Vísir


Vísir - 19.06.1961, Qupperneq 1

Vísir - 19.06.1961, Qupperneq 1
Engir sáttafundir hafa ver ið haldnir í deilu Dagsbrún- ar og vinnuveitenda síðan á fimmtudagskvöldið. Sá fund ur endaði efitr árangurslaus- ar umr. um eitt prósent, er vinnuveitendur vilja greiða beint til verkamannanna sjálfra, en Dagsbrún lieimt- ar í sjóð sinn. Er Vísir átti tal við Vinnu- veitendasambandið í morg- un voru engin tíðindi sögð af verkfallsmálum og enginn samningafundur hafði verið boðaður í dag. Árás á konu. Árásarmennirnir - 2 unglingspiltar náðust. Fruntaleg árás var gerð á konu nær hálf sjötuga aðfara- nótt 17. júní hér í bænum, en hún bjó ein í húsi. Að áliðinni nóttu réðust tveir 16 ára piltar inn í húsið til hennar með því að brjóta rúðu í forstofunni. Vissi annar pilt- anna að konan bjó ein í húsinu og var það ætlan þeirra að nauðga henni. Þegar inn í húsið kom réðust þeir á símann, slitu hann úr sambandi til að hún gæti ekki gert aðvart í gegnum hann. Síðan réðust þeir á konuna, en húri komst undan við illan leik með því að fara út um giugga á húsinti Þá var konan fáklædd. Náði hún í bifreiðar- stjóra sem var á ferli eftir göt- unni og aðstoðaði hana konuna við að hringja í lögregiu. Piltarnir voru að vísu horfnir þegar lögreglan kom á staðinn, en þeir náðust seinna um dag- inn og sitja enn í varðhaldi, enda er rannsókninni ekki lok- ið. Þess má geta að piltarnir höfðu á brott með sér pyngju konunnar, en 5 henni voru ekki nema 30—40 krónur. Konan hefur ekki hlotið neina áverka, en hlaut hinsveg- ar taugaáfall. Þessi mynd er af hollenzka landsliðinu, sem leikur hér í kvöld. Hollendingarnir komu seint í gærkvöldi og er myndin tekin við komu þeirra. (Ljósm. Sv. Þormóðs). Verkamenn á Akranesi féllust á 11% kauphækkun. Komin með unga á tjörnina. Þýzku álftahjónin sem verpt hafa í Tjarnarhólmanum hafa nú í fyrsta skipti farið á flot með unga sína. Talið var að eggin hafi verið fjögur í hreiðrinu ,en ungarn- ir eru samt ekki nema þrír, svo að eitt eggið hefrir vérið ófrjótt að ætla má. Dauflegri hátíðahöld vegna verkfalls og veðurs. Ekkert framlag í styrktarsjóð. Verkalýðsfélag Akraness samdi á föstudaginn við vinnuveitendur um 11% kaup- hækkun til verkamanna og 18.95 á klst. fyrir verkakonur. Er þá verkakvennakaupið sem næst 83% af karlakaupi. Almennur fundur í verka- lýðsfélaginu samþykkti sam- komulagið, og ákveðið að taka hið umdeilda eina prósent inn í launin en ekki í styrktarsjóð Hátíðahöld á þjóðhátíðar- daginn 17. júní urðu með, nokkrum öðrum blæ en undan farin ár. F-’-'-' þótt 150 ára af- mælis Jóns Sigurðssonar for- seta væri með ýmsu móti sér- staklega minnzt, urðu hátíðar- höldin > höfuðstaðnum með daufari brag en verið hefur undanfarin ár og kom tvennt til, — kulda stormur af norðri og synjun verkfallsmanna í Dagsbrún á beiðni hátíðanefnd ar að reisa hljómsveitarpalla og vinna að öðrum undirbún- ingi. Frá því klukkan 10 um morg uninn er allar kirkjuklukkur í bænum samhringdu: þar til kl. 10 úm kvöldið er skemmtun- inni á Arnarhóli lauk, fóru há- tíðahöldin fram eins og ráð var fyrir gert í hátíðadagskrá. Mik ill mannfjöldj tók þátt i skrúð- göngunni og hátíðahöldunum við Austurvöll, eins létu börn- ^rh. á 13. s. Sýslumaðurinn á að svara. Fjármálaráðuneytið hefur sent Jóhanni Salberg Guð- mundssyni sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu ákærur þær sem á hann voru gerðar um misferli í fjármálum embættis hans. Hefur sýslumanninum verið gefið tækifæri til að svara fyrir sig og er búizt við því svari mjög bráðlega. Þangað til mun ráðneytið bíða með frekari að- gerðir. eins og krafist er af verkalýðs- félöðunum í Reykjavík og Hafiarfirði. Ræða Ölafs Thors for- sætisráðherra, er hann flutti af svölum Alþingis- hússins 17. júní mun birt- ast hér í blaðinu á morgun. VÍSIR 51. árg. — Mánudagur 19. júní 1961. — 136. tbl. 1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.