Vísir - 21.07.1961, Síða 9

Vísir - 21.07.1961, Síða 9
Föstudagur 21. júlí 1961 V I S 1 R 9 Francoise úthrópuð Franska skáldkonan Francoise Sagan hefur gefið út nýja skáldsögu, þá fimmtu í röðinni. — Bókin heitir „Hin dýr- legu ský“ og er titiilinn tekmn úr prósaljóði Baudelaires. Bókin er aðeins 185 síður. Að þessu sinni þykir bregða nokkuð nýtt við, að allir helztu bók- menntagagnrýnendur Frakka ráðast á bók Sagan og segja að hún sé ómerkileg, siðlaus og laus í reipunum. Bonjour Tristesse. Eftir þessar undirtektir gagnrýnendanna eru menn farnir að velta því fyrir sér hvort frægðarsól Francoise Sagan sé að renna til viðar. Hún hefir nú í átta ár verið langfrægasti rithöfundur Frakka. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið átján ára með bókina „Bonjour Tristesse". Var hún þá álitin undrabarn og gagnrýnendurnir hófu bókina upp til skýjanna. Hún seldist í milljónum ein- taka og sama er að segja um allar seinni bækur henn- ar. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar. ’ Auk þess hefir Francoise Sagan verið mikill persónu- leiki.Hún hefir orðiðhálfgerð þjóðsagnapersóna fyrir smell in tilsvör sín og hún hefir 01-010 fulltrúi yngstu kvn- slóðarinnar í Frakklandi með allri léttúð hennar, slægð og kaldhæðni. Enn er það í fersku minni að hún lenti í bílslysi er hún ók sportbíl sínum með ofsa- hraða út af þjóðveginum skammt frá París. Þar var hún fulltrúi þeirrar æsku sem lifði tæpt og undi sér bezt við lífshættu í ofsahröð- um akstri. Menn héldu, að Sagan væri svo kærulaus í líferni sínu, að henni hefði þótt það eitt lakast, að hún skyldi ekki láta lífið i bílslysinu. Þvert á móti því fékk bifreiða- slysið mikið á hana og hún ský 66 dot um útsíður og mynda- efni í vikublöðum landsins. En nú telja menn að Sagan hafi 26 ára að aldri spennt bogann of hátt með síðustu skáldsögu sinni „Hin dýrð- legu ský“. Það er að minnsta kosti í fyrsta sinn, sem gagnrýnendurnir ráðast allir á hana. Þjáning — afbrýðisemi. Skáldsagan fjallar um af- brýðisaman eiginmann. Hann er Ameríkani og heit- ir Alan. Kona hans er frönsk og heitir Josée. Og sem sagt Alan pjáist af ægilgri af- brýðisemi. Það er undarlegt að finna slíka stjórnlausa SIÐLAUS OG LEIÐINLEG hætti að aka kappaksturs- bílum. En alla tíð síðan hefir hún verið skapandi tízku og nýrra skrítinna siða meðal unga fólksins. Hún átti sinn þátt í að gera litla hafnar- bæinn St. Tropez á Blá- ströndinni að eftirsóttasta skemmtistað Frakklands. Keppir við Birgittu. Sagan er ekki lagleg né vel vaxin. Hún er nefstór og ósköp budduleg. Samt er hún eina franska konan, sem hefir getað háð harða samkeppni við Birgitte Bár- Gagnrýn- endur for- dæma síðustu bók henn- ar: „Hin dýrðlegu afbrýðisemi í bók eftir Sag- an, sem viðurkennir ekki að ástin sé tilfinning, heldur aðeins líkamleg nauðsyn eins og matur. Þetta táknar þó enga stefnubreytingu hjá skáldkonunni, því að það kemur brátt í Ijós, að þessi afbrýðisemi stafar ekki af tilfinningum, heldur af ein- hverri stjórnlausri tauga- veiklun. Alan og Josée eru suður á baðströnd í Florida og Alan þjáist af afbrýðisemi. Hann spyr Josée í þaula um það, hvort hún hafi nokkurn- tíma verið með öðrum mönn- um áður en, hann kynntist henni og hún játar það eins og hvern annan eðlilegan hlut. Hann heldur áfram að spyrja hana um ástarævin- týri hennar og hún segir honum frá hverjum unnust- anum á fætur öðrum sem hún hafði átt áður. Játning eftir játningu og stöðugt vex afbrýðisemi mannsins. Leikari í leiðinlegu atriði. Josée fer loks að leiðast að segja þessar sífelldu ást- arsögur. Henni varð eins inn- anbrjósts eins og leikara, sem var að leika leiðinlegt leik- rit. Hana fer að langa til að losna við þennan leiðinlega eiginmann. Lengi skortir hana þó dug til þess, þangað til hún hittir veiðimanninn Richardo, fer með honum út á vélbát og tekur fram- hjá með honum, enda þótt henni geðjist ekkert að Richardo, „hann er með hugsandi hundsaugu“. En við þetta fær Josée sjálfsöryggi sitt aftur. Hún lítur á sjálfa sig í spegli eft- ir atvikið „og henni virðist hún hafa yngst um 10 ár. Svo viðurkennir Josée það fyrir Alan eiginmanni sín- um, að hún hafi tekið fram- hjá honum. Hún verður al- veg hissa á viðbrögðum hans þegar hann rýkur upp og heimtar skilnað. Fórnarlömb ímyndunar. Svona heldur sagan áfram. Josée snýr heim til Frakk- lands eftir skilnaðinn, en Alan og annar maður, sem flæktur er í spilið, elta hana með Hlugvél yfir Atlants- hafið. Alan getur ekki verið án hennar og þau sættast í Ritz-hóteli í París. „Þau urðu fljótlega fórnarlömb þeirrar líkamiegu ímyndun- ar, sem er kölluð ást.“ En ekki batnar ástandið. Nú fer afbrýðisemi Alans fyrst að keyra úr hófi fram. Hún er ólagleg og siðlaus en — slær alltaf í gegn. Eftir síðasta hjónaskilnað sinn tekur hún aðeins tryggð við hundinn sinn. Hann leigir einka-lögreglu- menn til að elta konu sína og fylgjast með hegðun hennar. En allt kemur fyrir ekki. Josée finnur leiðir til að halda framhjá manni sín- um „í baðherbergi og í kok- teil-party“. Og aftur byrja játningar Josée. Hún viðurkennir enn brot sín fyrir Alan og lýsir þeim út í æsar og hann tryll- ist af afbrýðisemi. Síðan lýkur bókinni á orð- unum „það verður alltaf eins og spilað er út“. Siðlaus en selzt. Gagnrýnendur ráðast nú á Sagan fyrir það hvað bók hennar er sundurlaus og ó- merkileg. Þeir kvarta og sár- an yfir því að hún sé siðlaus og þekki ekki ástina. Þess vegna segja þeir, að þetta sé ljót og leiðinleg bók. En hún selzt samt eins og bráðið smér. Á einni viku seldust í París 80 þúsund eintök af henni. Svo það er kannske of fljótt að hrósa happi yfir fallinni stjörnu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.