Vísir - 06.05.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 06.05.1961, Blaðsíða 4
 .................... I, rtKgÍTMi' Itiiial 1061 -i- Það er búið að ger , mig heiðursmeðlim vif virðulegri stofium hé- í bæ. Mig hefur alltaí langað til að verða þes sóma aðnjótandi a vera heiðursmeðlinux einhvers staðar, — a' veg sama hvar, e’i bað hefur bara aldrei tek izt fyrr en núna. Menn eru eitthva- svo tregir til slíkra hluta, að ég er í sa -- Ieika sagt álveg hissa, því að í rauninni e ekki annað innifalið í þessu en það, að mað ur þarf ekki að borga félagsgjöld félaginu og ef maður er nú ekki í því hvort sem er, ja; liá kemur það allt út á eitt. Að vísu tóku þeir það aldrei fram, stjórnendur klúbbsins, að ég væri heið- ursmeðlimur, en engin fé- lagsgjöld borga ég, svo þeim hlýtur að vera alveg sama um það, þó ég segi ykkur að ég sé heiðursmeðlimur. Þetta er nefnilega einn fínindisklúbbur, og ég vildi bara að ég hefði verið svo skynsamur að stofna einn slíkan, þegar ég var uppá mitt bezta. Eg tók fyrst eftir nafni klúbbsins í búðarglugga, og það var nákvæmlega 11. ap- ríl sJl. Þetta.var £ Vélla- og raftækjaverzhsninni * Banka stræti 10, og klúbhurinn heitir tómstundaklúbburinn Dynjandi. Dynjandi stillti út helling af frímerkjum £ frí- merkjadaginn, og ég skaut á gluggann með myndavélinni minni, því mér fannst þetta smekklega gert, og hér var greinilega eitthvað nýtt á ferðinni. Seinna kom ;t ég að Ijví hverjir voru aðalmennirnir í þessum klúbb, og náði taíi af tveim þeirra, þeim Gísla Sig- urðssyni og Vilmundi Þór Gíslasyni. Gísli er 14 ára en Vilmund ur 15, og þeir segja að þeirra klúbbur sé sá fyrsti, sem stofnaður var hér I bænum. Klúbburinn er að vísu ekki stór ... — Hvað eru margir £ hon- um, Gísli? „Við erum sex strákar. Við stofnuðum klúbbinn brír saman, Vilmundur, ég og Þorkeltl Guðnason. Það var 1. sept. 1959. Svo bættust hinir þrír við seinna.“ — Og bá byrjuðu bið fyrst og fremst á frímerkjum, var það ekki? „Jú. Fyrst voru það bara frímerkin. Suinir okkar áttu eitthvað fyrir af þeim, og við höfðum skipti á merkj- rnn á millum okkar.“ — Og hélduð þið svo reglu lega fundi? „Já, það voru fundir viku- lega, og þá var skipt um að hafa fundina heima lijá okk- ur strákunum.“ — Þetta er greinilega mjög formfastur félagsskap- ur Svo eru aðalfundir hjá ykkur, er það ekki? „Jú við höfum aðalfund tvisvar á ári, til þess að gela sem flestum kost á að vera í stjórn.“ — Það cr þá ekki G mann stjóm ...? „Nei. Þrír í einu.“ Hafið þið ekki fengið ein- hverja aðstoð ' sambandi við kilúbbstarfið og verkefni ykk ar? „Aðallega höfum.við fylgzt með tómstundaþáttum Jóns Pálssonar £ útvarpinu, og svo höfum við alltaf haft stöðugt samband við ,hann £ síma, og hann gefur okkur vmis ráð og leiðbeiningar." — Nú heitir þetta tóm- Hér eru tveir aðalstráharnir í Dynjanda. Til vinstri er Villi, en hægra megin er GísH. tundakilúbbur, Vil-- íundur, en eltki frí- ærkjaklúbbur. Hvernig stendur á >ví? „Það er vegna þess, ið þann 14. janúar s.I. ákváðum við að færa út kvíamar og taka Jyrir ýmsa aðra tóm- iundavinnu, eins og t. d. vinnu í horai og beini, basti og tágum og harðvið . ..“ — Og Jón aðstoðaði ykkur með bað? „Já, mjög mikið, — 3n hugmyndirnar, sem : við snriðum eftir, eru I okkar sjálfra.“ — Ilafið þið reynt að selja nokkuð af framleiðsl- unni? „Já, við höfum selt dálítið af nælum og svoleiðis, og höf um haft fyrir verkfærum, skrúfstykkjum, þjölum e. s. frv.“ — Eruð þið ekki allir í skóla? „Jú, við eruin fjórir £ mið- bæjarskólanmn, einn - Gagn fræðaskóla Austurbæjar og einn f Gagnfræðaskóla Kópa vogs.“ — Fleira, sem þið hafið gert í klúbbnmn ...? „Við hóldum t. d. skemmti fund með tveim öðrum. klúbbum í vetur. Það var á Lindargötu 50, þar sem tóm- stundaheimili Æskulýðsráðs er. Þar spiluðum við Bingó og fórum svo í ýmsa leiki o. s. frv.“ — Eru stelpur yfirleitt ekki með neina slíka klúbba? „Það held ég ekki. Ekki svo ég viti til.“ — Hvað eru margir slíkir klúbbar í Ueykjavfk? „Líkllega 3—4, En við er- um þeir fyrstu ...“ Gísli og Vilmundur sýndu mér nælu, sem þeir höfðu smíðað, sögðu mér frá. bví að þeir hefðu lá.tið prenta fyrsta dags umslög, sem væru til sölu á pósthúsinu, og skenktu mér riðan Ijómandi fallegan borðfána, sem þeir höfðu teiknað og smíðað fót undir. Þeir, sem hafa komið því til leiðar að ungir piltar — og vonandi síðar stúlkur — stcfna sl'íka klúbba til að nota frfstundir til raunhæfs og skemmtilegt starfa, eiga góðar þakkir skilið, og von- andi að þes:;i hreyfing eigi langt og aukið líf fyrir hönd- um. — G. K Tuttugu vildu fara út í kvikmyndaleikinn. JEwt tötiH ini/íideevietBti «r frestað Tuttugu manns gáfu sig fram þegar auglýst var í vetur eftir aukaleikurum, „statistum“ til að koma fram í kvikrnynd, sem ráðgert var að taka hér með nokkrum frœgustu ieikurum Þjóðverja, Gallinn var aðeins sá, að þetta voru mest unglingar á alcirin- um 15—16 ára. Annars skiptir það ekki máli lengur, því að töku kvikmyndarinnar var frestað. Handritið var ekki að öllu leyti tilbúið á tilsettum tíma, og ýmis atriði, sem byrj- að var að taka erlendis til j reynslu, þóttu ekki nægilega góð. En það mun verða áfram í athugun, að taka þessa kvik- mynd að nokkru hér á íslandi, því að mestur hluti hennar ger- ist hér við land og í landi. Ýmsir íslendingar höfðu ver- ið ráðnir til að aðstoða við gerð kvikmyndrinnar, bæði við töku hennar og ritun handritsins Fé- lagið, sem ætlar að gera kvik- myndina, er skipað bandarísk- um, v.-þýzkum og rússneskum aðiljum. 3Minn inijamrö. Fædi 22. ágúst 1903. Allta-f fækkar þeim eldri sam- herjum vorum, sem mikið haía látið að sér kveða á vettvangi íþróttanna, en þó einkum í fé- lagslegum málum. Einn af þess- um mönnum, sem fallinn er í valinn, er Stefán Runólfsson, frá Hólmi. Hann var fæddur 22. ágúst 1903, að Hólmi í Land- broti, Vestur-Skaftafellssýslu. Þar ólst hann upp, ásamt hin- um mörgu systkinum sínum, eins og t. d. hinum landskunna völundarsmið Bjarna frá Hólmi. Snemma hneigðist hugur Ste- fáns að íþróttum og líkamsrækt. Hann lét sér ekki aðeins nægja að taka þátt í glímu- og hlaupa- mótum hér í liöfuðstaðnum, heldur sótti hann fyrstu íþrótta- námskeiðin, sem hér voru hald- in, til þess að geta leiðbeint öðrum. Hann var alltaf mikill áhugamaður um íþróttir og lík- amsrækt. Ungur kom hann hingað til Reykjavíkur og gekk í Glímufél. Ármann, enda hafði hann sérstakan áhuga á glím- unni okkar og vildi útbreiða hana sem mest. — Það mun hafa veiið árið 1922, sem Stefán fór utan til raf- virkjanáms í Noregi. Meðan hann dvaldi þar, hóf hann kennslu í ísl. glímu. Hann var einn af þeim mönnum, sem skildi, að ef vér ætlum að út- breiða glímuna og gera hana að alheimsíþrótt, verðum vér að byrja á því, að kenna hana ná- grannaþjóðunum, sem eru af sama stofni og vér. — — Stefán lét sér alla tíð mjög annt um glímuna, enda góður og glæsilegur glímumaður, þeg- ar hann var upp á sitt bezta. Hann var einn í hópi þeirra þrjátíu íþróttakennara, sem boð- ið var á Ólvmpíuleikana í Ber- lín 1936.------- Stefán Runólfsson var einn af þéim, sem árið 1942 stofn- uðu Ungmennafélag Reykjavík- ur (UMFR) eða endurvakti það. Hann tók snemma að sér for- mennsku félagsins og fram- kvæmdastjórn. Á UMFR hon- um fyrst og fremst að þakka hið myndarlega félagsheimili sitt í Laugardallium. En þar hugði hann á enn frekari Jrarn- kvæmdir- og umbætur. — Þessa brautryðjandastarfs Stefáns fyrir UMFR mun lengi minnzt. Slík fórnfús félagsstörf verða seint fullþökkuð. Stefán, var kjörinn í fram- kvæmdastjórn ÍSÍ 1953, og hef- ur átt þar sæti síðan sem gjald- keri sambandsins. Hann vann þar ötullega áð áhugamálum ÍSÍ, og honum eigum vér mest, að þakka hin góðu húsakynni ÍSÍ á Grundarstíg 2 A, sem teljaj má fyrsta vísirinn að íþrótta- miðstöð í höíuðstaðnum. Stefán var alla tíð mikill bindindismaður og vann mjög að bindindismálum, sérstaklega fyrir æskulýðinn. Hann taldi áfengisbölið vera eitt mesta böl þjóðarinnar; böl, sem alla yrði að vara við, ekki sízt æskulýð- inn. Æskulýðurinn yrði að fá vegleg verkefni og við sitt hæfi, og þar væru íþróttirnar tilvald- ar. Stefán var sæmdur gúll-; merki ÍSÍ 1953, fýrir mikils- Dáinn 30. aprí .31. verð störf í þágu ÍSÍ eg íþrótt- anna. — í stuttri blaðagrein er lítt hægt að rekja æviieril Stefáns Runólfssonar, því hann kom víða við; hann var gæfumaður að því leyti, að hann hafði mörg nytsemdarmál að vinna að, mál- efni, sem voru til heilla fyrir æskuna og almenning. Stefán var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Gunnhildur Frið- finnsdóttir frá Blönduósi, sem lézt fyrir nokkrum árum síðan. Eftirlifandi kona hans er Olga Bjarnadóttir frá Nörðfirði. Þau eignuðust eina dóttur.hið mesta efnisbarn. Frú Olga annaðist mann sinn af frábæn’i um- hyggju í veikindum lians og sjúkdómslegu. Samhryggjumst vér henni og ættingjum öllum í hinni miklu sorg b^irra við fráfall hans. Stefán Runólfsson var dulur maður og ræddi lítt um það, sem koma skal og enginn fær umflúið. Þó hafði hann fengið mikla reynslu í lífinu og lífs- baráttunni, m. a. fengið dulræn- ar sannanir fyrir framhaldslífi. Var hann að því leyti viðbúinn, þegar kallið kom. Stefán var heill og hreinskiptinn dreng- skaparmaður, sem þeir sakna mest, er kynntust honum bezt. Hann verður jarðsunginn í dag frá Fossvogskirkju. — Blessuð sé minning hans. B. G. W. EíttJi sóttli um barns- læknlsstöBuðia. Tvær aðstoðarlæhnisstöður við barnadeild Lnspítalans voru fyrir nokkru auglýstar lausar, en ekki hefir borizt nema ein umsókn, og rann fresturinn út um miðjan apríl. Sá eini, sem sótti um starfið, err Björn, Júlíusson læknir, er stundað hefir framhaldsnám og starfað í barnaspítölum í Danmörk og Svíþjóð. Enda þótt umsóknarfrestur um starf þetta sé út runninn, verður að sjálfsögðu enn tekið á móti umsóknum. Annar þeirra tveggja aðstoðarlækna, sem ver- ið hafa við deildina, er farinn úr starfi og utan, og hinn mun vera á förum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.