Vísir - 02.08.1960, Síða 10

Vísir - 02.08.1960, Síða 10
M V 1 S I B Þriðjudaginn 2. ágúst 1960 r-----------------------------------------------------------v H. WOGAX: UjénadjcfiutliHH 15 Mér finnst að.... já, eg veit ekki hvað mér finnst, en ég er mjög áhyggjufull." „Vitleysa,“ rumdi í Bob Millar. Þetta var það bezta sem gat fcomið fyrir Jill. Jack fer með hana eins og sjáaldur auga síns.“ „Eg ætla að reyna það,“ sagði Jack alvarlegur. „Mig langar til að við giftumst eins fljótt og hægt er. Martha verður hjá okkur, og — Dulcie, ég hef hugsað mér að biðja þig um að gera mér mikinn greiða. Eg hef talað við foréldra þína um þetta og þau hafa ekkert á móti hugmyndinni.“ Dulcie gekk hægt út að glugganum. Þau höfðu sá setið þarna og lagt á ráðin meðan hún var fjarverandi.... Þau höfðu eytt tímanum til ónýtis. Eftir nokkrar mínútur mundi verða barið að dyrum, einhver mundi koma inn.... Einhver mundi segja döprum rómi að Jill Millar hefði framið sjálfsmorð í sjúkrahús- Snu. Líklega maður frá lögreglunni.... Ef allt hafði þá farið samkvæmt áætlun.... Lögreglan var vön að annast um þesskonar mál. Allt í einu fóru hendur hennar að skjálfa, hún kreppti hnefana til þess að síður bæri á því. Andlitið hvítnaði og varð eiris og gips. Hvers- vegna gerðist ekkert ennþá? Nú ætti það að vera skeð.... Hvers vegna kom hann ekki, maðurinn, sem átti að vera kominn núna? Leysti hana af hólmi — gaf henni merki um að hún gæti hætt leiknum. Hún gat varla afborið þetta stórum lengur. Dulcie stóð enn við gluggann. Götuljósker dinglaði í golunni ntan. Hvers vegna kom enginn? Hvers vegna heyrði hún ekki fótatakið, sem hún hafði biöið eftir milli vonar og ótta? Henni fannst lét'tir að því að heyra rödd aftur — rödd Jacks — sem sagði blátt áfram’ og hversdagslega: „Kannske þú, tengda- snóðir, vilji segja Dulcie hvernig við höfum hugsað okkur þetta?“ Annie lagði prónana í kjöltuna. „Þú sérð, Dulcie, að Jill þarf umsjár með, fyrsta kastið. Og Jack vill giftast ur.direins og hún kemur heim úr sjúkrahúsinu." „Já, en hvað gæti ég gert?“ sagði Dulcie hreimlaust og góndi út á götuna. „Nú er Jack að velta því fyrir sér, hvort þú viljir ekki flytja og búa hjá þeim eftir að þau giftast. Þá yrði allt svo miklu auð- Veldara fyrir Jill.“ Dulcie sneri sér á hæli, eldur brann úr dimmum augunum „Þessu er þannig varið, skilurðu," flýtti Jack sér að taka fram i, „að við höfum hugsað okkur að flytja skrifstofurnar heim til mín, og þá gætir þú unnið þar. Og um leið verið nálæg og litið eftir Jill, þegar ég er ekki heima. Viltu gera þetta fyrir mig — <0g vegna Jill — að minnsta kosti fyrsta kastið? Eg veit að ég krefst mikils af þér, Dulcie, en ég ætla mér ekki að binda þig svona til lengdar. Eg veit að þú hefur tíu möguleika fyrir einn, en þú hefur samt ekki hótað mér að segja upp vistinni ennþá.“ Hann brosti ungæðislega kunningjabrosinu sínu. „Þegar þar að kemur lofa ég því að sleppa þér góðfúslega, en það verður ekki fyrst um sinn, vænti ég.“ Dulcie varð litið í gráu augun í honum og langaði til að æpa — öskra frá sér þeim óumræðilega sársauka, sem orð hans bökuðu Henni. En hún kreisti saman varirnar og sneri sér út að glugg- anum aftur. Hún iðraðist einskis — nú iðraðist hún einhkis.... ..... .En hvers vegna kom enginn? Þessi langa bið var ískyggileg. „Hvað gengur að þér, telpa mín?“ heyrði hún að faðir hennar sagði. „Hvers vegna svarar þú ekki? Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mömmu og pabba, við komumst einhvernveginn af.“ „Jú — jú vitanlega,“ kreisti hún upp úr sér. Andlitið fölt sem nár og ennið rakt af svita. „Já, ég skal gera eins og þú vilt, Jack.“ „Þakka þér fyrir, Dulcie, ég vissi að mér var óhætt að treysta þér.“ Hann tók i máttlausa hönd hennar og þrýsti hana innilega. Honum fannst hún köld og þvöl. „En heyrðu, Dulcie, hvað er að?“ spurði hann felmtraöur. „Ertu veik? Þú ert svo ósköp föl og tekin!“ Dulcie hné niður á næsta stól. Fæturnir gátu ekki borið hana uppi, henni leið verulega illa. „Það er Jill,“stamaði hún, „ég get ekki að því gert að ég er alltaf að hugsa um Jill. Eg hefði ekki átt að fara frá henni. Hún sagði.... hún sagði að....“ „Hvað sagði hún? Rödd Bob Millars kom eins og skammbyssu- skot. „Hún sagðist óska að hún væri dauð,“ hvislaði Dulcie milli þurra varanna. „Hún sagði það þannig að.... að.... Jack, ég er svo hrædd — hrædd.“ Það var orð að sönnu, skelfingin skein úr augunum á henni. „Eg ætla að fara í sjúkrahúsið — ég verð að fara....“ Jack fölnaði, augun voru eins. og kolamolar í fölu andlitinu. „Vertu kyrr,“ sagði hann stutt, „ég skal fara. Er símaturninn hérna á horninu sá næsti?“ Hún kinkaði kolli og hallaðist svo aftur í stólnum og lakaði augunum. Hún heyrði útidyrnar lokast eftir honum. Hvemargar yrðu mínúturnar þangað til boðin kæmu? Hve margar mínútur eftir. Fimm mínútur — tíu.... Hún kreisti hendurnar að stólbrík- unum og hlustaði — hvort hún heyrði eitthvað utan af götunni. Svo heyrði hún suða í bílhreyfli, sem stöðvaðist — hröð skref i forstofunni, dyrnar opnast aftur. Faðir hennar stóð upp með eftirvæntingarsvip. „Jæja — leið henni ekki vel?“ spurði hann ógreinilega. „Það hafði orðið slys,“ svaraði Jack fljótmætur. „Slys?“ endurtók Bab Millar spyrjandi. Dulcie heyrði sína eigin rödd, skerandi og hvella. „Jack — er hún dáin. Er hún dáin?“ „Nei, nei,“ sagði hann óðamála, „ekki er það.... Þetta var ekki mjög hættúlegt, en þungbært að hugsa til þess samt.“ Hon um brást röddin, hún varð hás og þvogluleg. „Hún hafði farið fram úr rúminu eftir að Dulcie fór og ætlað að þreifa sig áfram um herbergið, til að átta sig á þvi. Hún hafði fundið gluggann og borðið með blómunum, en svo villtist hún. Og það var þegar hún var að leita að rúminu sínu sem hún meiddi sig.“ Annie horfði á hann tárvotum augum. Var það alvarlegt?“ „Nei, en hún flumbraði sig á hnénu, og líklega hefur það verið sárt. Hún velti náttborðinu, og allt sem á því stóð fór í méi. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir hana»....“ Dulcie starði á hann og andlit hennar var eins og á vofu. Eins og eldingu bryði fyrir sá hún systur sína og sjúkraherbergi, nátt- borðið með vatnsflöskunni, bláa glasið — glösin tvö — hvöss glerbrot á gólfinu. Allt í einu fór hún að hlæja, hvellti og gjallandi. Síðasti þáttur harmleiksins — þvottakona með fötu og kúst.... Hún fann að þrjú föl andlit íitu á hana óttaslegin, í undirdjúpin. Hvergi var autt sæti í gömlu, fallegu Torringhamskirkjunni þegar Jack og Jill voru gefin saman. Allra hjörtu voru full sam- úðar með brúðhjónunum og andrúmsloftið var þrungið hátíðleik og eftirvæntingu. Þetta var brúðkaup sem sagði sex, með sól og blómum og orgelspili. Brúðguminn var fyrirmannlegur og karl- mannlegur, en andlitið virtist fölt undir dökkum hárlokkunum. „Nú kemur brúðurinn....“ Hvislingarnar komu frá bekkjunum hverjum eftir annan, er Jill kom inn við hlið föður síns. Andlit hennar undir hvítu slæðunni var alveg eins og daginn sem hún hafði leikið á píanó fyrir Jack í fyrsta skipti — ljómandi sjálfs- gleymandi hamingjusamt. Það var æfintýrablær og eitthvað draumrænt yfir hinni grannvöxnu brúði, það var líkast og birtu stafaði frá rienni, en sjálf var hún í myrkri. Jill gekk varlega upp þrepin tvö í kórdyrunum. Hún fann blómailminn, heyrði orgeltónana, fann ósjálfrátt til fólksins kringum sig, en augu hennar virtust stara langt út í fjarska.... R. Riirroughs - TAISZAM - 3017 4WELLlWMAT MAPF’ENEF?" UU6EC7 TAKZAN. *TVIE KESULTS WEKE KATHEK UNEXPECTEfví CONTINUEP THE POUCEMAN— 1-29-5$+ Eg get ef til vill skýrt nánar frá um dauða þeirra. sagði lögregluforinginn. Við létum framkvæma h'kskoð- un. — Nú hvað kom í ljós? spurði Tarzan. Niðurstaðan kom okkur mjög á óvart, sagði lögregluforinginn. All- ir um borð í bátnum höfðu látist af kolsýringi. Að baki hvers manns, sem vel hefur tekist, er venjuleg kona — og það er hún sem hefur veitt hann. * Kennarinn: — í hvaða bar- daga var Gústaf Adolf Svíakon- ungur veginn? Lærisveinninn: — Eg er hér um bil viss um að það var í síðasta bardaganum. ★ Þau voru við sjóinn og sam- úðarfull og forvitin gömul kona varð hrifin af frásögnum gam- als sjómanns, sem sagði henni frá því hvernig sér hefði skolað fyrir borð í ofviðri og hefði ekki verið bjargað fyrr en hann sökk í þriðja sinn. — Og vitanlega, sagði hún fjörlega, — eftir að þér sukkuð í þriðja sinn, hefir öll ævi yðar birzt yður í svipleiftri. — Eg býst við því að hún hafi gert það, frú, sagði sjó- maðurinn samþykkjandi. — En þar sem eg var með lokuð aug- un, fór það alveg framhjá mér. ★ — Eg skal segja þér það, sagði Skotinn, — að sögurnar um sparsemi Skota eru ekki orðum auknar. Eg var búinn að búa svo lengi í Ameríku að eg hafði 'gleymt þessu. En þegar eg fór til Aberdeen fyrir skömmu kqm eg inn í tóbaksbúð og keypti vindil. Eg bað manninn um eld. — Eg get ekki látið yður fá eld, svaraði hann, — en eg get jselt yður eldspítustokk fyrir 2 pence. | — í Ameríku láta þeir mann hafa eldspítustokk, þegar mað- ur kaupir vindil, sagði eg. — Mér þykir það leitt, svar- aði hann. — En þetta er engin Ameríka. — Og veiztu hvað, eg varð að ganga hálfa mílu á gistihúsið ,mitt til þess að fá eld til að kveikja í vindlinum mínum. ★ Karl kom í kaupstað og sá þar nýja brunastöð. Eftir að hafa virt húsið fyrir sér vand- lega, sagði hann með miklum spekingssvip: — Já, margan eldsvoða og mikinn þarf til þess, að svona stofnun geti borið sig. ¥ — Flestar konur fara ekki að bvrja að spara fyrr en þær eru orðnar peningalausar. ★ Frú Hansen fannst að hún- hefði ástæðu til að vera beizk við bónda sinn — og dag eftir dag var hún svo súr á svipinn að það var eins og andlit henn- ar hefði verið lagt í bleyti í ediki. En einn dag bráði svolítið af henni og hún brosti lítið eitt — og Hansen varð svo hrifinn að hann sagði: — Ertu nú farinn að ná þér j svolítið, elskan? ( — Láttu þér ekki koma það til hugar, sagði hún hvöss í máli. — Eg er bara að hvíla á mér andlitið. ★ Á mynd af sir Winston Chur- chill, sem stendur í safni frú 'Tussaud í London hefði 13 sinn- um verið skipt um höfuð, eftir 'því sem árin hafa liðið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.