Vísir - 21.07.1961, Síða 6

Vísir - 21.07.1961, Síða 6
6 VtSIR Föstudagur 21. júlí 1961 SAGA MIKLUVATNA 6 Borglr. — Svo sem áður er sagt hafa margar borgir risið upp við Mikluvötn. Ein hinna mikilvægustv er Detroit í Michigan, sem er höfuðborg bifreiðaiðnaðarins í heiminum. Hún er mjög vel í sveit sett til þess að taka á móti hrá- efnum til bifreiðaiðnaðar, hvort sem hráefnin koma inn- anlands frá eða utanlands. — Iðnaður. — Mikluvatnasvæðið er hjarta amerlsks iðnaðar. Strendur Michiganvatns eru miklar iðnaðar- og verzlunar- stöðvar, einkum er þetta þó i Milwaukee og Chicago. Detroit er á milli Huronvatns og Erie- vatns, Cleveland og Buffalo eru á ströndum Erievatns og iðnaðarhéruðin í efrihluta New Yorkfylkis eru nálægt Ontario- vatni. — Mikluvötn. — Miklu- vötn eru einn skemmtilegasti staðurinn í Bandaríkjunum, landfræðilega séð. Auk áhrifa sinna á iðnað landsins og verzl- un, þá má ekki gleyma þeim tækifærum, se mþetta svæði veitir íbúum sinum til hvildar og hressingar. Þar er hægt að synda, sigla og fara I útileg- ur, auk þess sem hægt er að fara I ferð með hinum nýtízku- legustu skemmtiferðaskipum. E n d i r . Ffugválar Koch seldar. Ein þeirra er Eiár. Grænlandsverzlunin danska ætlar nú að selja þrjá flug- báta af Norseman-gerð ásamt varahlutum. Flugbátamir munu verða seldir hæstbjóð- anda, sameiginlega eða sitt í hvom lagi. Þessir flugbátar vom m. a. notaðir af dr. Lauge Koch við jarðfræði- rannsóknir á Austur-Græn- landi. Flugvélarnar eru allar sundurteknar, ein þeirra er hér í Reykjavík, en þinar tvær 1 Kastrup flughöfninni í Kaupmannahöfn. Ástæðan fyrir því, að það á að selja þær, er sú, að dr. Lauge Koch hefur ekki feng- ið stuðning til frekari rann- sókna. Sem kunnugt er var það dr. Koch, sem fann mo- lybden-námurnar í Austur- Grænlandi. • Bahdaríkjamenn hafa tekið upp eftirlit á lnnflutningi á götuðum osti. Hingað til hefur mikið verið flutt inn af osti, sem hefur verið boraður, eftir framleiðslu. en nú vilja þeir aðeins ieyfa sölu á osti, sem hefur eðlilega gerðar holur, eða göt. IMotaður RAFHA kæliskápur óskast. Uppl. í síma 17895 eða 19636. (789 Telpa í sveit Get tekið um 11 ára telpu í sveit. — Upplýsingar í Mýrarkoti, Grímsnesi, sími um Minni-Borg._________ • Bússar gerðu ítrekaðar til- raunir til að „heilaþvo" flug- mennina á RB-47, sem þeir skutu niður i vetur. Þetta kom fram í rannsókn þingnefndar. Áskríftarsíminn er 11660 Klæðir hvern mann vel LAINIDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR 8LIVIARFERÐ VARÐAR SIHMIMIIDAGINIM 23. júlí 1961 Ekið verður austur Mosfellslieiði, um Grafning framhjá Heiðabæ og staðnæmst fyrir ofan Hestvík. Síðan verður farið suður fyrir Nesjahraun að Hagavík og austur yfir Ölfusvatnsheiði, framhjá Úlfljótsvatni að Ljósafossi og norður með Þingvallavatni að austan, framhjá Miðfelli að Þingvöllum. Þá verður ekið um Bolabás og Selás inn á Hofmannaflöt og norður á Kaldadal að Kerlingu. Þá verður ekið um Uxahryggi og vestur með Hafnarfjalli fyrir Leirárvog og hringinn í kringum Akrafjall um Hvalfjörð til Keykjavíkur. Kunnur leiðsögumaður verður með í förinni. Farseðlar seldir til 10 kl. í kvöld Farseðlar verða seldir i Sjálfstæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 225,00 (innifalið í verðinu er miðdegisverður og kvöldverður). — Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8 árdegis, stundvíslega. Stjórn VARÐAR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.