Vísir - 10.03.1961, Page 1

Vísir - 10.03.1961, Page 1
12 síður q x\ I y 12 síður 11. árg. Fösludaginn 10. marz 1961 57. tbi. Færö tekin aö þyngjast allmikið á norðurleið. Holtavörðuheiði ófær í morgun, Öxnadals- heiði þó sennilega fær enn þá. — Hellis- heiði og hvalfjarðarleið opnar ■ morgun. Samkomulagið um Isnd- helgina samfiykkt í gær. Biommúnistar tveggja flokka boða samstjórn. Fóstbræður efna til nokk- urra skemmtana næstu daga, eins og Vísir hefur gctið, og er hin fyrsta í kvöld í Aust- urbæjarbíói kl. 23.15. Þeir eru ekki einir ábáti frekar, en síðast, er þeir efndu til kabarett-sýninga, bví að kvenþjóðin veitir þeim „drengilegan“ stuðning, eins; og ljóst er af myndinni hér | að ofan, sem tekin var á j einni æfingunni. (Ljósm.: ( Sveinn Þormóðsson.) Er Vísir spurði frctta hjá Vegamálaskrifstofunni •' morg- un, var færð enn allgóð liér sunnanlands, er snjóbyngra var er norður dró, og allar líkur á því að Holtavörðuheiði væri ekki fær sem stendur. Veður hér sunnanlands var svipað í morgun víðasl hvar, inn á veginn, og sama var að segja um Hvalfjarðarleiðina, en dálítill snjór var þar samt á veginum. j Síðustu fregnir af Holta- vörðuheiði hermdu, að hún væri ófær sem stendur. Þar; byrjaði að snjóa nokkuð í gær, en mestu hefur valdið rok, og allhvassar éljahryðjur, og náði hefur skafið þar á veginn. | vindhraði um 7 stigum í þeim. Frá Akureyri berast hins! Svipað veður var fyrir vestur- vegar þær fregnir, að Öxna- landi, en þó heldur lyngara dalsheiði muni enn vera fær, fyrir Vestfjörðum. Á norður- en hins vegar hefur verið þar landi vestanverðu gekk einnig snjókoma, og víst að íærð þar á með éljum, en birti eftir því muni vera tekin að þyngjast sem austan dró, og fyrir aust-- allmikið. urlandi var bjartviðri og úr-1 Ekki höfðu nánari fx-egnir jborizt fyrir hádegi. ■jr írsk hjón í London voru leidd fyrir rétt í Rugby, Eng landi. Bóndinn bauð konu sinni út að borða, en gat ekki borgað. Hann bauð að skilja konu sína eftir að veði þar til hann gæti borgað skuldina, en það var ekki þegið og fékk hann sjálfur máixaðar fangelsi. komlaust. Hellisheiði var fær í morgun, þótt nokkur snjór væri kom- Indland eyk- ur varnir. Indverjar munu auka útgjöd sín til landvarna á nætsa fjár- hagsári. í fjárlagafrumvarpinu, sem liggur fyrir þinginu í Delhi, er gert ráð fyrir heildarútgjöldum, sem nema 10.2 milljörðum rúp- ía (ca. 80 milljarðar kr.), og fer fjórðungurinn itl landvarna af ýmsu tagi. Útgjöld til varna hækkuðu um 160 milljónir rúpía frá síðasta ári. Ungverjar handteknir. Lundúnablöðin skýra frá oi- sóknum í Ungverjalandi gegn klerkastéttinni. Segja þau þetta vera í þriðja sinn, sem ofsóknarherferð sé farin þar gegn þeim á undan- gengnum 3 árum. Handteknir hafa verið um 700 klerkar og 300 leikmenn. Rysjuveður nyrðra. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Síðastliðinn sólarhring hefur verið rysjuveður með snjókomu á Akureyri og talsverður skaf- renningur. Fært er ennþá eftir öllum vegum í byggð í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, en vonzku- veður var á Öxnadalsheiði í morgun og talið var að Vaðla- heiði myndi hafa teppzt. f gær komu þrír vörubílar að sunnan til Akureyrar. Létu þeir mjög illa af færðinni á Holtavörðuheiði og allt norð- ur í Hrútafjörð, en þaðan var svo aftur á móti snjólétt úr því til Akureyrar. Vegui'inn á Öxna dalsheiði var nokkuð grafinn og illur yfirferðar eftir vatns- rennsli. Umræðum og atkvæðagreiðslu um tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi lausn landhelgisdeil- unnar við Breta lauk í gær. Tillagan var samþykkt með þrjátíu og þremur atkvæðum gegn tuttugu og sjö. AHar breyt ingartillögur stjórnarandsta^ð- inga við orðsendingu utanríkis- ráðherrans voru felldar. Hins vegar var tekið upp annað ör- nefni á einum þeirra staða, sem grunnlínurnar eru dregnar frá. Fundur sameinaðs Alþingis hófst á venjulegum fundartíma í gær. Einar Olgeirsson talaði fyi’stur og síðan Jón Skaftason, Guðmundur í. Guðmundsson, Bjarni Benediktsson og Lúðvík Jósefsson. Dómsmálaráðherra skýrði nafnabi'eytinguna og lagði fram skriflega breytingar- tillögu hennar vegna. í stað nafnsins Mýrnatangi kemur Meðallandssandur I, en það er talið réttara nafn. Annars er ó- ljóst um örnefni en Meðallands- sandur hefur áður verið notað, vo rétt þótti að taka það inn. Lúðvík Jósefsson, sem talaði síðastur lagði á það áherzlu í lok ræðu sinnar, að báðir stjórn- arandstöðuflokkarnir myndu ef þeir fengju meirihlutáaðstöðu til þess, eyða samningum við Bi-eta. Kai'l Kristjánsson gai þessa yfii’lýsingu á sínum tíma fyrir hönd Framsóknarflokks- ins. Vei’ður þessi yfirlýsing ekki skilin öðru vísi en svo að Framsóknarmenn og kommún- istar hyggist keppa að þvi að fá meirihluta við næstu kosn- ingar og setjast saman 'í rikis- stjórn. Allar atkvæðagi'eiðslur í gær fóru fi'am við' nafnakall, nema atkvæðagreiðslan um breyting- artillögu rikisstjórnarinriar. Hún var samþykkt með 51 sam- hljóða atkvæði, en breytingar- tillögur stjórnai-andstæðinga felldar með 33—27. Með atkvæðagreiðslunni er endanlega náð mikilvægum á- fanga á leiðinni til viður- kenndra yfrráða íslands yfir landgrunninu öllu. Bretar við- urkenna 12-mílna landhelgina og verulega útfærslu á grunn- línum á þýðingai’miklum veiði- svæðum. Eftir þetta er auðveldara að halda baráttunni áfram og rík- isstjórnin hefur gert brezku stjórninni ljóst að hún mun halda henni áfram. íslendingar munu standa sem einn maður að baki ríkisstjórninni í þeirri. baráttu. Lærði ekki að lesa og fékk 25 þús. kr. skaðabætur. Dómur sem vekur míkla athygli í Noregi. Frá fréttaritara Vísis. —' nám hans ekki. Hann var þó Osló í gær. ekki talinn alveg sljór, en kenn- Það eru mörg ár síðan Norð- arai’nir litu svo á, að ekki væri \ maðurinn Bjarne Petersen fór eðandi tírna á hann til lestrar- úr barnaskóla og kunni þá ekki kennslu. Niðurstöðui' dómsins að lesa. Fyrir nokkru höfðaði ^ voru þær, að skólastjóra og Bjarni mál á hendur skólayfir-1 kennurum Bjarna hefði borið völdunum og voru honum að koma honum í séi’kennslu dæmdar 25 þúsund n. kr. í þar sem hann hefði ef til vill skaðabætur vegna þess að lært að lesa. Bjarni er nú orð- skólastjórinn lét hann fara ó- inn stautandi og gat lesið dóm- læsan úr skóla og gerði ekki inn í máli sínu. Enda þótt hann tilraun til að koma honum í sé orðinn fullorðinn er hann lestramám annars staðar. ! nú seztur á skólabekk með ung- Bjarna gekk mjög illa að lingum til að fullnuma sig í þekkja stafina og lerigra náði lestri. Rússneskt geimskip: Hundur fór einn hring umhverfis jörðina. Rússar segjast fyrstir munu sentfa mannað geimskip á loft. 1 Rússar sendu í gær á loft fjórða geimskipið í tilrauna- j skyni vegna væntanlegra geim- j ferða manna, Þetta geimskip var hálft fimmta tonn á þyngd. Fór það einn hring umhverfis jörðina, en lenti síðan heilu og höldnu á fyrirfram ákveðnum stað í Rússlandi. Innanborðs var m. a. hundur, auk ýmissa rannsóknartækja. Það var haft eftir í’ússnesk- um vísindamönnum eftir til- raunina, að hún hefði í hví- vetna gefizt vel, en þó væri þörf á því að gera nokkrar slík- ar enn, áður en maður yrði sendur af stað út í geiminn. Bandarískir vísindamenn létu þess getið, er fréttist um árang- urinn af þessu geimskoti, að Rússar hefðu nú náð svo langt, að héðan af gæti þeim ekki tal- izt margt að vanbúnaði til þess að senda upp mannað geimskip. Því hefur verið lýst yfir í Moskvu, að Rússar muni verða manna fyi’stir til þess að senda mann í slíka för. Ungt fólk í íhaldsflokknum brezka er sagt mótfallið því, að kosningaaldur verði lækkaður úr 21 ári í 18. — Þctta er byggt á ályktunum og samþykktum í æskulýðs- félögtuTi flokksins.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.