Vísir - 21.07.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 21.07.1961, Blaðsíða 1
VISIR Axel á Eyjasundi. ■ Mvnd hessa tók Pétur Eiríksson sundþjálfari af Axel Kvaran milli lands Spariféð stóreykst. Hyggur á Drang- eyjarsund. Axel Kvaran kom til Rvk. í morgun. Tíminn hefir nú í tvo daga verið að reyna að sanna að myndun sparifjár hafi minnkað á stjórnar- tímum viðreisnarstjórnar- innar, og kemst helzt að j^eirri niðurstöðu að orsök- in hafi verið vaxtahækkun, eða ,,okurvextirnir“ eins og blaðið kallar það! Hér er auðvitað um hreinar talnafalsanir að ræða. Tíman- um verður bezt svarað með því að taka upp orðrétt ummæli í Ársskýrslu Útvegsbankans 1961 um aukningu sparifjárs s.l. ár Þar segir: „Spariinnlán bankanna juk- ust um 286.2 millj. kr. (árið 1960) í stað 170.7 millj. kr. ár- ið 1959. Aukningin er þó til- tölulega enn meiri, ef tillit er tekið til þess, að spariinnlán lækkuðu fyrstu mánuði ársins meðan áhrifa efnahagsráðstaf- ananna var enn ekki farið að gæta. Öll aukningin skeði því á tímabilinu apríl til desember og varð sú aukning 2% sinnum meiri en á sömu mánuðum árs- ins 1959.“ Það er vissulega óyndisúr- ræði að þurfa að falsa opinber- ar tölur, sem þessar, til þess að bjarga mannorði hrunstjórnar- Eysteins á fjármálum þjóðar- innar. En Tíminn vílar ekki fyrir sér að kalla sparnaðinn hafa minnkað, þegar hann sann arlega hefir stóraukizt. Til- raunir blaðsins til þess að falsa myndina með því að taka veltiinnlánin hér með, sem eiga ekkert skylt við sparnað þjóð- arinnar, gera ekki ummæli þess sannverðugri né útreikningana rétta. Heimdallur í Kerlingarfjöll Á morgun, laugardag, verður ferð á vegum Heimdallar, F.U.S., í Kerlingarfjöll. Lagt verður af stað frá Valhöll við Suðurgötu kl. 2 e. h. Þá verður ekið í Kerlingarfjöll. Á sunnudagsmorgun mun verða gengið á Snækoll, en þaðan mun vera einna víðsýn- ast af öllu landinu. Komið verður til Reykjavíkur aftur á sunnudagskvöld. Þátttakendur hafi með sér en heitt kaffi verður veitt á tjaldstað. Allar nánari upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu Heimdallar 1 í Valhöll (sími 17102) og æskilegast að fólk hafi skráð sig til þátttöku og tekið farmiða fyrir kvöldið. Lögregluþjónn, númer '84, vann í gær það afrek að synda úr Vestmanna- eyjum til lands. Númer 84 er Axel Kvaran og er hann annar Islendinga aS leysa þessa sundraun. Við hittum Axel, þegar hann kom hingað til Reykjavíkur í morgun og var þá ekki á hon- um að sjá, að hann hefði velkst rúma fjóra tíma á sjó úti. Axel kvaðst hafa kunnað vel við sig á „sundvaktinni“, og sundið allt hefði gengið ljóm- andi vel ,,Undiralda var nokk- Á hádegi var enn beðið eftir því hvort Grisson yrði skotið á loft. Hann var þá búinn að sitja i geimhylkinu í klst. Þessi mynd var tekin í fyrradag þeg ar hætt var við tilraunina og Grisson gekk út úr hylkinu. ur og gerði mér erfiðara fyrir en hún aftur á móti flýtti fyr- ir og stytti tímann“. „Áhuginn fyrir þessu vakn- aði hjá okkur í lögreglunni, þegar Eyjólfur synti sem mest, en samt var það tilviljun ein að ég byrjaði á þessu. En þeg- ar ég var einu sinni kominn af stað, fann ég að ég þoldi kuld- ann vel, og þetta var hin bezta skemmtun. Mér fór að detta í hug, að gaman væri að reyna við. Skerjafjörðinn. Síðan kom Viðeyjarsundið, og Kjalarnes- ið og nú Vestmannaeyjar. Margir eru að spyrja um Ermasundssund, en það verður að líta á það, að slíkt sund er allt annað og meira. Það tekur 14—16 tíma að synda Erma- sundið, en ég var ekki nema tæpa 5 tíma í sjónum í gær. Mestan áhuga hef ég núna fyrir Drangeyjarsundi. — Telur þú gagn af þessu, Axel“? „Tvímælalaust. Þetta er ekki eingöngu sportið og ánægjan, ég tel hiklaust að allir þeir sem sjó stunda af einhverju gagni ættu að æfa sund að meira eða minna leyti“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.