Vísir - 15.12.1960, Blaðsíða 3
Fimmtiídaginn 15. desember 1960
VlSIB
Fyrir sjö árum fóru tveir
ungir Vestmannaeyingar, Gísli
Steingrímsson og Ragnar Jó-
hannesson, með
Hafnar.
Þeir ætluðu að fara í sex
mánaða skemmtiferð, en enginn
veit sína ævina fyrr en öll er
og ef til vill datt þeim ekki í
hug, að þetta ætti eftir að verða
byrjun á margra ára siglingum
um öll heimsins höf, en sú varð
nú raunin á.
Gísli kom heim fyrir um
fjórum árum, en Ragnar er ný-
kominn.
|
Léku tennis á hafn-
arbakka í Persíu.
— Hvernig byrjaði þessi
langa sigling, Ragnar? Þið Gísli’
fóru frá Danmörku til Noregs,
var það ekki, og hvað skeði svo
þar?
; — í Noregi hittum við Guð-
rúnu grunborg, og með hjálp
hennar komumst við á norskan
búgarð. Þar dvöldumst við í tvo
mánuði til þess að læra málið.
Okkur leiddist heldur á búgarð-
inum og fórum til Oslóar og
réðum okkur á skip, sem sigla
átti frá Liverpool til Persíu.
Við fórum tvo túra til Persíu,
en þeir voru bæði langir og
þreytandi, ekki sízt vegna þess,
að um þetta leyti var mikið um1
óeirðir þar, og við fengum ekki \
einu sinni að fara í land, það er:
að segja, við fengum að fara upp
á hafnarbakkann og leika þar
tennis, en lítið var nú varið í
það. Eftir þetta átti skipið að
fara í viðgerð í Antwerpen, og
hugðumst við þá hætta, en þá
heyrðum við, að næsta ferð,
yrði til Suður-Ameríku, og'
stóðumst við þá ekki freisting-
una og ákváðum að halda áfram.
— Hvert fóruð þið svo í
Suður-Amerí ku ?
— Við fórum fyrst til Vestur-
Indía og svo þaðan til Carta-1
gena í Columbíu. Frá Suður-
Ameríku var haldið til Frakk-
lands, en þar fórum við af skip-
inu og ferðuðumst um Evrópu
og aftur til Noregs.
„Þegar klukkan sló tólf,
læddist Öskubuska
af ballinu“.
— Dvöldust þið lengi í
Noregi í þetta skipti?
— Nei, aðeins í mánuð. Við
höfðum ætlað okkur að komast
á skip til Kanada, en fórum í
stað þess á hið fræga skip Tay
Yang!
— Fræga skip, hvað áttu við
með því?
— Ja, við strukum nefnilega
af því síðar meir. Tay Yang var
10.000 tonna vöruflutningaskip,!
sem sigla átti suður fyrir Af-
ríku og til Melbourne. Þegar
til Ístralíu kom, ákváðum við
áð strjúka.
— Var illa með ykkur farið,
e'ða var þetta af eintómri ævin-
týraþrá?
— Eintóm ævintýraþrá!
— Hvernig fór þetta?
— Nokkrum dögum fyrir
brottför skipsins komumst við
í- kynni við karl nokkurn, sem
bauðst til að fela okkur, þar til |
skipið væri farið úr höfn, og
veita okkur svo vinnu á eftir. I
Við tókum boðinu og kl. 12
á miðnætti læddumst við frá
borðiv v, h
1 í þrja daga sáum við ékkix'
dagsins ljós, en loks fó.r skipið,
og við fórum burt úr bænum
með vinnuveitanda okkar og hlaða reymum á vagna eftir 3
tókum að byggja fyrir hann á dáginn og unnið til 7 á kvöld,
stíflu langt inn í landi, en það in.
Gullfossi til! tók okkur aðeins sex vikur.,
Þegar við komum aftur til bæj- ^ Gísli fór í rúm
arins átti að halda daginn há- strokiunannsins.
tíðlegan, og karlinn bauð okk-
ur inn á bjórstofu. Við komum
út aftur eftir nokkra stund,
— Hvað varð svo af Gísla
eftir að þið skilduð í Mount Isa?
— Hann vann þar í nokkra
og beið okkar þá lögregluþjónn, mánuði á eftir, en svo lagði
sem bað okkur að koma með hann af stað til Home Hill, og
sér á stöðina. Þessi bær var ætluðum við nú að fara að halda
mjög Íítill, og áður en skipið heim aftur. En það átti ekki
hafði látið úr höfn, höfðu lög-, fyrir okkur að liggja að hittast
reglunni verið fengin öll skil- aftur í Ástralíu. Nokkrum dög-
ríki okkar og hún beðin um áður en Gísla var von, fór
að hafa augun hjá sér. Ef við eg til Townsville, sem er hafn-
nokkrir saman, er vorum á leið-
inni á leikana 'og fórum
til Melbourne frá Sidneý. En
allt í einu hljóp kýr fyrir bíl-
inn hjá okkur, og til þess að
keyra ekki á hana beygðum
við snögglega og lentum út af
veginum.
Norskur vinur minn meiddist
illa og varð að fara í spítala,
og ákvað eg að verða eftir hjá
honum, en hinir héldu áfram.
Eg horfði svo á leikana í sjón-
varpi og naut þeirra eflaust bet-
ur en ef eg hefði verið að troð-
ast innan um allan þennan
fjölda áhorefnda.
Strauh
af skipi
í Ástratíu
ViitJ uiÍ Jacjnar J^ólanneiion
frd Veit'mannaeyium, iem nýlomt
er heim úr iiö ára iiytinyum.
fyndumst, átti að geyma okkur arborg ekki langt frá Home Hill. — Og eftir þetta, hvað gerð-
og láta svo um borð í næsta skip Þar hjálpaði ek norskum sjó- h’ðu þá?
félagsins, sem þangað kæmi.|manni til þess að strjúka af —Eg réði mig á skip aftur og
Þegar við komum í bæinn j skipi, sem var þar í höfninni.
þennan morgun, höfðum við Þegar svo Gísli kom til Towns-
gengið fram hjá stöðinni, og
einhver hafði verið úti í glugga
og séð okkur og þekkt af mynd-
um, sem til voru. Við vorum
settir inn og bjuggumst við
hinu versta, en tveimur dögum
síðar fór réttarhaldið fram, og
enduðum við með því að vera
dæmdir í 20 punda sekt, en
síðan sleppt. Þetta var ekki eins
slæmt og við höfðum búizt við.
Lögreglan sagðist ekkert hafa
á móti okkur og skyldum við
koma okkur sem lengst burt frá
ströndinni til þess að sleppa við
að verða settir aftur um borð
í eitthvert skipanna.
Úr koparnámu
á sykurekru.
— Nú voruð þið búnir að fá
alla pappíra, svo að þið hafið
getað tekið að ykkur hvers kon-
ar vinnu, var það ekki?
- Jú, og nú fórum við til
Mount Isa, í Queenslandi, ýsu
fjallsins, eins og við kölluðum
það nú alltaf okkar á milli.
Þar fórum við að vinna í kopar-
námu. í þessum námum kynnt-j
ist eg nokkrum ítölum og Spán-
verjum, sem voru. að fara til!
þess að vinna á sykurekrum i I
Iiome Hill, og ákvað eg að fara:
þangað með þeim. Gísli varð:
eftir, og var það í síðasta sinn.!
sem eg sá hann þarna.
— Hvernig er að vinna á syk-
urekru?
— Vinnan er mjög erfið.
Byrjað er að skera sykurreyr-
inn.kl. 5 á morgnana til þess
að haegt'sé að ljúka sem mestu
áður 'en hitinn verður óbæri->
légur. Um 12-leytið er svo gert
hlé og síðan hafizt handa um að
ville og gekk að vanda niður að
höfn til þess að draga að sér
sjávarloftið, sá hann þetta sama
skip og komst að því, að eitt
rúm var autt. Stóðst hann nú
ekki mátið og réð sig á skipið
og kom því aldrei alla leið til
Home Hill. Þannig hafði eg ó-
afvitandi orðið til þess, að við
hittumst ekki aftur þarna.
— og kýrin hljóp
fyrir bílinn.
sigldi nú í eitt og hálft ár milli
Ameríku og ýmissa Kyrrahafs-
eyja.
— Segðu mér, er Kyrrahafið
eins kyrrt og blátt og sagt er?
— Já, það má rfú segja, eg
hef nú siglt um það í um það
bil tvö ár, og eg hef aldrei séð
það öðruvísi en spegilslétt og
skærblátt. Oft hugsaði eg um
mismuninn á því og hafinu
hérna heima eins og eg þekki
þekki það frá fyrri tíð.
Þær stjórna
— Þú varst í Ástralíu á1 dráttarbátunum.
Ólympíuleikunum 1956? I — Komstu aldrei til Kína?
— Já, eg var þar, en ekki! — Jú, núna síðast vorum við
komst eg nú á þá. Við vorum í leigusiglingum fyrir Kína, og
sigldum þar milli hafna eins og
t. d. Shanghai , Tsingtao, Kan-
ton og Hong Kong.
— Hvernig lízt þér á þig þar?
— Ekki vel, þar er sú mesta
eymd, sem eg hef séð. Þar er
lítið um vélamenningu og fólk-
ið virðist allt hálf hrætt. Þeir
vinna þar allan sólarhringinn,
og er þetta gert til þess að veita
sem flestum vinnu. Maður sér
þar líka kvenfólk við hvers kon-
ar störf, sem karlmenn myndu-
aðeins vinna annars staðar. Þær
eru t. d. í steypuvinnu, keyra
hjólbörur, og síðast en ekki
sízt, þær eru skipstjórar á
dráttarbátum!
— Og þegar þið hættuð að
sigla fyrir Kína?
— Þá sigldum við til Singa-
pore og til Afríku og síðan til
Englands. Þegar þangað kom,
fannst mér eg vera kominn svo
nálægt íslandi, að eg yrði að
fara heim. Eg brá mér til Hull,
náði þar í Fjallfoss og sigldi
heim til Vestmannaeyja.
íslenzka í
Pago Pago.
— Hvar hefur þér nú líkað
bezt, úr nógu er að velja?
— Mél líkaði bezt á Tahiti.
Þar eru allir svo frjálslegir,
veðrið er dásamlegt, og menn
láta sig daginn á morgun engu
skipta.
— Hittirðu nokkurn tíman
íslending á meðan þú varst í
þessum Kyrrahafssiglingum?
— í fyrra þegar eg kom einu
sinni til Pago Pago og fór i
land ásamt nokkrum félögum
mínum og inn á krá þar, var
mér sagt að þar væri nú stadd-
ur íslendingur. Mér fannst þetta
heldur ótrúlegt, en þá kom til
mín maður og ávarpaði mig á
íslenzku. Þetta reyndist vera
Erling Brunborg, sem var þarna
á ferð á gamalli björgunar-
skútu. Þetta var undarleg til-
viljun, því að eg hafði séð hann
heima hjá móður hans í Noregi
einum sex árum áður, þegar
við Gísli komum fyrst þangað.
— Hvernig finnst þér svo að
að vera kominn heim aftur?
Ertu að hugsa um að setjast hér
að eða langar þig út aftur?
— Það er alltof gott að koma
heim, en um farmtíðina er eg
alveH óráðinn.
F. Björns.
Þannig veiða menn í soðið á Suðurhafseyjum.