Vísir - 22.02.1961, Síða 10

Vísir - 22.02.1961, Síða 10
10 VISIR Miðvikudaginn 22. febrúar 1&61 JENNIFER AMEB: awuca- ARFURIl 23 — Þarna er það, sagði hann. Tunglið var komið upp og 'henni fannst húsið töfrandi þarna er hún sá það í fyrsta skipti. Það var langt og lágt, og silfur- hvítt í tungsljósinu. Það stóð'eitt sér, og henni fannst það mjög hvítt, mjög afskekkt og mjög prýðilegt. Hún fann til metnaðar, að vera eigandi þess, þarna sem hún sat og virti það íyrir sér. Áður hafði þetta aðeins verið eign, sem hún ætlaði að sclja. Nú íannst henni þessi staður eiga einhverjar rætur í henni sjálfri. — Akið þér þángað, sagði hún við bílstjórann. — Eg skal aka yður að hliðinu, en ekki feti lengra. — Hvers vegna ekki? —; Duppíarnir ráða húsum þarna á nóttinni, og nú er komin nótt, ungfrú. Eg vil ekki fara þangað.... Hann sagði þetta svo ákveðið að hún skildi að það var tilgangslaust að þrefa við hann uin það. — Það er betra að þér látið mig aka að gistihúsinu. — Nei, sagði hún einbeitt. — Ef þú vilt ekki aka nema að hliðinu þá aktu að hliöinu. Svo labba ég niður að húsinu. Eg verð að tala við Kurtz lækni áður en ég fer í gistihúsiö. Eg þarf að spyrja hann um ýmislegt. — Þá þaö, ungfrú. Á ég að bíða eftir yður hérna? — Já, gerðu það. Hann dirfðist að fara út úr bílnum og opna hliðið fyrir henni, og þegar hún fór inn gat hún ekki stillt sig um að segja: — Mér finnst það flónska af þér, Charlie, að vera svona hræddur við drauga. Eitthvað vinnufólk hlýtur að vera i húsinu. Ekki er það hrætt. — Þar er ekkert vinnufólk á nóttunni, ungírú. Eg hef heyrt að það hafi verið hérna á nóttunni, fyrst í stað eftir að læknir- inn fór hingað. En duppíarnir liðu það ekki. Þeir ráku það út á kvöldin. Og nú er vinnufólkið hér aðeins á daginn. — Jæja, Charlie. Eg kem bráðurn aftur, sagði hún. Það var lengra heim að húsinu en hún hafði haldið. Janet gat ekki að því gert að henni fannst undarlegt að húsið skyldi vera byggt svona langt úti á tanganum. Hvers vegna hafði bkð ekki verið byggt uppi í ásnum? Þaðan hefði verið útsýni yfir sjóinn, og þar var ekki mýri, eins og hérna. Það var upphlaðinn vegur yfir mýrarsundið, víða hafði sjórinn brotið landið og myndað lón, og sumstaðar sá á trjáræturnar í bökkunum. Hún leit kringum sig og það fór hrollur um hana, því að þarna var sannasf að segja óhugnanlegt, og svo hafði hún heyrt að mýrarnar væru bezta eldistöð fyrir moskítófluguna. Allt í einu var komið rok og vindaský bar fyrir tunglið annað veifið, svo að aldimmt var kringum hana.... Nóttin var heit, sem samt skalf Janet. Og aftur heyrði hún þessa innri rödd, sem alltáf var að hvísla: „Varaðu þig! Varaðu þig!“ —• Eg má ekki láta allt þetta bull ná valdi á tilfinningum miilum, sagði hún upphátt og greikkaði sporið. Tánginn sem Taman House stóð á var örmjór. Hún heyrði öldurnar gjálpa við fjörugrjótið á báðar hliðar. Tunglið faldi sig bak við skýin, svo að hún átti bágt með að finna dyrnar. Hún barði. Það var ekki að sjá að nokkur dyrabjalla væri þarna. Hún heyrði engan umgang inni í húsinu. Hún beit á jaxlinn. rétti upp höndina og barði eins fast og hún gat. Nú heyrði hún fótatak inni. Svo heyrði hún að þungum slag- brandi var skotið frá, dyrnar opnuðust í hálfa gátt og ofurlítil skima sást inn, eins og frá smá-ljóskeri. — Hver eruð þér og hvað viljiö þér? sagði karlmannsrödd. Þetta var ókunn rödd, en samt fannst henni eitthvað kunnug- legt við hana. Hún hafði heyrt þessa rödd einhversstaðar — ein- hverntíma. — Mig langar til að fá að tala við Kurtz læknir. Röddin var gróf og ruddaleg, og enn sá hún ekki framan í manninn sem talaði. Hún reyndi að gægjast inn i anddyriö, en gat ekki betur séð að maðurinn héldi ljóskerinu þannig, viljandi, að hún gæti ekki séð framan í hann. Og nú varð hún reið. —■ En ég heimta að fá að tala við hann. Eg er komin alla leið frá London til að tala við hann. Það er ég sem á þetta hús. — Eruð þér Jan-------. ... Wood? — Já. Löng þögn. Svo opnaði hann dyrnar og sagði: — Komið þér inn. En hún fór ekki inn strax. Það var eins og einhver væri að hindra hana í að fara inn i anddyrið. En hún vildi ekki láta undan hræðslunni, enda var hún hingaö komin í þeim erindum að taia við leigjandann. Loks steig hún inn fyrir þröskuldimi. Forstofan var ferhyrnd, og fornlegur paneil á veggjunum. Það var dimmt þarna, — ekki önnur birta en frá ljóskerinu. Maöurinn hélt því þannig, að hann gat séð hana betur en hún hann. En samt gat hún gert sér grein fyfir hvernig hann var. Stór, fallega vaxinn, með dökkt hár, talsvert hæruskotið. Hann hafði áreiðanlega verið fallegur maður fyrir eina tíð. Hánn hafði öi á annari kinninni. Hún varð þess vör að hann horfði mikið 1 á hana, — vandlega og eiginlega ósvifnislega. — Viljið þér gera svo vel að segja dr. Kurtz að ég sé komin. — Eg var að segja, að læknirinn getur ekki talað við neinn i kvöld. Hann er ekki til viðtals. — Eigið þér við að hann vilji ekki tala við mig? En hann verður að gera það. Hann getur ekki átt svo annríkt. að hann geti það ekki. — Eg geri ráð fyrir að hann eigi það, sagði maðurinn. — Hann er að gera uppskurð. — Eigið þér við að einhver sjúklinanna hafi orðið veikur snögg- lega? — Já, einn þeirra varð veikur snögglega, eins og þér segið. — En.... ef ég kem aftur á morgun? — Hvar ætlið þér að verða í nótt? — Eg verð í gistihúsinu. — Það er ekki hægt fyrir yður að búa í gistihúsinu hérna. Þar er ómögulegt fyrir unga stúlku að vera eina síns liðs,. . . Röddin var hrjúf, en hann talaði eins og sá sem vald liafði og hefði heimild til að skipa fyrir. — Auðvitað get ég verið þar. Enihversstaðar verð ég að vera, úr því að ég hef farið þessa löngu leið til að tala við dr. Kurtz, ætla ég mér ekki að fara aftur til Kingston án þess að haía haft tal af honum. Og geti hann ekki talaö við mig i kvöld þá kem ég aftur í fyrramálið. — En það er óhugsandi fyrir yður að eiga að fara í petta gisti- hús, sagði hann aftur. — Þér verðið að gista hérna. — Gista hérna? Hún endurtók orðin eins og hún tryði þeim ekki. Og enn setti að henni hræðslukenndina, og nú lá henni við að æðrast. Hún nötraði, en reyndi að ná valdi á sér. En einmitt þessa stundina fannst henni að hún gæti sofið hvar sem vera skyldi, jafnvel úti í mýrinni — fremur en í þessu húsi. — Já, þér neyðist til að veröa hérna, sagði hann ákveðinn. — Eg skal sjá yður fyrir herbergi. — En ég get það ekki — ég vil miklu fremur aka til gistihúss- ins, hvemig sem það er. — Eg ég á við.... þetta er vel boðið, en ég vil ekki gera yður ónæði, hema.... herra.... — Við höfum laust herbergi, sem þér getið sofið í. Enginn þarf að rýma fyrir yður. Eg heiti Lawton. — Eg hef heyrt minnst á yður, herra Lawton. — Jæja? Og hvað hafið þér heyrt? Röddin varð hörö. — Ekki annað.... ekki nema að þér séuð ráðsmaður dr. Kurtz. — Ekkert fleira? — Nei, ekkert fleira. Svo varð þögn. Hún fann að nú horfði hann rannsóknaraug- um á hana aftur. Það var líkast og að hann vildi festa sér í minni útlit hennar — út í æsar. — Hvers vegna viljiö þér tala við dr. Kurtz? sagði hann. — Eg þarf að tala við hann um þessa eign. Eg vil selja hana. KVÖLDVðKUNNI Maðurinn hafði hagað sér framúrskarandi vel og það átti að láta hann lausan af geð- veikrahælinu. Hann ákvað að skrifa konu sinni og lýsa þessu. nýja frelsi sem var væntanlegt fyrir hann eftir 48 klukku- stundir. Bréfið var skrifað og hann tók frímerkið og vætti það með tungubroddinum. Frímerkið rann úr fingrunum á honum 1 og lenti á bakinu á kaka- lakká, . sem skreið á gólfinu. Náunginn horfði á hið gangandi frímerki líða upp véggihn og eftir loftinu. ( — Hamingjan góða, sagði hann. — Nú kemst eg aldrei út úr þessum stað. ★ Staðföst móðir við gamlan skólastjóra: — Eg vil að Albert sé kennt allt. Þar á meðal latína. — En latína er dautt mál, frú. — Hvað gerir það, svaraði hún, — Albert verður útfarar- stjóri. Læknir nokkur segir frá því, að hann hfi hitt dreng á járn- brautarlest ekki lángt frá New ork. Drengurinn var alltaf að sjúga upp í nefið og voru ferðamennirnir hneykslaðir á því. Loks tók kona nokkur upp á því að skipta sév af þessu: — Heyrðu litli manni minn, sagði hún ásakandi, hefirðu ekki vasaklút? — Jú, frú sagði drengurinn. — En eg lána hann aldrei ó- kunnugum. ★ R. Rurroughs -TARZAM- 3744 Það er rétt, sagði Tarzan. Matarbirgðir okkar eru allar að ganga til þurrðar, en við getum samt snúið við og: náð til baka ef þið viljið. En hvað yrði um okkur ef við 'WHAT IF WE CONTIMUEF/AS<EF TOC^OK. SAT6S.SET 717NT A CuSAKlNie-- héldujh ,áfram og komumst aldrei út úrþessari flækju? Við myndum svelta i hel eða deyja úr þorsta, kallaði Bob Cook. — Hvers vegna er hershöfð- inginn í svona undaVlegri að- stöðu, spurði vinurinn mynd- höggvarann. Myndhöggvarinn: —Já sjáðu til, þessi myndastytta átti í rauninni að vera af ríðandi manni. En svo komst nefndin að því að hún hefði ekki efni á að hafa hestinn. ★ Það hefir verið skrásett í Vestur-Þýzkalandi, að í Austur- Þýzkalandi séu hjónaskilnaðir tvöfaldir á við það, sem gerist í Vestur-Þýzkalandi. Ef annað foreldrið tælir börnin til þess að sækja kirkju, þá er það skiln aðarsök — og einnig ef annað foreldrið með framkomu sinni „hindrar stjórnmálalegar og fjárhagslegar framfarir". Nú hafa lög verið samþykkt í Vestur-Þýzkalandi, þar sem skilnaðarlög Austur-Þýzka- lands eru ógild í sambandsrík- inu. Þeir vilja ekki eiga það á hættu, að Austur-Þýzkaland verði nokkurskonar Reno í Evrópu. ■X- — Já, heyrðu Helgi, sagði læknirinn. — Þetta er alvar- legt mál. Þú verður annaðhvort að hætta við viskíið eðá missa sjónina. Helgi hugsaði sig um. — Jæja, læknir góður. Eg er nú orðinn gamall maður. Og mér dettur í hug að.eg hafi séð því nær allt, sem séð verður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.