Vísir - 07.06.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 07.06.1960, Blaðsíða 11
Þríðjudaginn 7. júní 1960 V 1 S I R ÍÍE Krúsév sleppir sér enn. Segir Eisenhower aðeins hæf- an sem barnahæiisstjóra. Adenauer ætti að loka í geðveikrahæli. Kirkjubæjarblesi kom tvisvar sínnum fyrstur í mark í stökki, bæði í 4. og 6. flokki. Hann er rauðblesóttur, 6 vetra, úr Rangár- vallasýslu og eigandi er Jón M. Guðmundsson, Reykjum. — Knappinn á myndinni er Arni Fl. Jessen. (Sjá aðra mynd frá kappreiðunum og frétt annars staðar í blaðinu.). Mikið flogið hjá Rugfélagi íslands þessa dagana. Yfir 100% aukning á leiðinni Glasgow Kaup- mannahofn miðað við sama tíma í fyrra. Starfsemi Flugfélags fslands er nú mjög mikil, bæði innan lands og utan, og er nú mun meira um farþegaflutninga en í fyrra. Einkum er það aúkinn straumur erlendra ferðamanna, sem veldur aukningunni í utan- landsfluginu. Þá hafa pantanir á erlendum flugmiðum, þ. e. milli staða erlendis, aukizt um meira en helming síðan í fyrra. Leiðin Glasgow—Kaupmanna- höfn er nú flogin daglega af vélum F. I., og að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa, hafa bókanir á þeirri leið auk- izt um rúmlega 100% frá því á síðasta ári. — Ferðir til megin- landsins eru nú 7 á viku. Þá hyggst F. í. taka upp á ný ferðir til ýmissa staða hér inn- -anlands, til landkynningar. — Ferðir þessar urðu mjög vin- sælar á sínum tíma, en m. a. vegna ónógs flugvélakosts, féllu þær niður um tíma. Nú eru nokkrar slíkar ferðir fyrirhug- aðar til Öræfá. Farið verður héðan á sunnud.morgni, flogið til Fagurhólsmýrar, en ekið þaðan til Skaftafells, en þar er náttúrufegurð mikil. — Áætlað er að koma aftur til Reykjavík- ur seint sama kvöld. Þá verður haldið uppi mið-' nætursólarflugi, líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Bor- izt hafa fyrirspurnir frá erlend- um ferðaskrifstofum og nú mun efnt til þríggja ferða, þann 18. 24. og 26.júní. Farið verður með Douglas DC-3, og lagt upp um kl. 23. Er ætlunin að lenda í Grímsey á leiðinni. Þess má að lokum geta að far- þegafjöldi hefur verið með mesta móti innanlands það sem af er þessum mánuði, enda munu flugfargjöld tiltölulega lítið hafa hækkað undanfarið miðað við flest annað. í brezkum blöðum er leidd athygli að því, að sólarhring eftir að Krúsév lagði fram hin- ar endurskoðuðu afvopnunartil- lögur sínar, en samkvæmt þeim kemur hann til móts við kröfur vestrænu þjóðanna varðandi eftirlit, hafi hann sleppt sér í árásarræðu gegn þeim mönn- um, sem hann ætlast til að taki tillögur sínar alvarlega. Hann hafði skorað á Eisen- hower að fallast á afvopnunar- tillögurnar, er 10-þjóða ráð- stefnan um afvopnunarmál kemur samn til fundar í Genf í dag, en ( árásarræðunni, sem hann flutti 3. þ. m. sagði hann um Eisenhower, að hann væri „óábyrgur og óhæfur til að gegna starfi sínu. „Þegar hann lætur af emb- ætti“, sagði Krúsév, „væri hið bezta, sem við gætum boðið honum í þessu landi að vera for- stöðumður á barnaheimili (kindergarten), þar sem við gætum verið vissir um, að hann gerði ekkert af sér, en sem æðsti maður ríkis er hann hættulegur.“ Um Adenauer, forsætis- ráðherra Þýskalands, sagði hann, að hann hefði verið orð- inn bilaður ágeðsmunum fyrir löngu og ekkert hægt við hann að gera nema setja hann í1 spennitreyju og fara með hann Þýzkír fótboltaskór gamla verðið. i/ERZLC? olar renm brautir Upplýsingar um ferðalög. Farseðlar til allra landa. Gistihúsnæði. Odýrar utanlandsferðir. FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS. Sími 1-15-40. Vörubíistlórafélagii Þróttur Merki á bifreiðar félagsmanna fyrir árið 1966 verða afhent á stöðinni frá 8.—20. júní n.k. Atliugið að þeir sem ekki hafa merkt bifreiðar sínar með hinu nýja merki fyrir 21. júní n.k. njóta ekki lengur rétdnda sem fullgildir félags- menn og er samningsaðilum Þróttar eftir það óheimilt að taka þá til sinnu. Stjórnin. í geðveikrahæli. Hann gleymdi ekki Christian A. Herter utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og aðstoðar-utanríkisráðherra hans Douglas Dillon, „Og gleymið ekki Nixon,“ bætti hann við. Svo endurtók hann hótanirnar um sérfrið við Austur-Þýzka- land, og hefnieldflaugaárásir, aðvaranir Malinovsky jrrði að taka bókstaflega. Hann hefði mikið vopnabúr og gæti valið úr þau, sem bezt hentuðu. 43 hvalir veiddir. Veiðzt hafa 43 hvalir, að því er Vísir frétti í morgun, og voru þá hvalveiðibátar á leiðinni með 4 til viðbótar. Hinn 12 júní í fyrra höfðu ekki veiðzt nema 36 livalir, en aftur höfðu veiðzt um 70 hvalir 12. júní í hitt eð fyrra. Nokkuð brælusamt mun á miðunum. Slysfarir. Nokkur smærri slys urðu um helgina, og menn fengu skrám- ur og sár af ýmsum ástæðum, en þó muu ekki hafa verið um neitt alvarlegt að ræða, nema í slysi því, sem sagt er frá á öðr- um stað hér í blaðinu. Jökull Sigurðsson Mávahlíð 4 varð fyrir bíl við Eskihlíð 10 og skrámaðist á enni. Sigurður nokkur Sigurðsson datt ofan af þaki á Nýju Blikksmiðjunni, og er ókunnugt um me.iðsl, sem munu þó ekki alvarleg, og Gísli Stuw datt ofan af stól og skarst á höfði. 7aup$'kctpup\ KAUPUM hreinar ullar- tuskur. Baldursgötu 30. — SAMÚÐARKORT Slysa- varnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysavarna- sveitum um land allt. — f Reykjavík afgreidd í síma 14897. (364 Kaupi gull og silfur LÍNDARGOTU 25 SIHI13745“ OOKráOOOOOf Ertu fróöur? 1. Anastas Mikojan, fyrsti varaforsætisráðherra. 2. Austur-Berlínar og Lissa- bon. 3. Eintracht í Frankfurt (7:3). 4. Lloyds. 5. Dakota (DC-3). 6. Concepcion. 7. í Japan. 8. Vivian Leigh og sir Laur- ence Olivier. 9. Gyðingaböðull Hitlers nr. 1, sem var tekinn fastur í ísrael. 10. Egyptalandi. €£38808000001 ( PSRUTZ Fínkorna framköllun Kopiering Stækkun Perutz filmur FÓKUS Lækjargötu 6 B. mmnn'œ Kaupum Frímerki. Frímerkjasalan. Ingólfsstræti 7. Sími 19394. (421 MINNINGARSPJÖLD DAS. Minningarspjöldin fást hjá Happdrætti DAS, Vestur- veri, sími 1-77-57 — Veið- arfærav. Verðandi, sírni 1-3786 — Sjómannafél. Reykjavíkur, sími 1-19-15 — Guðmundi Andréssyni gullsm., Laugavegi 50, sínli 1-37-69. — Hafnarfirði: Á pósthúsinu. Sími 50267. — ÞRÓTTUR. Mfl., 1. og 2. fl. æfing á íþróttavellinum í. kvöld kl, 8. — Nefndin. K.R. — 1. og 2. fl. æfing í kvöld kl. 8,30.--- Þjálfarinn. Reykjavíkurmót: Þriðjudagur 7. júní: 5. fl» B Víkingur B og Víkingur C. Dómari: Jón Þorláksson. —• 4. fl. B. Fram B — JFjam C. Dómari: Magnús Thjell. Samkomur Annað kvöld, miðvikudags- kvöld kl. 8.30 efnir kristni- boðsflokkurinn Vorperla til samkomu í Laugarneskirkju. Jóhannes Ólafsson kristni- boðslæknir, Felix Ólafsson ki’istniboði o. fl. tala. Ein- söngur. Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins í Konsó. Allir eru hjartanlega velkomnir. PASSAMYNDiR teknar í dag, tilbúnar á morgun. — Annast allar myndatökur utanhúss óg innan. Pétiar Thomsen A.P.S.A. ' Kgl. sænskur hirðljósm. Ingólfsstræti 4. Sími 10297. P.O. Box 819. Ekknasjóður íslands hefur, eins og að undanförnu merkjasölu á sunnudaginn (á morgun). Eins-og flestum er kunnugt, er Ekknasjoður stofnaður 1942 til syrktar ekkjum og börnum þeirra, sem missa sína fyrirvinnu. Sjóðurinn er í umsjá bisk- upsdæmis íslands, og ■stjórn- ar honum 5 manna nf i '1, sem biskupinn er formaður að. Merki verða afhent frá kl. 9 f. h. í Sjálfstæðishúsinu og eru foreldrar beðnir um að leyfa börnum sínum að selja þessi merki og styrkja méð því gott málefni. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.