Vísir - 22.03.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 22.03.1961, Blaðsíða 4
4 VISIE ikudagin: ;arz 1981 Hætt við töku ntyndarinnar Kleopatra" - í Sir Laurence genginn á ný í hjónaband. - með Joan Plowright, leikkonu, Sir Laurence og Joan Piowright. — Iiamingja á scxtugsaldri. Gamla llló: Barnsránið. Gamla Bíó hóf á mánud. sýn- ingar á sérlega athyglisverðri kvikmynd, sem hér er kölluð Barnsránið, en heitir á ensku Ransom (Lausnargjald). Efnið er í stuttu máii. að litl- um auðmannssyni er rænt og krafist hálfrar milljónar doll- ara lasunargjalds. Faðir hans ætlar í fyrstu að greiða gjald- ið, en kemst loks að þeirri nið- urstöðu, að ef gróðavonin í hugum barnsræningja væri drepin, og hætt að greioa lausn- argjald fyrir rænd börn, myndi enginn freista þess að fremja slíka giæpi. Hann tekur því þá ákvörðun að greiða ekki gjald- ið, heldur verja fénu, verði sonur hans drepinn til þess að hafa upp á rængingjunum. Jafn framt skírskotar harin til mannúðartilfinninga þeirra að sleppa drengnum. Fyrir þetta fær faðirinn alla upp á móti sér, líka sína eigin konu, — en drenginn fá bau aftur. — Kvik- myndin veitir hugmynd um hvernig allt getur gengið fyrir sig, er slíkir atburðir gerast vestra. Hlutverk föðurins er alveg frábærlega vel leikið af Glen Ford, og hin fagra Donna Reed fer einnig vel með sitt hlutverk og yfirleitt er myndin yel leikin og gerð. Sir Laurence Olivier, hinn frægi brezki leikari, sem um áratugi hefur hrifið leikhúss- gesti og kvikmyndahússgesti með hinum frábœra leik sínum, liefur gengið í hfónaband aftur, eftir skilnað sinn frá Vivien Leigh. Kona hans er leikkonan Joan Plowright, og voru þau gefin saman rétt fyrir utan ! New York borg fyrir fáum dög- um, Sir Olivier er nú 53 ára gam- all, en kona hans er 28 ára gömul, og hafa þau leikið sam- an á Broadway. Hann leikur nú í leikritinu „Becket“, sem þar er sýnt, en hún í „A Taste of |Honey“, sem Shelagh Delaney, írska leikskáldið hefur ritað. Það varð ekki upplýst, að Sir Laurence hefði gengið í hjóna- band, fyrr en að hann kom of seint á sérstaka æfingu, sem halda átti á leikritinu „Becket“, fyrir nokkrum dögum, en hann á að skipta um hlutverk og leika Henry II í stuttri leikferð, sem farin verður eftir að hætt verður að sýna leikritið á Broadway. Hún mun hins vegar halda áfram að leika það hlutverk, sem hún hefur farið með að undanförnu, en hjónin munu búa í íbúð hennar í New York. Sir Laurence skildi við fyrri konu sína í desember s.l. Skiln- aður þeirra gekk endanlega í gildi fyrir um það bil tveimur vikum. Hún hafði líka verið gift áður, og skildi sömuleiðis í desember s.l. Sá, sem gaf þau saman, var hinn 33 ára gamli Edward S. /# Á þessari siðu hefur verið minnzt á kvikmyndina „Kleo- pötru“, sem reyndar er ekki enn þá orðtn að kvikmynd, þar sem hin frœga Eliztbeth Taylor átti að fara með aðalhlutverkið. Hún hefur hins vegar Þjáðst af alls kyns veikindum að undan- fömu, og var nú síðast milli lífs og dauða í London. Það síðastat sem frétzt hefur, er að hœtt er við að Ijúka töku mynd- arinnar í Englandit og mun það verða gert annars staðar — ef af' verður. Sá, sem hefur stjórnað því, sem tekið hefur verið af mynd- inni fram til þessa, Joseph L. Mankiewicz, skýrði frá því nú Wamer Brothersfélagið vinnur nú að gerð kvik- myndar, sem byggð er á skáldsögn Pearl S. Bucks, „Bréf frá Peking“. Handrit- ið gerði Edward Annalt. ^ Bandaríski leikritahöfixnd- urinn Paul Osborn hefur samið handrit að kvik- mynd, byggt á skáldsögu WiIIiam Bradford Huie, „Mud on the Stars“. Elia Kazan á að stjóma mynd- inni. „The Story of Page One“ heitir ný kvikmynd frá 20th Century Fox félaginu. Þar eru aðalhlutverkin leikin af Ritu Hayworth, Hugh Griff- ith og Anthony Franciosa. Rimer, sem er borgardómari i smábænum Wilton, sem er um 50 mílur fyrir utan New York. Hann sagði eftir á, að aldrei á ævinni hefði hann orðið meira undrandi, en er hann heyrði, hver það væri, sem hann ætt. að fara að gefa saman. „En,“ bætti hann við. „Ég þekkti hvorugt þeirra, þegar ég sá þau — því miður.“ í . ju ú viku, ao J Arthur Ran.i r.. .Kmyndafélagið hefði baa.ó h.na bandarísku fram- leiðendur að verða á burt með tæki sín úr kvikmyndaveri fé- lagsins, þar sem nú er þörf á því til annarra hluta, og ekki lengur hægt að bíða. Þess r.á geta í þessu sam- badni, að til þeirra atriða, sem tekin voru utanhúss, og taka a..., þur.u að reisa alls kyns mannvirki, sem samtals kost- uðu um 600.000 dali eða rúm*- ar 20 milljónir króna. Allt þetta verður nú víkja hálfnýtt, eða þá alveg ónotað. Samt hélt Mankiewicz þvx fram, að lokið myndi verða við töku myndarinnar, og að allar likui- bentu til þess, að Eliza- beth Taylor mundi halda áfram að leika í myndinni, enda er hún nú sögð á góðum batavegi, og hefur þegar náð sér það vel, að hún hefur getið tekið á móti börnum sínum. Hins vegar lýsti starfsmaður á sjúkrahúsinu þv.í yfir, er hann var spurður að því, hvenær hún gæti farið heim af spítalanum, að það yrði ekki fyrr en eftir um það bil tvær vikur. En vafa- laust mjmdi líða nokkrir mán- uðir þar til hún hefði náð sér það vel, að hún gæti farið að vinna. Eins og skýrt hefur verið frá, þá var það lungnabólga, sem næsturn hafði kostað leikkon* una lífið. Enn sem komið er, hefur ekki tekizt að fá greiðslu frá vá- tryggingafélagi því, sem tryggði framleiðendur myndarinnar fyrir slíkum óhöppum sem þess- um, er kostað gætu, að hætta yrði við töku myndarinnar eða fresta henni. Framle'iðendurnir krefjast 3 milljóna dala, en vá- tryggingafélagið vill ekki greiða nema tvær. Ný mynd „SKUGGAR" vekur mlkta athygíí. Vivien Leigh við komuna til New York. Um svipað levti og fyrr- verandi maður Vivien Leigh var að ganga í hjónaband með Joan Plowright, cins og skýrt er frá hér á síðunni, var hin bekkta brezka leik- - kona að koma til New York, til þess að vera viðstödd nokkurs konar „aðra frum- sýningu“ á hinni gömlu og vel bekktu mynd „Á hverf- anda hveli“, sem hún lék í 1939, með Clark Gable sem mótleikara. Er hún kom r. Idlewild flugvöll, voru bar á ferðinni nokkrir blaðamcnn, og einn þeirra yerðist svo djarfur að snyr.j,a leikkonuna. hvaða hlutverk hún hefði farið með í þessari mynd. Það kom dálítið á Vivien, - fyrstu Framh. á 9. síðu. í október síðastl.'var frum-j sýnd i London kvikmynd, sem\ vafalaust á eftir að vekja mikla athygli víða um heim. Hún heit- ir ,Skuggar‘t eða ,Shadows‘ eins og hún nefnist á ensku, og fjall ar um negrastúlku og tvo brœð-j ur hennar, sem eru það Ijós á hörund, að villast má á þeim og hinum eina sanna kynstofni, hinum hvíta. Þegar myndin var tekin til sýningar í London í haust, þá setti hún nýtt met í aðsókn, og sló^ 25 ára gamalt met, og fólk varð að víkja frá í stór- um stíl. Brezkur gagnrýnandi skrifaði um myndina: „Ég er ekki í neinum vafa um, að þetta er listrænasta og mest spenn- andi rnynd, sem ég hef séð á undanförnum 10 árum.“ Annar gagnrýnandi sagði: „Ég lít á þessa mynd sem nýj- an leiðarvísi í kvikmyndagerð.“ Sá, sem hefur ,gert þessa mik- ið umtöluðu mynd, er banda- riski leikarinn John Cassavetes, og' hún kostaði hanrf ekki nema 40.000 dali. Myndin á rót sína að rekja til ársins 1957, er Cas- savetes ákvað að gera tilrauna- mynd með nokkrum af sam- starfsmönnum sínum í New York — þar sem hann hefur staðið fyrir tilraunaleiknúsi. Peningar til kvikmyndagerðar- innar voru fengnir með ýmsu móti; 2500 manns gáfu hver um sig einn dal, útvarpsþáttur nokkur lagði til um 2500 dali og nokkrir einstaklingar lögðu til afganginn. Mikið af mynd- inni er tekið á götum New Yox-k borgar, en til þess að fá leyfi yfirvaldanna til að vera að starfi á götunni, var ekki til nóg fé, og því urðu leikararnir og kvikmyndatökumennimir að „stelast11 til að gera atriði sín, — og við tökuna varð að notast við 16 mm tökuvél. Er myndin var fullgei'ð, sýndi Cassavetes hana nokkrum vin- um sínum go allir voru á einu máli um að hún væri 'einskis virði, — nema gagnrýnandi nokkur að nafni Jonas Mekas. Hann veitti henni sérstök verð- laun, og • Cassavetes ákvað að ganga svo frá íxiynd sinni, að gera mætti hana að venjulegri kvikmynd, er tæki venjulegan sýningartíma. Lelia Goldoni — leikur stúlk- una sem er negri — en gæti verið hvít. Er hin nýja útgáfa var sýnd, hlaut hún einróma lof allra — nema Mekas, sem sagði, að nú. væri hún oi-ðin „commei'cial“. Er myndin var tekin til sýn- ingar í Bretlandi, var það á veg- um British Lion, en sýningar á henni voru ekki hafnar í Bnadaríkjunum, enda lítt verið um hana ritað og rætt þar. mm ■ %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.