Vísir - 13.03.1961, Síða 3
3
.Mánudaginn 13. marz 1961
VÍSIR
* FKAMFARIR OG TÆKNI >
Sjénvarpskennsla í bandarískum skólum.
Talið er, að 44 af hvérjum
100 manns í heiminum séu ó-
læsir og óski'ifandi. Til þess að
bæta úr þessu eru þær kennslu-
aðferðir, sem hingað til hafa
jxekkst, ófullnægjandi, og því
hefur athygli skólamanna um
allan heim nú beinzt að því að
íxota sjónvarp til kennslu.
í Marylandfylki í Bandaríkj-
unum hafa nokkrir skólar á-
kveðið að hafa samvinnu næstu
5 árin um tilraunir með sjón-
varpskennslu. Að jafnaði er
sjónvarpað 25 kennslustundum
á' dag í þessum skólum. Nem-
endurnir sitja í skólastofunni
og horfa á það, sem fram fer á
sjónvarpstjaldinu. Sumir bekk-
ii-nir hafa sjónvarpskennslu í
eina eða tvær stundir daglega,
aðrir minna. Námsgreinarnar,
sem þannig eru kenndar, eru
margar, og námstilhögun mis-
munandi. Ýmist er sjónvarpað
kvikmyndum um námsefnið,
eða kennarinn kemur sjálfur í
sjónvarpsstöðina og kennslunni
er sjónvarpað samtímis því, að
hún fer fram.
í sama fylki í Bandaríkjun-
um er verið að ijúka við að
byggja tvær „fljúgandi kennslu-
' stofur“. Það eru stórar flugvél-
\ ar af gerðinni DC-6AB, önnur
þeirra er til vara og tekur við,
ef sú fyrri bilar. í vélunum eru
sjónvarpsstöðvar, sem sión-
Sjónvarpið mun ekki koma í stað kennaranna, heldur verður
það hjálpartæki fyrir þá. Einn af helztu kostunum er talinn
sá, að.nemendum í litlum skólum, fjarri stórborgum, gefst tæki-
færi til að fá sömu kennslu og öðrum.
varpa kennslu til skóla í allt að
250—320 km. fjarlægð frá vél-
inni, þar sem hún svífur hátt
uppi í loftinu. Á þann hátt fær
fjöldi nemenda fyrsta flokks
kennslu í ótal námsgreinum,
bæði í börgum og sveitum.
Á skólaárinu 1958—59 var
sjónvarp notað til beinnar
kennlu í reglulegum kennslu-
stundum í 569 barnaskólum og
117 æðri skólum og háskólúm í
Bandaríkjunum. Þeirrar
kennslu nutu samtals 600 þús.
nemendur — 500 þús. börn og
100 þúsund stúdentar. Árangur-
inn af þessari kennslu lofar
góðu, þrátt fyrir tæknilega
oyrjunarörðugleika. í fyrsta
lagi hefur sjónvarpið á að skipa
úrvals kennurum, auk sérfróðra
kennara í ýmsum greinum, t.
d. í . tónlist og öðrum listum.
Þessir kennarar hafa meiri tírna
til þess að skipuleggja hverja
kennslustund og í-aða niður
efninu, svo það verði sem að-
gengilegast. Þannig getur sjón-
varpið boðið upp á vandaðri
kennslu en yfirleitt gerist í
skólum. í öðru lagi kemur sjón-
varpskennsla sér eirtkar vel í
sveitum, þar sem skólar eru
litlir. Með hjálp sjónvarpsins
geta sveitaskólarnir veitt nem-
endum sínum fullkomna
fræðsiu í ýmsum sérgreinum,
þó að þeir hafi ekki yfir að ráða
sérstökum kennslustofum og
tækjum eins og stóru skólarnir
í borgunum. í þriðja lagi léttir
sjónvarpið af kennurunum mik-
illi byrði, svo að þeir geti gefið
sig meir að einstökum nemend-
um, eftir því sem með þarf. En
jafnframt hefur sjónvarpið t. d.
aukakennslu fyrir nemendur,
sem ekki geta fylgzt með jafn-
Aðalstöðvar kennslusjónvarpsins eiga að verða við Purdue
I University í Lafayette, Indiana. Flugvélin sem ber sendinn mun
fljuga í 23.000 feta hæð. Sendingar hennar munu ná til 13.000
skóla með fimm milljón nemendum. Stöngin sem gengur niður
úr flugvélinni framanverðri er dregin inn í flugtaki og lend-
ingum.
öldrum sínum og þurfa sér-
stakar kennsluaðferðir. í
: fjórða lagi er hægt að kenna
fleiri nemendum með sjón-
varpskennslu, þótt kennarar séu
færri.
Þetta síðasta atriði er ekki
sízt veigamikið. Nú standa æðri
skólar og lægri í Bandaríkjun-
um og annars staðar í heiminum
andspænis því vandamáli að
jfræða vaxandí fjölda némenda,
en jafnframt fjölgar kennurun-
um ekki að sama skapi. Hér
mun sjónvarpið án efa verða til
mikils hægðarauka, bæta
I kennsluna og minnka kostnað-
J inn. Það kemur sér ekki sízt vel
| í þeim löndum, þar sem mikill
hluti íbúa er hvorki læs né ski'if-
andi, og kennarar of fáir, til
þess að hægt sé að bæta úr á-
standinu á skömmum tíma. •
Árið 1959 athuguðu fjórir
bandarískir sérfræðingar mögu-
leikana á því að nota sjónvarp
til kennslu á Indlandi, en þar
er allur þorri manna hvorki
læs né skrifandi. Þeir komust
að þeiri'i niðurstöðu, að í sjóh-
varpi mætti kenna milijónum
fulloi'ðinna manna að lesa og
skrifa fyrir sem svarar tæpum
40 aurum á hvern nemanda.
Framh. á 9. síðu.
Skartgripur, eða . .
Sitthvað uni flugvéfamóðurskip í kafi, insúlín og fCeira.
r margsinnis konxið I Ritstiórinn. Ravmond Black-'og upplýsa hina margvíslegu'hún tekur að senda
Það hefur margsinnis komið
fram í fréttum á undanförnum
árum, að sífellt fleiri og fleiri
lierskip eru að verða úrelt. Það
sem einu sinni var stolt flotans,
liggur kannske í dag og bíður
þess að verða höggvið upp. Þess
vegna vakti það ekki litla at-
liygli nú fyrir skömmu, er rit-
stjóri „Jane's Fighting Ships“,
sem er talin biblía bandaríska
flotans, gat þess í formála að
63. útgáfu ritsins, að innan tíu
ára mætti búast við því, að
flugvélamóðurskip yrðu kaf-
bátar.
Það sem átt er við með þessu,
er að stríðstækni nútímans er
orðin gjöi'ólík stríðstækninni,
eins og hún var í síðasta stríði,
að venjuleg herskip, þótt ný-
byggð séu, eru ekki vænleg til
þess að haldast lengi ofansjáv-
'ar ef til ófriðar di'ægi. Þótt það
sé áð sjálfsögðu von flestra, að
ekki kom til slíki'a skelfinga nú
á kjarnorkuöldinni, þá haga
•hernaðaryfirvöldin sér ætíð í
samræmi við það sem gæti orð-
ið, og þess vegna er sífellt verið
að gera áætlanir sem svara
kröfum tímans.
Ritstjórinn, Raymond Black-
mann, segir, að ef flugvélamóð-
urskip framtíðarinnar eigi að
, fá staðizt í stríði, verði þau að ^
'geta horfið undir yfirboi'ð sjáv-
ar og það sem meira er, látið
1 flugvélar þær sem um borð eru,
hefja sig til flugs á meðan
skipið er enn í kafi.
Efnafræðingur við háskólann
í Pennsylvaniu í Bandaríkj.
og japanskur starfsbróðir hans
eru sagðir vel á veg komnir
með að „búa til“ insúlin. Insú-
lin er, eins og kunnugt er, gefið
sykursjúku fólki, og er þess
vegna eitt af þýð'ingarmestu
lyfjum sem til eru. Til þess að
„framleiðsla“ þessa efnis í til-
raunastöðvum megi takast,
þarf hins vegar að fást fullkom-
in þekking á mólekúlbyggingu
; efnisins. Það er liins vegar flók-
ið að byggingu, en tækist það,
samt sem áður, yrði það í fyrsta
skipti sem tækist að upplýsa al-
veg, og líkja eftir, mólekúlbygg-
ingu eggjahvítuefnis.
Ef þetta tekst, getur það orð-
ið að miklu liði við að athuga
og upplýsa hina margvíslegu
hormónastarfsemi líkamans.
Einnig má þá búast við að gera
megi afbrigði af efninu sjálfu,
eins og það kemur fyrir í líkam-
anum, og þau afbrigði gætu tek-
ið sjálfu insúlíninu fram, eins
og oft vill verða í slíkum tilfell-
um.
Insúlínmólekúið hefur
löngum verið rannsóknarefni,
og brezki nóbelsverðlaunahaf-
inn Fi'ederick Sanger varð
fyrstur manna til að koma fram
með ákveðna hugmynd um
byggingu þess. Ef allt fer að
líkum hjá þeim félögum, fæSt
e. t. v. í fyrsta skipti hrein og
bein sönnun fyi'ir skoðun Sang-
ers.
Fundin hefur verið upp út-
varpspilla. Það er að segja, pilla
sem hefur inni að halda lítinn
útvarpski-ystal, og smávír, sem
notaður er sem loftnet. Þegar
sjúklingur hefur verið látinn
gleypa pilluna, er sérstakt tæki
sett í gang (sem sjúklingui'inn
þarf ekki að gleypa), og það
hleypir lífi í pilluna, svo að
|hún tekur að senda frá sér ýms-
|ar upplýsingar um meltingu
viðeigandi. Enn er ekki getið
|með hvaða bragði farið er að
'framleiða pilluna.
Fundið hefur verið upp nýtt
gerviefni, sem er svo sterkt,,
að hver þráður getur borið 500
—600 sinnum sína eigin þyngd.
Það er fyi'irtæki í New York,
sem heitir Toscony Inc. sem
framleiðir þetta efni undir
nafninu Super Filmtex. Efnið
er gert af vinyl-nylon og vinyl
Dacron. Auk styrkleika hans
hefur efnið til að bera marga
góða hæfileika, svo sem þann,
I að vera eldfast, vatnshelt, og
hrindir um leið frá sér olíu og
i sýrum. Það mun einkum vei'ða
hagnvtt í blæjur á bíla o. þ. h.
i
i ’
i •_ . • ;... , >■/ V " 7
Marggjftur milijónai'i giftir
sig venjulega fyrst 29 ára gam-
all. Önnur gifting hans gQrist
þegar hann er 51.árs, Sú þi’iðja
þegár hann. er .59 ára. Hann
lætur eftir sig 2% barn,
vergulega dætur.
Hvað er það sem veldur hinni
reglulegu og fögru myndun
snjóskristalla. Það hefur lönguni
verið eitt af undrunarefnum
þeirra sem athugað lxafa snjó-
kristalla, live reglulegir þeir
cru. Nú hefur brezkur eðlis-
fræðingur, Samuel Tolansky,
komið fram með hugmynd, þar
sem hann segir, að megínorsök-
in fyrir þessu sé titringur. Þeg-
ar snjókorn fellur til jarðar,-
verður það fyrir titringi á leið
inni gegn um loftið. Þessi titr-
ingur er hins vcgar ekki alls
staðar jafnmikill, og þess vegna
frýs vatnsgufan þar seni titring-
urinn er minnstur. Þegar fyrsti
vísir snjókristallsins mýndast;
er þár um aðræða 6 hyrndán
dropa, sem síðan vérður eins
og myndin hér að ‘ofan sýnir,
— fallegur kristall, sem gæti
verið skartgripur.