Vísir - 06.05.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 06.05.1961, Blaðsíða 6
VtSIR Laugardaginn fi. mai 1961 HP; ■ 'vism D A GBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, 12 blaðsíður alla daga. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson og Gunnar G. Schram. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8 30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30.00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. KIRKJA DG TRUMAL Bsráitan um hait&itón. Pað er bersýnilegt, að |>að ætlar ekki að ganga alveg hljóðalaust fyrir dönsku sljórnina að afhenda handritin, sem verið hat'a í vörzlu Dana undanfarnar aldir. Má segja, að allt hafi ætlað af göflunum að ganga, siðan skýrt var frá fyrirætluniun stjórnar Kampmanns í þessu efni. Þeir, sem aldrei hafa haft minnsta áhuga fyrir handritunum og eiginlega varla vitað um tilveru þeirra, fara nú hamförum og láta svo sem ræna eigi hjartanu úr barmi dönsku þjóð- arinnar og leggja danska visindamennslui í rúst. Þær fregnir hafa borizl af fundum í danska þinginu, að meirihluti þingmanna muni að öllum líkindum vera hlynntur því, að Islendingar l'ái þessa þjóðárdýrgripi aftur. Stjornin iiefir hinsvegar lengið kaldar kveðjur fyrir með- ferð sina á málinu, og telur stjórnarandstaðan það móðgun við sig. að hún skyldi ekki höfð með í ráðum. Hefir bún allt á Iiornum sér af þessu tilefni og vill hefna sin mcð ]>ví að koma í veg fyrir, að afhending geti farið l'ram í sambandi við ;>0 ára afmælishátíð Háskóla íslands. Er Iiaft fyrir satl, að stjórnarandstaðan liafi í byggju að ]>æfa málio, svo að ekki verði mmt að koma þvi i gegmun þetta þing, sem slitið yerður 20. þessa mánaðar. Ifér verður vitanlega engu um ]>að spáð, hvenær niálinu verður ráðið til lykta, en frá sjónarmioi Íslendinga cr það aðalatriði, að ]>að er nú komið á það stig, að meiri liluti danska þingsins vill afhenda handritin. Þótt ]>að væri óneitanlega skemmtilegt, ef bægt væri að láta þau af hendi að nafninu til 17. júní, er það ekki svo mikilvægt atriði, að það sé f'yrir öllu í augum lslendinga. Við höfum neðið syo lengi, að okkur mun varla ráuua um mánuði í viðbót. Hm viii og hver vfil ekkl. Þjóðviljinn er enn einu sinni nú í vikunni að bera á borð fyrir þjpðiiia ]>au „sanhindi“, að Islendingar vilji ekki verzla við Sovétríkin, og þcss vegna sé ekki hægt að nýta afla togara eins vel og ella. Veit hann þó betur en flestir aðrir, að það stendur ekki á Islendingum að selja bverjum. sem lcaupa vill afurðir okkar. Það stendur og befur slaðið á þeiin þarna fyrir auslan að kaupa ]>að, sem við höf- um að bjóða. íslendingar gerðu margar tilraunir lil að konia af stað viðskiptum við Sovétríkin nokkru eftir stríð, þegar þéim Iiafð'i verið hætt af þeim, sem málum réðu í Moskvu. En viðkvæðið þar eystra var jafnan það, að þar væri ekki áhugi fyrir viðskiptum við Islendinga. Við það sat, því að ekki gátum við þröngvað þeim iil viðskipta við okkur. En skjótt skipast veður í lofti, og allt í einu virtist pólitísk nauðsyn á að taka aftur upp viðskipti við Island. Þá stóð heldur ekki á ]>ví, að viðskipti væru tekin upp, því að Islendingar höl'ðu aldrei verið þeim andvígir. Torfær- una var að finna í einhverri skrifstofu austur í Moskvu, og þegar Jieirri hindrun hafði verið ýtt úr vegi -— liver sem hún var byrjuðu viðskiptin á ný. Vtíikiptí og stjcrítmál. Það liefir lengi verið vitað, að sovétstjórnin lega fleiri kommúnistastjórnir — haga viðskiptum sínuni eftir pólitískum þörfum. Hún verzlar mikið við þá, seni eru henni þóknanlegir og líklegir til að vera þægir í ýmsiun ei'num, en áhugánn skortir á viðskiptum við aðra. Þess vegna stóð ekki á því, að viðskipti væru stórauldn við íslendinga. þegar vinstri sljórnin var komin á Iaggir — þótt það nægði ekki til að halda í henni liftórunni eins lcngi og ætiað mun hafa verið — og ]>ess vegna er lí'till áhugi fyrir viðskiptum við Islendinga nú. Það er nefnilega ,.vond jstjórn*1 við völd hér á landi nú. — Svona ehiföld Eitt aðaleinkenni kristins trúarlífs er bænin. Svo milvæg’ er hún talin, að henni er jafn- aðarlega líkt við andardrátt- inn, sem enginn getur lifað án. Þannig hafa trúmennirnir lýst bæninni og gildi hennar, þeir, sem gerst þekkja af eigin reynslu, hver áhrf það hefir að helga líf sitt í bæn, tilbeiðslu og lofgerð. Þegar bænin berst í tal í hópi þeirra, sem ekki lifa reglu- bundnu, rótgrónu bænalífi er oft um það rætt, hvort bæn- heyrslan sé raunveruleg. Fáum við það, sem við biðjum um, eða er það tilviljun einskær, hvernig málum lyktar, og túlk- að sem bænheyrsla, ef heppnin er með? Svörin vrða ekki 'á eina lund, fullyrðing stendur gegn fullyrð- ingu, reynsla virðist standa gegn reynslu, Þess ber þó að geta, , að reynsla þeirra, sem neita bæn- heyrslunpi, er jafnan skamm- í vinn og fábreytt. Þeir hafa gef-1 | izt upp í bænalífi sínu, stund-1 um af því, að bæn þeirra hafði | ekki náð eðiiiegum þroska, þeg- I ar þeir tóku að afrækja hana,: I annað hvort fyrir áhrif áróð- 1 j urs vantrúaðra manna eða fyr- ir eigin hirðuleysi, en stundum líka fyrir sára reynslu von- brigoa. Þeir höfðu beðið i neyð af heitpm huga, en töldu sig ekki hafa hloiið bænheyrslu. j Heyrst hefir stundum frá trú- uðum mönnum og bænamönn- j um gáleysis svar við slíkri; reynslu, sera er í eðli sínu trú-, arraun; Bænin á ekki að snú- ast um. veraldleg og hversdags- leg efni, heldur um andlega hluti. Þannig er ,e. t. v. hægt að prédika íyrir þeim, sem lengra eru komniij, en ekki fyr-, ir byrjendum í bæn. Stendur ekki í gégn þessu hið skýlausa, sterka hvatningarorð postul- ans: „Gerið í öllurn hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásam't þakkar- gerð“? 7f bæn allra ætti að bíða eftir þeim þroska, sem hafinn er yfir veraldarlegar ósk- ir, óskir um farsæld hér í heimi, hamingju og hebbrigði sér og sínum til handa, þá er hætt við að biðin yrði stundum nokkuð löng. Bænin er skóli trúarinnar. Menn byrja venjulega ekki skóla í efsta bekk, heldur verða að láta sér lyndi að setjast í þann neðsta og læra stafrófið fyrst af öllu. Það er áreiðanlega miklu oftar líkamleg neyð, sem knýr menn fyrst til átaka í bæn, held- ur en meðvituð þörf fyrir and- legan þroska. Vandamál í ver- aldlegum efnum, daglegar þarfir. sjúkdómar, áhyggjur, erfiðleikar, eigin eða ástvina, slíkt sem þetta þrengir mis- kunnarlaust að og mætir öllum jafnt, hvað sem andlegum þroska líður. Þá þurfa menn að þekkja þessi oið trúarinnar: Gerið í öllum hluítum óskir yðar kunnar Guði. Við trúum á þann Guð, sem vakir yfir vel- ferð okkar í kærleika og sér fyrir öllum okkar þörfum, í smáu og stóru. Hann lætur sér ekkert óviðkomandi, sem líf okkar og velferð snertir. Þess vegna megum við tjá honum hug okkar allan og leita lið- semdar hans í öllum hlutum. Og það, sem furðulegast er í reynslu bænarlífsins er það hve Guð gengur langt til móts við okkur, hvernig hann bæn- heyrir í smáu og stóru, breiðir blessun sína yfir það allt, einn- ig það hversdagslega og efnis- bundna, sem að visu kann að sýnast skipta nokkru í okkar augum á líðandi stund, en virð- ist ætti að vera svo ósköp smá- vægilegt frá sjónarmiði hins almáttka. Litið barn getur haft þungar áhyggjur og kvíða út af má1- efni, sem viiðist ekki mikil- vægt að dómi fullorðins manns. En hjarta bai’nsins berst mi’ii vonar og ótta. Það leitar til al- máttugs Guðs í heitri bæn. Og hahn svarar bæninni, hjálpar. Svo góður er Guð. Svo mikill er Guð. Ætlast hann ekki til að þessi reynsla verði fyrsta s*kerfið á vegi bænarinnar, sem leiðir til nánara samféiags, innilegri væntumþykju barns- ins og framtiðarþroska í and- legu lífi þess? Eitt sinn var eg staddur í miklum lífsháska. Hryllilegur dauðdagi, kvalafullur með mik- illi angist biasti við mér. Engin mannleg hjálp virtist möguleg. Sjálfur kunni eg engin ráð til bjargar. Hvað gat eg gert. Eg gat beðið. Til þess þarf eklá alltaf langa stund. Hvers átti eg að biðja? Andlégra hlutai? Eg gerði það.; Eg; fól sál míria Guði. Eh eg bað lika Guð að bjarga mér frá þessum voveif- legu örlögum. Var þetta óeðli- j leg bæn eða vafasöm? Hann i geiði þetta með undursamleg- um hætti. Eg er ekki í vafa um, | að það var Guðs miskunnsemi. : sem bænheyrði mig og bjarg- aði mér. Og eg er ekki í vafa um, að við megum biðja og eig- um að biðja í líkamlegri þörf og neyð, og við hljótum þar bænheyrslu. í Hins ber og að gæta, að eng- inn má staðnæmast í fyrsta bekk skólans. Allir eiga þess kost að taka þroska í bænarlífi. Það iærist fljótt, að bænin er ekki það, að segja almættinu fyrir verkum, eða gera Guð að þjóni sínum, heldur að leita á- sjár hjá honum. Og það lærist einnig, að sú bænin, sem stundum er kölluð hin erfiðasta, er bezta bænin: Verði þinn vilji. Mörg óskin, sem í huga býr, fölnar og visnar frammi fyrir augliti Guðs. Ný sjónarmið koma fram. Bænin verður meira en að frambera óskir síns eigin vilja. Hún er hugleiðing fyrir augliti Guðs, lofgerð og hreinsast við iðkun bænar, svo þakkargerð. Hugsun og vilji að gerður er greinarmunur á mikilvægi bænarefnis. Um leið og sum fölna, koma önnur fram þýðingarmeiri og knýjandi, sem biðjandi krist- inn maður veit, að honum er ekki aðeins heimilt að biðja fyrir, heldur aðeins skylt að biðja um og knýja á og stríða fyrir í þolinmóðri, sív'akandi bæn. Þannig gerir Guð okkur, ófullkomin mannanna börn, að þátttakendum að framgangi og sigri ríkis síns hér á jörð, sam- verkamönnum sínum. Nauðsynlegur þáttur í heil- brigðu bænalííi sambænin. Við eigum ekki aðeins að biðja sem einstaklingar hver í sínu lagi. Sameiginlega eigum við fleiri og færri að mynda andrúmsloft bænarinnar á stærra svæði, hver öðrum til uppbyggingar og uppörvunar og til að styrkja bænina. Tækifæri til þessa gefst í safnaðarguðsþjónustunni, þar sem allur söfnuðurinn á 'að sameina hugina í hverri bæn, hvort sem hún er flutt af prest- inum fyrir munn allra eða sungin í sálmi. Auk þessa fær þjóðin öll Framh, a 8. síðu. BERGMA Kvikmndin „Ókuninu- gestur“. Danska kvikmyndin „Ea fi*einmed banker pá“, sem nú er sýnd í Laugarásbíói, hefur vak- ið mikla hneykslan manna, og hefur þess verið óskað af ýms- um, að getið væri hér í dálkin- um hinnar almennu óánægju manna yíir að kvikmyndahúsið hefur tekið hana til sýningar. Eg hef iðulega skrifað hér í ( blaðinu um kvikmyndir og sett úridir þær klausur staiiim. 1. Eg . hef aðeins getið þeirra mynda, sem ég hef séð, og yfirleitt að- eins þeirra, sem eru í flokki sæmilegra eða ágætra mynda. Oftast gengið fram hjá hinum, en tvívegis þó — að vísu í þess- um dálki — vikið að sýningum á ósmekklegum og leiðigjörnm myndum (nektar eða „stripte- ase“-myndum). Mín afstaða er sú, að ef komið er með einhvern reiðilestur, þegar um klánxrit og klámmyndir er að ræða, hafi það þveröfug áhrif við það, sem til er ætlast. Menn veiða svo. fíknir í að kynna sér þetta, að tífalt, hunraðfalt eða jafnvel þúsundfalt fleiri kynni sér -en ella. Þarf ekki annað en minna á hve<- áhrif aúur gauragangur- inn út af Roðasteininuin og Elskhuea laffti Chatterley’s hef ur haft. Hin síðarnefnda saga er nú lesin af- milljónum manna um víða veröld. eingöngu vegna þess að siðferðispostularnir vildu banna útgáfu hennar á Bretlandi, og málaferli risu út af henni, ,en þau náðu ,ek-ki þeim tilgangi að hindra útgáfuna, og Framh. 4 7. áíðu. -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.