Vísir - 14.06.1960, Síða 7
Þriðjudaginn 14. júní 1960
TfSIB
P?
7
SUZAN MAftSN
FJÁRHALDSMADURINN
STIANCI
19
— Vitanlega ekki Judy, sagði hann. — Og þú verður að muna
að ég vil giftast þér. Ég skipti ekki skoðun, en mig langar að þú
gerir það. Svo bætti hann við: — Mér "finnst að þú ættir að
segja Símoni það. Mig langar til að hann viti þetta. Annars get
ég sagt honum það sjálfur, þegar ég hitti hann næst.... Hvernig
væri annars að fá sér matarbita eftir alla geðshræringuna? Þú
mátt ekki vera svona áhyggjufull.
— Ég er áhyggjufull, sagði hún. — Það er svo skelfing erfitt
að vita ekki hvað maður vill.
— Gefðu þér umhugsunarfrest, sagði hann. — Við höfum
timann fyrir okkur. Hann horfði á hana. — En lofaðu að segja
mér frá, ef einhver annar kemur....
— Því skal ég lofa, sagði hún.
Það var farið að skyggja er þau komu til Gragmere.
— Ég kem ekki með þér inn, Judy, en ég síma á morgun.
Hún hrökk við er Símon kom fram í forsalhm úr bókastofunni.
— Hvers vegna kom Graham ekki inn? spurði hann. — Ef það
hefur þá verði Graham....
Það fór hrollur um Judy. Undir eins og hún heyrði röddina
varð hún ofsareið.
— Hvers vegna laugstu að mér, Judy? spurði hann bitur.
Hún rak upp hræðsluvein og sótroðnaði.
— Ég hélt að þú, öllum öðrum fremur, teldir þig of góða til
þess, hélt hann áfram.
— Þú neyðir fólk til að Ijúga að þér, svaraði hún þrá. — Þú
mátt sjálfum þér um kenna. Þú þolir ekki að ég fari út með
Tom, og hefur gert allt hugsanlegt til að hindra það.
— Það er ekki satt! þrumaði Símon.
— Ég held að það sé satt — og ef þú vissir hve ég fyrirlít þig
fyrir það! sagði hún. — Fyrir að reyna að eitra hug minn gegn
honum!
Símon hlustaði á hana með örvæntingarkennd.
— Engan barnaskap, sagði hann stutt, — og hugmyndin að
því að ljúga að mér i dag — var hún þín eða hans?
Tom, sem var að koma niður stigann, svaraði fyrir hana:
— Það var mín hugmynd, ef þú vilt endilega vita það. Svo
bróður nefnilega á, að við Judy erum orðin leið á að vera leik-
brúður og sprikla eftir þínum geðþótta. Ef þú hefur eitthvað
meira að segja, sting ég upp á að þú segir það við mig. Bendlaðu
Judy ekki við þetta.
— Ég geri ráð fyrir að þú hafir elí mig til að njósna um mig,
sagði Judy ofsafengin. — Hvemig gastu annars vitað, að það var
Tom, sem ég hitti?
Símon leit á þau til skiptis — hann var fölur og þreytulegur.
Ég hitti Peggy Bates í bænum, sagði hann dræmt. — Og hún
sagðist hafa hitt ykkur saman. Það var ekkert merkilegt, þegar
á það er litið að hún er svo kunnug þér, Tom.
Tom sneri sér snöggt að honum. — Eg neita að ræða einkamál
mín við þig, sagði hann og strunsaði út.
Judy starði í öngum sínum á eftir honum. Hvers vegna fór
hann allt í einu og skildi hana eina eftir hjá Simoni? Hún rak
upp óp, hljóp að stiganum en varð fótaskortur og datt. Og lá
kyrr á gólfinu.
Símon var kominn til hennar að vörum spori. Höfuð hennar
hallaðist að öxlinni á honum, og rödd hans var viðkvæm, er hann
nefndi nafn hennar hvað eftir annað. Hann sá að hún var í
yfirliði og lyfti henni varlegá og lagði hana á sófa inni i bóka-
stofunni.
— Elska mín! hvíslaði hann og varir hans snert.u kinn hennar
sem snöggvast. Svo náði hann i koníaksglas, tók um herðar henn
ar og tókst að koma nokkrum dropum ofan 'í hana. Hún titraði,
sneri sér og þrýsti sér að honum, með lokuð augun
— Judy, elskan mín, muldraði hann skjálfraddaður.
Hún dró hann fast að sér og á þessu hamingjuaugnabliki heyrði
hann hana hvísla: — Tom.... Tom....
Svo opnaði hún augun og starði forviða á hann. Hann stóð
þegar upp.
— Því miður er ég ekki Tom, sagði hann ógreinilega, — en ég
get sótt hann, ef þú villt.
Judy reyndi að komast út úr skuggunum. Einhver hafði hvíslað
nafnið hennar — eða hafði hana dreymt það? Einhver hafði
sagt: — Judy, elskan min!
Hún reyndi að standa upp. — Þetta er betra núna.
Hún horfði á hann og hjartað barðist. Ekki gat Simon hafa
sagt það? Ekki hann, með þeta steingerða, harða andlit....
Hana hlaut að hafa dreymt þetta....
— Ég hef víst misstigið mig, sagði hún dauflega.
— Liggðu kyrr, sagði hann. Kannske þú viljir meira koníak?
— Varst það þú, sem gafst mér koníak áðan?
Hann leit undan. — Já.
— Og sem barst mig hingað inn?
— Já, það var ég. Hvers vegna spyrðu að því?
— Það er sama, sagði Judy og andvarpaði. — Þakka þér fyrir.
— Ekki gat ég látið þig liggja á gólfinu, sagði hann þurr.
Hún vissi ekki hvers vegna hún spurði állt í einu: — Fyrirlítur
þú mig Símon?
Augu þeirra mættust eina sekúndu. Svo svaraði hann:
— Ég treysti þér — ég skil ekki að þú gast logið.
u
Hún var of máttfarin til að berjast við hann: — Ég skil, sagði
hún bara.
— Geturðu ekki skýrt fyrir mér hvers vegna þú gerðir það?
— Vegna þess að þú ert tortrygginn, ranglátur og ferst lítil-
mannlega við Tom.
— Er það hann, sem segir þér það, eða finnst þér að þú hafir
orðið þess vör sjálf?
— Bæði og. Mér finnst það bein móðgun við liann hvemig þú
ferð með mig.
— Ég get ómögulega beðið afsökunar á þvi að ég hef gát á
þér, Judy, sagði hann stutt. — Ef þú vildir aðeins hlusta á mig....
— Ég vil ekki hlusta á eitt misjafnt orð um Tom, tók hún frain
í með ákefð.
Tom er sérlega heppinn að eiga svona ötulan samherja, sagöi
hann. Ég öfunda hann af því.
Judy reyndi að standa upp, og Símon ætlaði að styðja hana.
— Þú þarft sýnilega engan samherja, sagði hún fálega. — Þú
bjargar þér af eigin rammleik.
fi
KVÖLDVÖKUNNI
— Pabbi, hvað er leikari?
spurði drengurinn.
Leikari er maður, drengur
minn, sem getur gengið út til
hliðar á leiksviðinu, sér þar hóp
af öðrum leikurum, sem bíða
eftir inngönguorði sínu, hóp af
leiðum hjálparmönnum leik-
hússins og alls konar rusl, sem
tilheyrir leikhúsinu og ségir
svo: — En hvað útsjónin frá
þessum glugga er yndisleg!
★
Hann var einn af þessum gam-
aldags blökkumönnum. Hann
hafði nú lokið því starfi, sem
hann var ráðinn til að gera og
var nú með hattinn í hendinni
við bakdyrnar.
— Hversu mikið skulda eg
yður? var hann spurður,
— Þér segið hversu mikið,
Bara það, sem þér segið, missus.
— En eg vildi heldur að þér
segðuð hversu mikið þér vilduo
fá, sagði frúin í húsinu.
— Já, frú. En frú, eg vil
heldur hafa þau 75 cent sem þér
gefið mér en þau 50 cent, sem
eg set sjálfur upp.
*
Ferðamaður hafði stanzað bíl
sinn í Suðurríkjum .Bandaríkj-
anna, hann þurfti að skipta á
dekki.
— Eg býst við því, sag'ði
hann við mann sem var íbúi
þarna, — að jafnvel á svona af-
skekktum stað hafi nauðsynjar
hækkað mikið í verði?
— Já, þetta er rétt athugað,
Hann tók fastar lun handlegg hennar. — Tilfinningarnar geta ( saS^^ maðurinn. En það sem
gert manni óleik, Judy. Láttu ekki andúðina gegn mér rugla
dómgreind þína. Einhverntíma skilurðu kannske að....
Hann sleppti henni, sneri sér frá henni og skundaöi út úr
stofunni.
Judy hallaði sér á sófann aftur og þar kom Tom að henni
skömmu síðar. Hún var mjög hugsandi.
— Símon sagði að þú hefðir verið að spyrja éftir mér, sagði
hann.
— Ég missteig mig og datt, muldraði hún.
Veslings, elskan.... og þa, mun Símon hafa fundist mátulegt
á þig. Hann er fulltrúi réttlætisinsí í öllu tilliti. Ég hefði haft
löngun til að drepa hann, fyrir það hvernig hann var við þig
í kvöld.
revrrTYiynv
Kveikjaralögurinn vinsæli fæst nú í flestum
verzlunum, sem selja tóbaksvörur.
Heildsölubirgðir:
OLÍUSALAN H.F
Sími 17975/6. P,
R. Burroughs
A TEKROK.IZEP
SCKE.AM LE? THE AFE-MAN TOA
ITSSOUKCE.
- TARZAM -
3581
Þegar Tarzan heyrði ang-
istarúpið hljóp 'nann á hljóð-
maður fær er ekki drekkandi.
DRENGJA leðurúlpa tap-
aðist. Vinsamlegast hringið í
síma 32625.(631
KVENVESKI. tapaðist frá
Hljómskálagarði að Mikla-
torgi. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 23496. Fundar-
laun. (613
ÞRÓTTUR. — Æfing á
morgun á háskóíavellinum
kl. 7.15 fyrir 5 fl. og kl. 8.15
fyrir 3. og 4. flokk.__(673
ið. Hann kom brátt þar að
sem grimmt Ljón í vlgahug
var að læðast að bráð. Hann
varð undrandi er hann sá að
bráðin var ungur drengur
frávita af hræðslu.
K. R. MÓTIÐ. — Frjáls-
íþróttamót K. R. fer fram á
íþróttaleikvanginum í Laug-
ardal miðvikudaginn 22. og
fimmtudaignn 23. júní nk.
Keppt verður í eftirtöldum
greinum: 22. júní: 200 m.
hlaup, 800 m. hlaúp, 3000 m.
hlaup, 400 m. grindahlaup,
4X100 m. boðlrlaup, 100 m.
hlaup kvenna, kringlultast,
sleggjukast, hástökk og þri1-
stökk. — 23. júní: 100 m.
hltup, 400 m. hlaup, 1500 m.
hlaup, 110 m. grindahlciup,
100 m. hlaup sveina, 1000
m. boðhlaup, kúluvarp, §jot-
kast, langstökk, stangar-
stökk. — Þáttta'ka' tilkynhíst
til Sigurðar : tíjöinssonar,
form. Frjálsíþróttadéiidar
K. R., Tómasárhagá 41. fýrir
13 júní nk. — Ffjálsíþrótta-
deild K. R. (688