Vísir - 06.05.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 06.05.1961, Blaðsíða 10
10 Vt SIB .......BT' Latis'8fdágmn‘6; maí 1961 -v 11 ■ ■■ i' ' ■ •. i.1-- - ★ J. HARNALL: 13 — Þá er bezt að þér segið mér alla söguna. Vill hann ekki yður eða viljið þér ekki hann? Eða hefur hann aðra í takinu? Jill dró við sig svarið. Hve mikið átti hún að segja? Hún afréð að minnast ekki á að Eric hefði fundið hana meðvitundarlausa á afskekktum vegi. Og hún vildi heldur ekki segja hver hann var. Það skipti heldur ekki máli, í sjálfu sér. ' — Eg meiddist i bílslysi og var send í sjúkrahús, sagði hún. *Eg slapp furðu vel við þetta — en mér var sagt að ég yröi að dvelja um stund á hressingarhæli ef ég ætti að ná mér. Frú Pringle kinkaði kolli, en tók ekki frarn í né spurði. — Eg hafði ekkí efni á þessu siálf, hélt Jill áfram. — En í sjúkrahúsinu kynntist ég ungum manni, sem var þar lika. Hann var mér einstaklega góöur, og hann — já, hann bapðst til að borga dvöl á hressingarhæli fyrir mig;. Eg reyndi að andmæla þessu, en hann lét sig eklci.... Og svo komst ég i „Sólheima", og hann heimsótti mig á hverjum einasta degi — og ég hef aidrei verið sælli á æfi minni.... Frú Pringle hlustaði á með athygli, en sagði ekki neitt ennþá. Það kom hik á Jill o ghún horfði í gaupnir sér. Við — við töluðum aldrei um ástamál, sagði hún feimnislega. En ég vissi, að þó ég væri öll af vilja gerð, gat ég ekki leynt til- finningum mínum fyrir honum. Og ég fann að honum þótti vænt um mig líka. — En hvers vegna sagði hann það ekki, skaut frú Pringle framí. — Eg var eiginlega hissa á því líka — en síðar fékk ég að vita um ástæðuna. Eða ég held að minnsta kosti, að það hafi verið ástæðan? — Hvað kom fyrir? Jill fékk kökk í hálsinn. Það varö allt í einu svo erfitt að halda áfram. — Einn daginn kom faðir hans á hælið og gerði boð fyrir mig. Hann talaði margt um — um hve tilgangslaust það væri hjá mér að hugsa til framhaldandi viðkynningar við son sinn — hvað þá að þau gætu átt framtið saman. Eg mundi aöeins verða honum fjötur um fót, spilla viðgangi hans um alla framtíð, En verst væri þó, að þessi kynni væru ranglæti gagnvart unnustu iians. — Hvað eruð þ^r að segja? sagði frú Pringle. — Var hann trú- lofaður? — .Það sagði faðirhans að minnsta kosti. ■ —JEn hafði þá þessi Eric ekki minnst neitt á það sjálfur? Jill hristi höfuðið og augun fylltust allt í einu af tárum. — Þetta finnst mér ekki faílegt, sagði fni Pringle og reigði sig. Nei, ef til vill ekki. Og ég ætti vitanlega að reyna að gleyma honum. Það er aðeins þetta — að ég veit að honum þykir vænt um mig. Frú Pringle þagði hugsandi um stund. Svo sagði hún: — Eg hef aðeins eitt ráð að gera yður, Jill: Eg er viss um að þér yrðuð aldrei sæl með manni, sem duflar við yður en er samt trúlofaður annari. Ef þér slítið hann ekki af yður núna, nnmuð þér iðrast eftir þaö seinna. Og þá verður allt miklu erfiðara. Hafið þér heyrt nokkuð frá honum siðan þér töluðuð við hann föður hans? Jill hristi höfuðið. — Hann veit ekki hvar ég er núna. Það var faðir hans sem réð því að ég var flutt hingað frá „Sólheimum“. — Mér er nær að halda að faöir hans hafi farið rétt að, bæði gagnvart yður og sýni sinum. Það er ekki nema eitt fyrir yður að gera, væna mín, og það er að gleyma honum. — Þér hafið kannske rétt fyrir yður, muldraði Jill. — Og nú skulum við tala um eitthvað áiinað, finnst mér. Hvert hafið þér hugsað yður að fara þegar þér farið héðan? — Bara að ég vissi það, sagði Jill og starði ú! í bláinn. — Eigið þér við, að þér hafið ekki í einn stað að hverfa? Þér munuð þó eiga heimili? Jill yppti öxlum g það var helst að sjá að hún ætlaði að fara að gráta aftur, og fni Pringle fór ekki lengra út i þessa súlma. En hún sá að hún hafði gert sér rétta hugmynd um stúlkuna. Hún var fátæk og einmana, og þurfti bæði hjálp og ráð. — Þér megið ekki haida að öll sund séu lokuð, sagðl húr., hug- hreystandi. — Eg hef sjálf reynt að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Maður má bara ekki láta hugíall'v .. . Hún þagði um stund. Svo opnaði hún töskuha sína, tók upp penna og pappírsblokk og fór að skrifa. — Heyrið þér, Jill, sagði hún. Hérna er heimih langið mitt. Og ef þér verðið einhverntíma mjög angurvær og finnst aó’ þér megið til að tala við einhvern, þá skuluð þér koma tii mín — viljið þér lofa mér því? Jill kinkaði ko'lli þegjandi oð tók við blaðinu. Frú Pringle horfði á hana rneðan hún var að lesa heimilisfangið. Þetta var ein frægasta gatan í London og nafnið hafoi venjulega áhr,.: — ekki sízt á fátækt fólk. En Jill gekkst alls eklci upp við að sjá það; og frú Pringle varð enn vissari um að ekkert lægi bak viö það-hjá henni, að hún liafði sagt henni frá raunum sínuni. — Vitið þér hvar þessi gata er? Jill hristi höfuðið. — Jæja, þér finnið hana samt, það er ég viss um, sanöi frú Pringle þurrlega. Og um leið sagði hún við sjálfa sig, aö Jili skyldi aldrei fara fýluferð til sín. Jill hafði að vissu leyti oröið hughægra eftir samtalið við frú Pringle — en ekki var hún sælli en áður. Þó hafði frúin gefio henni eitt gott ráð. Það var eflaust satt, að því fyrr sem hún gæti gleymt Eric því betra væri það fyrir hana. Jill og frú Pringle voru vanar að ganga saman í garöinum um sólarlagið. og á eftir fóru þær inn í stórhýsið, þar sem gest- irnir voru að tala saman eða spila bridge. Jill var ekki vön að taka þátt í þessum kvöldfagnaði. Ýmist, fór hún beina leið upp í herbergið sitt eða hún gekk eitthvaö út ein. Hún hafði íengið sérstakt dálæti á einum stað: ofurlitlum hól, sem hægt var að sitja á og njóta fagurs útsýnis. Hún hafði ekki tekið eftir að farið var að dimma. Skuggarnir undir trjánum urðu þéttari,. og hún hafði verið svo hrifin af íitíí 01 Benedíkt Gmarsson opn- ar sýningu í dag. BenecLikt Gunnarsson listmál- ari opnar málverkasýningu í Listamannaskálanum í dag og sýnir þar 60 olíumyndir, sem hann hejur gert síðustu 4 árin. Það eru liðin nærri sjö ár síðan Benedikt hélt síðast sjálf- stæða sýningu í Listamanna- skálanum, en síðan hefur hann tekið þátt í mörgum samsýning- um hérlendis og erelendis. Og sýningu á glermyndum háfði hann í sýningarsalnum við Hverfisgötu, 1958. Fyrsta sýn- ing Benedikts var annárs í Par- ís 1953, en nám stundaði hann fyrst í Kaupmannahöfn og síð- an í París. Hann hefur verið þátttaknadi í samsýningum er- lendis í Kaupmannahöfn, Róm og Moskvu. V '- ■ • Verkin á sýningu Benedikts nú eru allmjög frábrugðin fyrri myndum hans. Flest jaðra þau við að verta það, sem venjulega : er kallað abstrakt, en eru þó j unnin út frá fyrirmyndum J (fígúratívar), svo áð greinilegt | er oft. Listamaðurinn héfúi unnið mikið úti undanfarxn ! misseri, t. d, á Þingvöllum, og fengið hugmyndir Þar úr klett- um og gjám, svo og frá ýms- ,um dans- og leiksýningum, ekki sízt heimsókn kínversku óper- uunar,enda eitt verkið, „Grímu- dansarar", orðið til af áhrifum hennar. Myndir listamannsins eru orðnar mýkri, hlýrri og lýr- ískari en, áður. I Sýningin verður opin til 15. maí kl. 13—22 dag hvern. R. Burroughs TARZAIM — 3797 * Þarna voru . .þeir læstir saman í átökunum og léik- urinn barst að hinni ógur- legu plöntu. Það var um seinan að þeir áttuðu sig og ætluðu að l'oiða sér. Plantan náði með slímugum heljar örmum utan um þá báða og lyfti þeim hátt yfir svelginn milli blaðanna. Framh. af 1. síðu., hraða. geimfarsins, að þegar það nálgaðist yfirborð sjávar var hvaðian. ekki nema 35 km. á klst. Tilkynnti Sbephard þá, að hann væri tilbúinn að lenda og rétt á eftir lenti hann og geimfa lio vaggaðist á sjðnum. farinu, sem hafði Ient á sjcn- Þyrlu bar þegar að geim- um kl. 14.48 eftir islenzkum tíma. Var þetta 483 km. frá Canaveralhöfða. Tæpum 4 mínútum eftir lend- 'ingu opnáði Shephard hlera á geimfarinu og fór upp í þyrl- una, sem flutti hann á þilfar flugvélaskipsins. í einni frétt vár sagt, að geimferðin hefði staðið tæpar 19 mínútur og mun þá hafa verið talin enda, er hann opnaði hieraopið. Þegar á flugvélaskipið kom fór fram bráðabirgðalæknis- skoðun á Shephard, og bar næst var hann fluttur í sjúkrahús, eins og fyrirfram var ákveðið til nákvæmrar læknisslcoðunar. LTm öll BaBndaríkin fylgdust með öllu í sjónvarpi og meðal þeirra tugmilljóna Bandaríkja- manna sem fylgdust af hinum mesta áhuga með geimferðinni var Kennedy forsetr og fjöl- skylda hans, sem sátu við sjón- varp i Hvíta húsinu. Hundruð fréttamanna fvlgd- ust með öllu og ríkir mikil gleði í Bandaríkjunum yfir, að allt gekk að óskum, og heillaóska- skeyti eru farin að berast yfir hinu' mikla. afreki, sem unnið var án leyndar og næstum að segja mætti að Bandaríkjaþjóð- inni allri ásjáandi, en milljónir manna eiga eftir að fylgjast með öllu sem gerðist i kvik- myndum og sjónvarpi. Gert er ráð fyrir, að Alan Shenhard gangi á fund Kenn- edys forseta á mánudagsmorg- ur,. þar serrí forsetinn óskar hi bárv,ingiu og þakkar JBcmuna I nafni allrar þjóðar- Um öll Bandaríkin fylgdust menn með í sjónvarpi og meðal Kennedy sendi Shephard þegar skeyti. Meðal fyrstu skeyta voru skeyti frá Macmill- an og Adenauer og frá mörgum öðrum þjóðarleiðtogum. Sagt var stuttlega frá geimferðinni í Moskvuútvarpinu. Nsshyrniotprnir í 10. sim. Leikrit lonesco Nashyrning- arnir eru sýndir um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu og veröur 10. sýning á leiknum í kvöld. Sýrí'.ng Þjóðleikhússins á þessu nútíma verlci hefur vek- ið mikla og verðskuldaða aí- hygli enda hafa fá leikrit, sem komið hafa fram hin síðari ár verið jafn uinrædd. Sýningum miín fara að fækka úr þessu, þvi nú er orðið áliííð á þetta leikár. Bezt að auglýsa » VÍSl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.