Vísir - 19.06.1961, Page 3
Mánudagur 19. júni 1961
VÍSIR
3
17. júní í Laugardai.
Þjóðhátíðin var að mörgu leyti aðeins svipur
hjá sjón nú, þótt sjaldan hafi verið meiri ástæða
til að allir legðu sig fram til að gera hana vel úr
garði. Þrátt fyrir hvassviðri og kulda héldu menn
þó gleði sinni nokkurn veginn óskertri á Laug-
ardalsvellinum, eins og þessar myndir þaðan,
bera með sér.
Nokkur hluti skrúðgöng skáta og íþrótt'amanna.
Tveir nýbakaðir stúdentar tóku þátt í 100 m. hlaupinu og
„stálu senunni.”
fáum stöðum er sjálfsagðara að halda þjóðhátíð en
á Hrafnseyri, þar sem Jón Sigurðsson forseti
fæddist og ólst upp. Það var því ærið tilefni fyrir for-
seta íslands að halda þangað á minningarhátíðina um
fæðingu sjálfstæðisforingjans og lýðveldisins, sem hann
átti svo drjúgan þátt í að skapa á Islandi.
Vestfirðingar höfðu undir-
búið minningarhátíð á Hrafns-
eyri og boðið forsetahjónunum
að vera viðstödd. Til mikillar
ánægju fyrir alla varð forsetinn
við þessum óskum og kom til
Hrafnseyrar 17. júní og hélt
' þar ræðu fyrir minni Jóns Sig-
urðssonar.
Þrír fréttamenn Reykjavík-
urblaða fylgdu forsetanum eftir
á ferð hans vestur. Farið var
með varðskipinu Óðni og lagt
af stað frá Reykjavík um kl.
22 á föstudagskvöld. í fylgd
með forsetahjónunum voru Har-
aldur Kröyer forsetaritari,
•Hörður Bjarnason húsameistari
ríkisins og þingmenn Vestfjarð-
•ar, Gísli Jónsson, Hermann
Jónasson, Hannibal Valdi-
marsson og Sigurvin Einarsson
fóru með varðskipinu, en Kjart
an J. Jóhannsson og Birgir
Finnsson komu frá ísafirði. —
Eiginkonur flestra þeirra voru
með þeim.
Um nóttina hafði annar iög-
reglumannanna, sem fylgdi for-
setanum úr Reykjavík, Björn
Eysteinn Kristjánsson veikst
hastarlega og varð að flytja
hann á land í Patreksfirði og
leggja hann þar inn á sjúkra-
hús. Hann var síðan sóttúr aft-
ur á heimleiðinni og fluttur til
Reykjavíkur. Talað var um að
hann hefði fengið nýrnakast.
Hátíðahöldin hófust kl. 14
með setningarræðu Sturla
Jónsson hreppstj. á Suður-
eyri, formanns hátíðarnefndar.
Síðan söng kirkjukór Þingeyr-
ar íslenzka þjóðsönginn en að
því loknu tók forseti íslands hr
Ásgeir Ásgeirssonar til máls, og
flutti minni Jóns Sigurðssonar.
Er ræða hans birt í heild á öðr-
um stað í blaðinu. Forsetanum
var vel fagnað við komu hans
og ræðunni vel tekið. Því næst
flutti Halldór Kristjánsson
bóndi nokkur kvæði sem ort
höfðu verið af ýmsum skáldum
til Jóns Sigurðssonar, Guð-
mundur Ingi Kristjánsson flutti
minni Jóns Sigurðssonar í Ijóð-
um en séra Jón Ólafsson pró-
fastur í Holti í Önundarfirði
flutti minni fslands. Kirkjukór
Þingeyrar söng á milli atnða.
Hér var gert hlé á hátíðar-
höldunum í hálfa aðra klukku-
stund. Á meðan nutu hátíðar-
gestir veitinga í nýju húsi, sem
hefur verið byggt fyrir staðar-
prestinn, skólann og ábúar.da
jarðarinnar. Þar voru stórar og
bjartar stofur, sem rúmuðu all-
marga menn i sæti. En það var
annars ófullgert að innan og
óbyggð álma við húsið, en
húsameistari ríkisins teiknaði
það. Allt hléið var fólk á rölti
og skoðaði sig um. í fljótu
bragði virtist lítið vera til frá-
sagnar um söguhelgi staðarins,
en þegar fróður maður var
kominn í fylgd með fréttamann-
inum þá breyttist allur svipur
staðarins.
Austan við nýja húsið stóð
kirkjan, lítil, hvítmáluð og
bárujárnsklædd. Spölkorn
neðan hennar mátti greina
tóftabrot þar sem gamla kirkj-
an hafði staðið. Það fer tvenn-
um sögum af ástæðunum fyrir
flutningi kirkjunnar. Þjóðsagan
segir að endur fyrir löngu hafi
staðarpresturinn verið drepinn
fyrir altari, af manni sem skaut
ör af boga sínum inn um
kirkjudyrnar, frá litlu holti
nokkru fyrir vestan kirkjuna.
Kirkjan var því talin saurguð
og var flutt til og endurbyggð
á nýjum grunni lítið eitt ofar
í hlíðinni. Hin skýringin er sú
að gamla kirkjan stóð svo á-
veðurs að rétt þótti að flytja
hana í skjól við hæðina.
Ofan við kirkjuna er lítill og
næmlega hlaðinn grjótveggur,
þar eina sem eftir er af þremur
veggjum í svefnstofu prests-
hjónanna, foreldra Jóns Sig-
urðssonar. Rétt hjá er talið að
Hrafn Sveinbja-.’í'arson hafi átt
bæ sinn. Ofan þaðan og niður
eftir slakkanum, fram hjá
kirkjunni, í suð-vestur liggur
laut i túnið. Sagt var að hún
væri þar sem jarðgöngin frá
bæ Hrafns Sveinbjarnarsonar
lágu niður í brattann ofan við
sjóinn. Sagan segir að synir
Hrafns hafi við aðförina að
föður þeirra komist eftir jarð-
göngunum og niður hæðina að
sjónum og þaðan á báti yfir
fjörðinn í Hranfssonagjótur,
gil í fjallinu andspænis Rafns-
eyrarbænum.
Þetta og margt fleira sagði
fólkið á staðnum. Lýsing á
Arnarfirðinum verður látin
liggja milli hluta enda voru
henni gerð rækileg skil í Vísi á
laugardaginn.
Allan tímann meðan á hátíð-
inni stóð var rigningarsuddi og
norð-austanátt og kaldi. Aðeins
einu sinni varð vart sólar og þá
aðeins dauft og um skamman
tíma. Hátíðargestir voru komn-
ir allsstaðar að og reiknaðist
sumum að þarna væru um eitt
þúsund manns. Það er kannke
of há tala en heldur ekki gott
að gera sér grein fyrir tölunni.
Að hléinu loknu hófst
skemmtunin á ný. Sýndir voru
þjóðdansar og Ásmundur Guð-
mundsson þingvörður fór með
skemmtiþátt. Þrátt fyrir rign-
inguna var tekið til við al-
mennan dans þegar um klukk-
an 19. Þá voru forsetahjónin
og fylgdarlið þeirra nýkomin
aftur um borð í varðskipið og
verið að flytja aðra farþega um
borð. Klukkan 20 hélt varðskip-
ið svo áleiðis til Reykjavíkur
og var komið þangað á sunnu-
dagsmorgun í björtu og stilltu
veðri, Skipið sigldi á lensi alla
leið til Reykjavíkur og mátti
segja að það haggaðist ekki.
Var haft við orð hve skipið færi
vel í sjó — en því var einnig
bætt við að um leið mætti
þakka góðri skipstjórn Eiríks
Kristóferssonar, skipherra.