Vísir - 02.08.1960, Qupperneq 6
6
V 1 S I K
Þriðjudaginn 2. ágúst 1960
irisiR
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Víiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Rit«tjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 3,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Enginn blökkumaður á
þingi S.-Rhodesíu.
Þar heflr þó verið sjálfstjórn í 40 ár.
Utanríkisþjönusta og spamaður.
Að undanförnu hafa heyrzt um
það raddir hér á landi og
öðrum Norðurlöndum, að
þau ættu að geta framkvæmt
nokkurn sparnað í utanríkis-
þjónustu sinni. Þetta ætti að
gera með sameiginlegu átaki,
sem yrði í því fóigið, að
Norðurlöndin tækju upp
1 breytingu í sambandi við utr
anrikisþjónstu sína. í stað
þess að hvert um sig hefði
sitt eigið sendiráð á tiltekn-
öll Norðurlöndin í hinu nýju
ríkum, sem nú er verið að
koma á laggir í Afríku. Fram
að þessu munu sum Norður-
landanna hafa haft ræöis-
menn eða verzlunarfulltrúa
í sumum þeirra nýlendu, sem
nú eru að komast í tölu full-
valda ríkja, en þau eru hins-
vegar ekki svo langt á veg
komin, að ástæða sé til þess
að þar sé hafður mikill
mannafli til fulltrúastarfa.
um stað, yrði aðeins haft eitt Islendingar eru vitanlega fylgj-
fyrir þau öll sameiginlega.
Með því ætti að vera hægt að
spara mikið fé, og mun ekki
þykja vanþörf á.
Þetta mun hafa verið eitt af
mörgum málum, sem til um-
ræðu voru á þingi Norður-
landaráðs, sem hér var hald-
ið að þessu sinni. Þar kom
það fram, að við íslendingar
erum ekki einir um að óska
eftir og telja nauðsynlegt að
halda ríkisútgjöldum í skefj-
um. Það er vandamál allra
þjóða, og þess vegna er þessi
tillaga fram komin. Hún var
á þá leið, að -stofnuð yrðd
sameiginleg sendiráð fyrir
andi slíkum tillögum, því að
kostnaðurinn við utanríkis-
þjónustuna er hér mjög
mikill og menn gera sér
grein fyiár, að hann þarf að
lækka. Hér á landi hefir
verið á það drepið, að ef til
vill væri rétt að fækka sendi-
ráðum á Norðurlöndum. Það
kann að þykja lítt fallið til
að auka samvinnu frænd-
þjóðanna, en þær ættu samt
að skilja, að annað liggur til
grundvallar en að við viljum
ekki hafa sem mesta og' bezta
samvinnu við aðra á Norður-
löndum.
Það vakti mikla athygli s.l.
viku, að Garfield Todd, fyrr-
ververandi forsætisráðherra
Suður-Rhodesiu, lagði til við
brezku stjórnina, að hún felldi
úr gildi í bili stjórnarskrá lands
ins, og sendi herlið til þess að
halda uppi lögum og reglum í
Salisbury og Bulawayo. Brezka
stjórnin hafnaði þessum tilmæl-
um algerlega.
Cuthbert Alport, aðstoðar
samveldismálaráðherra lýsti yf-
ir því í neðri málstofunni, að
Suður-Rhodesiu-stjórn bæri á-
byrgð á velferð og öryggi
brezkra þegna í S.-R. og ann-
arra, sem nytu brezkrar vernd-
ar.
Tólf klukkustundum áður, á
17 klst. þingfundi; hinum
lengsta sem haldinn hefur ver-
ið í neðri málstofunni frá árinu
1956, hafði Alport sagt, að
mark Todds væri að kollvarpa
stjórn Suður-Rhodesíu (Todd
er nú leiðtog.i ,,Mið-Afríku
flokksins11, (Central African
Party)). Málaleitan hans
hans mundi vart verða til þess
að stuðla að friði og reglu. —
Hann hafnaði tillögu Hilarv
Marquands, talsmanns Verka-
lýðsflokksins um samveldismál
að ræða við Todd.
| Athygli vakti, að tveir þing-
menn íhaldsflokksins studdu
tillögu Stonehouse, sem er
Verkalýðsflokks-þingmaður, að
grípa til skjótra aðgerða í Suð-
I ur-Rhodesíu. Annar þeirra,
i sagði, að Suður-Rhodesíustjórn
hefði of lengi talað fagurt um
félagsskap (blakkra og hvítra)
en í framkvæmd miðað að að-
skilnaði (apartheid).
James Callagahan, talsmað-
ur Verkalýðseflokksins um ný-
lendumál, spurði hvort það
væri ekki að verða æ greini-
legra að stjórn Suður-Rhodesíu
nyti ekki lengur stuðnings mik-
ilshluta íbúa Suður-Rhodesíu,
að halda uppi lögum og reglu,
og eftir 40 ára sjálfstjórn ætti
ekki einn einasti blakkur þing-
maður sæti á þingi og vart nokk
ur blökkumaður hefði kosning-
arrétt. Hann vildi láta taka
skýrt fram við stjórn S.-R., að
handtökur blökkumanna væru
ögrun. — Leiddi þecta til
snarpra orðaskipta.
Seinustu dægur hefur allt
verið með kyrrum kjörum í
Bulawayo. A. m. k. 12 blökku-
menn voru vegnir í óeirðunum
þar.
Litfar sem engar breytingar
í fasteignasölu.
Verð, eftirspurn og útborganir
óbreytt.
Hvar má helzt spara ?
Því er ekki að leyna, að mikið
er talað um sparnað á flest-
um sviðum um þessar mund-
t ir. Það er eðlilegt, því að hér
eru þeir svo fáir, sem verða
að greiða kostnaðinn af öllu,
; er nauðsynlegt þykir í full-
komnu menningarþjóðfélagi.
En einmitt af þeim sökum
er svo miklu auðveldara að
tala um sparnaðinn en að
framkvæma hann.
Það nægir að benda á fáein at-
riði, sem sýna að hendur rík-
1 isstjórna eru bundnar í þessu
efni. Stærstu útgjaldaliðirn-
ir eru bundnir með lögum,
í svo að ríkisstjórnirnar geta
engu breytt, án þess að hafa
breytt lögunum fyrst. Þetta
á til dæmis við um trygginga-
mál, menntamál, og margt
fleira sem óþarft ætti að
vera upp að telja.
Lögin eru hinsvegar til orðin
vegna krafna þegnanna um
aukna þjónustu á öllum svið-
um. Það eru þess vegna ó-
breyttir skattborgarar, sem
krefjast þess — óbeint að
vísu — að ríkið taki svona
mikið fé af þeim. Það má
þess vegna segja, að menn
eigi sjálfum sér um það að
kenna að nokkru leyti,
hversu miklar kröfurnar eru,
sem gefðar eru til gjaldþols
þeirra.
Eígurn við að rifa segiin ?
Ef hefja á sparnað, verður hann
að koma bæði frá hinu op-
inbera og almenningi. Marg-
í ir segja sem svo, að hið op-
inbera eigi að ganga á undan,
og það er rétt að nokkru
i leyti. En á það má einnig
benda, að þeir eru ekki fáir
í þessu þjóðfélagi, sem ber-
ast mikið á og telja að öllu
leyti ástæðulaust að spara —
því að ekki verður til þeirra
náð.
Það er vissulega rétt, að margir
leitast við að spara við sig af
t, nauðsyn, og rikið getur vafa-
• laust sparað eitthvað — en
hver finnur fyrir því, þótt
það spari smámuni? Sann-
leikurinn er nefnilega sá, að
hið opinbera getur aldrei
sparað neitt að ráði, engar
stórfúlgur, nema almenning-
ur sætti sig við minni þjón-
ustu af þess hálfu. Það er
mergurinn málsins, og það
verður almenningur að gera
sér grein fyrir. Stórkostlegur
sparnaður — sem krafizt er
af hinu opinbera — verður
aldrei framkvæmdur án full-
komins samþykkis og um
leið frumkvæðis sjálfs al-
mennings.
Eins og ætíð um hásumarið
gengur fasteignasalan dræmt.
Þeir sem ekki höfðu keypt sér
íbúð 14. maí hafa tryggt sér
húsnæði fram a. m. k. 1. októ-
ber og Iáta kaupin bíða fram
yfir sumarfrí.
Fasteignasalar segja að við-
skiptin hafi í vor verið meiri
en í mörg ár áður. Eftirspurn
var og hefur ætíð verið mest
eftir 2ja—3ja herbergja íbúð-
um. Aftur á móti er framboð
þeirra lítið. Virðist of lítið gert
að því að byggja smáíbúðir
nema í kjöllurum og risum.
Einn fasteignasalanna sem
fréttamaður Vísis átti tal við
segir minna um það en áður að
fólk hringi eða komi og spyrji
um íbúðir í forvitnisskyni. Áð-
ur stunduðu sumir að koma
til hans og annarra, spyrja um
íbúðir og verð, en báðu síðan
um að sér yrði sýnt eitthvað af
því. Var tilgangurinn greini-
lega sá segir fasteignasalinn, að
láta aka sér frítt um bæinn til
! að fá sér bílferð. Þá mátti gera
ráð fyrir að um 90 % allra sem
hringdu eða komu gerðu það
j aðeins af forvitni. Nú er þetta
breytt. .90% þeirra sem koma
hafa raunverulega áhuga á að
kaupa eða skipta.
j Aðspurður sagði einn fast-
eignasalanna að hann væri með
yfir hundrað íbúðir og hús, en
hann vissi ekki til að eitt ein-
asta þeirra væri til sölu vegna
I fjárhagsvandræða eigendanna.
I Verðbreytingar í fasteigna-
I viðskiptunum hafa ekki verið
jmiklar. Sömuleiðis eru útborg-
anir yfirleitt jafnháar og áður.
jEn augljóst er að ef byggingdr-
kostnaður hækkar þá mun
verð gamalla húsa og íbúðar
gera það sömuleiðis.
Mesta sýning til þessa á mál-
verkum Pkasso.
Hún er í London á vegum brezka Listaráðsins.
Mesta sýning á verkum Pic-
assos, sem nokkurn tíma hefur
verið haldin, er nú í London, og
verður opin til 16. september.
Á sýningunni eru myndir
allt frá 1895, en frá því ári er
málverkið „Berfætta stúlkan“,
málað á Spáni, þegar listmálar-
inn var 14 ára, en annars eiga
myndirnar að sýna þroskaferil
málarans, og eru þær alls 260.
Ronald Penrose, sem er vinur
Picassos og hefur skrifað ævi-
sögu hans, valdi myndirnar.
; Hann á sæti í brezka listaráð-
inu (The British Arts Council).
— Eigendur málverkanna eru í
ýmsum löndum. — Þetta er
mesta málverkasýning sem
brezka listaráðið nokkurn
tíma hefur staðið fyrir.
Örnefni á Islandi bera vott um
geysilega nafnauðgi íslenzkrar
tungu. Landnámsmenn og niðjar
þeirra næstu aldir skreyttu land-
ið myndríkum örnefnum, sem
voru sköpuð jafnt sögu þjóðar-
innar. Örnefnin eru velflest svo
undursamleg að þau virðast allt-
af hafa verið til, og að þau hafi
orðið til jafnskjótt og skaparinn
lauk við mótum landsins, leit yf-
ir verk sitt óg sagði hér skal
vera Trölladyngja, hér skulu.
heita Dimmuborgir og hér Un-
aðsdalur. Það er óþarft að teygja
lopann um dásemdir islenzkra
örnefna, þau eru og verða mátt-
ugasta og dásamlegasta ljóð ís'-
lenzkrar tungu enda ort af þjóð-
inni alli'i á þúsund ára sögu henn
ar í landinu. I Islandsljóðinu
mikla er að finna hinar einföldu
nafngiftir barna á hól í túni eða
á bunu í bæjarlæk, jafnt sem
hrikalegar nafngiftir eins og
Svörtuloft, Heljardalur, Óðdáða-
hraun og Eldgjá.
Tignarleg nöfn.
Islendingar hafa lika verið
fundvísir á skemmtileg og litrik
nöfn á bæi sína, hesta, vopn og
annað það, er þeim þótti nokkuð
liggja víð að bæri gott heiti, þvi
i það hefur verið trú manna, að
'gæfa fylgdi nafni, og nafngift.in
hefði áhrif á eiginleika hlutarins.
Nú vill svo undarlega til að sér-
heiti skipa í eigu íslendinga frá
landnámi til loka Sturlungaaldar
er óviða getið. Skipastóll var hér
þó nokkur fram eftir öldum og
áttu landsmenn mikið undir þvi
að skipi fylgdu hollvættir og er
; því mjög sennilegt að hvert skip
hafi borið nafn auk þesssemslíkt
hefir jafnan verið nauðsynlegt til
aðgreiningar í frásögn og um
eignarrétt. Þegar svo skipastóll
landsmanna fer aftur að vaxa er
bátum og skipum valin glæsileg
nöfn í hinum þjóðlega anda, enda
er af nógu að taka og voru menn
ekki verrfeðrungar að þessu
leyti. Má þar til dæmis nefna,
Sæhrímnir, Ægir, Sjöfn, Elliði,
Freyr, Óðinn, Freyja, eða þá
nöfn sem beinlínis lágu í ósk um
giftu og feng: Hafbjörg, Sæ-
björg, Von, o. s. frv. Nú þegar
sjómannaalmanakinu er flett og
athuguð nöfn báta og skipa, sést
að yfirgnæfandi meirihlutinn ber
falleg stutt nöfn og sérstæð. Þar
má finna mannan., ,tinda, fossa,
fella, eyja, sem svo mjög hafa
farið í tízku hin síðari ár. Að vísu
bera slík nöfn ekki vott um hug-
j kvæmni, en þau bæta sér það
upp með tign og hljómi.
Jón Jónsson
og aðrir Jónar.
Nú er hins vegar að komast á
leiðinlegur siður í nafngiftum
báta og sá er að skíra bátana al-
gengum hversdagslegum manna-
nöfnum og til að bæta gráu ofan
á svart er föðurnafn þess er bát-
urinn heitir eftir látið fylgja
með. Ekki nóg með það heldur
er að finna tvo báta, sem bera
sama nafn ásamt föðurnafni
þess er báturinn heitir eftir. Til
eru tveir bátar sem báðir bera
nafnið Guðmundur Þórðarson'og
heita að líkindum sinn eftir hvor
um Guðmundi. Þegar fram í sæk-
ir og bátum fjölgar og eigendur
vilja vera vissir um að eigi sé
villst um eftir hvaða Sigurði bát-
urinn heitir, má búast við því, að
sjá bátanöfn eins og ,,.Mb. Sig-
urður Sigurðsson, Hverfisgötu
930“ RE 875. Nú er orðið fullt af
bátum, sem bera algeng manna-'
nöfn auk þess sem lögfest er'