Vísir - 10.03.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 10.03.1961, Blaðsíða 9
Föstudaginn 10. marz 1961 VIS-IB Styrkir til náms hér* lendis og erlendis. Grernargerð frá menntamáfaráBimeytlnu. Eins og að undanförnu hlutu á síðastliðnu hausti allmargir íslendingar erlenda styrki til háskólanáms eða rannsóknar- starfa utanlands. Fer hér á eftir yfirlit um þær styrkveitingar, sem menntamálaráðuneytið hefur haft einhvers konar milligöngu um, m. a. í sam- bandi við auglýsing styrkjanna og tillögur um val styrkþega. Styrkirnir hafa verið boðnir fram af stjórnarvöldum við- komandi landa, nema annars sé getið. Bandaríkin: Óttar Halldórsson, stúdent, hlaut styrk frá The American Scandinavian Foundation til að nema byggingaverkfræði við Wisconsin-háskóla. Finnland: Jón Haraldsson, stúdent, hlaut styrk til náms í húsa- gerðarlist við Tækniháskólann í Helsinki. i ítaKa: Kári Eiríksson, listmálari, hlaut styrk til myndlistarnáms' í Róm. Baldur Ingólfsson, fulltrúi, hlaut eins mánaðar styrk til að sækja námskeið í ítölsku á vegum Societá Nazionale Dante Alighieri, Róm. Einnig hlaut1 Sigurlaug Sæmundsdóttir, stúd- ' ent, eins mánaðar styrk til að sækja námskeið í listasögu á vegum sömu stofnunar. Sömu- leiðis var Jónatan Þórmunds- syni, stúdent, veittur tveggja mánaða styrkur til að sækja námskeið við Útlendingahá- skólann í Perugia. Júgóslavía: Eyjólfur Kolbeins, stúdent, hlaut styrk til að nema við há- skólann í Belgrad. Noregur; Bergþór Jóhannesson, stúd- ent, hlaut styrk til náms í grasafræði við Oslóarháskóla. Ráðstjómarríkin: Undanfarin ár hafa nokkrir íslenzkir námsmenn fengið skólavist i rússneskum háskól- um. Oft hafa þarlendir náms- styrkir fylgt skólavistinni. Síð- astliðið haust fengu eftirtaldir stúdentar skólavist og náms- styrki 1 Ráðstjórnarríkjunum: Reynir Bjarnason, til að stunda nám við Timirjazev landbúnað- arháskólann í Moskva, og Hall- veig Thorlacius, til náms í rússnesku. Kristmundsson og Björn Ólafs- son, til náms í byggingaverk- fræði, Gísli Baldvin Björnsson, til náms í auglýsingateiknun, Helgi Jónsson, ti: náms í raf- magnsverkfræði, Óskar Karíus- son, til efnafræðináms, og Helgi Sæmundss n til náms i vélaverkfræði. Spánn: Sonja Diego, stúdent, hlaut styrk til náms í spænskri tungu og bókmenntum. ) Svíþjóð; Guðmundur Magnússon, stúd- ent, hlaut styrk til náms í þjóð- hagfræði við háskólann í Upp- sölum. löndum. Á þessu skólaári hefur ráðuneytið veitt eftirtöldum er- lendum námsmönnum styrk til náms við Háskóla íslands í ís- lenzkri tungu, sögu íslands og bókmerintum: Frá Bandaríkjunum: M-ucolm Frank Halliday. Frá' Breilandi: Anthony Lobin Faulkes. Frá Danmörku: Mogens Aksel Jensen. ! Frá Finnlandi: Aune Enni Petri. Frá Færeyjum: Jóhann H. W. Poulsen. Frá ísrael: Alfred Muskin. Frá Noregi: Ola Stemshaug. Tékkóslóvakía: Frá Káðstjórnarríkjunum: Jón R. Gunnarsson, hlaut Galina Kusnetsova. styrk til náms í samanburðar- Frá Sambandslýðveldinu málfræði með tékknesku sem Þýzkalandi: aukagrein við Karlsháskólann í Bárbel Dymke. Prag. Einnig hlaut Ólafur Kr. Hannibalsson styrk til náms í Frá Svíþjóð; hagfræði við sama háskóla. . Framangreindir námsstyrkir eru yfirleitt veittir til eins skólaárs. Sumir þeirra voru boðnir fram gegn sams konar styrkveitingu af hálfu íslands, og enn aðra má telja endurgjald fyrir styrki, er menntamála- ráðuneytið hefur áður veitt námsmönnum frá viðkomandi Inger Grönwald. Frá Tékkóslóvakíu: Helena Kadécková. Einnig voru boðnir fram styrkir handa námsmönnum frá Ástralíu, Ítalíu, Júgóslavíu og Spáni, en engir komu þaðan að þessu sinni. (Frétt frá menntamálaráðuneyti.) Þegar Corrigan flaug einn yfir Atlantshaf. IUesta fífIdirfskuflug, sem sögur fara af, átti sér stað fyrir 23 árum. é i i Sambandslýðveldið Þýzkaland: Sveinbjörn Björnsson, stúd- ent, hlaut styrk til náms í eðlis- J fræði og Haukur Kristinsson, stúdent, til efnafræðináms. Ágúst Karlsson og Ágúst Þor- steinsson hlutu styrk til iðn- fræðináms. Styrk frá Alexander von Humboldt-stofnuninni hlaut Emil Ágústsson, dómarafulltrúi, til framhaldsnáms í bótarétti og tryggingaréti. Efirtaldir námsmenn fengu framlengda fyrri styrki: Bjarni Vikurtið Irish Digest minn- ist þess, að í ár eru 23 ár liðin frá því flogið var eitthvert fífl- dirfskulegasta flug fyrr og síð- ar — og má raunar segja, að þetta flug sé alveg einstætt. Það var Douglas nokkur Corrigan sem fór þessa ein-; stæðu flugferð — árið 1938, J — einn síns liðs yfir Atlantshaf í flugvélargai-mi, sem aðeins var talinn 180 stpd. virði. Hlaut hann auknefnið „Wrong-Way- Corrigan“, vegna þess að hannj flaug í þveröfuga átt við það| sem hann ætlaði sér — að því er hann sagði a. m. k. Corrigan hafði 10 árum áð- ur unnið við flugvél Lind-1 berghs, „Spirit of St. Imuis“, sem hann flaug i sitt fræga flug yfir Atlantshaf, og mun Corrigan þá hafa fengið þá flugu í kollinn, að fljúga einn yfir Atlantshaf eins og Lind- bergh. Það var hinn 9. júlí 1938, sem hann lenti á Roosevelt flugvelli j við New York, eftir að hafa flogið án viðkomu þangað frá Los Angeles. Þetta var í rauninni mikið af- rek í flugvél, sem var lík flug- vél Lindberghs, en orðin 10 ár- um á eftir tímanum. Þetta flug vakti þó ekki verðskuldaða at- hygli, því að allt snerist um undirbúning að hnattflugi Howards Hughes, sem hófst daginn eftir. Átta dögum síðar lagði Corri- gan upp frá Floyd Bennett flug- vellinum og kvaðst ætla að fljúga heim, þ. e. vestur í Kali- forniu, en stefndi til suðausturs og út yfir hið „víða og óvinsam- lega APantshaf" og flaug áfram í þá átt. Þótt ílugvélin væri lík flugvél Lindberghs að bygg- ingu hafö'i hreyfillinn aðeins hálft afl á við hreyfilinn í flug- vél Lindberghs eða 175 hestöfl. Hún var ekki búin neinum sigl- ingatækjum, öryggistæki voru engin — og enginn loftskeyta- sendir, og flugvélin var ekki opinberlega talin flughæf. . Næstu fréttir af flugi Corrig- ans berast frá Belfast nokkru eftir miðdegi daginn eftir og kl. 2.30 lenti hann í Baldonnel- flugstöðinni við Dublin, eftir að hafa flogið á að gizka 3480 km. á 28 klst. og 13 mínútum. Án þess að vottaði fyrir brosi á unglingslegu andliti þessa 31 árs gamla flugvélavirkja frá Kaliforniu, hélt hann því fram, að hann hefði haldið að hann væri alltaf á vesturleið, þar til hann fór að veita því athygli að larídslagið var allt nnað en hann hafði búizt við; hafi hann þá httað sig því, að hann væri yfir írlandi. (Þessi fyndni kost- aði hann flugskírteinið, er hann kom heim til Bandaríkjanna, enda hafði hann flogið án heim- ildar Bandaríkjastjórnar). Þegar hann var lentur á ír- landi, landi feðra sinna, tók bandaríski sendiherrann hann í sína umsjá, en svo fagnaði sjálfur De Valera honum, en hann var þá forsætisráðherra. Og vissulega var Corrigan hinn ánægðasti, því að hann hafði afrekað það, sem hann hafði dreymt um í 10 ár, að „feta í fótspor Lindberghs“. Til þessa þurfti mikið hugrekki, óbifandi sjálfstraust og traust á flugvélinni, sem hann hafði sjálfur búið undir flugið. Hver getur í rauninni haldið öðru fram en að til þessa flugs hafi þurft meira hugrekki en nokk- urs annars Atlantshafsflugs fyrr og síðar? Sumir munu kalla það hreina fífldirsku eða írskt ábyrgðarleysi, en — er ekki fífldirfskubragur á öllum slík- um afreksverkum. Hvar eru mörkin milli hetjudóms og fifl- dirfsku? Eru nokkur mörk þar á milli? I. D. lýkur frásögn sinni með því að segja, að menn ættu að reyna að gera sér grein fyrir , hugrenningum Corrigans á jþessu 28 klst. flugi, þar sem . ekkert gat að líta nema ógnandi : ský og úthafið reiðubúið að soga hann niður í djúp sitt, fyrir þá regin fifldirfsku, er hann í smæð sinni, ógnaði ofurvaldi þess. Blandriar ótta og hrifni hljóti hugsanir hans að hafa verið á valdi ólýsanlegrar ham- ingjukenndar. Og vonandi lifði enn hinn sami andi hugrekkis, sem Corrigan sýndi, því að án slíks hressilegs hugrekkis, þrautseigju og trausts, myndi kyrrstaðan setja svip sinn á mannkynið. Sameinuðu þjóðirnar leysi Kóreu-vandamáii&. Yfirlý§ing £rá ulanríkisráðuiicrii ttandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj anna hefur lýst yfir þeirri skoð un, að leysa beri ógreininginn um Kóreu við forystu og umsjá Sameinuðu þjóðanna. Hefur utanríkisráðuneytið lýst yfir þessu vegna tillagna Norður-Kóreu-stjórnar um kosningar og sameiningu Norð- ur og Suður-Kóreu án afskipta og eftirlits Sameinuðu þjóð- anna. Segir í yfirlýsingu utan- ríkisráðuneytisins, að í tillög- um kommúnistastjórnar N.-K. sé ekkert gagnlegt til þess að leysa hið sorglega vandamál um sameiningu Kóreu. Hér sé í rauninni um hatramlega árás á Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar að ræða, sem leiðtog- ar kommúnista í N.-K. segja, að hvorki rétt eða skilyrði til að vinna að lausn þessa máls. í yf- irlýsingu utanríkisráðuneytis- ins segir: „Bandaríkjastjórn veitir Sam einuðu þjóðunum fullan stuðn- ing og telur hana þá .stofnun, sem þjóðir heims geti byggt á traustastar vonir um alþjóða- frið og framfarir — telur hana í sannleika þá stofnun, sem ein geti girt fyrir ofbeldisárásir eins og árás Norður-Kóreu 1950 “ Þess er getið, að í útvarpi 'frá Pyongjang hafi þess verið krafizt af kommúnistafor- sprökkum N.-K, að Bandaríkin kveðji heim herafla sinn frá Suður-Kóreu og að Sameinuðu þjóðirnar leysi upp Kóreunefnd sína, sem hefur að markmiði einingu Kóreu og viðreisn —. Siglufjörður: Niðurstöðutölur fjárhags áætlunar 8,7 millj. Ltsvör hafa hækkað um I3^j frá fyrra ári. .■« Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í gær. Fjárhagsáætlun Siglufjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1961 var lögð fram á bæjarstjórnarfundi 1. marz til fyrri umræðu. Tekjulindir bæjarins eru þessar: Útsvör kr. 6.302.700. frá jöfnunarsjóði kr. 1.080.000. Fasteignagjöld kr. 600.000.00. Ýmsir skattar kr. 705.000.00. Niðurstöður áætlunarinnar kr. 8.687.100 kr. Helztu útgjaldaliðir: Stjórn kaupstaðarins 516.000 kr. Fram- færsla og almannatryggingar 2.230,000. Til menntamála 876.000 kr. Löggæzla 473.000 kr. Heilbrigðismál 271.000 kr. Vegamál 900.000 kr. Vaxta- greiðslur 340.000 kr. Afborgan- ir skulda 408.400 kr. Verklegar framkvæmdir 1.000.000 kr. Fjárhagsáætluninni var vís- að til annarar umræðu. Út- svarshækkunin nemur 13 % miðað við sl. ár. Niðurstöður áætlunar vatns- veitunnar er 665.000 kr. Til verklegra framkvæmda hjá hafnarsjóði er áætlað að fari 1 milljón, og er það aðallega til framhaldandi endurbygging- ar hafnarbryggjunnar.Fjárhags áætlun rafveitu Siglufjarðar gerir ráð fyrir veltu að upphæð 3.550.000 kr. Horfur á vetrarhveitiupp- skeru í Evrópulöndum eru verri en í fyrra og aðallega um kennt úrkomum í haust og vetur. Hefir því verið lít- ið uin vetrarsáningu. Lík- lega barf mikiim hveiti-inn- flutniríg • í Evrópulöndum a. m. k. til loka næsta árs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.