Vísir


Vísir - 02.08.1960, Qupperneq 3

Vísir - 02.08.1960, Qupperneq 3
Þriðjudaginn 2. ágúst 1960 VlSIB 3 Þegar ég fyrst kom til Glaci- er National Park, Montana, datt mér ekki í hug, að í nágrenninu byggju nokkrir íslendingar, sem ég ætti eftir að hitta og kynnast. Ég hafði verið nokkra daga á Many Glacier Hotel, þegar einn af vinnufélögum mínum kom til mín og spurði mig, hvort ég væri raunverulega frá íslandi. Ég kvað já við því, og sagði hann mér þá, að hann hefði unnið hjá nokkrum ís- lendingum fyrir tveimur árum, og bjuggu þeir um 100 mílur frá Glacier Park. Ég bað hann und- ir eins að láta mig fá heimilis- fang þeirra og nöfn svo ég gæti skrifað til þeirra og tilkynnt þeim um veru mína þarna í ná- grenninu. Stöllum mínum á hót- elinu fannst þetta nokkuð bí- ræfið, þar sem ég þekkti ekkert til fólksins, en ég sagði þeim, að meðal íslendinga erlendis ríkti mikil vinátta og gestrisni. Við vorum velkomnar. Það kom upp úr kafinu, að íslendingarnir voru Sigríður Jónsdóttir Hjartarson og Garð- ar Hjartarson maður hennar. Ég skrifaði þeim nú bréf þar sem ég tjáði þeim, að ég væri stödd í Montana og mig langaði mikið til þess að fá tækifæri til þess að koma og sjá þau ein- hvern frídaginn minn. Ég sagði þeim einnig, að stöllur mínar tvær og ég hefðum í huga að „ferðast á puttunum“ og spurði svo, hvort í lagi væri, að við kæmum við hjá þeim. Ekki liðu nema þrír dagar þar til er ég fékk svar frá Sigríði. Sagði hún, að við værum velkomnar hve- nær sem væri, en spurði, hvort við vildum ekki, að þau hjónin kæmu og sæktu okkur, svo ekki þyrftum við að standa í að „ferðast á puttunum". Vinkonur mínar urðu nú enn meira undrandi, þegar þær heyrðu, að þetta fólk, sem ég þekkti ekkert hafði boðizt til að sækja okkur alla leið til hót- elsins. Ég skrifaði aftur og þakkaði gott boð, og dagurinn var ákveðinn. Ekið um Jökla- þjóðgarðinn. Þegar ég kom úr vinnunni til- settan dag, beið bíll fyrir utan heimavistina. í bílnum sátu maður og kona. Ég gekk til þeirra og spurði, hvort þau væru frá íslandi, og reyndist svo vera. Sigríður og Garðar buðu okkur nú að taka stóran krók á okkur á leiðinni til heimilis þeirra, svo við gætum ekið í gegn um hluta af Þjóðgarðin- um, en náttúrufegurð er þar með afbrigðum mikil. Þegar ekið er gegnum Logan skarðið á „Going-to-the-Sun Highway“ (Á-leið-til-sólarinn- ar-þjóðvegi), sér maður, ef vel er að gáð, lítinn fjallstind, sem er næstum hulinn af öðrum stærri tind, er nefnist Triple Divide. Frá þessum tindi renna þrjár ár, og hafa þær það til síns ágætis, að þær renna hver í sitt hafið. Árnar eru Missouri- áin, sem verður að Mississippi- ánni og rennur í Mexíkóflóa, Columbia-áin, sem rennur í Kyrrahafið og síðast St. Mary- áin, sem rennur út í Hudson flóann. Dýralíf er mikið í Þjóðgarð- inum, enda er þar öll veiði bönnuð. Þrír skógarbirnir urðu reyndar á leið okkar. Voru þeir á göngu um þjóðveginn, eins og Jón og Anika ásamt Kathy sonardóttur sinni og tíkinni „Stúlku“. að í þeirri sveit væri ekki siður lönnun, sem þau þyrftu með. að nefna bæi nöfnum, heldur gengju þeir undir nöfnum eig- endanna, í þessu tilfelli Hjart- arsons. Á heimili þeirra Sigríðar og Jón sagði, að þetta hefði verið nokkuð erfitt fyrir föður sinn, þar eð hann talaði ekki orð í ensku og skildi ekki mikið á þessum tíma. Fríða Björnsdóttir: ISLENZKUM LANDNEMUM þeir ættu þar heima. Fólki er ráðlagt að skipta sér ekki af þessum viltu dýrum sérstak- lega, þar sem þau eru orðin mönnum vön, og gerir fólk sér því ekki grein fyrir, hversu hættuleg þau geta verið. Ekki siður að nefna bæina nöfnum. Eftir nokkurra klukkustunda akstur komum við að bæ þeirra hjóna, sem er skammt frá Eth- ridge, Montana. Þegar ég spurði hvað bærinn héti, tjáðu þau mér í fremri röð: Doreen, Marie, Evelyn, Jón Marleen. f efri röð: Sigríður, Garðar, Guðrún og Rósa. Garðars biðu okkar nú börn þeirra fimm, Marie, Doreen,' Evelyn, Jón og Marleen og svo móðir Sigríðar, Guðrún Ásgeirs- son. Guðrún kom til Montana fyrir um fjórum árum og hefur, síðan dvalist að mestu leyti hjá dóttur sinni. I Eftir myndarlegan kvöldverð eyddum við kvöldinu í að skoða myndabækur að heiman og rifja upp gamlar minningar frá fyrxú dögum. Á stríðsárunum var Garðar liðsforingi í sjóhernum, og hafði hann sótt um að verða sendur til íslands. Hann fékk ósk sína uppfyllta og dvaldist þar um nokkurra ára skeið. Þar kynntist hann konu sinni Sig- ríði, en hún hefur nú verið í Bandaríkjunum síðan 1945. 1 Jón og Anika. | Garðar sagði mér, að einn aí nágrönnum hans væri íslend- ingur að ætt. Þegar ég lót í ljós löngun til þess að sjá hann og ræða við hann bauðst hann til þess að taka mig þangað næsta dag. j Næsta morgun fórum við svo að hitta þennan íslending, en hann er Jón Sigurðsson, 82 ára að aldri. Jón kvaðst vera fædd- ur í Bandarík(junum. Foreldrar hans, sem voru Jón Sigui'ðsson og Sigríður Magnúsdóttir komu til Bandaríkjanna 1882, og í lest inni fyrir utan Boston ól Sig- ríður barn, og var það Jón. —. Faðir hans varð nú að koma konu sinni og nýfæddum syni á sjúkrahús og sjá svo um, að, hin börn hans fengju þá um-l Aðspurður sagði Jón, að for- eldrar hans hefðu verið af Aust- urlandi, frá Finnsstöðum, og hefði Seyðisfjöi'ður verið kaup- staðurinn. f uppvextinum læi'ði Jón látið annað en íslenzku, þar sem foreldrar hans töluðu alla tíð það mál. Nágrannarnir voru Englendingur og Norðmaður, en hann skildu þá nokkuð vel. Jón er kvæntur Aniku Jens- dóttur, sem kom til Bandaríkj- anna, þegar hún var sjö ára. Hún er dóttir Jens Þorgeirsson- ar og Helgu konu hans, og voru þau úr Laxá.rdal í Dalasýslu. Það eina, sem Anika segist muna eftir frá íslandi, var, þeg- ar hún fór frá Stykkishólmi, á leiðinni til Bandai'íkjanna. Anika og Jón fluttu til Mon- tana um 1912 og settust þar að. Nú búa þau á heimili sonar síns og konu hans, sem er af þýzkum ættum. Þau Jón og Anika tala bæði góða íslenzku, en Jón sagði, að nokkuð myndi hún nú vera takmörkuð, sem skiljanlegt er, þar sem þau hafa verið svo langt frá heimaiandinu í öll þéssi ár. Eitt þótti mér skemmtilegt að heyra, að enn nota þau orð eins og „molasopi“ og annað því um líkt, sem ekki er gott að þýða á ensku, og sömuleiðis drekka þau enn molasopa að áslenzkum hætti. Akrariiir eins og rönd- ótt ábreiða. Eftir að hafa kvatt alla á bæ Sigurðsson’s, héldum við til að hitta Rósu, móður Garðars, en hún býr á sömu jörð og hann, en í öðru húsi. Rósa vildi að við kæmum aftur eftir hádegi og þægjum þá kleinur og jóla- bi'auð, sem hún hefði verið að‘ baka. Okkur fannst þetta þjóð- ráð og kvöddum því að sinni. Eftir hádegi fórum við í öku- ferð um nágrennið til þess að kynnast staðháttum sem bezt. Garðar og Hjörtur bróðir hans, sem býr með honum á jörðinní eiga mikið land. Þeir rækta að- allega hveiti og bygg, en einnig eiga þeir nokkuð mai'ga naut- gripi, að minnsta kosti, ef borið er saman við sveitabæi á ís- landi. Ræktarland í Montana er mjög þuri't, og verður því að hvíla landið annað hvort ár til þess að safna raka í jörðina. Ræktað er í í’ákum, þannig að önnur rákin er hvíld á meðan hin er í-æktuð. Þegar litið er út yfir akrana láta þeir út eins og röndótt ábreiða svo langt, sem augað eygir. Einnig ókum við til Rock City (Klettaborgar). Þetta er ekki boi'g í raunverulegri merk ingu þess oi'ðs, en þarna eru klettar, sem líkjast einna helzt rústum húsa. Áin, sem rennur þarna um og vindar eru þau náttúruöfl, sem hafa myndað þennan stað. Frh. á 9. s. í Klettaborg.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.