Vísir - 29.05.1961, Blaðsíða 6
6
¥.<1S IR
Mánudaginn 29. maí 1961
V í SI R
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, 12 blaðsíður daglega.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson og Gunnar G. Schram.
Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar
skrifstofur að Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Félagsprentsmiðjan h.f. — Edda h.f.
Verkfallið hafð
Á miðnætti í nótt hófu átta verkalýðsfélög vinnustöðvun
og hafa þá nær 7000 manns lagt niður vinnu. Svo fór ekld,
sem margir höfðu þó vonað, að samningar tækjust á síð-
ustu stundu. Atvinnutækin eru nú stöðvuð og það beina
og óbeina tjón, sem af öllum verkföllum leiðir er hafið.
I samningaviðræðunum síðustu daga kom fram, að
atvinnurekendur voru fúsir til þess að veita beinar kaup-
hækkanir, sem námu rúmum 9% á þremur árum. Þessu
boði atvinnurekenda neituðu samningamenn Dagsbrúnar
og Hlifar og töldu allt of lágt til þess að því yrði gengið.
Þeir hafa, sem kunnugt er, sett á oddinn 15—20% beina
kauphækkun en um 36% kauphækkun á lágmarkslaun, ef
fríðindi eru tahn með. Er á það var bent á samningafund-
unum nú fyrir helgina, að útilokað væri að efnahagskerfið
gæti staðið undir slíkum hækkunum var því einu svarað
til að þá yrði að breyta lun efnahagskerfi. Það svar gefur
til kynna það sem fyrirfram var þó vel vitað að af hálfu
kommúnista i verkalýðshreyfingunni er þetta verkfall
fyrst og fremst pólitísk atlaga að ríkisstjórninni, og um
leið að því þjóðfélagsformi sem við búum við.
Launþegar, aðrir en kommúnistar, munu hins vegar
vera þeirrar skoðunar að höfuðatriðið sé að raunhæfar
kjarabætur fáist, en ekki að velta ríkisstjórninni úr sessi.
Og hér er komið að kjarna málsins. 1 verkfallinu 1955 var
unnt að semja á frumstigi um 7% kauphækkun. Því neit-
uðu leiðtogar kommúnista að ganga að og varð sú afstaða
ofan á. Eftir sex vikna verkfall var svo samið um 10%
kauphækkun, auk noklcurra fríðinda. 1 ljós kom þá að
iðnverkafólk var nær þrjú ár að vinna upp það fjárhags-
tap, sem af hinum langa verkfalli leiddi. Sást þá hve dýr
hin sex vikna barátta fyrir þremur prósentunum sem á
milli bar hafði orðið launþegum.
1 annað stað er öllum ljóst af biturri reynslu undanfar-
inna ára, að óbilgjamar kaupkröfur, sem atvinnuvegirnir
fá ekki undir risið, hljóta að missa marks, jafnvel þótt að
þeim sé gengið. Ríkið verður að afla auldns fjár til þess að
mæta þeim með auknum sköttum eða tollum og verðlagið
spennist upp á við. Vítahringur tröppugangsins er hafinn
og kjarabæturnar verða að engu eftir skamman tíma.
Hinar raunverulegu kjarabætur eru hinsvegar fólgnar í
nokkurri hækkun kaupsins á hverju ári sem er í sam-
ræmi við aukna þjóðarframleiðslu. Þá leið ber að fara
og ef um slíkar reglubundnar hækkanir næst samkomulag,
þá er bægt frá því tjóni, sem bæði launþegunum sjálfum
og þjóðarbúinu stafar af löngum verkföllum.
Lækkun vaxta
Því hefir verið fleygt fram af vinstri blöðunum undan-
farið, að unnt væri að lækka vexti og koma þannig fram
raunhæfum kjarabótum. Vissulega myndi vaxtalækkim
vera mörgum í hag og létta undir með atvinnufyrirtækjum,
sem verða að byggja rekstur sinn að verulegu leyti á lánsfé.
En önnur sjónarmið koma hér einnig til greina. Vaxta-
liækkunin hefir bætt hag sparifjáreigenda, sem orðið höfðu
fyrir hverju skakkafallinu á fætur öðru síðustu árin. Með
lækkun vaxta er gengið á hlut þeirra og búast má við að
sparifjársöfnun minnki. Af því leiðir að minna fé verður
. til útlána og fjárfestingar.
Það er athyglisvert, að fyrir nokkrum dögum hækkaði
danski þjóðbankinn vexti með fullu samþykki stjórnar-
innar og taldi það óhjákvæmilega afleiðingu kauphæltk-
ananna, sem þar eru nýorðnar. Sýnir sú ákvörðun hvert er
mat Dana á svipuðu vandamáli og við eigum nú við að etja.
Höfðumst ólíkt að í útfærslunni
••
Orstutt viðtul við Hutvurd
Lunge utunríkisrúðherru
JVorðmunnu.
Norski utanríkisráðherran Halvard Lange kom til Reykja-
víkur í gærdag. Leiguflugvél Flugfélags íslands, SAS-flugvéln
Sture Viking, flutti ráðherrann og 9 sendiherrar frá Osló til
Reykjavíkur. — Fréttamaður Vísis átti stutt viðtal við Halvard
Lange skömmu eftir komu hans.
Margir íslenzkir embættis-
menn, ræðismenn auk fjöl-
margra áhorfenda voru á Rvík-
urflugvelli við afgreiðslubygg-
ingu Flugfélags íslands, þegar
Cloudmaister-flugvélin Sture
Viking, leiguflugvél Flugfélags
íslands lenti með utanríkisráð-
herra Halvard Lange og 9
sendiherra innanborðs.
Utanríkisráðherra Guðmund
ur í. Guðmundsson, ambassa-
dor Norðmanna á íslandi Bjarne
Börde, ambassador íslands í
Noregi, Haraldur Guðmunds-
son, Agnar Kl. Jónsson ráðu-
neytisstjóri, F. Sandberg sendi-
ráðsritari, konur þeirra og
nokkrir fleiri úr hópi íslenzkra
stjórnarstarfsmanna, biðu
norska utanríkisráðherrans. —
Hann kom meðal hinna fyrstu
út úr flugvélinni' og var inni-
lega fagnað.
Á eftir Lange komu út úr
flugvélinni hópur sendiherra,
sem hingað eru komnir til að
vera viðstaddir heimsókn Ólafs
Noregskonungs. Ræðismenn
þeirra voru mættir til að bjóða
þá velkomna. Þarna voru stór-
kaupmennirnir Bergur G.
Gíslason ræðismaður Brasilíu,
Eggert Kristjánsson ræðismað-
ur Finna, Gunnar Guðjónsson
ræðismaður Belgíu, Hallgrímur
Fr. Hallgrímsson ræðismaður
Kanada og Magnús Víglunds-
son ræðismaður Spánar svo
nefndir séu þeir, sem fréttarit-
arinn bar kennsl á.
Agnar Kl. Jónsson og Guð-
mundur í. Guðmundsson heils-
uðu heilsuðu sendiherrunum,
en norski utanríkisráðherrann
hvarf í bifreið norska sendi-
ráðsins heim til sendiherrans
þar sem hann mun hafa aðset-
ur sitt meðan á heimsókninni
stendur.
Örstutt viðtal
við Halvard Lange.
Fréttamaður Vísis leitaði eft-
ir stuttu viðtali við Halvard
Lange, utanríkisráðherra Norð-
manna seinnihluta dagsins í
gær eftir að ráðherrann hafði
komið sér fyrir á heimili norska
ambassadorsins.
Hann varð fúslega við þeim
tilmælum. Á eftir komst frétta-
maðurinn að því að ráðherrann
þjáðist af meini í baki semgerði
honum mjög erfitt um hreyf-
ingar. Þetta hefur þjakað hann
og háð honum síðan í styrjöld-
inni er hann var í fangabúðum
nazista í Þýzkalandi.
Ráðherrann tók fram í upp-
hafi viðtalsins, að hann væri
hingað kominn samkvæmt al-
þjóðlegum venjum sem gilda
um opinberar heimsóknir kon-
unga að utanríkisráðherrann sé
ætíð í för með þeim. Ráðherr-
ann neitaði því að hér mundu
fara fram nokkrar viðræður
eða samningagerðir í tilefni
heimsóknar Noregskonungs,
þær væru að minnsta kosti ekki
Halvard Lange.
fyrirhugaðar, þær væru raunar
ekki veiljulegar við tækifæri
sem opinberar konungsheim-
sóknir.
— Hvenær var fyrst talað um
þessa heimsókn?
— Því miður veit ég það ekki,
sagði ráðherrann. Það var rætt
í bréfum milli forseta ykkar
og Noregskonungs persónulega.
— Eruð þér ánægðir með sam
starf Noregs og íslands?
— Ég hef ekki ástæðu til
annars.
— Sjáið þér mögöuleika til
að auka samskipti þessara
þjóða?
— Já, það væri auðvelt á
menningarlega sviðinu. Við
gætum skipst á listamönnum,
menntamönnum og námsfólki
og þannig komið á nánari menn
ingarlegum samskiptum. Hins
vegar er ekki svo auðvelt að
auka verzlunarviðskiptin. Það
er svo fátt, sem þessar þjóðir
geta keypt hvor af annarri.
— Eiga Norðmenn og íslend-
ingar oft samleið á alþjóðavett-
vangi?
— Miklu oftar en ekki. Við-
horf þeirra eru nauðalík. Og
þær reyna eftir megni að sam-
dagsiiis
ræma viðhorf sín t. d. á fund-
um utanríkisráðherra Norður-
landa og innan Norður-Atlants-
hafsbandalagsins.
— Getið þér nefnt mér nýleg
dæmi þar sem viðhorf Norð-
manna og íslendinga hafa ekki
farið saman?
— Já, það var til dæmis í
sambandi við meðferð land-
helgismála þjóðanna, þ. e. a. s.
framkvæmd útfærslu fiskveiði-
landhelginnar í 12 mílur. Þið
gerðuð það, án þess að tilkynna
það áður. Við hins vegar til-
kynntum með nokkrum fyrir-
vara og buðum upp á samninga.
Við gáfum hinum ýmsu þjóðum
tækifæri til að sanna hefð-
bundinn rétt sinn til íhlutunar
um fiskveiðilandhelgina, að
þær hefðu fiskað svo lengi við
Noregsstrendur að þær yrðu
ekki virtar að vettugi þegar til
útfærslu kæmi. Við höfum nú
stigið fyrsta skref í útfærslunni
og tekið upp 12 mílna landhelgi.
En svo gerðum við samning við
Breta um fiskiveiðar þeirra á
svæðinu milli 6 og 12 mílna
markanna. Hann mun gilda til
1970.
— Að lokum langar mig til
að spyrja yður: Álítið þér, að
ísland hafi lagt sinn skerf til
Norður-Atlantshafsbandalags-
ins?
— Með tilliti til viðhorfs og
ástæðna hjá þjóðinni verður að
svara þessari spurningu ját-
andi.
Viðtalinu var lokið. Ráðherr-
ann reis hægt á fætur. Hann er
meðalmaður á hæð, með þokka
hins heilhuga menntamanns, yf-
irlætislaus og virðulegur.
Halvard Lange er í hópi
fremstu og virtustu stjórnmála-
manna á Vesturlöndum, mikill
hvatamaður norrænnar sam-
vinnu og vestrænnar, alþjóð-
lega hugsandi stjórnmálamað-
ur sem hefur verið meðal mestu
áhrifamanna innan Norður-At-
lantshafsbandalagsins, enda
eindreginn talsmaður frelsis og
friðar.
Misheppnuð
tilraun
Þær fregnir bárust frá
Haifa í ísrael á laugardag-
inn, að fertugur maður Sam
uel Danan, hafi dáið' þá um
daginn í þorpinu Ámirin,
sem er í Galíleu. — Danan
hafði ætlað að færa sönn-
ur á, að maðurinn gæti lifað
á því að drekka einungis vatn
en neyta engrar fastrar fæðu
Honum mistókst þetta á 58.
degi.