Vísir - 12.06.1961, Síða 9
Mánudagur 12. júní 1961
VÍSIR
9
Þegar mín er brostin brá,
bóið Grím að heyja,
Þorsteinn líka fallinn frá
ferhendurnar deyja.
Svo spáði Páll umboðs-
maður Ólafsson, sá blessaði
völundur íslenzkrar vísna-
gerðar, sem öllum öðrum
fremur, frá öndverðu, full-
komnaði alþýðuvísuna og
gerði hana að því háþróaða
hljóðfæri, sem hún nú er í
góðra manna höndum. En
öðlingnum var margt ann-
að betur gefið en spádóms-
gáfa. Og því fór á annan
veg en hann hugði. Hann
gætti þess ekki að sjálfur
hann og Þorsteinn Erlings-
son urðu einmitt til að efla
og þroska vísnagerðina í
landinu. Hún leið ekki und-
ir lok með þeim, heldur fág-
aðist og varð skemmtilegri.
Eftir þeirra dag yrkja mun
fleiri menn góðar vísur en á
19. öld, og má sín þó enn
mikils bæði leirburðarstagl
og holtaþokuvæl.
Ef til vill má líta svo á,
að hið klassíska tímabil ís-
lenzku vísunnar hefjist með
Stökum Jónasar Hallgríms-
sonar (Enginn . grætur ís-
lending), og sé svo, lýkur
því ekki með Pái, Grími og
Þorsteini, heldur stendur
það yfir enn í dag. Sigurð-
ur Breiðfjörð orti að sjálf-
sögðu margar snjallar vísur,
en sé á heildina litið, eru þær
kveðnar á máli rímnanna.
fslenzkan vísan gegnir
bókmenntasögulegu hlut-
verki, sem ekki ber að van-
meta. Eins og kunnugt er,
hættir ljóðagerð hinna svo-
kölluðu lærðu skálda til að
fjarlægjast eðlilegt mælt
mál og storkna í hátíðlegri
stellingu. Það hefur því j f.i-
an komið í hlut einhverra
skálda á vissum tímum að
þoka máli bók-ljóðsins aftur
til hins eðlilega tungutaks,
án þess að rýra tjáningar-
hæfni þess, afneita þeirri
sérstöðu, sem orðlist þess
hvílir á. \ íslenzka alþýðu-
vísan, eins og hún er sönn-
ust, er aftur á móti ljóð-
rænn búningur hins eðlilega,
daglega máls, hún hefur öld-
um saman verið hinn óþving
aði andardráttur þjóðarinn-
ar. Alla rímnaöldina ( sem
stóð í nokkur hundruð ár),
þegar hin hátíðlega stelling
bundins máls ætlaði allt að
kæfa, ortu menn vísur á svo
» daglegu máli, að maður
hefði getað heyrt þær á götu
í morgun, nýtilbúnar. Má til
dæmis minna á vísu Þórðar
á Strjúgi: Við skulum ekki
hafa hátt (16. öld); Kuldinn
bítur kinnar manns, eftir
séra Hallgrím (17. öld) og
hina sígildu ástarvísu Árna
Böðvarssonar á ' Ökrum:
Ætti ég ekki, vífaval (18.
öld).
Alþýðleg vísnagerð er oví
einn af þeim farvegum
málsins, sem tjón væri, ef
þornaði. Iðkun hennar held-
ur hinu daglega máli í rækt,
því máli, sem alla jafna er
nær áþreifanlegum hlutum
hversdagsins, virkileik nán-
asta umhverfis en það ljóð-
mál, sem hin lærðu skáld
nota, hún heldur dyrum
opnum inn í hug alþýðu við
sjó og í sveit. Hún er vita-
skuld háð sínum takmörkun
um eins og öll form skáld-
skapar, hún megnar ekki að
túlka nema sumt af því, sem
speglast í sál mannsins, ekki
framvindu tír.ians af jafn
margbrotnu innsæi og bók-
ljóðinu er unnt, en hún er
fær um að tjá nálægan virki-
leik á sígildan hátt og hún
stuðlar að því að halda hrein
um þeim brunni tungunnar,
sem ljóðagerð hinna lærðu
skálda hlýtur að sækja í end
urnýjun, þegar svo er kom-
ið, að hún er grugguð lang-
varandi tilgerð og sérvizku.
—v—
Það gegnir furðu, að enn
skuli ekki til vönduð og
stór sýnisbók íslenzkrar
vísnagerðar, eins til tveggja
binda verk, þar sem komið
er á einn stað allt það bezta
og helzta á því sviði, verk,
sem væri hliðstæða þjóð-
sagnasafns Jóns Árnasonar.
Ýmsir menn víða um land
hafa fengizt við að safna
vísum, ortar bæði af lærð-
um skáldum og ólærðum.
Sumir kváðu eiga gríðar-
stór söfn. Sá er hins vegar
Hannes.
gallinn á, að smekkur vísna-
safnaranna er oft fremur
bágborinn, og veit ég til
þess, að sumum þeirra er
fyrirmunað að greina á
milli góðra vísna og vondra.
Það er ósköp að heyra sumt
af því, sem þeir halda til
haga. Vísnasyrpur, sem
komið hafa á prenti, eru
einnig flestar lélegar, graut-
arlegar og fullar af hnoði,
vísum, sem detta sundur í
miðjunni, og öðrum álíka.
(Leirburður, sem hægt er að
hlæja að, er aftur á móti
prýðilegur á sinn hátt!)
Eg hef heyrt, að Svein-
björn Beinteinsson frá Drag-
hálsi vinni að útgáfu vísna-
safns, en mér er ókunn igt
um, hvernig því verki er
hagað. Sveinbjörn er sjálf-
sagt vísnafróður maður, en
hvort smekkur hans er nægi-
lega öruggur, skal ósagt lát-
ið. Það er tæplega á eins
manns færi að ganga frá
stóru vísnasafni, svo viðun-
andi sé, til þess þyrfti tvo,
jafnvel þrjá menn, sem hefðu
að vopni, þegar saman
kæmu, traustan smekk- og
staðgóðan fróðleik um vísur
og höfunda.
Vísum í safni sem þessu
bæri að skipa niður í efnis-
flokka og raða þeim innan
hvers flokks eftir aldri. All-
ar tegundir vísnagerðar
mættu til með að fá aðgang
að safninu, drykkjuvísur og
hestavísur, draumvísur og
amorsvísur, skammavísur og
feimnismálavísur o. s. frv.,
o. s. frv. Tilefni fylgi öllum
þeim vísum, sem þess þurfa
með, sé hægt að grafa þau
UPP, og vísurnar yrði að
feðra með sem allra mestri
nákvæmni.
Ef hægt á að vera að ganga
að öllum bezt ortu og sérstæð
ustu vísum tungunnar í slíku
safni, þyrftu þeir, sem um-
sjá þess hefðu, að moða úr
hinum mörgu vísnasöfnum
einstakra manna, velja úr
þeim það ágætasta, en láta
þess getið í bókinni, úr hvaða
safni tiltekin vísa sé komin.
kennslutími dreifist tíðum á
10—12 stundir eða meira, þótt
ótalin séu þau verkefni, sem
óhjákvæmilega fylgja kennslu-
tsarfi, en verða oft eigi unnin
í skólanum sökum húsnæðis-
skorts. Þá ber þess einnig að
geta, að aukakennsla er aðeins
greidd með 80% af föstu kaupi
og eftirvinna aldrei greidd sér-
staklega, hvort sem unnið er í
matmálstíma, að kvödinu eða
eftir kl. 12 á laugardögum.
Eins og eðlilegt er fylgir mjög
mikill kennaraskortur í kjölfar
slíkra launakjara.
Skýrslur fræðslumálastjórn-
arinnar bera með sér, að kenn-
araskortur er mjög mikill. Því
sem næst 10% fastra kennara
á barnafræðslustigi eru án
réttinda og 71% í farskólum.
Á gagnfræðastigi eru rúmlega
22% án réttinda.
Ennþá alvarlegra er þó hitt,
að kennaraskorturinn fer hrað-
vaxandi. Síðastliðin sex ár hefir
Vínsasafnararnir eiga það
skilið, starf þeirra er ekki
þýðingarminna en þjóðsagna
safnaranna í sveitum lands-
ins á 19. öld. Þeir þyrftu
einnig að kanna handrit í
Landsbókasafninu og leita
af sér allan grun í prentuð-
um Ijóðabókum.
Vísnasafn eins og það,
sem hér er rætt um, yrði
grundvallarverk, unnið með
samræmdu átaki tveggja
eða þriggja manna um nokk-
urt skeið. Kák í þessu efni
er verra en ekkert. Ef til
þess kæmi, að eitthvert
bókaforlag réðist í að gefa
út slíkt safn, væri nauðsyn-
legt, að þeir, sem veldust til
að stjórna verkinu, kæmust
í sem beinast samband við
fólk út um allt land, svipað
því, sem raunin er um orða-
bókarmenn Háskólans. Þeir
þyrftu að fá inni í útvarp-
inu í einn eða tvo vetur með
þætti, þar sem þeir gætu
spurzt fyrir um höfunda og
vísur, sem vafi leikur á um
að einu eða öðru leyti. Þeir
gætu beðið fólk að skrifa
upp vísur og senda sér. Með
því móti kæmi án efa margt
í leitirnar, sem annars er
hætt við að glatist, og
sennilega ýmis tilbrigði
sömu vísunnar. Ótrúlegt
þykir mér, að almenningur
léti á sér standa.
Það yrði vissulega all-
kostnaðarsamt að gefa út
vandaða og stóra sýnisbók
íslenzkrar vísnagerðar, en
þá er einnig á hitt að líta,
að sú bók mundi ekki verp-
ast og skitna í háum hlöðum
inni í einhverri geymslu-
kompu, heldur rynni hún út.
Eg sé þegar fyrir mér safn-
sem þetta, fallega úr garði
gert og í bókaskápnum við
hliðina á Þjóðsögum Jóns
Árnasonar. Líkt og þær á
sínum tíma, yrði það sjálf-
krafa eitt af öndvegisverk-
um íslenzkra bókmennta.
Hannes Pétursson.
kennurum við fasta skóla á
barnafræðslustigi fjölgað um
216 alls. Þar af er fjölgun rétt-
indalausra 60 alls eða 281/2%.
Á sama tíma er heildarfjölgun
kennara á gagnfræðastigi 146
manns. Af þeim eru án réttinda
47 eða rúmlega 32%, og í far-
skólum hækkar hundraðstala
réttindalausra á þessu tímabili
úr 53 í 71.
' I
Tólfta uppeldismálaþingið
telur allmikið skorta á, að að-
búð tornæmra barna og ung-
linga í skólum landsins sé með
þeim hætti sem æskilegt er.
Þingið fagnar því, að í
Reykjavík hefir verið sett á
stofn sálfræðideild skóla og
geðverndardeild við Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur.
Jafnframt lýsir þingið stuðn-
ingi sínum við þá ákvörðun
Barnaverndarfélags Reykjavík
ur og Reykjavíkurbæjar að
reisa lækningahæli fyrir tauga-
veikluð börn.
lág laun fæla kennara
burt úr skólnm.
Á þriðja hudrað barnakenn-
arar og framhaldsskólakennar-
ar sátu uppeldis-málaþing í
Reykjavík 2. og 4. júní sl. og
ræddu m. a. launamál kennara
og kennslu og skólavist tor-
næmra barna og unglinga.
í fréttatilkynningu sem gefin
var út að þinginu loknu segir
meðal annars:
Uppeldismálaþingið telur, að
höfuðvandamál ísl. kenn-
arastéttar sé nú og hafi verið
um skeið ófullnægjandi launa-
og starfskjör. Þingið lítur svo
á, að í slíkum launa- og starfs-
kjörum felist hættulegt van-
mat á störfum stéttarinnar,
enda er nú kennaráskortur orð-
inn mjög mikill og fer hrað-
vaxandi.
Byrjunarlaun barnakennara
eru lægri en daglaunamanns.
Það er fyrst á þriðja starfsári,
sem þau verða jöfn. Nokkuð
svipuðu máli gegnir um gagn-
fræðaskólakennara. Að vísu
eru þeir einum launaflokki
hærri, en samt verður niður-
staðan áþekk, þar sem lög gera
ráð fyrir allmiklu lengri náms-
tíma. \
Önnur kjör en föst laun eru
einnig fjarri því að vera ákjós-
anleg. Réttmætt er að líta á
það, að 5—6 tíma daglegur
SJm alþýðuvísur