Vísir


Vísir - 12.06.1961, Qupperneq 5

Vísir - 12.06.1961, Qupperneq 5
I V Mánudagur 12. júní 1961 VlSIR / Vantar 8 atkvæöi með frestun. Reynt að fá afhendingu handritanna frestað. Regína Þórðardóttir Ieikkona tekur við sínum verðlauna- peningi. Einkaskeyti frá fréttaritara Vísis í Kaupmannahöfn. Danska íhaldsþingmanninum Poul Möl- ler hefur nú tekizt að safna 52 iindirskriftum samþingsm. sinna um frestun konungs á frumvarp inu um afhendingu handritanna til íslands. Þá vantar aðeins 8 atkvœði upp í tilskilda tölu, og verða þau að fást fyrir kl. 24 á þriðjudagskvöld. Að öðr- um kosti verður frumvarpið staðfest með undirskrift og inn- sigli Friðriks 9. Danakonungs á föstudag. Eins og alþjóð er nú senni- lega kunnugt, var frumvarp dönsku ríkisstjórnarinnar um afhendingu handrita til íslend- inga samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta þingmanna við atkvæðagreiðslu á laugardag. Af 179 þingmönnum greiddu 110 atkvæði með frumvarpinu, 39 voru á móti, en 30 greiddu ekki atkvæði. Talið er fullvíst, að afhend- ingin sem slík hafi átt meira fylgi þingmannanna að fagna en tölurnar gefa til kynna. Hins vegar voru margir andvígir málsmeðferð Jörgens Jörgensen menntamálaráðh., og greiddu því atkvæði á móti eða sátu hjá. Möller þingmaður gengur hart fram í að safna undirskriftum þingmanna til að fá afhending- unni frestað þar til nýtt þing hefur komið saman, eftir fyrir- hugaðar kosningar, og tekið af- stöðu til frv. Hann vantar nú aðeins 8 atkvæði upp í tilskilinn þriðjung atkvæða í þinginu. Hvað sem því líður, er enn þá talinn möguleiki fyrir stjórn Árna Magnússonar safnsins að í gær fór fram í Háskólanum veiting úr Heiðursverðlauna- sjóði Daða Hjörvar fyrir feg- urstan flutning íslenzkrar tungu í útvarpinu, og voru veitt þrenns konar verðlaun, gullpeningur, silfurpeningur og bronzepeningur, hinn síðast- nefndi veittur aðeins þeim, sem 4ru 25 ára eða yngri, hinir þeim sem eldri eru. Afhending heiðurspeninga fer nú fram í fyrsta sinn, enda þótt tilkynnt hafi hafi verið áð- höfða mál til að ógilda sam- þykkt danska þingsins. Jörgen Jörgensen mennta- málaráðherra talaði síðastur við loka umræðuna um frumvarp- ið. Það verður væntanlega síð- asta ræða hans í danska þing- inu, en hann hyggst að draga sig út úr stjórnmálum, og verð- ur ekki í framboði við dönsku þingkosningarnar, sem í hönd fara. ur þeim, sem verðlaun skyldu hljóta. , Stofnendur sjóðsins hjónin Helgi og Rósa Hjörvar, ákváðu í upphafi, að þessir fyrrv. og núv. útvarpsþulir skyldu fyrst allra hljóta heið- ursverðlaunapening úr silfri. Sigrún Ögmundsdóttir, Þor- steinn Ö. Stephensen, Pétur Pét ursson og Jón Múli Árnason fyrir frábæra rödd og meðferð íslenzks máls. Og gullpeningur var veittur Davíð Stefánssyni frá Pagraskógi á 65 ára afmæli hans á sl. ári. Gullpeningur, 20 des. 1960 (á 30 ára afmæli útvarpsins). Sigurður Nordal prófessor Einar Ól. Sveinsson prófessor, Brynjólfur Jóhannesson leikari, Silfurpeningur: Arndís Björnsdóttir leikkona, Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur, Regína Þórðardóttir leikkona, Róbert Arnfinnsson leikari. Bronspeningur: Kristbjörg Kjeld leikkona. Silfurpeningur, 1961: Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður, Helga Valtýsdóttir leik- kona. Verðlaunahafar voru allir viðstaddir nema Einar Ól. Sveinsson, Kristbjörg Kjeld og Kristján Eldjárn. Helgi Hjörvar afhent varðlaunin. Ibúatala Bretlands er nærri 50 milljónir FEGURSTA ÍSLENZK- AN f ÚTVARPINU. Þegar vinnan Framhald af 7. síðu. magni varð þá Þórhallur Jóns- son, sem dró 90.6 kg., enda færði það honum sigurinn í einstaklingskeppninni og átti sinn þátt í því að sveit hans í Vestmannaeyjum náði þriðja sæti í sveitakeppninni. Ekki voru þó allir þátttak- endur svo heppnir, en þótt flestir fengju nokkurn afla, og sumir góðan, þá voru það aðrir sem ekkert fengu í gær. Það var bæði skemmtilegt og eftirtektarvert, hve kven- fólk setti sinn svip á þetta mót, og því vel við eigandi, að veitt voru kvennaverðlaun fyrir þyngsta fiskinn, sem líka var þriðji þyngsti fiskurinn sem dreginn var á mótinu. Hlaut þau Guðríður Guðmundsdóttir frá Reykjavík. Er bátar komu að landi í gærkvöldi, beið gestanna kalt borð í hinum nýja matsölustað, en að máltíð lokinni var haldið að nýju í húsakynni Rotary- klúbbsins, en þar skyldu verð- laun afhent. Nokkurn tíma tók að vega afla dagsins og ganga frá útreikningum, og fór verð- launaafhendingin fram um kl. 11 í gærkvöldi. Eins og áður segir komu þátttakendur frá Keflavíkurflugvelli með her- flugvél til mótsins. Hún sótti þá aftur kl. rúmlega 9 í gær- kvöld, og þar eð vélin hafði skamma viðdvöl varð ekki af því, að þeir gestir mótsins gætu verið viðstaddir verðlaunaaf- hendinguna, en þó voru margir verðlaunahafar í þeim hópi. Fyrr var minnzt á hina banda- rísku sveit sem vann í sveita- keppninni. Auk þess hlaut W. W. Dewey verðlaun fyrir stærsta fiskinn sem dreginn var á mótinu, en það var lúða. 12 kg. C. R. Woolums dró aðra stærstu lönguna, 5.7 kg., og C. W. W. Dybedal þriðju stærstu ýsuna, 4,0 kg., en sú stærsta óg 4.5 kg. og var dregin af Tryggva Jóhannssyni. f heild sinni fór mótið mjög vel fram, og þótt margir hinna ósjóhraustari hugsuðu helduir þunglega til rúmlega 4 tíma ferðar með ,.Lóðsinum“ tii Þor- iákshafnar, þá hefir sú hugsun orðið að víkja fyrir hinum ánægjulegri endurminningum. Ahugi virðist vera að glæðast hjá mönnum (og konum) fyrir þessari skemmtilegu íþrótt, sjó- stangaveiðinni, og svo tekið sé undir orð dómnefndarmanns- ins, Páls Þorbjörnssonar, er mótinu var að Ijúka. ,,þá er ánægjulegt að sjá, þesar vinn- an verður að leik“, á líkan hátt og hér á sér stað. Á. f. - að JXttrður-lrlutttii tneðtöidu 52V2 wniiljún. Dómnefnd skipa Helgi Hjörv- ar rithöf. (tilnefndur af Ríkis- útvarpinu), dr. Guðni Jónsson próf. (tilnefndur af heimspeki- deild Háskólans), Þóroddur Guðmundsson skáld (tiln. af Rithöfundasambandi fslands), Lárus Pálsson leikari (tiln. af starfandi leikurum við Þjóðleik húsið) og dr. Broddi Jóhannes- son (tiln. af stofnendum sjóðs- ins). Verðlaun voru nú afhent fyrir bæði árin, 1960 og 1961, og hlutu þau, auk áður talinna: íbúatala Bretlands og Norð- ur-írlands er nú 52% milljón og hafi aukizt um 2,5 milljón frá 1951 eða 10 árum. íbúatala Englands, Wales og Skotlands nálgast nú 50 millj. markið. England er nú þéttbýl- asta land álfunnar, að Hollandi einu undanteknu. íbúatala eftirtaldra stórborga hefur minnkað: London, Birm- ingham, Leeds, Liverpool, Man- chester, Sheffield. Orsökin er sú, að æ fleiri íbúar stórra borga flytjast út fyrir bæjar- mörkin, þótt þeir haldi áfram að starfa í þeim. Þetta er samkvæmt bráða- birgðaskýrslu um manntalið sem fram fór fyrir nokkru. — Taka mun 3 ár að vinna úr skýrslunum. 9 met í Sundfólkið okkar lætur aldeilis að sér kveða [lessa dagana. Á nýafstöðnu Sundmeistaramóti voru sett hvorki meira né minna en 10 fslandsmet og í gær var haldið innanfé- lagsmót, með þeim árangri að níu metum var bætt við. Fyrst setti Hrafnhlidur Guð- mundsdóttir mt í 1000 m bringu- sundi, synti á 17.00.8 Millitím- ar eru teknir á 4Ö0 metrum (6.37.7) og 500 metrum (8.20.2) sem hvorttveggja er Íslandsmet Fyrri metin átti Sigrún Sigurð- ardóttir (6.43.8 og 8.23.6). í 1000 m skriðsundi bætti Ágústa Þorsteinsd. metið um nærri heila mínútu. Fyrst synti hún 500 m á 7.31.5 (fyrra met- ið átti hún sjálf, sem var 7.52,3. Síðan 800 m á 12.092 (12.52.0) og 1000 m á 15.09.5 gamla metið 16.05.6). Ágústa hefur sannarlega ekki sagt sitt síðasta orð. Og þá var röðin komin að karlmönnunum. í 1000 metra bringusundi karla varð Einar Kristinsson, Á, fyrstur á 15.43.3, Árni Þ. Kristjánsson varð ann- ar á 15.51.4 og Ólafur B. Ólafs- son, Á, þriðji á 16.37.0. Metið á þessari vegalengd var 16.40,0, svo þeir syntu allir þrír undir því á nærri mínútu skemmri tíma. Árangur Ólafs B. Ólafs- sonar var jafnframt drengja- met svo og í 500 metrum, en þar var millitíminn tekinn á honum, 8.13.8.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.