Vísir - 10.03.1961, Blaðsíða 10
ML
VÍSIR
Föstudaginn 10. marz 1961
/7C
JENNIFER AMES:
, fwmca~
ARFUBim
39
,' Janet fannst að Heather langaSi til að hún yrði lengur. Og
hana langaði til þess sjálfa. — Já, þökk fyrir — ég ætla þá að
Síma, sagði hún. A
— Komið þér með mér. Þér viljið kannske þvo yður urn hend-
urnar líka. Við getum farið upp í herbergið mitt. Það er sírhi þar.
I Hún símaði og Kurtz virtist mjög áfram um að hún yrði lengur
og borðaði kvöldverð hjá Wyman. Heather hafði sest á rúm-
stokkinn. Janet tók eftir að hendur hennar skulfu, eins og hún
,væri ekki búin að ná sér enn eftir heimsókn Ferdysi
j — Þetta var leiðinlegt atvik, sagði hún loksins. — En eins og
ég sagði var það frekja af Ferdy að koma. Hann veit að allt er
„búið milli okkar. Og hann veit hvaða álit pabbi hefur á honum.
Janet svaraði ekki. Hún vissi það var von á meiru.
, — Yður gildir þetta einu, svo að ég ætti ekki að gera yður
leiðindi með þvi að tala um það.
— Jú, ég vil mjög gjarna heyra hvernig í þessu liggur.
— Jæja, þér vitið að við Ferdy höfum verið trúlofuð. Við höf-
•um þekkst árum saman, og við höfum alltaf___ okkur hefur
alltaf litist vel hvoru á annað. Og við skemmtum okkur afar vel
saman. Ferdy er einstaklega skemmtilegur, skal ég segja yður.
t — Eg kann einstaklega vel 'við hann, sagði Janet hlýlega.
— Já, það er satt — þér þekkið hann vel, sagði Heather og
HÚ brá fyrir fjandsamlegri grunsemd í augum hennar.
i — Nei, ekki vel. Við höfum aðeins verið saman eitt kvöld.
— Jæja, Ferdy kom hingað og heimsótti okkur, og það leyndi
sér ekki að pabba leist ekki á hann. Honum líkar yfirleitt illa
við blaðamenn, og þó verst við slúðudálka-blaðamenn, eins og
Ferdy. Auk þess finnst pabba líklega, að ekki sé neitt nógu gott
handa mér nema prinsar eða eitthvað í þá áttina. En min vegna
'aetlaði hann þó að taka Ferdy gildaíi, en svo___ hveraig gat
Ferdy verið svo vitlaus að skrifa þessa grein? Hún skaðaði bæði
hann sjálfan — og okkur.
— Hverskonar grein var það? spurði Janet. Hún var sest á
rúmstokkinn líka.
— Það var flónsleg—; flónsleg— grein um einhverja veslings
irinfædda leiguliða, sem áttu að fara burt af býlunum sínum.
Þeir áttu þau ekki, þó þeir hefðu búið þar árum saman. Þeir
áttu ekki einu sinni kofana, sem þeir bjuggu í. Pabbi stjórnar
íyrirtækinu, sem keypti allar þessar hjáleigur. Það er meiningin
"að reisa stórt gistihús á þessu landi. Einhver leiguliðinn náði í
Ferdy og þuldi fyrir honum langa raunarollu um meðf<;rðina á
sér, og að nú mundi hann svelta í hel. Og Ferdy fór beint til
pabba og bað hann um að hætta við söluna. Þér getið hugsað
yður hvernig pabbi tók því. Og þegar Ferdy sat við sii.n keip
,sagði pabbi honum að fara til fjandaris. Hann fór og skriíaði svo
þessa grein. Um leiguliða sem væri fleygt út á gaddinn. Og félag
pabba var kallað braskfyrirtæki auðvaldshákarla. Greinin vakti
feikna athygli, og þegar pabbi ók um Kingston fyrir skömmu
pékkti skrílíinn hann og kastaði grjóti í bílinn hans. Og' pabbi
varð að fresta framkvæmdunum og svipast um eftir lóð á öðrum
•stað. Þetta var hræðilega leiðinlegt, allt saman.
,; Janet sagði ekkert. Hún vissi sannast að segja ekki hvað hún
i ætti að segja um þetta.
— Hvað segið þér um þetta? Rödd Heather varð skarpari.
— Eg.. . .já, þetta kemur nú ekki mér við___
— Nei, að vísu ekki, sagði Heather óþolinmóð. En það væri nú
; gaman að heyra álit yðar samt.
— Eg tel víst að Ferdy hafi gert það, sem hann áleit rétt, sagði
Janet varfærnislega.
— Vitanlega gerði hann það. Eg held ekki að hann hafi gert
það til þess að ergja pabba, eingöngu. En hvers vegna gerði hann
þaif?
— Honum hefur líklega fundist að einhver yrði að geira það,
til þess að fátæklingamir misstu ekki hehnili og lifsuppeldi.
— Þér álítið þá að þetta hafi verið gert af eintómum mann-
kærleika?
— Já, ég er sannfærð um það, sagði Janet rólega.
— Þér eruð afleit og Jason, sagði Heather. — Hann tók líka
svari Ferdys. Eg hef ekki sagt pabba frá því, vegna þess að þá
mundi hann reka Jason af heimilinu viðstöðuiaust. Mig langar
ekki til að missa alla vini mína. Þá yrði drepleiðinlegt hérna.
Janet herti upp hugann. — En ef Ferdy hefur haft svona
mikla samúð með aumingjunum — finnst yður þá ekki aðdáun-
arvert að hann skyldi reyna að hjálpa þeim___jafnvel þó hann
ætti á hættu að missa yður fyrir bragðið?
— Hann vissi ofurvel, að það hlaut að kosta að hann missti
mig.
— En þér hefðuð getað stutt hann að málum — þó. faðir yðar
væri aðili að þessu. Þið voru trúlofuð!
— Styðja Ferdy! Gegn pabba! Þér þekkið ekki hann pabba,
annars munduð þér ekki tala svona. Mér var það ómöguJegt.
— Eigið þér við að þér séuð hrædd við hann
— Eg veit eiginlega ekki hvort ég er það, sagði Heather dræmt.
— En það er ekki auðvelt að standa uppi i hárinu á honum
pabba___ Jafnvel fyrir mig. Hann sýnist vera hægur og ljúf-
ur.... en okkur mömmu tókst aldrei að ráða við hann. Jafnvel
ekki mömmu.
— Ef þér hafið elskaö Ferdy.... byrjaði Janet, en Heather
tók fram í:
— Æ, elska.... Maður getur alltaf orðið ástfanginn aítur. En
ég get ekki skipt um föður, og ef ég brygðist honum mundi hann
aldrei fyrirgefa mér. Það væri úti um mig þá.
— Mundi það skipta miklu máli, ef þér væruð giffc manni,
sem þér elskuðuð? sagði Janet.
Heather baðaði út höndunum. — Þér eruð tepruleg. Ástin get-
ur fokið út í veður og vind, og hvað verður þá, ef maður er pen-
ingalaus? Nei, Ferdy var flón, og nú ve'rður hann að súpa af því
seyðið. Við verðum að gera það bæði. Hún spratt upp af rúm-
stokknum og Janet sá tár í augunum á henni. — Afsakið þér að
ég er að gera yður leiðindi með þessu, sagði hún. — En ég mátti:
til með að tala um það___ Ef þér viljið laga yður eitthvað til
þá er hérna allt, sem þér þurfið á að halda. Eg verð liklega að
líta eftir hvernig hinu fólkinu -líður. Þér komið svo þegar þér
eruð tilbúin.,.. Hún gekk hratt út úr herberginu.
Janet þvoði sér um hendurnar og strauk greiðu gegnum hárið.
Svo fór hún út á svalirnar og horfði á útsýnið. Það var svalt úti,
og hana langaði allt í einu til að vera ein um stund.
Samúð hennar var með Ferdy, en samt vorkenndi hún Heather,
því að það var svo að sjá að henni þætti vænt um hann og hún
var augsýnilega raunamædd yfir þvi, sem gerst hafði. En það
var aðeins Heather sjálf, sem nokkru gat áorkað í þessu máli, og
hún var líklega hrædd við föður sinn — eða réttara sagt um að
missa peningana hans.
Janet var i þann veginn að f ara inn aftur er hún heyrði manna-
mál í myrkrinu. Hún gat ekki stillt sig um að bíða úti, er hún
heyrði Jason segja: — Jú, víst er hann hérna út frá. í þessu
ískyggilega sjúkrahæli. Eg hef heyrt að Kurtz hafi dyttað að
skjánum á honum til að gera hann óþekkjanlegan, en maður þarf
ekki á andlitinu að halda til þess að þekkja hann. .
Þeir reyna sjálfsagt að koma honum burt hið fyrsta, eins og
hinum, sem hafa verið þarna.... Eg hef haft grun um þetta
lengi. Það var hin djúpa rödd Hartsons sem talaði.
— Já, og í þetta sinn skulu þeir ekki ganga úr greipum. Þeir
hafa verið óskiljanlega heppnir hingað til. Og skrambi duglegir.
Þetta stóð allt heima, þá loks við komumst á sporið eftir þeim.
Kurtz varð' að hafa eitthvað til að lifa af, og við vissum ao hann
hafði verið snillingur í að breyta andlitum. Það var þess vegna
sem hann sat inni — hann hafði hjálpað sakamönnum með
þessu — til að komast undan. Við höfðum auðvitað enga endan-
KVOLDVÖKUNN!
íri, sem hafði fengið sér held-
ur um of í staupinu, varð af-
skaplega hnugginn yfir hegð-
an sinni og ákvað að fara og
ganga til skrifta. Presturinn
sá hvernig ástatt var um mann-
inn og sagði Ijúfmannlega:
— Það er betra að geyma
þetta þangað til í næsta sinn,
Pat. Farðu nú heim og farðu í
rúmið eins og almennilegur
maður. Þú hefir þó ekki drepið
neinn, er það? '.
— Vitanlega ekki, muldraði
Pat og fór. Á leiðinni 'heini
hitti hann vin sinn Tim Mur-
phy, sem ætlaði líka að gangá
til skrifta.
— Það er ekki til neins fyrif
þig að fara að finna hann í
kvöld, sagði Pat. — Faðirinn
hlustar bara á skriftir um
morðmál í kvöld.
. • œææææææææææææææææææææææs ææææææææææææææææææææaÆeææ
R. Burroughs
-TARZAN-
3757
Tarzan skreiddist á fætui
i og fór til'félaga sinná. Eg
•v| hefi aldrei séð. nokkurn
1 mann hlaupa svona hratt,
LATION WAS
SUPTEnLV
srorm'svAJM
A!^7 Sf EAK—
sagði hann„ Þéim gafst ekki
tóm.-til að velta vöngum yfir
þessum átburði þvi hvinur
FOLLOWEC P/THE KAflT'
AffeOACU OF FIECGE AN7
7ETEKÍMNE7 WAKKIOKS1.
________ Q-Z6-?57f
af spjóti kom þeim til að
hrökkva saman. Spjótið
festist í tré yfir höfði Tarz-
ans og brátt voru þeir um-
kringdir af grimmdarlegum
vopnuðum svertingjum.
Ágóði varð
45 þús. kr.
Eins og bæjarbúum mun'i
fersku minni hélt Hljómsveit
bandaríska flughersins í Ev-
rópu 3 hljómleika í Austurbæj-
arbíói, þ. 9., 10. g 11. febrúar
s.l., á vegum Lionsklúbbsins
„Baldurs".
Skyldi öllum ágóða af hljóm-
leikunum varið til þess að
stofna sjóð til áhaldakaupa fyr
ir Barnaspítalann, svo sem
lækningatækja, rannsókna-
tækja o. fl. Hljómleikarnir voru
vel sóttir, og nutu áheyrendur
hinnar frábæru tónlistar, ev
hljómsveitin flutti, sér til. ó-
blandinnar ánægju.
Nú hefur formaður Lions-
klúbbsins Baldurs, Jósef Björns
son fulltrúi, afhent formanrii
Kvenfél Hringsins upphæð er
nemur'kr. 45.123.00, sem er á-
góðinn af hljómleikunum.
Kvenfél. Hringurinn þakkar
hjartanlega þá einstöku velvild
og skilning á starfi félagsins, ex
þeir klúbbfélagar hafa sýrit
með því að beita sér fyrir þess-
ari fjáröflun. Einnið er ljúft að
bera fram þakkir til þeirra að-
ila bandaríska varnarliðsins
hér á landi, sem hafa lagt þessu
máli lið, af mikilli höfðingslund
og síðast en ekki sízt, til Hljóm
sveitar bandaríska flughersins
í Evrópu.
Hin „eíaiu, sönnit"
ástarbréf Shaws.
Fundist hafa um 300 bréf,
sem Bernard'Shaw skrifaði
konu sinni — mör)> þeirra
áður en bau giftust. Þau
verða gefin út af kunnum
manni, Dan H. Lawrence,
sem segir þetta hans einu og
sönnu ástarbréf, en Shaw
liai'ði annars gaman af að
skrífa vinkonum sínum, en
sennilega hafa þær — og
lesendur þeirra síðat meir,
lesið meira úr þeim cn Shaw
mun hafa gert ráð fyrir.