Vísir - 22.12.1960, Page 9

Vísir - 22.12.1960, Page 9
Fiœmtudaginn 22. desembei 1960 VÍSIR Bókaútgáfan HILDUR félagið og bókaútgáfan Helgafell í félagi gefa út heildarsafn af skáldverkum Gunnars Gunn- arssonar í 7 stórum bindum samtals rúmar 5000 blaðsíður. Fyrsta bindið er nú komið úc en í því eru Borgarættin og Ströndin. Abit&nna bókaíélagið Helgafell Dulræn öfl eru til. Lððnrence Tempie: Ósýnileg vernd. Halldóra Sigurjóns- son þýddi. Víkurútgáfan 1960. Bg minnist þess, að þegar eg var aS alast upp, þekkti eg margt fólk, sem hafði mikinn áhuga á andatrú og sálarrann- sóknum, eins og þær eru fram- kvæmdar af alþýðufólki. Eg hafði að vísu ekki mikinn á- huga á þessum efnum, en samt enga andúð. Oft hef eg leitt hugann að því, hvort ekki væri eitthvað merkilegra bak við þær rannsóknir, heldur en vantrúaður maður hyggur. Eg hef komizt að því, að vel er vert að gefa mörgu af því, sem anda- trúarmenn leiða í Ijós, nokkurn gaum. Þess vegna las eg þessa bók og get hennar að nokkru. Ósýnileg vernd er þýdd af Halldóru Sigurjónsson. Mér er sagt, að hún sé þekkt sem mið- ill. Er það mikill kostur að slik bók sé þýdd af manni, sem hef- ur þekkingu á þeim viðfangs- efnum sem bókin lýsir. f bók- inni er sagt frá reynslu manns, andlegri reynslu. Hann komst að raun um, að hann var undir andlegri vernd og öðlaðist næmi fyrir ósýnilegum áhrifa- öflum. Höfundi bókarinnar er sagt fyrir um ýmislegt, óorðna atburði og fleira sem máli skiptir. Oft er mjög athyglis- vert, hvernig þetta kemur fram og uppfyllist í raunveruleikan- um. Þetta eru allt forvitnilegir hlutir sem gaman er að kynnast. Höfundur bókarinnar ræðir einnig um sannanir fyrir endur- holdgunarkenningunni. En það er kenning, sem lengi hefur verið við líði og margir aðhyll- ast. Margt er athyglisvert, sen. kemur fram í bókinni um þessi fræði, en eg get ekki lagt dóm á gildi þeirra kenninga, til þess skortir mig alla þekkingu. En hitt veit eg, að marga mun fýsa að kynnast þessum efnum af lestri og er því ástæða til að minna á þessa nýútkomnu bók. Eg hef um aratuga bil safnað dulrænum sögum af vörum al- þýðuiólks. Margar þessara sagna eru þannig, að þær gætu verið í fullu samræmi við frá- ságnir þessarar bókar. Eg er vel vitandi þess, að dulræn öfl eru til, sem á margan hátt af fenginni reynslu fólks, sam- ræmast hvorki hugmyndum sál- fræðinga né trúarbragða. En hins vegar er margt, sem greint alþýðufólk hefur tekið eftir af reynslu og samanburði um þessi | efni mjög athyglisvert. Það er því ánægjulegt, að fá á íslenzku bók, sem svipar til sams konar reynslu og fyrir er í sögnum þjóðarinnar, og flest alþýðufólk hefur ánægju af. Bókin er því alls ekki ómerk, þó að hún hafi ekki bókmenntalegt gildi í venjulegri merkingu. Jón Gíslason. Doddi í leikfangalandi. Enn ný Doddabók, stærri og skrautlegri en fyr. I nv onn oin MnrlriokAlrin _-• -Y i_ a Nú er enn ein Doddabókin komin út, eins og fyrir síðustu jól, þá held ég að lyftist brúnin á litlu krökkunum, því að flest ir litlir krakkar kannast við Dodda og finnst hann ákaflega skemmtilegur. og það er ekki nema von, því að það gerist ætíð eitthvað skrýtið í hverri nýrri Doddabók. Þessi nýjasta heitir Doddi í leikfangalandi, og hún er stærri í broti og myndarlegri en hin- ar Doddabækurnar, sem á und- an eru komnar út á íslenzku. Hún er í miklu sterkara bandi. Það þýðir ekki annað, því að krakkarnir þurfa að lesa sömu bókina aftur og aftur. Doddi er svo fádæma skemmtilegur, að það er alltaf hægt að hlæja og hlæja við hvern lestur. Að ég nú ekki tali um myndirnar. Það er aldrei hægt að fá sig full- saddan á að skoða myndirnar. Maður skellir upp úr nærri því í hvert sinn, sem maður lítur á þær. Og þær eru í mörgum lit- um, alla vega litum. j Mann langar svo sem til að segja eitthvað frá ævintýrum Dodda í leikfangalandi, en það má ekki. Það þýðir ekki að eyði leggja spenninginn fyrir öllum þeim ótal krökkum, sem vilja lesa sjálf um Dodda. Það er al- veg makalaust hvað þessi bók* arskrifari Enid Blyton getur gert þetta spennandi. Og mvnd . irnar eftir Bleek, þær eru sko ekkert blávatn. Gult og rautt og grænt og blátt og ég veit ekki hvað. Gunnars Gunnarssonar Gunnar Gunnarsson er einn þeirra örfáu íslendinga, sem borið hefur hróður ættjarðar sinnar meðaí menntaðs fólks víða um heim. Bækur hans hafa verið þyddar á fjölmargar tungur og sumar hafa verið prentaðar í um milijón eintökum. Segja má með réttu, að söguefni Gunnars Gunnars- ■sonar séu líf islenzkrar þjóðar frá upphafi byggðar í landinu. íslenzk náttúra, íslenzkur hugsunarháttur, íslenzk örlög, íslenzkt landnám í þúsund ár eru við- fangsefni hans og orkulindir skáldskapar haiis. Þessi efni hefur hann sveigt undir kröfur strangrar listar, fært þau heiminum í „merkum skáldsögum, islenzk- um- alþjóðlegum lifandi, listrænum bókmenntum‘‘, eins og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor hefur nefnt verk hans. Hver sá íslendingur, sem bókmenntir les, ætti að eiga skáldverk þessa öndvegishöfundar, jafnt sem fslendingasögur. Þau eru þess eðlis, að því meiri verða þau, þeim mun betur sem þau eru lesin. Þetta er áramótabókin

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.