Vísir - 02.11.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 02.11.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudagirm 2. nóvember 1960 •> ■ • —— ------------- . .. . ... ^eæææææææsBæseæææææææsKææææææææOTææææææææææææææægsæææææææææææææðs VÖRÐUR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÓÐIIMN 1. Spiluð félagsvist. 2. Ræða: Biarni Beinteinsson framkv r'mdastjóri fulltríiaráðsins. 3. f'V laverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrætti. •>. h rikmyndttsýning. Skemmtinefodin. VISIB i ■ »■■■■ i ■ halda Sjálfstæðisfélogin í Reykjavík í kvöld kl. 8 30 í Sj; lfstæðishúsinu. — Hús: ' . ornáð kl. 9-. Ix)i.að kl. 8,30. Sætamiðar rtiln l’r í dag kl. 5- 6 í Sjálfstæðishúsinu Hér birtist mynd af gler- málverkum þeim er sett voru nýverið í Akureyrarkirkju, og sagt var frá í fréttabréfi að norðan ■' gærdag. Rúðurnar eru 4 metrar á hæð, gerðar úr handunnu gleri, blýbentar. Útfærslu annaðíst Firma J. Wippel & Co. Exeter (Cornwall), en gerð nýsmíði, F. Cole og Guðmundur Einars- son frá Miðdal. Gerð verksins er mjög í gotneskum stíl, í sam- ræmi við hina gömlu ensku rúðu, er Jakob Frímannsson forstjóri gaf upphaflega. Frumdrættir voru gerðir fyrir 2 árum, en vinnuteikn- ingar, málun, og brennsla fór fram í vor. Dvaldi Guðmundur Einarsson þá um skeið í Ex- eter til að fylgjast með út-. færslu og velja glerið. Hann sá einnig um uppsetningu verksins að beiðni safnaðar- nefnaar kirkjunnar. Rúðurnar tákna (f. v.): N. I. — miðreitur — Boðun Maríu, neðsti hluti Engilmynd-tákn guðspjallamannsins Matteusar. Nr. 2 Vitringarnir frá Austur- löndum, undir: Ljónið-tákn guðspjallamannsins Markúsar. Nr. 3 (gamla myndin) „Guðs lamb“, undir: Lambið og hin 7 innsigli helgrar bókar. Nr. 4 Jesú 12 ára í musterinu, undir: Nautið-tákn Lúkasar. Nr. 5 Skírn Jesú, undir: Engill-tákri guðspjallamannsins Jóhannes- ar. — Fyrirhugað er að vígja verk þetta hinn 17. b.m. á 20 ára af- mæli kirkjunnar. Bezt ú auglýsa í Vlsi Hafa leikið í 44 löndum á undanförnum 8 árum. Los Paragsyos komu fram í „Storkmum" í gærkvöld. Tilboð óskast í nokkrar ljósastöðvar 5—10 kw. Hentugar, sem vararafstöðvar. Rafstöðvar þessar verða sýndar i Rauðarárporti, í dag, miðvikudaginn 2. nóv. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd vamarliðseigna. Fjölmenni var viikið í „Stork- klúbbnum“ í gœrkvöldit og sal- urinn þéttskipaður. Tilefnið var ekki af lakara taginu, því að þar komu fram í fyrsta skipti hér á landi hin þekkta hljóm- sveit, Los Paraguayos. Eins og kunnugt er, er „Stork- klúbburinn“ nýlega tekinn til starfa, og við það tækifæri skýrðu forráðamenn hans frá því, að þeir myndu reyna að fá hingað góða erlenda skemmti- krafta. Það verður ekki annað sagt, en að hér hafi vel verið farið af stað, enda var hrifning gesta mikil. Los Paraguayos er 4 manna hljómsveit, nokkuð ffábrugðin því, sem menn eiga að venjast hér. Allir leika þeir á strengja- hljóðfæri og syngja jafnframt. Hafa þeir átt miklum vinsæld- um að fagna víða um heim á undanförnum ái'um, enda eru þeir taldir í fremstu röð s.- amerískra listamanna. Jónas Jónasson, sem var kynn ir hljómsveitarinnar í gærkvöld skýrði gestum svo frá, að fyrir I 8 árum síðan hafi þeir félagar _ lagt upp í ferðalag. Þeir eru ennþá á því ferðalagi og er ís- land 44. landið, sem þeir heim- sækja. Hefur söngur þeirra og leik- ur verið talinn svo góð land- kynning fyrir heimalandið, að þeir hafa allir fengið diplomata- vegabréf, enda eru hér á ferð- inni sannkallaðir „músik-am- bassadorar“. Einnig kom fram Lúdó-sex- tettinn, sem að undanförnu hef- ur leikið í „Stork-klúbbnum“ og með þeim söng Joanne Scoon sem að undanförnu hefur sung- ið í Tjarnarkaffi, Hefur hún á- kveðið að framlengja dvöl sinni hér á landi enn um hríð. Söng- ur hennar er mjög góður og er óhætt að segja, að hún sé ein bezta söngkona, sem hér hefur komið fram að undanförnu. Los Paragauyos munu dvelj- ast hér í viku. í kvöld skemnata þeir á Suðurnesjum, en síðan á hverju kvöldi, það sem eftir er dvalarinnar í „Storkinum“. Vill f jölgun í ráðum Sþ. Nigeria vill, að bætt verði mönnum í Öryggisráð og önn- ur ráð Sameinuðu þjóðanna. Segir fulltrúi hennar þetta réttlætiskröfur, þar sem bæzt hafi við 25 þjóðir í samtök Sam- einuðu þjóðanna. Bezt aÖ auglýsa í VÍSI Traktora-kdngurinn Harry Ferguson látinn 75 ára. í fyrri viku lést einn hinna ókrýndu konunga heims —r- — „traktora-kóngurinn Harry Fergusson, 75 ára að aldri, — kunnur um víða veröld fyrir dráttarvélar sínar. Harry Fergusson var fæddur á írlandi. Kunnur varð hann fyrir hinar léttu dráttarvélar sínar, sem selst hafa til alira (landa jarðar. Hann var líka |einn af frumherjum í bifreiða- og flugvélaiðnaði Árið 1909 smíðaði hann sína eigin flug- vél og flaug henni sjálfur. Það var um 1920 sem honum fór að ' verða ágengt að útbreiða traktora sína og gera notkun þeirra vinsæla. Hann átti í brösum við Ford Motor félagið, sem hann sakaði um að ætla að eyðileggja félag sitt. Hann krafðist 342 milljónir dollara í skaðabætur. Málið var leyst með samkomulagi og fékk hann 9 miíljónir og 250 þúsund doll- ara. Fergusson hafði sakað Ford um að selja traktor, sem hann hafði smíðað, sem sína framleiðslu. Árið 1952 sameinaði Harry Fergusson félag sitt, English Machinery Co„ Massey Harris Co. í. Kanada. Seinustu árin vann hann að nýrri uppfinningu, Undrabíln- um“, sem átti að valda byltingu í samgöngumálum. Hann var á lokastiginu með undirbúning að honum, sem hann lést. Geimferðir — Framh. af 3. síðu. er að ganga úr skugga um hve mikið er hægt að leggja ' á mannslíkamann. Eldflaugin ér samt sem áður á engan hátt miðuð við þær þarfir sem gera yrði til flauga sem flytja ættu menn til hinna fjarlægari hnatta; svo sem Mars eða Ven- usar. Margir spyiýa þeirrar spurn- ingar, hvers vegna það sé. nauðsynlegt að senda menn út í geiminn, og hvaða tilgangi það þjóni þegar svo mörg og góð tæki séu til, sem jafnvel megi ætla að geti unnið bet- ur og nákvæmar en menn und- ir því mikla álagi sem á þeim mun hvíla í slíkum ferðum. Svar NASA (nefndarinnar) er á þá leið, að tæki geti aðeins unnið það starf sem fyrirfram er ákveðið að láta þau vinna. Ef eitthvað óvænt ber að hönd- úrn, þá koma hins vegar yfir- burðir mannsins í ljós. Maður- inn kann einnig að koma auga á margt sem tækin geta hvorki greint né athugað. Það er gert ráð fyrir a’ð Mercury eldflauginni, méð mönnum innanborðs, muni verða skotið snemma á næsta ári. Mennirnir munu fara upp í tæplega 200 km. hæð. í iyrstu tilraun er gert ráð fyrir að maður sá sem á loft fer muni fara í tæki sínu 3 hringi um- hverfis jörðina, áður en hann kemur aftur til jarðarinnar. Það eru 7 menn sem hafa látið þjálfa sig til þessa flugs, og hafa þeir verið valdir úr hóp hinna harðgerðustu tilrauna- flugmanna. ( Véivæðing — Fi-amh. af 3. síðu. yfir 14 milljón hektara. Þá höfðu aðeins 3—4 af huridrað allra bóndabæja þetta þýðing- armikla tæki. Frá 'þéim tiiria og til dagsins í dag hefur verið varið meira en 5.000 ínilljóriúm mörkum til dráttarvélafrárri- leiðslu. Annarri eing upphæð j var varið til frekari vélVæðing- ar landbúnaðarins. Þannig jókst tala vélknúinni plóga frá 50.000 |upp í 450.000. Tala mjaltavéla óx einnig úr 6.000 í 150.000. í dag er svo komið, að ’hægt <er að mjólka um þriðjung allra kúa með mjaltavélum. Þéssi vélvæðing hefur átt sinn þátt í þvi, að heildarframleiðsla land- búnaðar í V-Þýzkalandi hefur vaxið um 35% síðustu árin. Mjólkurframleiðsla hefur hins jvegar vaxið um 100 Có -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.