Vísir - 23.08.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 23.08.1960, Blaðsíða 4
a V í S I R Þriðjudaginn 23, ágúst 1960 VÍ8IR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Yiair kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. ^Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. aitatjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kpstar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið i lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Játmng kommúnista. Skrif stjórnarandstöðunnar um væntanlegar viðræður við l Breta um landhelgismálið j bera vægast sagt vott um \ undarlegan þankagang. Eins í og margsinnis hefir verið i minnzt á, er það háttur alira lýðræðisþjóða að ræða á- ! greiningsmál sín. Þótt sam- ) komulagið í heiminum sé !' víða slæmt, væri það þó enn ■ verra, ef þjóðir, sem eitthvað ber á milli, neituðu að tal- ast við um ágreiningsatriðin. Viðbrögð Þjóðviljans og Tím- ans út af ákvörðun ríkis- j stjórnarinnar, um að verða við tlmælum Breta um við- ; ræður, eru meðal þess furðu- legasta sem fram hefir kom- ið í andróðrinum gegn ríkis- stjórninni. Þessi viðbrögð eru svo heimskuleg, að það hiýtur að vekja undrun, að vanir stjórnmálamenn og blaðamenn skuii gera sig seka um slík afglöp. Mestur hluti þjóðarinnar hefir að sönnu áttað sig á því fyrir 1 löngu, að kommúnistar vildu og vilja enn nota landhelgis- málið til þess að spilla sem mest sambúð okkar við ná- grannaþjóðirnar í Vestur- Evrópu; en þeir hafa aldrei viljað viðurkenna að það væri fyrst og fremst þetta, sem fyrir þeim vekti. Og lengi framan af hafa sjálf- 1 sagt ýmsir veigrað sér við að trúa því, að ábyrgðarleysi þeirra væri svona takmarka- laust. En eftir viðbrögð 1 þeirra nú, þegar þessar tvær lýðræðisþjóðir hafa komið sér saman um að ræðast við, ef vera mætti að með því 7 fyndist leið til þess að af- • stýra frekari árekstrum, 1 þarf enginn að efast um að } rétt var til getið. Kommún- Verkföll tíðari í Rússlandi. Stjórnin beitti hervaldi. istar hafa nú, með æði því, sem hefir gripið þá út af þessum viðræðum, játað svo skýlaust sem hægt er, að þeir vilja ekki sættir í þessari deilu. Þvert á móti vilja þeir magna hana, hvað sem af því kynni að leiða, ef það einungis' mætti verða til þess, að hrekja okkur úr samtökum hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Rök kommúnista fyrir því, að við eigum ekki að ræða við Breta eru svo fáránleg, að það verður að teljast móðg- un við hvern hugsandi mann, að bjóða honum upp á að trúa þeim. Það er brot á við- urkenndum reglum í sam- skiptum lýðræðisþjóða, að neita slíkum viðræðum. Slíkur stórbokkaskapur mundi áreiðanlega ekki mæl- ast vel fyrir hjá ýmsum vinaþjóðum okkar, sem hafa sýnt okkur samúð og skiln- ing, og hann bæri fremur vott um vantrú okkar á eig'-: in málstað en hið gagn-| stæða. Það er vandséð hvern-' ig hinum íslenzka málstað ætti að geta stafað nokkurj hætta af því að ræða við ( deiluaðilann. Hitt liggur augum uppi, að með því að neita um viðræður, væri rík- isstjórnin að vanrækja þá skyldu sína við þjóðina, að kanna hverja þá leið, sem legið gæti til farsælla lykta á þessu hörmulega deilu- máli. Sem dæmi um ábyrgðarleysi kommúnista má nefna þau ummæli Þjóðviljans, fyrir nokkrú, að hægt væri að^ verja landhelgina með einni! flugvél, ef hún væri vopnuð! | Er ástæðulaust að eyðaJfleiri orðum að slíkri fullyrðingu. Verkföll gerast nú tíðari í Sovétríkjunum en nokkru sinni fyrr. Verkamenn gera kröfur um hœrri laun, betri vinnuskil- yrði og bœtt fœði. Vitað er að háttsettir stjórn- málamenn í Rússlandi hafa nokkrum sinnum reynt að beita áhrifum sínum til að fá verka- menn til að taka upp vinnu á nýjan leik. Það er þó alvarlegra að stjórnin hefur leyft sér að beita herliði gegn verkfalls- mönnum á a. m. k. einum stað. Á stjórnarárum Stalins voru verkföll bönnuð og eru enn, á þeim forsendum, að Þau geti ekki átt sér stað í landi þar sem verkalýðurinn ræður öllu. Eftir að Stalin lézt slaknaði á spennu þeirri sem ríkt hafði í samskiptum verkalýðsins og rikisvaldsins í Rússlandi. Meira tók að bera á óánægjuröddum, sem töldu kjör verkamanna með öllu ófullnægjandi. Þeim fór fjölgandi sem vildu leggja út í verkföll orðum sínum til áherzlu. Fyrsta verkfallið var í Moskvu 1956. Var sagt að hátt- settir kommúnistar hefðu reynt að grípa í taumana og telja um fyrir verkamönnunum. Verkamenn í stáliðjuveri í Síberíu, knúðir af sárri gremju yfir kjörum sínum, sóttu mál sitt svo fast að kalla varð á herlið til að skakka leikinn. Af einstökum ásteytingar- steinum er sá stærstur, að laun verkamanna hafa minnkað með styttingu vinnuvikunnar, þrátt fyrir gefin loforð. Þá hafa verkamenn verið krafðir um aukin afköst fyrir óbreytt laun. Þrátt fyrir verkföll þessi hef- ur framleiðsla Rússa ekki dreg- ist saman, enda hafa verkfýllin ekki breiðst út svo hætta staf- aði af. Rússneska stjórnin, sem ræður yfir dagblöðunum og út- varpinu, hefur séð til þess að lítið fréttist um verkföllin. Sjálfvirk símstöð opnuð í Grindavík. IVotemlui' verða liráðuin orðaiir I4Ö A£ Akranesi: A laugardaginn var opnuð Suðurnesjastöðvanna kostá sjálfvirk símstöð íGrindavík og hverjar 24 sekúndur kr. 0,70, Furiaieg afstaia Framsöknar. Eins og áður var sagt, hljóta flestir að hafa áttað sig til ; fulls á afstöðu kommúnista 1 í landhelgismálinu, en af- staða Framsóknarflokksins er mörgum mikil ráðgáta. j Viðhorf hans virðast nú orð- J in breytt frá þeim tíma, er f hann var í ríkisstjórn. Eins ] og í ótal mörgum efnum 1 öðrum er Tíminn látinn birta þveröfugar skoðanir við ; það sem hann gerði þá. Raunar hefir hlutverk þess 7 blaðs síðustu mánuðina 1 einkum verið það, að for- 1 dæma allar ráðstafanir, sem f Framsóknarflokkurinn tel- ft tir viturelgar pg nauðsyn- legar, þegar hann er í ríkis- stjórn. Það er ömurlegt hlut- verk fyrir þenan gamla lýðræðisflokk, að þurfa að svínbeygja sig svona fyrir kommúnistum, og láta mál- gögn sín eta upp eftir þeim ósannindin og öfgarnar. Tíminn fordæmir viðræðurnar við Breta jafnhart og Þjóð- viljinn, er með sömu hrak- spárnar og aðdróttanirnar. Nú á þjóðinni að stafa hætta af því að ræðst sé við og reynt að finna úrræði, sem komið gætu í veg fyrir áframhaldandi árekstra á miðunum. Hins vegar er svo áð sjá, að Tírainn telji það var það síðasti liðurinn í fram- kvæmd þeirri, sem fjallar um sjálfvirkar stöðvar í Keflavík og kauptúnin þar í nágrenn- inu. Sjálfvirk stöð í Keflavík var opnuð í byrjun þessa árs, en í Sandgerði og Gerðum 6 mán- uðum síðar og' jafnframt sjálf- virkt samband milli þessara stöðva og við Reykjavík og Hafnarfjörð. Notendur í Grindavík hafa nú númer 8000-8200, og gildá þau í viðskiptum milli Grinda- víkur og hinna Suðurnesja- stöðvanna, en ef hringt er frá Reykjavík eða Hafnarfirði til Grindavíkur þarf fyrst að velja tölustafina 92 líkt og t.il Kefla- víkur, þegar notendur í Grinda- vík þurfa að ná til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar velja þeir fyrst töluna 91 og strax á eftir símanúmer notandans þar. Nú eru 100 notendur í W Randolph Burgess am- Grindavík, en þeim fjölgar b,as.sador’ fastafulltrúi Banda ef um umfram símtöl er að ræða, en annars er gjaldið fólgið í fasta afnotagjaldinu. Fyrir símtöl milli Grinda- víkur og Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar eru hverjar 12 sekúndur reiknaðar á kr. 0,70, ef um umfram símtal er að ræða. Þessi breyting á gjaldinu felur í sér mikla lækkun, t.d. 50 % lækkun fyrir 3 mínútna símtal milli Grindavíkur og Sand- gerðis, ef um umfram símtal er að ræða,' en annars kemur engin sérstök greiðsla fyrir það. Natosendiherra staddur hér. mjög bráðlega upp í 140. Hins- vegar er stöðvarbúnaðurinn gérður fyrir 200 númer, en unnt er að auka við hann síðar. Fyrir sjálfvirk símtöl milli hættulaust, að- ríkjandi ‘ á- stand haldi áfram. En hvernig víkur því við, að ekki má ræðast við nú, en viðræður þóttu sjálfsagðar þegar Hermann ' Jónasson var forsætisráðherra? Þessi ríkjanna í höfuðstöðvum Nato í París, ltom til Reykjavíkur í gær, í tveggja daga heimsókn. Hann er gestur Tyrols á meðan hann dvelst hér. Til- gangurinn með förinni hingað er að heimsækja a'mbassadorinn en aðallega er þetta ein af kynnisförum Burgess til hinna ýmsu Natolanda. Markið er að kynnast vandamálum hvers Natolands fyrir sig. Burgess .hefur rætt við Ólaf Thors forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson dómsmálaráð- spurning hefir verið lögð fyrir Timann áður og hann | herra .og Gylfa Þ. Gíslason, sem hefir svarað henni algerlegá! fer með embætti utanríkdsráð- út í hött. Er ekki von að á- byrgum mönnum í Fram- sóknarflokknum sé farið að o.fbjóða, hvernig aðalmál- herra í fjarveru Guðm. I. Guðmundssonar. Farið var til Þingvalla í boði ríkisstjórnarinnar. Ambassa- gagn flokksins er.misnotaðíí darinrt fer héaðn í fyrramálið. þágu koraraúnista? . I raálið. - Úrslitin — Framh. af 1. síðu. skína í að í boði væri aðstoð vin veittra Afríkuþjóða og Rússa, sem hann þyrfti ekki nema að biðja um, ef í það færi. En hann fékk ekki stuðning neinnar Af- ríku — eða ASÍU-þjóðar í ráð- inu, þar sem hver fulltrúinn af öðrum vottaði Hammarskjöld fullt traust, nema fulltrúar kommúnista. Það er líka fullyrt, að Nkru- mah forseti Ghana, sem hafi verið einn höfuðráðunauta Lumumba, hafi alveg snúizt gegn þeirri hugmynd hans, að biðja Rússa um lið. Fylgisleysi sjálfstæðra Af- ríkuþjóða við Lumumba kom einnig Rússum óvænt, svo að þeir sáu það ráð hyggilegast, að halda ekki til streitu tillögu sinni í ráðinu, en samkvæmt henni hefði Hammarskjöld orð- ið verkfæri í hendi Lumumba. Hún hefði ekki fengið fylgi neins nema Sovétríkjanna og Póllands. Hammarskjöld hafði áður, sem fyrr var getið, fallizt á skipun ráðgefandi nefndar með fulltrúum þjóða, sem senda lið til Kongó. Er það tilsvar- andi nefnd og sett var á lagg- irnar, þegar gæzlulið var sent til Súez. Skilyrði lil að ræða nýja stjórnarskrá. Að ýmsra ætlan gætu nu verið fyrir hendi innan. tíðar skilyrði til að ræða nýja stjórn- arskrá fyrir Kongó, þ. e. um sambandsríki eða bandaríki sjálfstæðra Kongóríkja, og byggja menn þær vonir á því, að Lumumba muni'nú heykjast á öllum áformum um að kúga Katanga með vopnavaldi, en Tsjombe, sem margsinnis hef- ur lýst yfir, að hann geti fall- izt á banda'lag Kongóríkja, ef hvert einstakt þeirra sé sjálf- stætt, muni vart hvika frá þeirri afstöðu, einkum ef Lum- umba breyti um stefnu eða hrökklist kannske frá. Haldið sé uppi kröftugum áróðri geg'n Lumumba frá nýju stuttbylgju- stöðinni í Elisabethville að vísu, og þjóðin hvött til að steypa Lumumba, en aðalatriðið sé nú að aðstaða Sameinuðu þjóðanna hafi nú styrkzt til að friða land- ið, og þá verði hægt að ræða málin í kyrrð og friði. Þá er því haldið fram, að úrslitin á j aukafundi Öryggisráðsins og . breytt viðhorf í Kongó nú séu I mikil vonbrigði fyrir Rússa, -sem hafi ætlað að nota sér öng- þveitisástandið þar sér og stefnu sinni til stjórnmálalegs ávinn- ings Lið Maliríkjasambandsins hefur nú verið flutt burt, vegna klofnings sambandsins, en lið kemur daglega frá ýmsum lönd um, seinast hersveitir frá Indó- nesíu. Af hvítum þjóðum hafa írar fjölmennast lið í Kongó. Mesti gorgeirinn virðist nú úr Lumumba, sem hefur beð- ist afsökunar á framkomu her- manna sinna í garð kanadiskra hermanria fyrir skemmstu. — Lumumba sé ekki vanur að jbiðjast afsökunar,-segja; frétta- jmenn, en í þetta' skipti hafi ihann gert það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.