Vísir - 27.07.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 27.07.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. júlí 1961 7IS1R 9 Þann 21. febrúar 1888 kom umkc—ulaus listamaður til smábæjarins Arles í Suður- Frakklandi og tók sér þar bólfestu um skeið, í þeim tilgangi að mála þar mynd- ir. Reyndar var hann ekki álitinn neinn listamaður, því að þessar óskaplegu myndir hans vildi enginn sómakær borgari hafa á sínum veggj- um. Auðvitað hlaut málara- listin að misheppnast fyrir Vincent van Gogh eins og allt annað. Við listaverka- sölu gat hann t. d. ekki verið nema takmarkaðan tíma, þar sem hann réði viðskiptavin- unum frá, að kaupa lélega hluti, en þeir voru einmitt útgengilegastir og gáfu selj- andanum mestan ágóða. Mannkærleiki hans var svo raunhæfur, að hann gat ekki boðað fagnaðarerindið á þann hátt, sem til var ætl- azt. Svo fór hann að teikna og mála og það virtist ætla að fara á sömu leið. En síð- ari tímar dæma oft á annan veg en samtíðin. Þá mánuði, sem van Gogh dvaldi í Arles, vann hann ótrúlega mikið og skapaði sín frægustu verk, þrátt fyrir marga örðugleika og svo endaði allt með skelf- ingu. Ef meta ætti verk hans frá Arles eftir nútíma gengi, þá væri víst óhætt að nefna hundruð milljóna. Þó var það svo, að í bréfi til bróður hans, er sá honum fyrir brýnustu nauðsynjum af mikilli fórnfýsi og kær- leika, má lesa þessar setn- ingar: „Þessir dagar hafa verið ákaflega erfiðir. f þrjár vikur hef ég lifað á skipa- kexi með mjólk og ólívum. Peningarnir voru þrotnir. Frá mánudegi til fimmtudags hef ég aðeins fengið mér tvær máltíðir“. Listin varð að ganga fyrir þörfum líkam- ans. TPvegar Vincent van Gogh yfirgaf föðurland sitt, Holland að fullu og öllu, var hann um skeið hjá bróður sínum í París og þar komst hann í kynni við impression- istana, sem höfðu mikil á- hrif á litameðferð hans. Um þessar mundir urðu japönsku þrykkmyndirnar fyrst kunn- ar listamönnum á vestur- löndum, sem margir voru mjög hrifnir af fyeim. Þær AIYNDLIST Brúin hjá Arles. Van Gogh: Brúin. eru Vincent löngum svo of- arlega í huga, að það er eins og hann sé öllum hnútum kunnugur í Japan Við kom- una til Arles var snjór á jörð og segir hann að það hafi verið „alveg eins og myndir þær af landslagi að vetri til, sem Japanir hafa gjört“. Og í bréfi til vinar sins, málar- ans Emile Bernard segir hann: „Jafnvel þótt japönsk list þróist ekki í heimalandi sínu þá mun hún gera það í Frakklandi." Þegar hér var komið sögu voru viðfangsefni listamann- anna, mótívin, ekki jafn þýðingarmikil og áður fyrr, að minnsta kosti ekki fyrir þá ungu og breytingagjörnu. Hversdagsleg fyrirbrigði og umhverfi daglegs lífs höfðu sína fegurð að geyma, ef að var gáð og spurningin var ekki lengur hvað, heldur hvernig. Persónuleg tjáning Van Gogh: Sjálfsmynd. var aðalatriðið. Svo kom þar um síðir, að mótívið var af mörgum talið óþarft með ööllu, en það er önnur saga. T-^arna suður við Miðjarð- arhaf var Vincent kom- inn í nýjan heim. Sólin skein frá heiðum himni og geislar hennar gátu verið hættulegir á þessum stað, en þess gætti hann ekki. Hún gaf mótívinu birtu og var sjálf í því. Það var stórkostlegt. „Það er al- veg eins og ég sé kominn til Japan.“ Samt var lífið þarna dálítið erfitt og kostnaðar- samt. Fyrst af öllu var að sjá sig um og finna mótív, og Vin- ent lét ekki á sér standa að taka til óspilltra málanna. Með því fyrsta, sem á vegi hans verður og hann telur merkilegt, er gömul vindu- brú á einhverju sýki þarna rétt hjá Arles. Hún hefur vafalaust minnt hann bæði á Holland og japönsku mynd irnar. Af þessari brú gerði hann 5 málverk, auk teikn- inga, og eru þau talin ágæt verk og í þeim gætir ekki þess óróleika, eða jafnvel ofsa, er síðar bar svo mjög á. Meðan hugur hans snerist svo mjög um þessa brú verð- úr honum að sjálfsögðu tíð- rætt um hana í bréfum sín- um: „Af vinnu minni er það að segja, að í dag kom ég heim með eitt málverk. Það er af vindubrú og lítill vagn er á leið yfir hana og ber við blá an himininn. Vatnð er líka blátt, bakkarnir gulrauðir með grænum gróðri og kon- ur með marglitar skýlur eru þar við þvott“. Og nokkru síðar skrifar hann aftur: „Ég hef fundið nokkuð, sem er svo sérstætt að slíkt og því- líkt mun ekki bera fyrir mín augu daglega. Það er vindu- brúin með litla gula vagnin- um og jörðin umhver'fis er gulrauð á málverkinu, grasið mjög grænt, himinn og vatn blátt. Það þarf bara að setja það í kóngsbláan og gullinn ramma.“ Onemma í marz skrifaði ^ hann svo vini sínum, málaranum Emile Bernhard, og er teikning af brúnni við upphaf bréfsins, en ekki er kunnugt um málverk af þessari gerð mótívsins, þótt hann hafi unnið að því, eins og ráða má af einu bréfa hans: „Ég lofaði að skrifa þér og þá vil ég byrja á því, að hér í sveit virðist mér vera jafn fagurt og í Japan, þar sem loftið er svo tært og litirnir skærir Hér að ofan hef ég rissað upp mótív, sem ég vonast eftir að geta notfært mér eitthvað. Sjómenn eru á gangi með kærustunum sín- um og stefna til bæjarins, en einkennilega vindubrú ber við stóra og gula sólina. Ég hef aðra gerð af þessu með hóp af þvottakonum.“ Van Gogh skrifaði mikinn fjölda bréfa, einkum til bróð- ur síns. Þessi bréf hafa pft verið gefin út í ýmsum lönd- um og eru merkileg heim- ild um ævi og starf þessa hrjáða listamanns, sem þrátt fyrir allt átti eftir að hafa gagngerð áhrif á list næstu kynslóða. Og sina mestu sigra vann hann í aldin- görðunum og við brúna hjá Arles, en þegar það varð ljóst, var hann löngu horf- inn af sjónarsviðinu. F. Góðir gestir á förum. Fhkkiir Skota hefur unnið mikið starf aö Núpi í Dýrafirði. í DAG FARA héðan af landi góðir gestir, sem ekki hafa látið sér nægja að koma hingað til lands til að skoða sig um og kynnast staðháttum, heldur hafa unnið hér drjúgt starf, bæði verklega, menning- arlega og andlega. Þessir gestir eru 22 talsms og komu frá Skotlandi fyrir um þrem vikum síðan. Þetta er allt ungt fólk — á aldrinum átján til tuttugu og sex — og er | þetta 4 flokkurinn sem hingað kemur til lands í svipuðum er- indagjörðum, en slíkir flokkar eru nefndir „Vinnubúðir“. Að- aláhugamál þeirra er nánari kynning milli þjóða, vinátta, hjálpsemi, fórnfýsi og hjálp- semi í anda kristinhar trúar. • Árið 1957 kom hingað fyrsti flokkurinn í sömu erindagjörð um, og unnu þeir að byggingu Langholtskirkju. Árið 1960 kom svo annar flokkur, sem vann við kirkjubyggingu í | Grafarnesi. Fyrr í vor kom svo flokkur, sem vann við end- urbyggingu Garðakirkju, en þessi flokkur hefur nú, ásamt nokkrum íslendingum, dvalist að Núpi í Dýrafirði, þar sem þeir hafa unnið mikið og gagn- legt starf. Af því má nefna • málningu á skólahúsi, leikfimi sal, prestssetri, heimavist, sundlaug og kirkju. Þá var reist skógræktargirðing og margt fleira unnið, auk þess sem samkomur voru haldnar, nálægir staðir heimsóttir og margvíslegt félagslegt starf framkvæmt. M.a, má geta þess að á samkomu, sem haldin var þar vestra nú fyrir nokkrum dögum, kom 200 manns, enda mun mála sannast að tæmst hafi allar nærliggjandi sveitir og þorp. Skotarnir fóru í gær að Gull fossi og Geysi. Flestir lýstu þvi yfir að þeir vildu gjarnan vera hér lengur að sinni, en sumar- leyfi þeirra er á enda. Vonast þeir til að komast hingað aftur að ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.