Vísir - 02.11.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 02.11.1960, Blaðsíða 9
MiSvi i )56r 18 VlSIB $ Efnahagsmálin og að- sfa£a iðnaðarins. Viðskiptamálaráðherra gerir grein fyr.r ástandi og horfum. 5aíVXAR yÖGIJB ☆☆☆ EFTIR VERUS ☆☆☆ Saga talmyndanna. Fjölmennur fundur í Félagi | íslenzkra iðnrekenda var hald- i inn í Lido í sl. mánuði. For-j maður félagsins, Sveihn B. Val- fells, setti fundinn, en fundar- stjóri var kjörinn Hjörtur Jóns- son. Gestur fundarins, dr. Gvlfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra flutti erindi um efnahagsmálin. Sagði ráðherrann, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum hefðu mjög bætt aðstöðu iðnaðarins á eftirfarandi grund- velli: a) Rétt gengisskráning bætir samkeppnisaðstöðuna. b) Frílistinn bætir innflutn- ingsskilyrði. c) Stöðvun verðbólgunnar eykur rekstraröryggi. d) Afnám fjárfestingarhafta bætir aðstöðu og eykur svigrúm til framkvæmda. Taldi hann þessi atriði marg- falt mikilvægari en hina nei- kvæðu þætti, þ. e. vaxtahækk- uri og takmörkun bankaútlána. Minritist ráðherrann sérstak- lega á þá staðreynd, að frilist- inn væri nú orðinn raunhæfur, en hefði varla verið annað en nafnið tómt áður, Ráðherrann sagði, að mikið vaéri rætt um hvort hin nýja efnahagsmálastefna væri að heppnast og væru þar ólikar skoðanir á lofti. Væri því rétt að gera nánari gerin fyrir stöðu mikilvægustu þáttanna, sem þýðingu hafa í þessu tilliti, en þéir eru gjaldeyrisstaðan, spari- fjármyndunin, framfærslu- kostnaðurinn og kaupgjaldið. Komst ráðherrann svo að orði: „Gjaldeyrisstaðan: í febrúar- lok voru yfirdráttarskuldir að frádregnum gjaldeyrisinnstæð- um 557.9 millj. kr. Frá þessu verður að draga minnkun verð- bréfaeignar alls 88.6 millj. kr. Nettóminnkun yfirdráttar- skulda verður því 426.9 millj. kr. Síðan í febrúarlok hefir ver- ið, notað af vfirdráttarheildinni hiá Aiþjóðagjaldeyrissjóðnum i Washington 153,4 millj. kr, og hjá Evrópusjóðnum í París 266.0 millj. kr. eða samtals 419.4 millj. kr. Allt, sem notað hefir verið af yfirdáttarhéim- ildinni síðan efnahagsráðstafan- irnar voru gerðar, hefir því verið nötað til þess að greiða yfirdráttarskuldir bankanna og auka gjaldeyrisinnstæður þeirra. Hagur þeirra hefir batn- að um 7.5 millj. kr. í frjálsum gjaldeyri umfram notkun yfir-' dráttairins. Þetta hefir gerzt, þrátt fyrir það, að hinn aukni frílisti hefir verið í gildi í fjóra mánuði. Aðstaðan í vöruskipta- gjaldeyri hefir batnað um,87.3 millj. kr. b) Sparifjármyndunin: í aþfíl—séþtember 1959 jukúst sþariinnlög viðskiptabankánna og fimm stærstu soarisjóðáriria um 149 milJj. kr.. í apríl—-seþt- ember 1960 jukust þau um 188 millj. kr. Hefir aukningin á séinna tímabilinu því hækkað um 49 millj. kr. fram yfir aukn ingu iyrra tímábilsiris. c) Hækkun framfærslukostn' aðar: í greinargerð eínahags- málafrumvarps ríkisstjórnar- innar var gert ráð fyrir 13 stiga hækkun vísitölunnar vegna gengislækkunarinnar. Auknar fjölskyldubætur og auknar nið- urgreiðslur áttu að lækka hana á móti um 10 stig. Nettóaukning vegna efnahagsráðstafana átti því að verða 3 stig (3%). Auk þess var vitað um hækkanir af öðrum orsökum, sem nema mundu rúmlega 1 vísitölustigi. Væntanleg kjaraskerðing mundi þess vegna nema rúmlega 4%. Visitala framfærslukostn- að var 1. okt. verður 104 stig, eða alveg eins og ráð hafði verið fyrir gert. Söluskatturinn olli að vísu verðhækkunum umfram fyrrnefnd 14 stig urn ca 3 stig og annað (hækkun pósts- og símagjalda, hitaveitu o. fl.) um önnur tvö stig, en lækkun tekjuskatts og útsvars og auknar niðurgreislur á land- búnaðarvörum hafa lækkað vísitöluna á móti um sömu upp- hæð. d) Kaupgjald hefir haldizt stöðugt, og þrátt fyrir spádóma um atvinnuleysi er líða tæki á sumarið, hefir full atvinna hald- izt og jafnvel frekar verið skort- ur á vinnuafli." Að lokum sagði ráðherrann, að núverandi rikisstjórn legði sérstaka áherzlu á að efla iðn- aðinn, Formaður F.Í.I., Sveinn B. Valfells tók næstur til máls og ræddi um störf félagsins und- anfarna mánuði og ýmis mál, sem snertu iðnaðinn sérstaklega. Ræddi hann m. a. um söluskatt- inn og önnur skattamál og taldi mjög til bóta, að útsvör skyldu hafa verið gerð frádráttarbær á framtali. Formaður skýrði fundarmönnum elnnig frá gangi ráðstefnu norrænu iðnrekenda- samtakanna, sem haldin var hér í ágúst. Að lokum ræddi hann um lánsfjármál iðnaðarins og skýrði frá því, að framkvæmda- stjóri F.Í.I., ásamt bankastjór- unum Guðm. Ólafs og dr. Benja mín Eiríkssyni væru nú að kynna sér framkvæmd á lána- málum til smáiðnaðarfyrirtækja í Bandaríkjunum. Edison hafði einnig, án á- rangurs, gert tilraunir til þess að framleiða hljómmyndir. Á árunum milli 1920—30 gerðu einnig aðrir Bandaríkjamenn tilraunir til hins sama. í fyrstu var þeirri aðferð beitt að leika hljómplötur um leið og mynd- in var sýnd, og útvarpa hljómnum þannig um hátalara- kerfi. Árið 1926 var fyrstta tal- myndin til, og hún byggði á slíku hljómplötukerfi. Myndin var „Don Juan“, með John Barrymore í aðalhlutverki. — Þrátt fyrir það að frumsýning hennar vekti mikla athygli, varð myndin ekki eins vinsæl og vonir höfðu staðið til. Það reyndist því sem næst ómögu- Iegt að láta hljóminn fylgja sjálfri myndinni. Áhugi almennings var samt sem áður vakinn með þessari tilraun, og nú kepptust menn við að fullgera uppfinninguna. Að lokum var fundið upp á þeirri aðferð, sem síðan hefur verið notuð, þ.e. að setja sér- staka hljómrák á sjálfa film- una. Þannig tókst loks að sam- ræma tal og tón og atriðin i sjálfri myndinni. Sú aðferð var síðan full- komnuð og þá farið þannig að, að sjálfri hljómupptökunni var breytt í rafstraum. Rafmagns- bylgjurnar voru síðan teknar upp á sérstakt tæki sem breytti þeim í ljósgeisla, en þeir mynd- uðu aftur hljórnrákina á film- unni. Fyrsta myndin, í fullri lengd. sem gerð var með þessari nýju aðferð var „The Jazz Singer“ sem A1 Jolson * aðalhlutverki. Myndin varð ákaflega vinsæl, og nýtt tímabil hófst í sögu kvikmyndanna. Hljómmyndir kröfðust algcrlega nýrrar að- ferðar við kvikmyndagerð, bæði hvað leik og tæknilegar aðferðir snerti. Eftir hví sem kvikmynda- iðnaður gat betur fært sér í nyi hina nýju tækni, komust þann- ig menn upp á lagið með það að setja tón og tal á filmu eftie að tekið hafði verið á hana» Þetta var mjög hentugt viií upptöku d hljómsveitamúsik,, og ýmsum öðrum, svo sem ó« veðri o. fl. Auk bess hve kvikmyndij? voru miklu betur fallnar tij P mm ¥e: iejH nægc Vatnsborð í Þingvallavatni er nú 102,45 (yfir sjávarmáli) og hefur haldizt svo að undan- förnu Verður það lá‘:ð fara hæst 102,80 m. Er það því nú 35 cm. lægra en.það gæti verið. Þurrkarnir í sumar hafa ekki leitt af sér neinar örðugleika eða vatrisskort, vegna þess að nú er kcmin 'stíflá í Þrengslin, svo að hægt ér að stjórna fram rennslinu eftir þörfum, Eins og stendur fer allt vatn úr Þing- vallavatni um Steingrímsstöð. Horfir því vel um nægilegt vatn í vetur hér til raforku- framleiðslunnar fyrir orkuveitu svæði Sogsvirkjuninnar. skemmtunar, með liinu nýja fyrirkomulagi, bá varð nú miklu auðveldara að gera góð- ar og nytsamar fræðslumyndir. Hægt var að tala nytsamar skýringar inn á myndirnar, skýringar sem voru miklu ná- kvæmari, en hægt var að lesa upp meðan á sýningu stóð. Hið nýjasta í beirri keðju framfara, sem orðið hafa á sviði tóns og tals í kvikmynd- ur, er hin svokallaða stereo- foniski hljómur. Með hinu nýja kerfi heyrir áhorfandinn hljóð- ið berast til sín úr öllum áttum, ýmis frá hægri eða vinstri, að framan eða að aftan. Þetta eyk- ur stórlega á áhrif þau sem I kvikmyndirnar hafa. ! Mörg lönd í heiminum fram- . leiða nú kvikmyndir og tæki til kvikmyndagerðar, og m.a, má nefna índland og Japam Sífellt er verið að leita efitf nýjum aðferðum sem geta gert kvikmyndirnar betur hæfar til þess að skemmta fólki, og jafn- framt auka á þann raunveru- leik sem er svo nauðsynlegur til bess að menn glcymi staif og stund og lifi sig inn í þá atburði sem myndin sýnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.