Vísir - 07.06.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 07.06.1960, Blaðsíða 6
6 V í S I R Þriðjudaginn 7. júní 1960 ftsn D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritgtjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. ' Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 i áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Þrír Islentlingar fórust nýíega á Wii Voru allir ungir menn frá Mikley. ÚlhElitun iistsmaniiafjár. Það hefir eiginlega verið deilu- efni á hverju ári, hvernig til hefir tekizt með úthlutun fjár þess, sem jafnan er ætlað listamönnum á fjárlögum. Oft deila menn um það, hvort fé þetta eigi að vera til þess að verðlauna þá, sem vel hafa gert, eða reyna að gera efni- legum mönnum kleift að • helga sig listiðkun. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort sjónarmiðið eigi frekar að ráða, en bæði eiga nokk- urn rétt á sér. Hér er hinsvegar talin full á- stæða til að gagnrýna harð- lega úthlutunina að þessu sinni, þar sem sumir flokkar listamanna hafa verið alger- lega sniðgengnir, svo að það er bein móðgun við lista- mennina. Á síðasta ári nutu sjö leikarar nokkurs lista- - mannastyrks, flest ungir menn, sem voru og eru að brjótast til frama. Þeir eru allir hundsaðir af úthlutunar- nefndinni núna. Sama máli gegnir um þrjá ágæta tónlist- armenn, þá Árna Kristjáns- son, Björn Ólafsson og Rögn- vald Sigurjónsson. Þetta eru allt menn, sem þekktir eru langt út fyrir landsteinana og hafa borið hróður íslend- inga víða um lönd, þar sem menn kunna að meta góða tónlist. Allir eru þessir menn svívirtir af nefndinni með því. að þeir eru strikaðir út úr hópi þeirra, sem taldir eru viður- kenningar verðir. Svo bætir nefndin gráu ofan á svart með því að segja, að henni hafi í rauninni tekizt miklu betur en öllum öðrum nefnd- um, af því að hún hafi fækk- að flokkunum. Önnur eins fásinna og ósvifni hefir sjald- an sézt ’á prenti. Nefndin gerði nefnilega flest verr en þær, sem verið hafa á undan henni, en hefir ekki mann- dóm til að viðurkenna það. En við góðu er vitanlega ekki að búast, eins og völdum er skipt í nefndinni, því að for- maðurinn mun flestum mönnum fúsari til að gera illt verra en allt annað. Vegtyll- una, formennskuna, hefir hann hlotið hjá kommúnist- unum í nefndinni, og hann er vitanlega fús til að greiða það gjald, sem af honum er krafizt, nefnilega að rétta upp höndina, þegar til þess er ætlazt af honum. Er menn- ingarmálum íslendinga sann- arlega illa komið, þegar mað- ur af þessu tagi er orðinn einskonar æðsti prestur í öllu því, er að listum lýtur. Fer þá að verða hótfyndni að tala um það, hversu framarlega Islendingar standa í menn- ingu og fögrum listum — og þeim, sem hafa raunveru- lega hæfileika í þá átt, er hentast að snúa sér að ein- hverju öðru. Það slys varð í Mikley í Winnipegvatni í Manitoba í Kanada, að þrír Vestur-íslend- ingar fórust af báti í byrjun niaí s.l. Fer frásögn Lögbergs- Heiniskringlu af þessum hörmu- legá atburði hér á eftir, en þetta birtist í blaðinu um miðj- an maí: „Á fimmtudagskvöldi í fyrri viku vildi það átakanlega slys til, að þrír Mikleyingar drukkn- uðu í ósunum milli eyjarinnar og meginlandsins; það voru þeir bræðurnir Brynjólfur og Har- old Jones og Ármann Jónasson, allir á bezta aldursskeiði. Þeir voru að koma frá meginlandinu til eyjarinnar, en vegna þess að ferjan var ekki tekin til starfa, lögðu þeir yfir sundið á smábáti um kvöldið. Þegar þeim seinkaði, var farið að leita þeirra og fannst Harold á föstu- dagsmorguninn örendur í bátn- um, sem var fastur í krapi úti á sundinu. Er talið, að bátnum hafi hvolft, þegar þeir voru að reyna að komast gegnum krap- ið, en að Harold hafi tekizt að rétta hann við og komast upp í hann, en svo ekki þolað vos- búðina og frostið urn nóttina. Leitað var hinna tveggja allan daginn á mörgum bátum, og fundust þeir loks þá um kvöld- ið. Brynjólfur og Harold voru báðir fæddir að Hecla; foreldrar þeirra eru hin mætu hjón Þor- bergur og Anna Jones, sem jafn- an hafa átt heima á Birkilandi í Mikley og hafa alið þar upp sinn stóra og mannvænlega! barnahóp. Auk þeirra lætur; Byrnjólfur eftir sig : eiginkonu i sína, Kristjönu, dóttir Sigurðar og Sigfríðar Johnson, og 6 börn öll á unga aldri, hið yngsta fjög- urra ára og elzta 15 ára, og| heita þau Brynjólfur Jr.,| Wendy, Wanda, Vicky, Bony og Craig. Hann var 42ja ára að aldri og búsettur í Mikley. Har'old var 28 ára, yngstur systkinanna; hann kvæntist Edith Rud 2. apríl síðastl. og syrgir nú hin unga brúður mann sinn. Systkini þeirra bræðra, sem eru á lífi, eru Helgi og Beggi, báðir í Mikley; Marjorie og Ingibjörg Adelaide (Mrs. M. D. Webb), báðar bú- settar í Winnipeg, og Einarínai í Los Angeles og kom hún þeg- ar heim. Ármann Jónasson var 54 ára að aldri. Hann lifa eiginkona hans, Lilja, dóttir Jóhannesar heitins Grímólfssonar og eftir- lifandi konu hans, Guðrúnar að Jónsnesi í Mikley; fimm dætur og einn sonur, og er yngsta barnið átta ára. Þau eru: Ar- lene (Mrs. Thorarinsson í Riv- erton), Liilian og Constance í Winnipeg ög Phyllis, Clifford og Valerie heima. Foreldrar hans voru landnámshjónin Ár- mann og Ósk Jónasson, er lengi bjuggu í ísafoldar-byggð. Eftir-- lifandi bræður hans eru: Tómas, ^ Alex í Verboten, Manitoba, Ármann í Riverton og Lárus í Prince Rupert, B.C. Ein systir, Rakel (Mrs. Geellatly) í Winni- peg. Ármann heitinn átti heima að Jónsnesi í Mikley. Með hinu sviplega fráfalli þessara manna er nú þungur harmur kveðinn að fjölskyldum þeirra og frændaliði. Þeir stunduðu allir fiskiveiðar á Winnipegvatni og voru vaskir vatnamenn, vinsælir og drengir góðir; mun þeirra sárt saknað af öllum eyjarbúum. Útförin var gerð frá Mikley- arkirkju á miðvikudaginn 11. maí, kl. 2. Jarðsett var í grafreit byggðarinnar.“ SIGRUftl SVEIIMSSOINi löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í þýzku. Melhaga 16, sími 1-28-25. INNHEIMTA LÖöFRÆQl'STÖKF Málflutningsskrifstofa MAGNÚS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. Sími 1-1875. Ný togveiðiaðferi fuQreymL Hermann og lamfheígin. Þjóðvcrjar framlciða nýja, auðvclda gerð fognda. Hermann Jónasson ritar grein í Tímann á laugardaginn og heitir á íslendinga að halda vöku sinni í landhelgismál- inu, því að þeir atburðir muni gerast á næstunni, sem geri þetta nauðsynlegt. Vegna þessarra varnaðarorða hljóta menn að hugleiða, hversu vel þessi sami maður hefir haldið vöku sinni í þessu máli, og í hvers þágu hann hefir barizt, þegar hon- um hefir þótt nauðsyn að grípa til vopna. Ekki skal að þessu sinni rifjað upp það, sem gerðist í stjórn- artíð Hermanns Jónassonar, þegar fiskveiðilögsagan var stækkuð, en rétt er að athuga nokkuð síðasta feril þessa uppgjafaforingja — nefni- lega vöku hans úti í Genf í vor. Þar tóku menn fljótlega eftir því, að Lúðvík Jóseps- son mótaði afstöðu sína til allra tillagna eftir því, sem járntjaldsríkjunum fannst heppilegast. Var þetta því líkast, að Lúðvík væri full- trúi þeirra en ekki íslenzks stjórnmálaflokks, eins og hann var talinn. En þetta var í rauninni ofur eðlilegt, því að kommúnistaflokkur- inn hér er aðeins grein af meiði heimskommúnismans. Hitt vakti öllu meiri furðu, að Hermann Jónasson sneið stefnu sína eftir viðbrögðum Lúðvíks Jósepssonar og gerð- ist auðsveipur þjónn hans. Og auðsveipni hans var ekki stundarfyrirbæri suður i Genf. Hennar gætir enn, því að þegar Þjóðviljinn vill af- sanna ummæli varðandi hegðan Lúðvíks Jóespssonar, lætur hann bara Hermann vitna. Þetta má nú kalla að kippa í spotta! Eftir margra ára tilraunir hefur loks tekizt að búa til tog- net, sem verða bæði ódýrari og auðveldari í meðförum sök- um ýmissa tæknilegra endur- bóta. Aðalkosturinn víð þessi nýju net er sá, að ekki þarf nema einn bát til að nota þau, en áður var nauðsynlegt að nota tvo báta við togveiðar og höfðu þeir netið á milli sín. Hin nýju tognet eru ætluð til veiða á meðaldýpi og eru búin hljóðmælum sem gefa til kynna hvar fiskitorfurnar eru. Loks er mjög auðvelt að hækka þau og lækka i sjónum. Hin nýju tognet eru úr næl- oni. Tilraunirnar með þau hafa einkum verið gerðar af neta- og efnarannsóknastofnuninni í Hamborg á vegum þýzka mat- væla- og landbúnaðavráðuneyt- isins, og yfirumsjón með tilraun unum hafði netasérfræðingur- inn dr. Joachim Schárfe, sem einnig starfar fyrir fiskveiða- deild Matvæla- og landbúnaðar- stofnun S.Þ. (FAO). Fyrir Þjóðverjum vakti í öndverðu að finna ódýra aðferð til að veiða síld og svipaðar fisktegundir á meðaldýpi, þar sem djúphafstognetum varð ekki komið við. Ætlunin var fvrst og fremst að fullnægja þöifum minni togara, sem eru of litlir til að sækja miðin við Grænland, Nýfundnaland og Labrador, Auk þess var að því stefnt að lengja síldarvertíðina, þannig að hægt yrði að stunda síldveiðar árið um kring. Hin nýju net hafa nú verið viðurkennd til fiskveiða á með- aldýpi, og kunnugir telja að bau muni ekki aðeins hafa í för með sér einfaldari vinnu- brögð, heldur og aukinn afla og auknar tekjur. (Frá S. þ.) Málflutningsskrifstofa Páll S. Pákson, hrl. Bankastræti 7, simi 24-200. Húseigendafélag Reykfavíkur REM0 EKKI í RÚMIN0!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.