Vísir - 22.04.1961, Síða 4

Vísir - 22.04.1961, Síða 4
3 VtSIR Laugardaginn 22. apríl 1961 ytedot £. tf. JoheJ: Vera mín í Menn heyra oft allmótsagnakenndar frásagnir af hinni frægu Útlendingahertleild Frakka, „Legion Etrangére“. Hér fer deildinni, af lifnaðarháttum og lífsskilyrðum þessa sundurleita málaliðs nú á tímum. Veru lians í herdeildinni lauk með því, að honum tókst að strjúka af herflutningaskipi, er var á leið með hann til Indó-Kína. Allmikið var skrifað í Lundúnablöðin á sínum tíma um þetta óvenjulega afrek. Sjálfsagt hafa, hjá mörgum,' er lesið hafa ýmiskonar frá- sagnir um Útlendingaherdeild- ina,. sumar með rómantískum skáldsagnablæ, aðrar öfugt, vknað spurningar um það,| hvernig vistin sé þar í raun! og veru. Ég held að ég hafi að- j stöðu til að fræða menn um' þetta atriði, þar sem ég er ný-! kominn til Englands eftir að Ihafa leyst af hendi herþjónustu í herdeildinni, er endaði með flótta mínum, — sem fáum tekst. Ég hef verið á sífelldu flakki allt mitt líf. Ég hef leyst af hendi herþjónustu í brezka sjó- hernum og verzlunarflotanum. Ég -hef -líka verið kúreki og skógarhöggsmaður í Bandaríkj- unum. Á þessum ferðum min- um hef ég mætt ýmsu misjöfnu, en ég held að það sem ég varð að þola í Útlendingaherdeild- inni hafi verið það óskemmti- legasta, sem mér hefur mætt á lífsleiðinni. Tveir í leit að skiprúmi, Um nokkurn tíma eftir að ég fór að sigla á kaupskipum, hafði ég haft Antwerpen sem skráningarhöfn. En norskur mötunautur minn var sífellt að segja mér frá, hve auðvelt væri að fá gott skiprúm á olíuskip- um frá norðurlöndum í Rouen (Rúðuborg). Ég ákvað því, í febrúarmánuði 1952, eftir að ég hafði látið skrá mig af flutn- ingaskipinu „Montclair11, að fara til Rouen og reyna heppn- ina. Þegar ég kom þangað — sem sjómaður „á þurru“ — var hin norskri vinur minn, Ervyyn, meðal hinna fyrst, er ég hitti niðri við höfnina. Honum þótti vænt um að hitta mig og sagði mér, að hann væri líka að leita að skiprúmi. Auðvitað ákváð- um við að gerast félagar og leifa að skiprúmi í sameiningu. Gott atlæti og góð laun. Seint um lcvöldið, er við sát- um saman í litilli sjómanna- knæpu, komumst við í samræð- ur við geðþekkan náunga, er settist við borðið hjá okkur. Við komumst brátt að því, að hann var Ungverji og fyrrverandi meðlimur Útlendingaherdeild- arinnar frönsku. í fyrstu minnt- ist hann lítið á herdeildina, en þegar við fórum að spyrja hann, sagði hann ókkur að hann hefði verið í hetrdeildinni í sjö og hálft ár, þar af þrjú í Indó- Kína. Þegar hann heyrði að við höfðum áhuga á þessu umræðu- efni, sagði hann okkur frá nokkrum spennandi ævintýrum í Sahara-eyðimörkinni og bar- dögum í Hanoi. Eftir frásögn þessa manns var lífið í Útlend- ingaherdeildinni mjög ólíkt því sem gerist almennt I landher. Hinn harði heragi var horfinn; það var farið vel með menn í atlæti og fæði og hermennirnir bjuggum í nýjum og þægilegum skálum. Launin voru alls ekki mjög lág, og menn gátu jafnvel fengið að ganga á skóla og lært erlend tungumál. Skilyrðin voru svo góð, að þessi fyrrver- andi herdeildarmaður hafði í raun og veru í huga að ganga aftur inn í herdeildina; atvinnu- skilyrði í Frakklandi voru hreint ekki glæsileg um þessar mundir, og eftir fimmtán ára herþnjónustu átti maður rétt á eftirlaunum. Sönnunin var Ijósmyndir. Við Erwyn hlustuðum með vaxandi áhuga á frásagnir hins nýja vinar okkar; hann gat líka sannað sögu sína með ljósmynd- um og skjölum, svo v.ið höfð- um ekki minnstu ástæðu til að vantreysta sögum hans.. Þetta var allmjög ólílct því sem P. C. Wren og „Beau Geste“ höfðu sagt um. þetta efni, en við hugs- uðum sem svo, að tíminn héfði vafalaust gert mikil umskipti. Að minnsta kosti hljómaði þetta allt vel í mínum eyrum.' Svo að ég láti Ungverjann, kunningja okkaf, njóta sann- leikans, skal viðurkennt, að hann gerði enga tilraun til að hvetja okkur að ganga í Útlend- ingaherdeildina; þvert á móti gaf hann okkur skynsamlegar ráðleggingar, er hann komst að því, að við værum að leita að skiprúmi. Ungverjinn var á veiðum. Morguninn eftir notuðum við Erwyn til að spyrja um skip- rúm í öllum skipum, er voru í höfninni og hjá öllum skipa- miðlurum, en árangurslaust. Um kvöldið fórum við aftur á sjómannaknæpuna, þreyttir og vonsviknir. Þar hittum við vin okkar frá kvöldinu áður og sögðum honum frá lánleysi okkar. Hann var jafngóður hlustandi og mælandi og reynd- ist mjög hluttekningarsamur; okkur lilýnaði um hjartaræt- urnar gagnvart honum. Svo barst talið einhvernveginn aft- ur að Útlendingaherdeildinni og að síðustu ákváðum við að fara með honu'm til Caserne Philippon, þar sem við ætluð- um allir að láta skrá okkur í herdeildina. Þegar ég rifja þetta allt upp fyrir mér og íhuga það með tilliti til frá- sagna, er aðrir sjómenn, er ég hitti í Útlendingadeildinni, sögðu mér, er ég sannfærður um að Ungverjinn okkar var lævis talsmaður herdeildar- imiar. Innganga í herdeildina. Skráningarstofan var í her- mannaskálanum og var okkur vísað inn í biðstofu með veggj- um þöktum auglýsingaspjöldum bg ljósmyndum af hinum ýmsu deildum herþjónustunnar. Ung- verjinn var kallaður fyrstur okkar inn í aðalskrifstofuna; hann sagðist mundu koma aftur og „leiðbeina“ okkur, eins og hann orðaði það. Þegar kom að mér, var hann horfinn, en ég efaðist ekki um að við mynd- um hittast aftur við læknis- skoðunina. Mér var vísað að borði, þar sem enskumælandi, óeinkennis- búinn starfsmaður spurði mig um ýmislegt varðandi mig og skrifa það niður jafnóðum. F'yrri grein Hann virtist hálf-furða sig á að ég skýldi óska áð ganga í Út- lendingahérsVeitina, og ,'reyndi jafnvel að vara mig við, með því að segja mér, að vera mín þar yrði engin skemmtivist. Ég hlustaði á þetta ,,mas“ með ó- þolinmæði; ég vissi þetta allt miklu betur, Hafði ég kannske ekki fengið beztu fáanlégu. upp- lýsingar varðandi málið hjá vini, sem hafði sinnt þarna her- þjónustu í átta ár, og ætlaði að ganga inn aftur! Menn eru „gegnumlýstir“. Ég get bætt við, að spurning- ar þéssar eru mjög ýtarlegar og eru endurteknar í öllum áföngum, alla leicf til Sidi bel Abbes, þar sem umsækjandinn er endanlega tekinn að fullu inn í herdeildina. Nú á tímum er næstum ómögulegt fyrif sakamenn að fá inntöku í Út- léndingahérdeildma, því að hver umsækjandi er „gegnum- lýstur“ að minnsta kosti fjór- um sinnum af frönsku leynilög- reglunni, áður en hann fær inn- göngu. Áhrif allra þessara var- úðarráðstafana á umsækjand- ann verða þau, að hann sækist enn meira eftir að fá inngöngu í herdeildina; erfiðleikarnir á að fá inngöngu eru svo miklir, að það verður einskonar heið- ursskylda, að komast gegnum hr einsunareldinn. Næsta atriði inngönguathafn- arinnar var yfirborðsleg lækn- isskoðun, er endaði með því að tekin var röntgenmynd. Nú hitt- umst við Erwyn aftur, og eftir að þessum byrjunaratriðum var lokið, voru okkur afhent skír- teini fyrir mat og íbúð í öðrum hermannaskálum, en þarna áttum við að vera í viku, áður en við héldum til Parísar. Þetta var mér alveg að skapi; mig hafði alltaf langað að koma til Parísar. Eitt var það samt, sem okkur furðaði á: hvað hafði orðið af kunningja okkar,.Ung- verjanum? Við sáum hann aldr- er aftur. Geymdir í kastala. Eftir að okkur var sleppt úr ski-áningarstofunni, vorum við fx-jálsir ferða okkar hvei-t sem víð vildum í Rouen. Maturimi og vínið, sem við fengum í borð- skála þeim, er okkur hafði ver- ið vísað til, var ljúffengt, og allir voru mjög vinalegir. Eftir vikuna vorum við samt farnir að fá raunsærri hugmyndir um vistina í herdeildinni. Að þess- um tíma Iiðnum, vorum við ný-^ liðarnir, eða „engagés“ eins og Frakknar nefna þá, orðnir sjö. j Eins og ráðgei-t var, ferðuðumst1 við til Parísar í fylgd með óvopnuðum hermanni og kom- um til St. Vincennes kastalans. Þegar þangað kom, var hliðinu lokáð á eftir okkur, okkur til nokkurrar undrunar, og við innilúktir í litlu húsi. Okkur var bannað að nálgast glugg- II pm zm v.; v:-v . l#. W4.V 4iS«?p, .... vr-ISIhI*! ,f- Skotgrafirnar veittu ekkert afdrep fyrir brennandi sól. ana; satt að segja var okkur ekki leyft að gera nokkurn skapaðan hlut, sem við æsktum, nema matast og drekka í lítilli matstofu. Við vorum ennþá í hversdagsfötum okkar, en var samt skipað að þvo steingólf sápulaust, bera kolapoka án af- láts og vinna ýmiskonar erfiðis- vinnu. Maturinn var ennþá góð- ur, — nema morgunverðurinn, sem ekki var annað en dálítill súkkulaðibiti, þufr brauðbiti og bolli af svörtu kaffi. Undir vopnuðu eftirliti. Eftir að þetta hafði staðið í þrjá daga, vorum við sendir til Marseilles með vopnuðu fylgd- arliði. Nú vorum við nýliðarnir orðnir þrjátíu og sjö; vai’ð- mennirnir voru sex. Við ferð- uðumst 1 næturlest, tíu saman í klefa. Bannað var að standa frammi á ganginum, einnig var óleyfilegt að hafa dyr eða glugga opna. Við vorum minnt- ir ,á það í styttingi, að nú vær- um við komnir í Útlendinga- ; herdeildinal Ennþá var samt ein leið opin til baka, ef menn óskuðu. Okkur var sagt, áður en við fórum frá París, að við gætum tekið umsókn okkar til baka, þegar við kæmum til Marseille; við þyrftum aðeins að endurgreiða kostnaðinn af ferð okkar og gistingu á vegum herdeildarinnar. En var gefið ótvíi-ætt í skyn, að það þætti ekki æskilegt. Snemma á laugardagsmorg- uninn komum við t-il.St. Nicho- las kastalans, höi'kulegrar og ljóti-ar byggin^ar frá Bastillu- tímanum. Þegar þeir lokuðu hliðinu á eftir okkur þarna, hafa þeir víst týnt lyklinum, því það tók þrjár ’vikur að opna það aftur! Allan þann tíma, sem við vorum lokáðir þarna inni sem hálfgei'ðir fangar, var alltaf verið að segja okkur sögur af því hvað henti þá heimskingja, sem neituðu að skrifa undir hin „endanlegu ráðningarskjöl11. Hin venjulega refsing var -sex mánaða fangelsisvist í séi-stöku Útiendingaherdeildar-fangelsi! Við Erwin kviðurn samt engu. Fram að þessu hafði okkur ekki liðið neitt illa, og þótt fæðið væx-i nú smátt og smátt skammt- að, gerðum við ráð fyrir að í xangelsinu væri skammturinn enn smærri.. Við ætluðum að skrifa undir! 'Aðálmál franska og þýzka. Ef til vill er mönnum nokkur forvitni á að heyra hvernig mér, Bretairum, vegnaði í þessum al- þjóða félagsskap. Þau tungu- rnál, sem mest eru töluð í Út- lendingaheraeildinni nú á dög- um, eru franska og þýzka; hið fyrrtaída er notað við allar fyr- irskipanir. Samtöl manna í hermannaskálunum fara þó ein- göngu fram á þýzku; er -þó allmargt Spánvei-ja meðal her- deildarmanna. Ég var vel sett- ur að þessu leyti, því ég talaði bæði þýzku og spaénsku áður en ég innritaðist, — og það veí, að ég var sjaldan talinn brezk- ur. Eftir nokkrar vikur skildi ég öll fr'önsk skipunaroi-Ö' og nöfn á vopnahlutum. Þetta var. góo undirstaða og ég gat bráð- lega talað máiið allauðveldlega. Þessi tungumálakunnátta mín varð meðal annars til þess að síðar var mælt með þvi að ég færi í undirforingjaskólann'. [ Framh. á 11. síðu. +

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.