni þá um-
ferð um hana haldast að ein-
hverju leyti.
IV.
Hér að framan hefur verið
greint frá sögu máls þessa,
kröfugerð aðilja og rökstuðn-
ingi þeirra. Kemur þá til at-
hugunar, livort ríkissjóður sé
bótaskyldur, eins og liér stend-
ur á.
Með skipulagslögunum nr.
55/1921, sbr. lög nr. 64/1938,
er ríkisvaldinu veitt mjög víð-
tæk heimild til skipulagningar
bæja og kauptúna, þar á meðal
til að breyta eldra staðfestu
skipulagi, þó að breytingin hafi
í för með sér röskun á hags-
munum einstakra aðilja. Rétt-
ur vegamálastjórnarinnar til að
ákveða brúnni yfir Ytri-Rangá
annan stað en þann, sem hinn
staðfesti skipulagSuppdráttur
sýnir, verður ekki dreginn í efa.
Fer sú ákvörðun eftir mati
ríkisvaldsins á ástæðum, og hef
ur vegamálastjóri í framan-
skráðri greinargerð sinni fært
full rök að því, að með tilliti
til samgangna hafi verið nauð-
synlegt og rétt að velja brúnni
þann stað, sem nú hefur gert
verið. Af skýrslu hans má einn-
ig ráða, að fyrirhuguð vega-
lagning samkvæmt hinum stað-
festa skipulagsuppdrætti hefði
orðið mjög' kostnaðarsöm og
væntanlega ekki orðið fram-
kvæmd án eig'narnáms og
skaðabótagreiðslna.
Við úrlausn máls þessa ber
samkvæmt framansögðu að
leggja til grundvallar, að þær
aðgerðir ríkisvaldsins, sem mál
þetta er af risið, hafi verið gerð j
ar með fulíri heimild. Annað í
mál er það, hvort Kaupfélagið
Þór eigi samkvæmt lögum rétt
til að fá bætt tjón, sem það
kann a? hafa beðið vegna um-
ræddrar breytingar.
í IV. kafla skipulagslaganna
nr. 55/1921 eru ákvæði um
eignarnám og skaðabætur.
Samkvæmt 25. gr. laganna er
heimilt að dæma aðilja skaða-
bætur, ef fasteign hefur „rýrn-
að í verðnxæti“ vegna skipu-
lagsaðgerða, þó að ekki fari
fram beint eignarnám sam-
kvæmt 24. eða 26. gr laganna.
Bæði hér á landi og annars
staðar, þar sem svipuð ákvæði
eru eða hafa verið í lögum, hef-
ur þótt ástæða til að skýra þau
þröngt, og þó sérstaklega þeg-
ar um frumskipulagningu er að
ræða, en ekki breytingu á eldra
staðfestu skipulagi.
Þegar athugað er mál það,
sem hér liggur fyrir, þá er
auðsætt, að skipulag það á
Hellukauptúni, sem staðfest
var 2. apríl 1954, er gert á þeirri
forsendu, að brúin á Ytri-
Rangá verði byggð á þeim
stað, sem uppdrátturinn sýnir,
og að þjóðvegurinn austur af
brúnni verði lagður, eins og
þar er markað. Skipulagsupp-
drátturinn er gerður í sam-
ræmi við fyrirætlanir þáver-
andi vegamálastjóra og yfir-
stjórnar vegamála uin brúar-
stæðið, enda hafði þá þegar
verið gerð teikning að brúnni
á þessum stað. í skipulagslög-
unum er ákveðið, að vegamála-
stjóri eigi sæti í Skipulags-
nefnd ríkisins, svo að samræmi
verði rriilli ákvarðana vegamála
stjórnar og skipulagsyfirvalda,
Mörkun brúarstæðisins á skipu
lagsuppdráttinn var þannig í
föstum tengslum við skipulagn-
inguna og grundvöllur hennar.
Ákvörðun sú, sem nú hefur
verið tekin um staðsetningu
nýju brúárinnar, hefur því í
för með sér breytingu á hinum
staðfésta skipulagsuppdrætti
Hellukauptúns. Hefur Skipu-
lagsnefnd ríkisins talið nauð-
syn bera til þess að gera nýjan
skipulagsuppdrátt. sem miðað-
ur sé við hið nýja brúarstæði.
Afstaða verzlunarhúss Kaup-
félagsins Þórs til skipulagning-
arinnar hefur áður verið rakin,
en rétt þykir að taka hér fram
eftirgreind aðalatriði:
Framh. á 9. síðu.
Sex ára gamall missti David Hughes vinstri íótinn. Nú er hanra
fimmtán ára gamall íþróttamaður, er í skóla og náði fyrsta sæti
í hástökki. David býst til að nema lögfræði við háskóla í
Kaliforníu. David lærði að ganga eðlilega á gerfifætinum me'ð
því að ganga upp og niður stiga. David getur dansað jafnvel.
og hver annar piltur og margir taka alls ekki eftir bæklun hans.