Vísir - 14.06.1960, Side 4

Vísir - 14.06.1960, Side 4
V I S I?R Þriðjudaginn 14. júní 1960 'wts m DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Etns og einn flokkur. Mikið er um það talað, að Fram- sókn og kommúnistar séu að verða eins og einn flokkur. „Það er nú ekki rétt“, sagði framsóknarmaður einn hér á dögunum, „þetta er bara samhent stjórnarandstaða“. Mátti greinilega merkja á svip hans og málhreim, að honum þótti hún óþarflega samhent. Þáð er orðið mörgum gætnari mönnum í Framsóknar- flokknum mikið áhyggju- efni, hve forráðamenn flokksins leggja sig í líma til þess að þóknast kommún- istum í einu og öllu. Sam- stillingin, sem framsóknar- maðurinn talaði um, er öll á þá sveif, að ræðumenn og málgögn Framsóknarflokks- ins haga áróðri sínum eftir því sem kommúnistum er þóknanlegast. Oft mætti halda, að Timinn væri „kálf- ur“. Þjóðviljans, en ekki að- aimálgagn sjálfstæðs stjórn- málaflokks’ Og svo vandlega er þess gætt að móðga ekki Moskvu-lýðinn, að forráða- menn Tímans veigra sér við að birta fréttir, bæði innlend- ar og útlendar, sem ætla má að kommúnistum sé illa við. Er skemmst að minnast, þegar rússneska njósnarskipið var að snuðra í námunda við rat- sjárstöðvarnar á Straumnes- fjalli og Snæfellsnesi. Slíkt hefði einhvern tíma þótt efni i frétt hjá Tímanum; en nú þótti ekki taka að segja frá því! Eins og öll þjóðin veit, náði þessi „samhenta stjórnar- andstaða“ hámarki í Genf, þegar formaður Framsóknar- flokksins sagði skilið við fulltrúa hinna lýðræðisflokk- anna, til þess að þóknast kommúnistum. Er það áreið- anlega einsdæmi, að formað- ur lýðræðisflokks hafi gerzt sekur um slík svik við þjóð sína og flokk sinn. Enginn efi er á því, að þessi afstaða Hermanns Jónasson- ar var andstæð vilja mikils meiri hluta íslenzku þjóðar- innar, þar á meðal hans eig- in flokksmanna, enda treysti Eysteinn Jónsson sér ekki til þess að verja gerðir hans, fyrst í stað, og hefir honum þó ekki að jafnaði hrosið hugur við að verja vafasam- an málstað, ef á hefir þurft að halda. Það hefir löngum verið beztu mönnum Framsóknarflokks- ins áhyggjuefni, hve sterk itök kommúnistar hafa alltaf haft í flokknum. Hefir þetta ekki hvað sízt komið fram í skrifum Tímans, sem um langt skeið var líkastur því, að hann væri bæði málgagn kommúnista' og -ihaldssamt lýðræðisblað, þangað til nú, að hann hefir allur verið tek- inn í þjónustu niðurrifsafl- anna. Hér skal engu spáð um það, hve lengi meiri hluti fram- sóknarmanna fellir sig við stefnu, sem þeir eru andvíg- ir, en ætla verður að þolin- mæði þeirra séu einhver tak- mörk sett. Richard Beck kominn heim. Yerður hér sumarlangt í boði viiía. Af hverju ffýr fóikið ? Þeir sem trúa áróðri kommún- ista um velsældina fyrir austan járntjaldið, ættu að hugleiða hvernig á því muni standa, að fólk er alltaf að flýja þaðan vestur á bóginn, til „auðvaldsríkjanna“, sem kommúnistar kalla. Þessi flótti hefir staðið yfir siðan styrjöldinni lauk, eða sl. 15 ár, og honum virðist aldrei ætla að linna. Eitt af mestu vandamálum lýðræðisríkj- anna hefir verið að taka við þessu fólki og hjálpa því til að festa rætur í nýju um- hverfi. í aprílmánuði s.l. flýðu yfir 17 þúsund manns frá Austur- Þýzkalandi, og fyrstu fjóra mánuði ársins er flótinn það- an vestur ýfir landamærin milli 12 og 13 þúsund manns á mánuði að meðaltali. Hitt [ ■ má heita ■ viðburður, ef þess heyrist getið, að maður frá Vesturlöndum leiti austur fyrir tjald. Eitthvað hlýtur að vera bogið við þjóðskipulagið þar eystra fyrst svona margir flýja það- an. Það gerir enginn að gamni sínu að yfirgefa ætt- • jörð sína, ættingja og vini, og eiga auk þess á hættu að týna lífinu, ef flóttatilraun- in mistekst. Þótt kommúnistar í vestrænum löndum hafi allt á liornum sér, fordæmi þjóðskipulagið, j kalli þá sem með völdin fara öllum illum nöfnum, heyrist þess sjaldan getið, að komm-j únisti, sem búsettur er vest- an járntjalds, flytji austur fyrir. Þetta mundi þó vera auðsótt mál fyrir þá, þeir þyrtfu ekki að flýja, ríkis- valdið leggur engan stein í götu.þeirra og almenningur Richard Beck prófessor og forseti Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi, er kominn til landsins í boði margra vina og verður hér fram eftir sumri. í gær ræddi hann við frétta- menn og voru tveir aðalfor- göngumenn þeirra, sem staðið hafa að boðinu, þeir Árni Bjarn arson útgefandi og Árni Jóns- son stórkaupm., en hinn þriðji í móttökunefnd er Unnsteinn Beck tollgæzlustjói'i. Árni Bjarnai'son sagði frá aðdrag- anda heimboðsins og lét þess getið, að enn gætu þeir vinir prófessorsins, sem vilja, gerzt þátttakendur í heimboðinu. Varla væri nokkur þessa boðs svo maklegur sem Richard Beck, þegar litið væri á allt það, sem hann hefði á sig lagt sem útvörður íslenzks þjóðernis í Vesturheimi. Pi'ófessor Beck lét í ljós mik- inn fögnuð yfir því að vera kominn hingað og bað blöðin að flytja öllum þeim mörgu þakkir, sem boðið hefðu honum heim nú og einnig þeim mörgu, er gerzt hefðu honum og konu hans (sem enú er látin) Íslands- dvölina fyrir 6 árum ógleyman- lega. „Hér á ég andlega heima“ sagði prófessordnn, „það eru djúpar rætur íslendingsins og slitna ekki þótt hann sé lang- dvölum fjarri ættlandinu, og „rótarslitinn visnar vísir“ eins og skáldið kvað. Eg á 40 ára stúdentsafmæld á þessu ári, og mér er ósegjanleg ánægja að geta haldið upp á það hér. Sem forseti Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi flyt ég ótelj- andi kveðjur frá þúsundum ís- lendinga vestra, og ég vonast til að geta þann tíma, sem ég er hér, unnið að því að ti'eysta böndin milli landa vestan og austan hafs.“ Prófessordnn kvað þó enn ó- trúlega seiglu og áhuga vera meðal landa í þéttbýlustu bygð- um þeirra vestra. Á fundum og samkomum á ársþingi Þjóð- ræknisfélagsins væru daglega 150—300 gestir meða'n það stæði yfir. Nýlega kvaðst pró- fessoi'inn hafa verdð á 50 ára af- mælisþingi Félags norrænna fræða í Ameríku, en það var haldið í Chicago-háskóla. Þar voru flutt 15 érindi, þar af 5 um íslenzk efni. Þetta væri gleði- legur vottur um það, hve tekizt hefði að gera íslenzkum mál- efnum hátt undir höfði meðal stórþjóða. Á þingi þessu flutti j dr. Beck erindi um Gunnar Gunnarsson og Loftur Bjarna- j son málfræðingur annað um Halldór Kiljan Laxness. Dr. Beck minntist og á heim- sókn Sigurbjarnar Einarssonar biskups vestur um haf á dögun- um í tilefní af afmæli íslenzku kirkjunnar vestra og kvað hana þýðingarmikla fyrir isí. Þjóð- ræknina vestra. Eins og áður segir, verður Richard Beck hér heima sumai’- langt að þessu sinni, hér í Rvik út þennan mánuð. Þá skreppur hann norður í land, enda hafa Grímseyingar boðið honum út í eyna, og fær hann þá tækifæi’i til að fara á skak, enda hafði liann verið sjómaður um nokk- ur ár áður en hann forframað- ist í Vesturheimi og tók upp sina miklu þjóðernisbaráttu þar. Einnig skreppur hann til Vestfjarða. í næsta mánuði fer prófessorinn í 2ja vikna ferð til Noregs, kemur síðan heim aft- ur. Þá ferðast hann norður og í átthaga sína á Austurlandi, en fer síðan um Suðurland, og vei'ða þeir víst ótaldir fyrdrlestr arnir, sem hann á eftir að halda hér, enda er hann mælskumað- ur, sem frægt er, og skipta er- indi hans oi’ðið þúsundum. Nú eru liðin 39 ár síðan hann flutt- ist til Vestui'heims, en prófes- sor og deildarforseti nor- rænna fræða við ríkisháskól- ann í Norður-Dakota hefur 1 hann verið í 30 ár. Grásteppan er aðal-tekjuliiAdcn. Hrognin söliiið til litfliitiiings. / Ein aðalútflutningsvara Hús- víkinga er grásleppuhrogn, og verða fluttar út um 1000 tunn- ur af söltuðum hrognum. Verð- mæti þessarar vöru mun vera nálægt 2V2 milljón króna. Mikið magn veiddist af grá- sleppu á Skjálfanda í ár, og' voru lögð grásleppunet með- fram öllu Tjörnesi, allt frá Mán- á og inn áð Saltvík. Mikil grá- sleppuveiði var einnig í Flatey, og segja bændur þar að grá- biður þá vel fara. Þess ei’u meira að segja dæmi, að efnt hafi verið til samskota handa einum, en hann fór ekki að helduj! , sleppuvedðin gefi þeim helm- ing ái'stekna sinna. Útvegsbændur tóku til að hyggja að netum sínum þegar í janúar, og að undirbúa sig fyr- ir veiðitímann. Þegar í xnarz fóru þeir að veiða grásleppuna. Hrognin er það eina, sem hirt er, en fiskui'dnn og slorið keyrt á mela fyrir ofan bæinn og notað þar til ábui'ðar, og hefur mikið land verið grætt upp á þennan hátt. Verð á grásleppuhrognum er mjög gott. Það var kr. 4.85 í fyrra, en 11—12 krónur í ár. Hrognin eru seld erlendis sem „Kavíar“ eða styrkjuhrogn, og þykir mesta lostæti. Skenuntileg nýjung á kvikmyndasýningiun. Sá, er þessar línur ritar, fór laust fyrir síðustu helgi í Tjarn- arbíó til þes að sjá Sophiu Lor- en og Anthony Quinn í mjög rómaðri kvikmynd, sem nefnist „Svarta blómið“ (The black orchid), og er það ekki ætlunin að geta hennar sérstaklega i þessum dálki, heldur vildi ég vekja athygli á kvikmynd — aukamynd — sem einnig var sýnd, sem mun vera nýjung hér, en hún er úr flokki mynda, sem eru eins konar svipmyndir úr. Lundúnalífinu. Þarná hafði vei'- ið farið með kvikmyndatökuvél- arnar inn á „tesjoppur" og „kaffi bara“, t. d. þar sem listamenn og listamannsefni venja komur sínar, og hafa sums staðar skreytt veggi með listaverkum, og eru sum annarleg mjög, en ósagt skal látið hvort þessi lista- verk — ef til vill verðandi meist- ara — fá að skreyta veggina nema um stundarsakir. Til gam- ans má geta þess, að eigandi einnar kaffistofunnar bendir á eitt listaverkanna, og segir: ,,Eg hefði nú heldur viljað fá pen- ingana“. — Listamaðurinn hafði sem sé ekki átt fyrir te — eða kaffisopanum, og greitt fyrir hann með því að mála abstrakt- mynd á vegginn. — Eg hlakka til að s-já fleiri myndir úr þess- um flokki — viða mun borið niður — og oft á stöðum, sem áreiðanlega myndu fara fram hjá manni, t. d. ef maður væri á ferð í Londun. Fréttamyndir. Úr þvi út i það er farið, að ræðu um aukamyndir, skal minnt á það enn einu sinni, hve góðar fréttmyndir eru vinsælar, og það er nánast- furðulegt, að kvikmyndahúsin skuli.ekki alltaf þegar sýndar eru nýjar frétta- myndir, geta þess í auglýsingum, svo og ef aðrar aukamyndir eru sýndar, sem liklegar eru til að efla vinsældir hlutaðeigandi kvikmyndahúss. Það þarf að gilda nútíma sjónarmið um svona hluti. Vara, sem er vel og rétt auglýst selst, sé hún fram- bærileg og menn þarfnast henn- ar. Sama gildir um kvikmyndir og annað skemmti- og fróðleiks- efni. Þær fullnægja líka þörf — þörf manna til að skemmta eða fræðast. Af fyrstu auglýsingu nýrrar frambærilegrar kvik- myndar, leikrits o. s. frv., eiga menn að geta fengið annað og meira að vita en nafn myndar eða leikrits og nöfn leikara og sýningartíma. Eftir á komi svo umsagnir blaða og „raddir á- horfenda eða áheyrenda" ef svo ber undir. — 1. Eisenhower - Frh. af 1. síðu. formaður Stúdentafélagsins í Tokio segist ekki geta á- byrgzt öryggi Eisenhowers, né heldur Hiroliito keisara. Húsrannsókn. Lögreglan í Tokio gerði hús- ! rannsókn í höfuðstöð stúdenta í Háskólanum í gær og leitaði gagna, sem kynnu að leiða eitt- hvað í Ijós um þátttöku stúd- enta í uppþotinu, sem varð við komu Hagertys. Stúdentar grýttu lögregluna og meiddust tuttugu. í stálverksmiðju var einnig gerð húsrannsónk og 4 menn handteknir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.