Vísir - 27.07.1961, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. júlí 1961
V ISIR
7
„Horft af brúnni“, eftir Arthur Miller:
Haraldur í hlutverki Alferis.
Haraldur Björnsson leikari
sjjöiuyur í dug.
Haraldur Björnsson leikari
kvað vera sjötugur í dag, það
stendur svart á hvítu í bókum,
og ekki tjáir að deila við bók-
stafinn — bókstafurinn blífur.
En margt bendir hinsvegar til
þess, að maðurinn hafi hrein-
lega hætt við að eldast og jafn-
vel snúa hjólinu öfugt hvað
árafjöldann snertir.
Á hinn bóginn er það ekki
nema eðlilegt, að Haraldur eigi'
orðið þetta mörg ár að baki,
fcegar á það er litið, að hann er
að ýmsu leyti brautryðjandi í
sögu íslenzkrar leiklistar. Hann
lagði fyrstur íslendinga út á
bá braut að mennta sig full-
homlega undir að gera leiklist-
ina að ævistarfi, lærði í þrjú ár
og tróð upp í sjálfum konung-
lega leikskólanum í Kaupin-
hafn, í hlutverki ,,Kára“ í
'Ualla-Eyvindi. Svo lék hann
'vö sumur þar í borg í útileik-
'msinu Dyrehaven. Mörgum ár-
im áður en hann sigldi hafði
hann með öðrum stofnað Leik-
"élag Akureyrar. En eftir að
hann kom heim frá námi, ferð-
aðist hann um landið og hélt
leiksýningar. Víst hefir enginn
íslenzkur leikari gert meira af
því að breiða leikmennt út um
landið en hann, og einmitt þessa
dagana er hann í leikflokki á
ferð um landið. Sama árið og
hann kom heim lék hann í
fyrsta sinn hér á hátíðarsýn-
ingu Leikfélags Reykjavíkur á
aldarafmæli Ibsens, þá í hlut-
verki Gregers í Villiönd-
inni, sem hann og stjórnaði.
Hann færði upp sögulegu sýn-
inguna á Alþingishátíðinni á
Þingvöllum 1930, var fox-maður
og leikstjóri L. R. næstu 3 ár-
i’n. Stjórnaði þá Fjalla-Eyvindi
í samb. við hátíðina og beitti
þá nýrri leiksviðstækni hér á
landi. Ekki höfðu þá enn skap-
ast skilyrði fyrir atvinnu-
leikara hér, og tók Haraldur
til ráðs að stunda einkakennslu
í framsagnarlist og kenndi
jafnframt við skóla í bænum.
Hann réðst í að stofna hér
tímarit í list sinni, „Leikhús-
mál“, sem hann hélt úti mörg
ár af ódrepandi dugnaði og
bjartsýni. Og það hefir ein-
kennt manninn, að hann teldi
sér allar leiðir færar. Ekki
gefst tímí til að telja hlutverk
Haraldar á sViðinu, sem mörg
eru afrek, er ekki líða þeim
úr minni er sáu og nutu. Har-
aldur er sérkennilegur lista-
maður og persónuleiki, sem sett
hefir sinn svip á íslenzkt leik-
svið og hvar, sem hann hefir
komið nærri. Hann er vissu-
lega sér kafli í íslenzkri leik-
listarsögu.
(Haraldur Björnsson er stadd-
ur á Akureyri í dag).
G. B.
Mér varð
það á í gær að
rugla föður-
nöfnum á Ól-
öfum Noregs
konungum. —
Það var auð-
vitað Ólafur
Haraldsson
hinn helgi, sem féll í Stikla-
staðaorrustu, og bið ég lesend-
ur afsaka mistökin.
Jón R. Hjálmarsson, skóla-
stjóri flutti í gærkvöldi annan
þátt sinn í flokknum „Á förn-
um vegi í Rangárþingi“. Hann
fjallaði um sandgræðslu og
uppblástur og hafði viðtöl við
bændurna Pál Sveinsson í
Gunnarsholti og Lýð Skúlason
á Keldum. Þetta var ágætur
FJÖLBREYTT VEGA-
ÞJÓNUSTA FfB.
Margháttuð aðstoð við veg-
farendur þrjár næstu heigar.
Að utan —
Framh. a’ 8 síðu
í stjórnmálaráðuneytinu í A,-
Þýzkalandi, en hann er einn
af helztu skjólstæðingum
Ulbrichts, að enn væri verið
að athuga veilurnar í öllum
iðngreinum landsins, með til-
liti til þess, ef til vðskipta-
banns kæmi, og væri þetta
„vandamál, sem knýjandi
nauðsyn væri að sinna“. Það,
sem hann sagði um þetta
benti því til, að fremur lítið
hefði þó vei'ið gert til þess
enn sem komið er. Hann
kvað nauðsyn, til bera, að
öll ráðuneytin, sem að meira
eða minna leyti hefðu efna-
hagsmál til meðferðar, yrðu
að hafa áætlun tilbúna, ör-
ugga og nákvæma, er hægt
væri að grípa til á í'éttum
tíma. (Þýtt) — 1.
Bridge ein-
vigi í kvöld.
í KVÖLD efnir Bridgesam-
band íslands til einvígis milli
sveita Stefáns J. Guðjohnsen
og Einars Þorfinnssonar. Raun
veruiega er þarna um keppni
m.illi tveggja landsliða að ræða
þar eð sveit Stefáns skipar
landsliðið i ár en sveit Einars
í fyrra. Má því búast við spenn
andi leik og vei’ða spilin sýnd
í Bridge-Rama. Hagnaður af
kenpninni rennur til utanfar-
anna og er ástæða til þess að
hvetja bridgeunnendur til þess
að fjölmenna á keppnina.
Snilað verður í Breiðfirðinga
búð og verður bvr.jað að sýna
á sýningartöflunni kl. 19.
Kalli frændi
Félag íslenzkra bifreiðaeig-
enda mun nú í ár, eins og
venjulega, halda uppi fjöl-
breyttri þjónustu fyrir vegfar-
endur um verzlunarmannahelg
ina, og jafnframt helgarnar
29.—30. júlí og 12.—13 ágúst.
Hefur félagið gert víðtækar
ráðstafanir til þess að veita eins
fullkomna og víðtæka aðstoð.
sem kostur er á. og hafa til
þessa ti'yggt sér aðstoð fyrir-
ækisins Þungavinnuvélar, sem
verður með bíla sína á veg-
unum þessar þrjár helgar. FÍB
greiðir allan kostnað fyrir leigu
á þessum bifreiðum, og fá fé-
lagar aðstoð þessa ókeypis, en
utanfélagsmenn þui’fa að sjálf-
sögðu að greiða fyrir hana.
Þrjár kranabifreiðir verða á
vegum úti alla þessa daga, og
hafa meðferðis öll nauðsynleg-
ustu áhöld til viðgerða og vana
menn til þess. Þá hafa þær
þráðlaus sendi- og móttökutæki,
svo að hægt er að koma boðum
til þeirra með því að hringja í
sendistöðina að Gufunesi eða
lögregluna í Reykjavík, sem
jafnframt verður með aðstoðar-
bifreiðar á vegum úti.
Ein kranabifreiðin verður
á leiðinni Rvík—Hellisheiði
—írafoss, önnur á leiðinni
Þingvellir—írafoss og sú
þriðja í Hvalfirði. Þess ut-
an verður fjöldi annarra að-
stoðarbifreiða á vegunum, en
það eru félagsmenn, sem
framkvæma þetta í sjálfboða
vinnu. Geta þeir komið að-
stoðarbeiþnum áleiðis.
Spjöld verða og á vegunum,
þar sem upplýsingar verða
gefnar um símaþjónustu fram
yfir venjulegan tíma.
FÍB hefur einnig samið við
ýmis viðgerðarvei’kstæði um
að hafa opið alla þessa daga,
enda munu sum þeirra vera
opin um helgar að jafnaði. Verk
stæðin eru þessi: Bifreiðaverk-
stæði Kaupfélags Árnesinga að
Selfossi, Bifreiðavei’kst. Stefnir
á Selfossi, Bifx’eiðaverkst. kaup-
félagsins að Hvolsvelli og Bif-
í'eiðaverkst. og trésmiðja Borg-
arness.
Jafnframt að veita þessa
þjónustu, áminnir FÍB vegfar-
endur um gætinn og öruggan
akstur, og biður vegfai'endur
um að aðstoða hvern annan
eftir föngum, m. a. með þvi að
koma skilaboðum og aðstoðar-
beiðnum áleiðis.
þáttur og einkar fróðlegt og
tímabært að lofa hlustendum
að kynnast hinu stórmerka
starfi, sem unnið hefur verið
að Gunnarsholti og á hinum
sandgræðslustöðvunum. Þetta
er fjórða sumarið, sem flugvél
er notuð við dreifingu á áburði
og fræi, og þykir þetta hafa gef-
ist mjög vel. Sandgræðsluna
hefur borið á góma undanfarið
í sambandi við gagnrýni, sem
skógræktin hefur oi'ðið fyrir,
og hefur verið drepið á, að bet-
ur væri varið til sandgræðslu
miklu af fé því, sem farið hef-
ur til vafasamrar skógræktar.
Hvað sem um það má segja, er
það víst, að í sandgræðslu og
heftingu sandfoks hafa verið
unnin stórvirki.
Eftir að hafa heyrt af baráttu
bænda við sapdfok og uppblást-
ur á jai’ðkringlunni, fengum
við heldur betur upplyftingu,
því næst flutti Páll Theódórs-
son, eðlisfræðingur okkur einn
af sínum ágætu þáttum, og
ræddi nú um eldflaugar og
gervitungl. Sem fyrri erindi
hans, var þetta mjg fróðlegt,
en hann rakti sögu eldflaugna
og gervitungla.og skýi’ði í stuttu
máli hin eðlisfræðilegu lög-
mál, sem þessi furðutæki nú-
tímans hlíta. Vakti Páll athygli
hlustenda á hinni hröðu fram-
þróun þessara mála siðustu árin
og spáði því, að á næstu áratug-
um yrðu framfarii’nar ævin-
týralegar. Geimstöðvar myndu
sveima um í geimnum, en geim
för kanna sólkerfið.
Sinfónían um franska fjalla-
sönginn eftir d’Indy, sem leikin
var kl. 20, var mjög fagurt verk
og hugljúft. Einsöngur Eugeniu
Zai’esku á lögum Chopins var
einnig góður, en engan veginn
líkaði mér nútímaverkið,
strengjakvartett eftir Paul Cre-
ston. Þátturinn „Stefnumót i
Stokkhólmi“ var skemmtilegur,
en þar heyi’ðum við m. a. viðtal
Magnúsar Bjai'nfreðssonar við
Ellý Vilhjálms, söngkonu, en
hún söng þarna tvö lög.
Þórir S. Gröndal.
'fc Gambia, seinasta „nýlenda“
og verndarríki Breta í
Afríku á að fá sjálfstæði og
viðræður um uppkast að
stjórnarskrá eru hafnar.
Bretar hafa ráðið yfir
Gambia í 140 ár. íbúatala
300.000. Aðalframleiðsla:
Jarðhnetur.