Vísir - 19.06.1961, Síða 7

Vísir - 19.06.1961, Síða 7
Mánudagur 19. júni 1961 V I S I R 7 MYNDLIST NÝSTEFNAl myndust FróSur maður hefur sagt frá því, að á stórri samsýningu í París ný- lega, hafi hann taliÖ 15 „skrásettar'* stíltegund- ir eða mismunandi tján- ingarhætti í myndlist. Af þessu má meðal annars ráða, að enginn einn stíll sé alls ráðandi, þótt flokkarnir séu að sjálfsögðu misjafn- lega fjölmennir. Máske bendir þetta líka til þess, að einræði stílanna sé þverr- andi. Margir hafa haft trölla trú á einhverjum ákveðnum stíl og álitið allt annað að engu hafandi. Með því að tileinka sér hann væri vand- inn leystur, leiðin til hinnar sönnu listar opin og greið- fær. Samherjarnir eru hsta- menn vegna stílsins, ef ekki annars, og andmæli gegn því stafa af skilningsskorti og oft öðru enn verra. Þetta er að vísu ekki ný saga, en hefur þó verið sérstaklega 'iðburðarík á síðustu ára tugum. En tímarnir breytast og listamennirnir líka og þar kemur um síðir, að óljóst -ærður, um hva, hafi eigin- lega verið deilt, áður fyrr. Einn nýr stíli hefur pó enn verið nefndur til sög- unnar, bæði austan hafs og vestan, og kallaður funam- bulismi, eða svefngöngu- stíll. En nafnið er vegna þess, að funambulistar eru taldir þræða línuna milli þess hlutlæga og óhlutlæga, real og abstrakt, sem að lík- indum er þá bæði hættuleg leið og vandrötuð, og ættu að gera það af sama öryggi og svefngengillinn er talinn þræða glæfrastigu, án þess að verða fyrir slysi. Um frumleika þessa stíls er ekki gott að segja, en ekki mun hann vera sérlega áberandi, enda hafa margar leiðir oeg- ar verið kannaðar, eins og hinn skrásetti fjöldi þeirra bendir líka til. Það v^kur þó athygli, að stíllinn er hiut- 'ægur. t'iguratívur að vissu marki, en hliðsjón er höfð ai öllum þeim byltingum. em orðið hafa • mála' alist á þessari öld. vngrj k.ynslóð- sem sem sé að losa -ic úr viðjum fastákveðinna tján- ingarhátta, með þvi að leita meðalvegar, sem henni henti betur, án þess að stofna til samtaka til framdráttar nýrri stefnu eða skóla, þar sem æskilegra sé, að allir iistamenn komi frarr. sem einstaklingar, cháðir öUu siíku. Eitthvað af bví. sem funambulistai hafa sjálfir sagt, gæti gefi? bendingar tii skilningsauka á stefn- unni: „Nú á dögUiX getum við málað á sama hátt og Cour- bet gerði. Við verðum að geta látið litina sitja * íyrir- rúmi eins og fauvistar byggt upp eins og kúbistarnir og notið góðs af frjálsræði ab- strakt málara, með tilhti til viðfangsefnis“ „Af ásettu ráði set eg fram gátur til umhugsunar. Verði hlutlægr.in of mikil þá finnst mér allur skáld- skapur hverfa. Mestur vand- inn er að finna jafnvægið, hinn gullna meðaiveg milli hlutlægs og óhlutlægs og ekki er hægt að túlka nát.t- úruna nema áleitni þess raunverulega sé bægt frá. Vandamálið liggur í því. að sameina frjálsræði óhlut- lægrar listar og undirstöðu- kröfur hlutlægrar túlkur.- ar“. Sumir telja að það dular- fulla hafi mikla þýðingu og verði einkum túlkað með því, að fara bil beggja milii þessara tveggja heima. því nái annar undirtökunum þá sé það úr sögunni. Engin list verður til án erfiðis og þessi nýja stefna virðist ekki gera hana auðveldari viðfangs, enda er það víst á engan hátt æskilegt. Fyrir nokkrum árum hafði einn af okkar ágætu listamönnum sýningu á ab- strakt málverkum. Þá voru einhver peirra skilgreind þannig, að þar mætti sjá vel hlaðna veggi, en út frá þeim hvítt haf eða mjúka slæðu. Sennilega hefur fiest- um komið eitthvað allt ann- að til hugar og látið það gott heita. En frá því hefur ver- ið sagt, að einn funambul- isti vestur í Ameríku komi í málverkum sínum það langt til mots við veruleik- ann, að ekki verði um villzt, enda þótt það komi ekki í ljós við vfirbo-ðslega skoð- un. Landslag, skip, bygging- ar o fl. mynda forerunn, en að baki er endalaust háf, fjarlæg r-org og hver veit hvað. Á þessu tvennu er mikill mu’iui ef vel er að .: lvu 09111 - i gaðr og rneiri, en í i'hóiu bragði gæti virzt. Svo mætti til gamans velta því fyrir sér hvenær fyrsti funambulistinn muni koma fram vor á meðal. Ef þessi stefna breiðist ört út,þá verður þess t.æplega lengi að bíða, því svo mun enn reyn- ast, sem oft áður, að það liýjasta er alltaf ágætast. F. Krlli frændi Hagalín. Það mun sannmæli, að hið talaða mál í dagskrá út- varpsins þann 18. júní hafi allt frá upp- hafi barna- tíma til síðari kvöldfrétta einkum mótazt af merkisdögunum 17. og 19. Barnatíminn, sem Anna Snorradóttir sér um, var fyrst og fremst helgaður minningu Jóns forseta, og mun þar vel hafa til tekizt. Koma að Hrafns- eyri mun verða börnunum merkilegri atburður fyrir að hafa hlýtt á Snorra Sigfússon, og þau munu síðar minnast þeirra orða hans, að forsetinn bjónaði aldrei ágætum málstað sínum með ósönnum rökum. Andrés Björnsson skýrði ljós- lega, hversu mikið Reykjavík á Jóni Sigurðssyni að launa, og um leið, hve glöggskyggn hann var á gildi hennar og framtíð, og Bjarni Einarsson vísaði skýrt til vegar á þá staði í Kaup- mannahöfn, sem einkum koma við sögu forsetans, en óþarf- lega drungalega flutti hann mál sitt. Svo kom þá að ævintýr- inu um Óla og Stínu, og var bað börnum við hæfi og hressi- legt og vel fiutt, en óþarfi var að láta hús liggja í Strándgötu — og gæta ber þess í slíkum sögum, að börn eru furðu rök- vís. þótt barnaleg séu, og ekki kæmi mér á óvart, þótt ein- hverjum þeirra hafi þótt und- arlegt, að systkinin skyldu muna, svo ung sem þau voru, Heilbrigðisstofnun S.þj. valdi Belfast sem rannsóknastöð Heilbrip-Aisstofnun Samein- uðu þjóðanna (WHO) hefur valið borgina Belfast á Norð- ur-írlandi til rannsókna á þvi, hvort efni, sem andrúmsloftið í iðnaðarborgum er mettað af, sé ein af megin meðorsökum þess, a'ð menn fá krabbamein í Iungun. Héfur stofnunin veitt Drottn- ingarháskólanum (Queen Uni- versity) fjárhagslegan stuðn- ing til slíkra rannsókna um eins árs bil. Vísindamenn, sem 'starfa við háskólann, og starfs- lið borgarlæknis í Belfast, að- stoða við rannsóknirnar. Við rannsóknirnar verða notuð sérstök tæki, sem safna ryki, sem fellur til jarðar úr lofti. Verður þeim komið fyrir á fimm stöðum í borginni. — kisu sálugu ekki aðeins gamla, heldur líka sem kettling, — þótt ekki sé hún löng, kattar- ævin. Klukkan tuttugu las Lúðvík Kristjánsson rithöfundur mjög röggsamlega upp úr hinni nýju bók sinni um Jón forseta, og þrátt fyrir það þótt hann hafi áður í ritverkinu Vestlending- ar leitt i Ijós margt mikilvægt um samstarf forsetans við vest- lenzka áhugamenn, virtist lest- ur hans benda til þess, að í þess- ari bók komi enn betur í ljós, hve víðtæk voru víðs vegar um ísland persónuleg sambönd og áhrif þessa í senn fjölvitrasta og góðgjarnasta mikilmennis, sem íslenzk saga kann frá að greina. Þá er að víkja að dagskrá þeirri, sem vígð var deginum í dag og þær sáu um á vegum Kvenréttindafélags íslands, Anna Sigurðardóttir og Elín Guðmundsdóttir. Dagskráin var ekki gjallandi málmur og hvell- andi bjalla, heldur var hún eftir minnilega tileinkuð gildi starfa konunnar á heimilunum og rétt- indum hennar sem húsmóður. móður og eiginkonu, og vikið beint og krókalaust að því,hvers vant er um viðurkenningu og jafnrétti, þar sem þetta tvennt hefur mest gildi fyrir alla aðila þjóðfélagsins. Var efnið vel flutt og röggsamlega af hendi þeirra kvenna, sem þarna komu fram og eini karlmaðurinn, sem til var kvaddur, varð að lokum að grípa lífstafi ísl. skálda sér til varnar og stuðnings, þegar konurnar gerðu að honum harð- asta hríð, en raunar fórst honum það fimlega. Söngur og hljómlist kvöldsins fram að klukkan 22 var hvort tveggja hið ánægjulegasta, en þá er tekið var að leika fýrir dansi, hvarf höfundur þessara orða af vettvangi hlustenda. Guðmundur G. Hagalín i L Rannsóknirnar verða svo fram kvæmdar við Drottningarhá- skólann í Belfast og St. Barto- lomew-sjúkrahúsið í London, þar sem rannsakað verður, hvaða efni eru i rykinu. Þar sem grunað er, að sígarettu- reykingar séu einnig valdar að lungnakrabba, verður það rann sakað samtímis. Alls verði um 35.000 manns þátttakendur í rannsóknunum. (TÆ. -

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.