Vísir - 02.11.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 02.11.1960, Blaðsíða 3
V *'■ Miðvikudaginn 2. nóvember 1960 FRAMFARIR OG TÆKNI ♦ Þýzkir bifreiðaframleiðendur brjóta hefð — koma frám með nýjar tegundír ári fyrr en við var búizt. Stórum aukiu notkun gerfiefna. Framleiðslan áttfaldaðist á tíu árum. Til vinstri er hliðarmynd af „Ford Taunus“. Eins og myndin sýnir, einkennist hann af hognum ávölxun línum. Til hægri er aftur á móti „Opel Rekord“ en hann einkennist aftur á móíi af beinum línum og er ,,harðari“ í útiiti. Það hefur verið vani hjá bif- reiðaeigendum í V-Þýzkalandi að koma fram með ný módel á tveggja ára fresti. Hinar nýju tegundir hafa verið kynntar fyrir almenningi á bifreiðasýn-J ingum sem fram hafa farið í Frankfurt að liausti til annað hvert ár. Nú hafa að minnsta kosti tveir þýzkir bifreiðaframleið-j endur brotið þessa venju. Nú í haust, þ. e. a. s. miðja vegu millií sýninganna 1959 og 1961 komuj Opel-verksmiðjurnar í Russel- heim og Fordverksmiðjurnar í Köln fram með nýjar gerðirJ Hinn fyrrnefndi framleiðandi með nýja gerð af hinum vin-! sæla „Olympia Rekord“ og hinn síðarnefndi með nýja gerð af „Taunus 17 M“. Ýmsir aðrir framleiðendur hófu framleiðslu á nýjum gerð um á miðju sumri. Ekki var þó hjá þeim um að ræða eins mikl-j ar breytingar, heldur væri réttara að nefna það endur-j bætur. Þannig hafa Volkswag- en verksmiðjurnar, t. d. hafið framleiðslu á sterkari vélum í hina þekktu vagna, auk þess sem allir „gírar“ eru nú „syn- chroniseraðir“, þ. e. nú þarf ekki lengur að stöðva bifreiðina til fulls áður en skotið er í fyrsta gír. Borgward verksmiðj ui'nar hafa endurbætt hinn 2.24 litra Borgward, þannig að hann er nú fyrsti þýzki bíllinn sem notar loftbúnað í stað fjaðra eða gorma. Fyrirmyndin að þessari gerð var hins vegar sýnd á bifreiðasýningunni 1959. Það eru því einungis Ford og Opel verksmiðjurnar sem hafa komið fram með alveg nýjar gerðir af bifreiðum. Báðar hin- ar nýju gerðir hafa vakið mikla athygli, ekki sízt vegna þess,1 að þær ganga að vissu leyti í berhögg hvor við aðra hvað út- lit snertir. Opel hefur breytt „Olympia Rekord“ (sem reyndar er fá- anlegur bæði með 1.5 litra eða 1.7 litra vél) þannig, að hann hefur nú frekar hvassar útlínur. Þar hafa láréttar línur kom- ið í stað hinna mýkri lína. Op- el verksmiðjurnar hafa til- kynnt að útlitinu muni ekki verða breytt á næstu árum. For- ráðamenn fyrirtækisins eru vissir um að hin nýja gerð muni verða a. m. k. eins vin- sæl og hinar eldri hafa verið víða um heim. (Hinar eldri gerðir voru framleiddar á tímabilinu frá því í ágúst 1957 og fram í ágústmánuð á þessu ári, og á þeim tíma voru fram- leiddir 848 þús. bílar, þar af 447 þús. til útflutnings). Hinn nýji „Taunus 17 M“ var hins vegar áður með talsvert af láréttum og hörðum línum. Honum hefur nú verið breytt, þannig að hann er nú með rnjúkar ávalar linur. Að hin nýja gerð skuli einmitt koma á mai-kaðinn nú, er sennilega engin tilviljun, því að í ár eru liðin 30 ár síðan verksmiðjurn- ar tóku fyrst til starfa. Að áliti forráðamanna Fordverksmiðj- anna, er hér verið að leggja út á nýja braut í þýzkri bílafram- leiðslu. Samt sem áður leggja þeir áherzlu á, að þeir séu ekki að reyna að koma á nýrri tízku í bifreiðaframleiðslu. Hin nýja lögun er aðeins afleiðing af meiri hagkvæmni í fram-( leiðslu. Hugmyndin var sú að( byggja vagn sem bæði mætti minni yindmótstöðu í akstri, jafnframt því sem rýmra yrði um farþegana. Hinn nýi Taunus er fáanleg- úr með 1.7 litra vél auk hinnar venjulegu 1.5 litra. Það, að báð- ar verksmiðjurnar skuli senda frá sér vagna með sömu stæi'ð af vélum, sýnir að báðir aðilar trúa á framtíð hins meðalstóra bíls sem orðið hefur svo vin- sæll í Evrópu á undanförnum árum. Það hefur líka komið á daginn, að mjög smáir bílar hafa ekki átt þeim vinsæld- um að fagna sem almennt var gert ráð fyrir er hafizt var handa um að smíða þá árið 1959. Þá fóru fimm verksmiðjur í Þýzkalandi út í það að smíða hina smáu vagna, en a. m. k. tvö fyrirtæki af þeim hafa lent í söluvandræðum. Gerviefni og gervisilki halda áfram sigurgöngu sinni um heiminn. Á áratugnum 1948—58 jókst notkun gerviefna úr 34.000 upp í 423.000 tonn og gervisilkis úr 1.152.000 upp í 2.265.000 tonn. Alheimsnotkun allrahanda fataefna — ullar, bómullar, gerviefna og gervi- silkis — jókst á sama tímabili úr 8.848.000 tonnum upp í 13.432.000 tonn. Þessar tölur er að finna í nýútkomnu yfirliti Matvæla- og landbúnaðarstofn- unarinnar (FAO). Yfirlitið tek- ur yfir 95 af hundraði allra klæðaefna — silki og hör ekki meðtalin —. Það kann að valda nokkrum mismun þegar á heild- ina er litið, að hör er ekki með- talinn, þar sem hann er mikið notaður til klæðagerðar í Sov- étríkjunum og Austur-Evrópu, en að öðru leyti veldur þetta sáralitlum mismun. Yfirlitið hefir að geyma margar fróðlegar tölur um notkun einstakra efna i hinum ýmsu hlutum heims. Lönd- in sem mest nota af ull eru Nýja-Sjáalnd 3.5 kg. á íbúa ár- lega, Sviss 2.7 kg., Finnland 2.5 kg., Bretland 2.4 kg., Noreg- ur og Holland hvort 2.3 kg. og Vestur-Þýzkaland 2.2 kg. Aust- ur-Þýzkaland notar mest gervi- silki. Bandaríkin, Kanada, Sviss og Holland nota mesta bómull miðað við árlega notk- un íbúa og eru tölurnar 10.3 kg., 6,9 kg., 66,6 kg., og 6,4 kg. Þegar öll klæðaefni eru tekin í einu notar Norður-Amerika mest eða 15,12 kg. á íbúa, en Afríka minnst eða 1,9 kg. á íbúa árlega. Árið 1958 voru gerviefni 3 hundraðshlutar af allri klæða- efna notkun heimsins, gervisilki 17, bómull 70 og ull 10 hundr- aðshlutar. Aukin vélvæðing. V-þýzkur landbúnaður hefur nú yfir að ráða um 775 þús. dráttarvélum, og er nú svo komið, að hvergi í Evrópu er landbúnaður neins ríkis svo ve) að vélum búinn. Fyrir aðeins 10 árm síðan voru þar aðeins 75.000 dráttar- vélar á ræktunarsvæði sem náði Frh. á 11. s. Hér sjást sömu bílarnir og hér að ofan en nú er Opel til vinstri og Ford til hægri. Hvers vepa þarí að senda ntenn út í geiminn? Hvers vegna má ekkl notast vtð tæki í stað þelrra? „Áætlun Mercury“ nefnist leiðangur sá sem fyrirliugaður er næsta ár út í himingeiminn. Það eru Bandaríkjamenn sem standa fyrir honum. Tilraunir eru nú að ná hámarki, og all- ar vonir standa til, að sú á- ætlun sem fram kom á sínum tíma um sendingu mannaðs geimfars út fyrir aðdráttarsvið jarðar, muni standast. Nefnd sú í Bandaríkjunum sem sér um öll mál lútandi að geimflugi hefur ákveðið, að þeim tilraunum sem enn er ó- lokið, skuli hraðað sem kostur er á. Er hér um að ræða til- raunaskot með eldflaugarnar Mercury, en af þeim dregur hinn fyrirhugaði leiðangur nafn. Leiðangur þessi er álitinn nauð- synlegur undirbúningur undir væntanlegar ferðir manna til tunglsins og annarra hnatta. Það er von Bandaríkjamanna, að þeim muni takast að senda á loft mannað geimfar á undan Rússum, og næsta skrefið verð- ur * Apollo leiðangurinn, sem þegar er tekið að huga að. Aðaltilgangurinn með þessari för sem dregur nafn af Mercury-, Frh. á 11. s. Ufldirbúningur undir sendingu geimfara nær hámarki. Ætlað að þeim verði skotið á loft á fyrri hluta næsta árs. Fyrir nokkrum dögum var ar svari sem bezt til þess veru- lokið 17 daga tilraunum í leika sem búast má við á sjálfu Bandaríkjunum. Var hér um fluginu. að ræða undirbúning undir \ greininni hér að neðan til væntanlegar tilraunir til að vinstri er sagt nokkuð frá til- skjóta mönnum í eldflaugum gangi og fyrirkomulagi geim- út fyrir aðdráttarafl jarðar. j flugs þess sem að ofan er Sjö menn tóku þátt í tilraun- minnzt á. unum, sem stóðu í nokkrar j klukkustundir dag hvern, og voru fólgnar í því að rannsakað var hver áhrif hraðaaukning, skyndileg og mikil, hefur á lík- amann. Allt var gert sem lík- ast því sem búast má við í slíku flugi, og miðað við að eldflaug- in færi í tæplega 200 km hæð. Búizt:er við að hinni mönnuðu eldflaug verði skotið á loft snemma á næsta ári. Tæki það sem notað hefur verið, er klefi, sem festur hef- ur verið á 50 feta langa stöng, og síðan er armurinn með kúl- unni látinn snúast- í hringi, svo að í kúlunni skapast álag, sem jafnast á við 40 faldan loft- þrýsting. Hins vegar hefur hverjum hinna 7 miánna verið lagt mest á herðar að bera þunga sem svarar um 16 földum loftþrýstingí. Þetta er mesta álag sem gert er ráð fyr- ir að hinir væntanlégu geim- (farar geti orðið fyrir í för sinni ^næsta ár. Sérhver tilraun stóð í um það bil 7 klukkustúndir, og af þeim tíma voru tilraunadýrin látin bera hinn 16 falda þunga í um það bil 15 mín. lengst. Allt er gert til þess, að tilraunirn-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.