Vísir - 10.03.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 10.03.1961, Blaðsíða 3
Fösiudaginn 10. marz 1961 VfSIR g , ■ .........; )■ - — ■■■—«- _ ■_■■■■ ■ • ... _ lll LÉTTMETI lll Eins og sagt hefur verið frá á þessari síðu, þá er hin fræga Marilyn Monroe nú með öllu skilin við mann sinn, leikritaskáldið Arthur Miller. Það vakti strax í upphafi athygli, að skáldið yfirgefa fyrri konu sína, til að giftast MM, sem fram t.il þess tíma var aðallega þekkt fyrir kyn- þokka sinn. Að vísu tókst Miller að gera leikkonu úr henni, en ánægð var hún ekki. Metorðagirnd hennar og þrá eftir sífellt nýjum persónu- legum sigrum fékkst ekki samrýmzt hjónabandinu, og nú er hún lögð upp í nýja leit að stærri sigrum — ein síns liðs. — Myndin hér á síðunni birtist á þennan hátt í er- lendu tímariti fyrir nokkru., og á að tákna hinar tvær stefnur í lífi hennar sem háfa togazt á — löngun eftir sálarfrið- og frægð. PÓLSKI „KJALLARINN" Hvernig svo sem menn líta á mál- ið, þá verður ,,kjallarinn‘‘ okkar hérna í Reykjavík að teljast heldur óvistlegur næturstaður. Nú er það fyrirbrigði hins vegar ekki aðeins íslenzkt, að menn finnist öfurölvi á almannafæri. Nýlega lásum við grein i ensku blaði um hvernig þeir fara að í slíkum tilfellum í Póllandi, og það verður að segjast hreint út, að heldur verður bað að teljast mannúð- legri meðferð sem viðeigandi fá þar. Ef lögreglan finnur einhvern ofur- ölvi, er hann tekinn, fluttur í sér- staka stofnun, þar sem hann er tek- inn, baðaður, og látinn hafa hrein náttföt. Síðan er gerð læknisskoðun, og ef eitthvað er athugavert, þá fær viðkomandi læknismeðferð. Síðan er „sjúklingnum“ komið í sjúkrarúm, þar sem hann er látinn sofa úr sér. Daginn eftir er hann látinn greiðá, sem svarar gistingu á hóteli, í stað ölvunarsektarinnar. Hvernig væri að taka þetta til athugunar hér? I ★ Ekki vitum við, hvort myndrn hér að ofan hefði komizt á ljósmynda- sýningar þær sem hér eru haldnar í bænum um þessar mundir. Hins vegar birtist hún fyrir skömmu í víðlesnu bandarísku tímariti, og þar var skýrt frá því, að hún hefði verið tekin á danshúsi nokkru í Nevv York borg, er þar fór fram danskcppni. Og viti menn, bótt hún hafi ekki ballerinulegt útlit, daman hér að ofan, þá reyndist hún þó öðrum liðugri og léttari á fæti og vann til fyrstu verðlauna. Já, það geta fleiri haft gaman af dansi cn bara hinar kornungu og tágrönnu. Nafn dömunnar vit- tun við ekki, en það skiptir heldur minnstu máli. Aðalatriðið er að hún stóð sig með prýði. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Er Khopatra gamla oríín reið og viit stöðva myndina um sig ? Kvikmyndaleikarar eru eitt vinsælasta fréttaefnið, stundum vegna þess að þeim vegna vel — og stundum vegna þess að bjátar á. — Eins og kom fram í fréttum á sínum tíma, þá hófst í fyrrahaust taka myndar- innar „KIeopatra“ í London. Var Elizabeth Taylor valin til þess að fara með aðalhlutverkið, — þ. e. sjálfa Kleopötru. Var myndin komin allvel á veg, er hún veiktist skyndilega, og var lögð á sjúkrahús, með ókenni- legan sjúkdóm. Gekk svo Icngi, að til hennar voru kallaðir helztu og beztu læknar stórborgarinnar, þ. á. m. einn af líflæknum drottningar, og voru menn ekki ó eitt sáttir hvað veldi. En svo fór um s'ðir, að Elizabeth tók aftur heilsu sína, en þá. var orðið áliðið hausts, og öll útimannvirki sem til myndarinnar þurfti voru farin að Iáta ó sjá. Var tökunni frest- að um stund, en hún hélt til heima síns aft- ur. Nú fór hún hins vegar aftur til London fyrir viku rórnri, en varð um leið skyndi- lega veik, svo að um hríð var talið að hún ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar. Þegar hetta er skrifað er hún enn veik — og nú er mönnum spurn: Er Kleopatra gamla eitthvað óánægð með meðferð þá. scm hún fær í myndinni? — Kannske fer bað líka svo að liætt verður við allt saman. Hér er leik- konan með manni sín- um E. Fischev.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.