Vísir - 07.06.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 07.06.1960, Blaðsíða 10
m V f S I R Þriðjudaginn 7. júní 1960 SDZAN MARSH: FJÁRHALDSMAÐURINN STRANGI 13 — Ég vildi óska að við gætum verið vinir Simonar, sagði hún. Tom leit snöggt til hennar. —Það getum við aldrei orðið. Það er ekki neisti af mann- legum tilfinningum í honum. Hann hefur alltaf rétt íj'rir sér og orð hans eru lög. Ég hef sætt mig við það, vegna þess að það Tsemur sér vel núna. — Cragmere er unaðslegur staður og þegar síóra myndin mín verður viðurkennd skal ég lesa yfir honum. að mér heilum og lifandi. Judy sagði með ákefð: — Mig langar svo mikið til að sjá inyndirnar þínar! — Já, sagði hann dræmt, — þú og enginn annar .... Judy, mér finnst að við ættum ekki að aka nema stuttan spöl og fara svo heim, því að við höfum allt húsið fyrir okkur sjálf. Ég vil heist byrja að mála mynd af þér undiV eins. Þú átt að vera með skarlatsrautt sjal. Áttu það til? — Vist á ég það, svaraði hún. — En kanske ættum við ekki að fara heim alveg svona fljótt — við sögðum að . . . . Við verðum að nota tækifærið þegar Símon er ekki heima, annars er hann vís til að hindra að ég máli'mynd af þér. Ég vil að þetta sé leyndarmál okkar tveggja. Það leið ekki á löngu þangað til Tom sneri við og ók heim- leiðis. Hann setti bílinn í skúrinn og fór svo með Judy upp í vinnustofuna sína. Þangað hafði hún aldrei komið áður. Stór mynd var á málaragrindinni. Judy starði á hana og sagði ekki orð. — Jæja, sagði Tom. — Hvernig lýst þér á meistaraverkið mitt? Mér finnst garðurinn, séður gegn um gluggann vera frum- leg fyrirmynd um venjulegt landslag .... Judy sá strax að engin dýpt var í myndinni og að aðrir gallar voru á henni lika, sem viðvaningar gátu séð. Litirnir voru ó- hreinir og skerandi. Þarna var hvorki birta né dýpt. Þetta var flatneskjuleg, andlaus klessumynd. Hún tók eftir að Tom horfði á hana, og nú reyndi hún að leita að einhverjum orðum, sem gætu verið vingjarnleg, en þó ekki bein lygi. — Þetta er verulega fallegt útsýni og ég kann vel við að nota gluggann, sagði hún fljótmælt. — En þú ert ekki hrifin af hvernig ég mála, skil ég? sagði hann ólundarlega. Svo brosti hann. — Smekkurinn er marg- vislegur. Sem betur fer kann flest fólk ekki að meta verulega góðar myndir að verðleikum — nema sérfræðingarnir. Judy andmælti honum ekki. — Maður ætti aldrei að dæma um hálfnaðar myndir, sagði hún. Hann roðnaði. — Það vill nú svo til að þessi mvnd er fullgerð, sagði hann stirðlega. — En það er sennilegt að ég verði að fresta sýningu á henni til næsta árs. — En ef ég get gert mynd af þér, eins og ég hugsa mér hana, get ég sent hana í staðinn. Hann rétti henni höndina brosandi. —Vertu ekki svona angur- vær, elskan mín — ekki skal ég bíta þig þó að þér líki ekki hvernig ég mála .... Hvernig líst þér á andlitsmyndina þarna? Judy leit á mynd, sem henni fannst hljóta að vera afbökuð. Þar voru engin rétt hlutföll milli höfuðs og líkama, og enginn svipur eða líf í andlitinu. — Hún er eftirtektarverð . . . munnurinn er einkennilegur. Judy gat ómögulega íengið sig til aö hrósa myndinni. — Hún heitir Peggy Bates. Góð vinstúlka mín og ágæt fyrir- mynd. Judy hélt að hann hefði sannfærst um að hún hefði lítið vit á list, úr því að hún sýndi ekki meiri hrifningu en þetta. Henni leið beinlínis illa, því að þetta hafði komið yfir hana eins og reiðarslag. Hann kunni ekkert, hafði enga listgáfu, hafði ekki svo mikið sem handverkskunnáttu á list. Tom sneri sér að henni og faðmaði hana. Hún varð fegin að þurfa ekki að segja meira um myndirnar hans. Hún kyssti hann ákaft og ástríðufullt, eins og hún væri að bæta honum hitt upp. Og nú fannst henni hún vera í sjöunda himni aftur. Hurðin að vinnustofunni var í hálfa gátt, húsið tómt og hljótt. En allt í einu heyrðist hljóð. Judy losaði sig úr faðmlögunum og leit til dyra. Hún horfði í augun á Símoni. Hann stóð í dyr- unum. Andlitið var eins og höggvið í stein. Tom varð fyrstur til að taka til máls: — Svo að njósnarinn er þá kominn! Þú ert leikinn í að koma manni á óvart. Símon sagði stutt: — Er það svona, sem þið íarið í ökuferð? Judy blossaði upp. — Banna kannske einhver lög okkur að vera hérna? Hún tók andköf er hún sá að Símon horfði á myndina á grindinni. Hún tók eftir efunarsvipnum á honum er hann spurði: — Það er þó ekki — ekki þessi mynd, sem þú hefur verið að vinna að? Tom flýtti sér að grir.dinni og tók myndina, setti hana upp að vegg og lét bakið snúa fram. — Hvað ætli þú vrtir um list. Sá dagur kemur að þessi mynd verður talin meistaraverk, skal ég segja þér. Þá muntu gorta af að eiga mig fyrir bróður. Símon tók myndina og lyfti henni. Hann leit á hana með auðsjáanlegum viðbjóði. Svo sneri hann sér að Judy: — Og þú — ert þú á sama máli og Tom um meistaraverkið? Þú ættir að hafa dálítið vit á list. Hvað segir þú? Judy svaraði í bræði: I — Dettur þér i hug að ég mudi fara að segja þér skoðun mína á listaverkum? Ég er enginn listfræðingur, og það ert þú ekki heldur, mér vitanlega. Það eina sem þú hefur hugann við er að eyðileggja fyrir öðrum og setja sjálfan þig á háan hest. Ég hef ekki verið lengi hér á heimilinu, en þann stutta tíma hefurðu kennt mér að hata þig. Já, hata þig .... Hún hljóp í áttina til dyra. — Nú flýti ég mér út áður en ég fer að mölva eitthvað. Þeir heyrðu fótatak hennar er hún hljóp niður stigann, og það orkaði einkennilega á þá i þögninni. Símon hafði fölnað. Hann stóð grafkyrr meðan orð hennar voru að meitlast inn í meðvitund hans. Nú gerði hann sér allt í einu ljós sannindin, sem hann hafði ekki svo lengi viljað viðurkenna: Hann elskaði hana! Han var óafturkallanlega og vægðarlaust ástfanginn af henni. Það var afbrýðin, sem hafði gagntekið hann er hann hafði séð Judy í faðmi Toms á ný. Afbrýðin hafði svift hann sjálfs- stjórninni, svo að hann hafði leyft sér að niðra Tom í hennar eyru — synd sem hún mundi áreiðanlega hvorki gleyma né fyrirgefa. Tom stóð og beið eftir nýrri reiðiroku úr Símoni. En Símon gekk þegjandi út úr vinnustofunni. Hann var að hugsa um, að Judy hafði ekki þurft nema einn sólarhring til að láta óvináttu þeirra bræðranna verða að báli. Og nú hafði hann misst stjórnina á sjálfum sér og um leið misst Judy fyrir fullt og allt — ofurselt hana varnarlausa í greipar Toms! Judy fannst léttir að því er ættingja Toms og Símonar, þau Netta og Stephen Barton komu til Cargmere daginn eftir. Og enn meiri varð gleðin er hún sá fjörlegu, bláu augun í Nettu og heyrði glaðlega og hispurslausa rödd hennar. — Og þarna er þá Judy! Já, ég þóttist viss um að þú hefðir valið þér fallegan skjólstæðing, Símon. Mig hefði langað til að sjá þig miklu fyrr, væna min, en einhverra hluta vegna höfum við Stephen aldrei haft nema stutta viðdvöl í Englandi öll þessi ár. Netta Barton var hamingjusöm kona, blátt áfram og eðlileg. Hún var mjög hrifin af manninum sínum og hafði alltaf tíma til að sýna vinum sínum nærgætni. Hú var fimmtíu og fimm ára og datt aldrei í hug að fara dult með það. Hún var sæmilega feit- A KVÖLDVÖKUNNI R. BurrougSis TAKZA 3274 Benjamin Barnes, forstjóri Barnes skipafélagsins lét tilleiðast að taka við skilaboð um frá svertingjanum sem gekk auðmjúkur inn í hina glæsilegu skrifstofu. Barnes forstjóri tók við krumpuð- um bréfmiða og varð auð- HE KEAP FEOAð A SEIAW PIECE OF PAPEE ANIP WAS SUPPEMLV SEIZEP WITH ASTONISHMEMT! sýnilega forviða er hann sá hvað þar stóð. Hann kallaði í ungfrú Jones. Hringið í bróður minn og segið honum *WSS JOMES;7 ME GASPER “CALL MV BPOTHEK'S HOME. SAV THAT IVA CCAMNS OUT ONIA. MATTEKOF UTMOST IMTOKTr að ég ætli að finna hann. Það er mjög áríðandi. Auglýsing var fest á útidyr í Bristol á Englandi. Þar var aug* lýst eftlr stórum bolabít og heitið 20 stpd. í fundarlaun. Lýsing: Svartir blettir á baki. Etur allt. Þykir séi'lega vænt um börn. -¥■ Blekktur að nóttu. — í Seattle vakti hringjandi sími Darwin Barker og þokukennd vera, sem stóð við rúmgafl hans og sagði: — Farðu og anzaðu símanum. Darwin flýtti sér burt til þess að gá að því hver væri að hringja. Þegar hann sneri aftur til herbergis síns uppgötvaði hann, að bæði buxur hans, veski og komumaður voru horfin. ■¥■ Læknir var að spyrja barn í nágrenni sínu, en segist ekki muni gera það aftur. — Hann spurði drenginn: — Valtýr, hvað verðum við að gera til þess að komast til himnarík-is? Drengurnn ansaði: — Við verðum að deyja. — Já, en áður en við deyjum? — Þá verðum við að senda eftir þér! ★ Hún var fjögra ára og litli bróðir hennar var þriggja. Hann var að þukla á hurð barna herbergisins, en gat ekki opnað. — Þú mátt ekki koma inn, Jonni, sagði hún. — Mig langar til þess, sagði hann í bænarrómi. — Eg er á náttkjólnum og mamma segir að litlir drengir megi ekki sjá litlar stúlkur á náttkjólum. Nú var augnabliksþögn. Þá kallaði hún í gegnum dyrnar: — Nú máttu koma inn, Jonni. Eg fór úr náttkjólnum. ★ Piltur var boðinn í barnaboð og þar var borið fram stórt fat með „jello“ á, sem titraði þeg* ar það var sett á borðið. Pilturinn neitaði að smakka á því. — Það er ekki dautt enn- þá, sagði hann. Aðalfundur BFA. Aðalfundur ByggingaféJag alþýðu í Reykjavík var haldinn nýlega. A starfsárinu var m. a. lokið við að helluleggja gangstéttir við byggingar félagsins og mal- bika stiga á lóðum félagsins og tók menningarsjóðu.r félagsins og íbúðaeigendur þátt í þeim kostnaði. Á starfsárinu seldi félagið fimm íbúðir. í félaginu eru 240 menn og af ‘þeim hafa 172 fengið íbúðir og eru því nú í félaginu 68 menn sem ekki hafa fengið íbúðir. Formaður átti að ganga úr stjórn samkv. samþykktum fé- lagsins og var Erlendur Vil- hjálmsson endurkosinn til næstu þriggja ára. Varaformað- ur Reynir Eyjólfsson. Endur- skoðandi var endurkjörinn Hannes Stephensen og Bjarni Sæmundsson til vara. í maímánuði næstk. verður félagið 30 ára. A

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.