Vísir - 15.12.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni lieim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
okeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Fimmtudaginn 15. desember 1960
Húskruni
' íbúðarhúsið Vestribær
Merkisnesi í Höfnum brann s.l.
mánudagskvöld.
Þegar eldurinn varð slökkt-
ur stóðu aðeins uppi útveggir
liússins. Allt annað vap brunn-
ið. Missti Valgeir Sveinsson er
bjó í húsinu ásamt konu sinni
óg börnum alit innbú sitt í elds-
voðanum.
Það var um kl. 9 um kvöldið
að slökkviliðinu í Keflavík var
gert viðvart um eldinn og einn-
ig slökkviliðinu á Keflavíkur-
Flugvelli. Miklir erfiðleikar
voru á slökkvistarfi vegna
vatnsskorts.
Enn leynivín-
sali tekinn.
Enn tók lögreglan hér í bæn-
um einn leynivínsala í nótt.
Var það leigubílstjóri sem
lögreglan stóð að sölu áfengis
og hefur þessi bilstjóri verið
kærður áður fyrir sömu sakir.
í sambandi við þetta skal
hér með leiðrétt frásögn á Vísi
s.L mánudag um töku leyni-
vínsala, sem kærður hafði ver-
ið þrívegis áður á þessu ári.
í fréttinni stóð að sá maður
hafi neitað að láta leita í bíl
sínum nema að undangengnum
úrskurði. Þetta var á misskiln-
ingi byggt. Sá maðurinn sem
krafðist úrskurðarins hafði
ekkert áfengi í bifreið sinni
þegar leitin var gerð. Hins veg-
ar skeði það í þetta sama skipti,
að sá hinn margbrotlegi, sem
blaðið skýrði frá, var þá tek-
in í fyrsta skipti á þessu ári og
fundust við leit í bílnum hans
9 flöskur af vínanda. Biður
'blaðið hlutaðeigendur afsökun-
ar á þessu mishermi.
I
Varamaöur Lumumba krefst
víiurkenníngar sem forsætisráih.
Msrgra ára borgarstyrjöSd, ef gæzluSlð
S.jjj. yrði flutL frá Kcngé.
Ernsl Wiese, heitir austurrískur hlaðamaður, sem undanfarna
9 mánuði hefur ferðast tæpa 50.000 km. á landi á leið til Ástralíu
og Nýja Sjálands. Á ferðalaginu hefur hann notað bifreiðina
liér að ofan. Hann hefur ekki farið venjulega þjóðvegi, og er
myndin hér að ofan tekin á Súmötru, en þar var cinna erfiðast
yfirferðar.
Fjarlægð verði hús
við Hverfisgötu.
Mtis levknuhöll rrd
Mikln ttÞrtj ?
Enn hefur einn blakkur leið-
togi sligið fram og krafist við-
urkenningar. Er sá Gisanga, að-
: stoðar-fórsætisráðherra f stjórn
Lumumba, sem nú situr í fang-
elsi í herbúðum liðs Mobuto
ofursta.
Hefur Gisanga skrifað Dag
Hammarskjöld um þetta og
einnig tilkynnt Mobuto hvaða
kröfur hann geri. Hann segir,
iað Lumumba sé meinað að
i ■
rækja hlútverk sitt sem lögleg-
ur forsætisráðherra, sökum
fangelsisvistar sinnar, en hann
sé forsætisráðherra hinnar einu
löglegu stjórnar landsins, sem
hann (Gisanga) ætli nú að veita
^forstöðu í forföllum Lumumba
'með aðsetri í Stanleyville, er
nú sé höfuðborg landsins.
Dag Hammarskjöld liefur
farið fram á aukinn stuðning
til þess að Sameinuðu þjóð-
irnar geti innt af hendi hlut-
verk sitt í Kongó. Hann tel-
ur margra ára borgarastyrj-
öld framundan í Kongó, ef
hver af annarri hinna 18
þjóða, sem þar hafa lið, flytja
það heim. Enn mun ekki haf-
inn brottflutningur neituiarj
þeirra.
'Erlander forsætisráðherra
N» hylgju-
lengd.
Ríkisútvarpið tók í morgun
að útvarpa á nýrri bylgjuilengd,
1435 m í stað 1648 m áður.
Þessi ráðstöfun mun fyrst og
fremst hafa verið gerð til þess
að firra hlustendur truflunum,
en úti um land mun hafa borið
Nokkrir forsvarsmenn fyrir-
tækja við Hverfisgötu hafa
skrifað bæjarráði bréf, þar sem
bent er á nauðsyn þess að fjar-
lægð verði hús hau, sem víða
standa út í götuna.
Þessi hús, sem byggð voru
áður en breikkum götunnar var
ákveðin hafa staðið þarna um
áratuga skeið og þau torvelda
talsvert umferðina vegna þess
hve þau þrengja að akbraut-
inni. Sá háttur hefur verið
hafður á um þetta, að um leið
og hús hefur verið rifið og nýtt
bvggt í staðinn hefur bað verið
fært upp í lóðina með hliðsjón
af breikkun götunnar.
Nú þykir hinsvegar ýmsum
á því, að erlendar stöðvar, sem
sent hafa á svipaðri bylgju-
lengd og íslenzka útvarpið hafi
truflað sendingar þess.
Kennedy valdi McHamara fyrir
iandvarnaráikerra.
John F. Kennedy, verðandi
forseti Bandaríkjanna, tii-
kynnti í gær, að Robert Mc-
Namara hefði fallist á tilmæli
sín um að verða landvarnaráð-
herra Bandaríkjanna, í hinni
nýju stjórn demokrata, sem
tekur við í janúar.
McNamara er 44 ára. Hann
er nýtekinn við sem forstjóri
Fordverksmiðjanna og verður
’af 3Vz millj. dollara tekjum á
næstu 4—5 árutn, vegna þess
að hann varð viðbeiðni Kenne-
dys. — Þessi skipan í embætti
er talin sýna, sem og aðraf, að
Kennedy leggi áherzlu á að fá
menn í stjórn sína sérfróða á
sviði véltækni og fjárhagsmája,
og er minnzt á eldflaugavarnir
og efpaiiagsaðstoð í þvi sam-
I bandi.
eigendum fyrirtækja við Hverf-
isgötu, og öðrum sem þar eiga
hagsmuna að gæta, vera seina-
gangur á breikkun götunnar og
hafa því farið fram á það við
bæjarráð, að gatan verði breikk
uð og húsin fjarlægð, sem enn
standa út í götuna.
Enda þótt hér sé um ákjósan-
lega lausn að ræða, myndi hún
sennilega kosta bæjarfélagið
meiri peninga en það getur
varið til þess arna í skjótri
svipan. í flestum tilfellum
myndi bærinn verða að kaupa
bæði húsin og lóðirnar og síðan
að láta rifa húsin, en allt þetta
kostar geypi fé.
Bæjarráð hefir visað þessari
málaleitan til umsagnar borg-
arlögmanns.,
Á sama fundi bæjarráðs var
rætt um læknahús — svokall-
að Domus medica —- sem lækn-
ar höfðu fengið fyrirheit um
að byggja mætti á lóðinni við
Miklatorg, sem er vestan við
Eskihlíðarbæinn gamla. Á
þeirri lóð stendur nú strætis-
vagnabiðskýli og söluskáli Gils
Sigurðssonar. Lagt var fram á
bæjarráðsfundi umsögn lóða-
,nefndar, sem hafdi si^fchvíjð
við mál þetta að athuga, m. a.
varðandi bílastæði og að-
keyrslu, en bæjarráð ákváð að
leita umsagnar skipulagsstjóra
um það.
Svía hefur nú lýst yfir i svari
til Nkrumah forseta Ghana,
sem skrifaði stjórnum allra 18
ríkjanna um burtkvaðningu
heriiðs frá Kongó, að sænska
stjórnin hyggist ekki kveðja
heim lierlið sitt frá Kongó eins
og sakir stæðu, og Nehru hef-
ir lýst hinu sama yfir fyrir hönd
Indlands svo sem fyrr hefur
verið getið.
Einn af ritstjórum Times í
Lgndon flutti erindi um Kongó
i brezka útvarpið í gærkvöldi.
Hann komst að sömu niður-
stöðu og Hammarskjöld, að
borgarastyrjöld mundi brjótast
út um allt Kongó, ef gæzlu-
liðið yrði kvatt burt.
Frh. á 11. s.
Unt 200 manns
fórust vestra.
Seinustu fregnir frá Banda
ríkjunum herina, að nær 200
menn hafi farizt af völdum
hríðarveðursins, sem fór yf-
ir talsverðan hluta Bandar-
•íkjanna um s.l. hel.gi.
Vart munu bó öll kurl
komin til grafar emi.
Kertasníkir flýgur til Horna-
fjarðar á laugardag.
Færir börnunum þar jólagjafir og
heldur happdrætti fyrir þau.
Jólasveinninn Kertasníkir
flýgur á vegum Flugfélags Is-
lands til Hornafjarðar á laug-
ardaginn kemur og hyggst
gleðja börnin bar á ýmsan hátt.
Efnt verður til samkomu í
Höfn í Hornafirði, þegar Kerta-
sníkir kemur austur þangað.
Þar afhendir hann börnunum
jólagjafir, sem hann hefur með-
ferðis, og síðan heldur hann
happdrætti, þar sem verður
margt góðra vinninga, svo sem
reiðhjól og fleira.
Þetta er svo sem ekki í
fyrsta sinn, sem Kertasníkir
flýgur með Föxunum. Hann
hefur líklega gert það fimm
sinnum áður, í fyrra flaug hann
til Sauðárkróks, en árin áður
fór hann til Akureyrar, ísa-
fjarðar, Egilsstaða og Vest-
mannaeyja, og er ekki að því að
spyrja, að hann er börnum alls
staðar aufúsugestur og sjálf-
ur þykir honum feikigaman að
fljúga og hitta börn sem víðast
um land og er Flugfélaginu á-
kaflega þakklátur fyrir að gefa
sér kost á þessum ferðum.
Rússneska vélin kom aEdrei.
Átti að sækja hingað sjúkan mann.
1 gærmorgun fékk flugum-
ferðarstjórnin á Reykjavíkur-
flugvelli tilkymiingu frá rúss-
neskum stjórnarvöldum þess
efnis, að von væri hingað á
rússneskri farþegaflugvé! (Hj-
ushin 14), til að sækja veikan
mann í rúsneska sendiráðinu í
ReykjaTÚk.
Síðar dags kom síðan tilkynn-
ing um það að hætt væri við að
senda vél þesga hingað, og er
ekki vitað hver ástæðan var
fyrir því, né um sjúkleika sendi-
ráðsmannsinsmannsins.
Iljushin 14 flugvél hefur aldr-
ei sezt hér á Reykjavíkurflug-
völl. Þeim svipar í útliti nokk-
uð til Convair flugvélanna, 2ja
hreyfla, með nefhjóli. Tekur um
30 farþega. Þessar vélar eru
mikið notaðar af tékkneskum
ílugfélögum og pólskum, og
fiokkaðar som. „medium range
airlinér“, eða - farþegavél rpeð
meðal flugþol.